Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 9. J Ú L Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  159. tölublað  104. árgangur  SPRELL OG PERLUR Í ÓPERUNNI VINNUR DÚNINN FRÁ GRUNNI ÆÐARRÆKT Í FLJÓTUM 16ÓPERUGALA UM SUMAR 46 Heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið verður frumsýnd á fyrstu mánuðum næsta árs, en Sagafilm vinnur um þessar mundir að framleiðslu hennar ásamt BBC, RÚV og bandarísku efnisveitunni Netflix. Myndin mun bera nafnið „OUT OF THIN AIR“ og Ólafur Arnalds semur tónlist fyrir hana. Nú þegar hafa verið tekin upp viðtöl við fólk sem viðkemur mál- unum, enn er þó eftir að taka við- töl við fleiri sem þekkja til málsins, að sögn Margrétar Jónasdóttur, framleiðanda hjá Sagafilm. Alls koma um 20 manns að framleiðsl- unni á einn eða annan hátt og tveir þriðju hlutar þeirra eru Íslend- ingar. Myndin er sú fyrsta á Íslandi sem Netflix fjárfestir í á fram- leiðslustigi, en fyrirtækið keypti heimsrétt að myndinni að undan- skildum Íslandi og Bretlandi. Kostnaður við verkefnið nemur um 100 milljónum króna. »2 Fyrsta samstarfið við Netflix  Fjárfestir í nýrri heimildarmynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið Dómur Dómsuppkvaðning í Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu 1978. Sannkallað fótboltaæði hefur gripið um sig meðal yngri kynslóðarinnar eftir frækilega frammistöðu karlalandsliðsins á Evrópumótinu. Margir spiluðu fótbolta nótt og dag meðan á mótinu stóð og kepptust við að líkja eftir hetj- unum sínum líkt og þessir ungu menn sem æfðu sig á KR-svæðinu í gær. Táp og fjör og frískir menn Morgunblaðið/Árni Sæberg Spiluðu fótbolta í Vesturbæ Reykjavíkur Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Það er stór hópur fólks sem er ekki einungis áhyggjufullt heldur sofum við ekki á nóttunni fyrir þessu,“ seg- ir Elísabet Margrét Jónasdóttir, sauðfjárbóndi á Bæ II í Staðardal, sem telur að nýliðar í greininni, þeir sem hafa nýlega hafið búskap eða eru að kaupa jarðir í þessum rituðu orðum, hafi gleymst í umræðunni um búvörusamninginn. Hún telur að fljótfær vinnubrögð við samningsgerð búvörusamnings- ins hafi leitt til þess að ungir bændur hafi hreinlega gleymst. Þessari gagnrýni hafi verið komið til skila til forystu Bændasamtakanna en ekki hafi verið brugðist við. „Þeir vita af vandamálinu en samningurinn var samþykktur af bændum Íslands vegna þess að það eru svo margir bændur sem kannski ekki hagnast á samningnum en koma samt vel út. Allir þessir smábændur sem hvort sem er lifa með þessu, þeir finna ekki fyrir þessum vanda. Aftur á móti eru líka góðir punktar í samningnum, eins og til dæmis varðandi þá nýliða sem koma síðar í greinina. Ég væri alveg til í að vera að kaupa jörð eftir þrjú ár og fá hana á lægra verði í stað þess að lenda á milli skips og bryggju. Þá yrði allt þetta miklu greiðfærara.“ Þekkt gagnrýni á samninginn Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, þekkir gagn- rýnina. „Það er alltaf þannig að þeg- ar verið er að gera breytingar þá lenda menn misjafnlega í þeim og til dæmis í þessum samningi er verið að koma til móts við nýliða með því að það er boðið upp á fjárfestingar- stuðning og það er verið að taka og breyta kerfinu fyrir þá sem hafa ver- ið að kaupa sér réttindi til að fá stuðning. Þetta verður betra fyrir bændur framtíðarinnar og það verð- ur auðveldara að byrja,“ segir Sindri sem spáir engum grundvallarbreyt- ingum á samningnum. »11 Ungir bændur ósáttir með samninginn  Telja búvörusamninginn koma sér af- ar illa fyrir þá sem nýlega keyptu jarðir  Undarlegar bilanir á vélum og óvæntar fyrir- stöður á klöpp hafa sett jarð- borun á bænum Ríp í Hegranesi í Skagafirði í upp- nám. Talið er að skýringar á þessu séu í öðru tilverustigi, en í Hegranesinu eru þekktar álfa- byggðir. Gengur fólk á svæðinu ekki að því gruflandi og tekur fullt tillit til nágranna sinna. Ef ekki, þá vandast málin. „Mér var bent á að okkur hefði láðst að sækja um leyfi bæði hjá huldufólki og fram- liðnum,“ sagði Halldór Gunn- laugsson á Ríp. Bormenn sem verið hafa á staðnum leita nú tækja til að losa um borstangir sem eru fastar í jörðu. »4 Jarðboranir í álfa- byggð í uppnámi Skagafjörður Bor- að á Ríp í vikunni. „Aðgerðunum í Laugarneskirkju var eingöngu ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda í anda kærleika og mannúðar,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tekur hún fram að aðgerðunum í Laugarneskirkju, þar sem kirkjan lét sig varða mál hælisleitenda í liðinni viku, hafi ekki verið beint gegn lögreglu, stjórnvöldum eða öðru samstarfsfólki kirkjunnar á nokkurn hátt. Lög- reglan hafi verið látin vita fyrirfram en undirbúa hefði mátt aðgerðir betur. Agnes vísar einnig til kirkjugriða í nágrannalönd- unum, til dæmis Noregi, þar sem kirkjan beitir sér í þágu hælisleitenda á sambærilegan máta og Laugarneskirkja hafi látið reyna á í liðinni viku. Þá hafi málefni hælisleitenda einnig verið á dagskrá þjóðkirkjunnar undanfarin ár. »23 Hefði mátt undirbúa aðgerðirnar betur Agnes M. Sigurðardóttir Úrskurðarstofnun sem heyrir undir bandaríska atvinnumálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að tölvufyrirtækið Datalink Computer Products Inc. og forstjóri þess, Vick- ram Bedi, skuldi íslenskri konu, Helgu Ingvarsdóttur, 450 þúsund Bandaríkjadali eða sem svarar ríf- lega 56 milljónum króna. Helga og Bedi voru í fréttunum árið 2010 þeg- ar þau voru handtekin vestra grunuð um stórfelld fjársvik. Helga hlaut skilorðsbundinn dóm og er nú laus allra mála en Bedi var dæmdur til fangavistar og situr enn í fangelsi í Bandaríkjunum. Spurður hvort Helga eigi eftir að fá kröfuna greidda kveðst Jonathan Pearson, lögmaður Helgu, vera bjartsýnn. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að Vickram Bedi á fyrir þessari kröfu. Hann mun á hinn bóginn ekki greiða hana af fúsum og frjálsum vilja. Svo lengi sem hann á eignir fær Helga þó kröfu sína greidda, alla vega vel upp í hana,“ segir Pearson. Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Helga á 56 m.kr. inni hjá Vickram Bedi  Jörmundur Ingi Hansen Reykja- víkurgoði telur sig hafa reiknað út stofndag Alþingis og þar með þjóð- veldis til forna. Hann telur fyrsta Alþingi hafa komið saman á sumarsólstöðum 17. júní 930 þegar tungl var fullt. Þing- ið hafi verið sett þegar sólin fór að skína á Lögberg kl. fjögur að morgni og staðið fram að hádegi þegar sólin fór af Lögbergi. Hann segir sumarsólstöðupunkt- inn hafa færst til. Hann hafi eitt sinn verið 24. júní og því sé Jóns- messa á þeim degi. Á 10. öld hafi sólstöður verið 17. júní og á 17. öld hafi þær verið komnar á 13. júní. Þá hafi tímatalinu verið breytt og sól- stöðurnar færst til 21. júní. »6 Ljósmynd/Árni Geirsson Talnaspekingur Jörmundur Ingi Hansen telur sig hafa reiknað út stofndag Alþingis. Hátíðisdagur þjóð- veldis og lýðveldis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.