Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 AFMÆLISTILBOÐ VIÐ ERUM 20 ÁRA Með hverjum keyptum gleraugum fylgja sólgleraugu með í kaupbæti Verið velkomin í sjónmælingu Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sænski verslunarrisinn H&M hefur undirritað samning við fasteigna- félagið Regin og dótturfélag þess, Eignarhaldsfélagið Smáralind, um leigu á húsnæði sem hýsa mun tvær verslanir fyrirtækisins. Samningur- inn nær til tveggja staða á höfuðborg- arsvæðinu, annars vegar í Smáralind og hins vegar á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Verslanirnar tvær verða opnaðar á næsta ári og árið 2018. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins verður þriðji aðili ekki fenginn að rekstrinum og mun H&M sjálft reka verslanirnar hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir í samtali við Morgun- blaðið að fyrirtækið hafi unnið að þessu verkefni í tvö ár í samstarfi við erlenda ráðgjafa sem hafi mikla reynslu af því að starfa með stórfyr- irtækjum á borð við IKEA og mörg önnur. „Það er mikill áfangi að ná þessum samningi við H&M sem er eitt sterk- asta vörumerki í heimi og þetta mun hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag því nú mun samkeppni aukast á þess- um markaði og Íslendingar búa við samkeppnishæfara verð á markaðn- um en áður.“ Helgi segir að samningur Regins við H&M sé mjög traustur og til langs tíma. „Það verður ekki litið fram hjá því að þær breytingar sem urðu um síð- ustu áramót með afnámi tolla á fatnað höfðu mjög jákvæð áhrif á stöðuna. Allar breytingar sem auka samkeppn- ishæfni Íslands, hvort sem það eru breytingar á tollum, vörugjöldum eða virðisaukaskatti, hafa gríðarleg áhrif á tækifærin sem bjóðast,“ segir Helgi. Kanna einnig Kringluna Í kjölfar þess að Reginn sendi frá sér fréttatilkynningu um að samning- ar væru í höfn milli fyrirtækisins og H&M sendi fasteignafélagið Reitir frá sér fréttatilkynningu þess efnis að fyrirtækið hefði að undanförnu átt í viðræðum við H&M ásamt Kringl- unni um opnun verslunar í verslunar- miðstöðinni. Segir í tilkynningunni að viðræðum sé ekki lokið en að þó sé ráðgert að verslun undir merki H&M verði opnuð í Kringlunni á seinni hluta ársins. 2017. Stórt á alla mælikvarða Hennes & Mauritz AB er sænskt fyrirtæki sem stofnað var árið 1947. Fyrirtækið er nú skráð í kauphöllina í Stokkhólmi og miðað við gengi þess í lok viðskipta í gær er það metið á ríf- lega 5.300 milljarða íslenskra króna og velta þess á síðasta ári nam um 3.000 milljörðum króna. Til saman- burðar er heildarvirði allra fyrirtækj- anna sem skipa aðallista Kauphallar Íslands um 1.000 milljarðar króna eða innan við fimmtungur af virði H&M. H&M rekur yfir 4.000 verslanir í 62 löndum. Hjá því starfa ríflega 148.000 manns. Það rekur ekki aðeins verslanir undir merkinu H&M og H&M Home heldur einnig COS, Monki, Weekday, Cheap Monday og & Other Stories. Verslunarrisi til Íslands Tölvuteikning/PK arkitektar Uppbygging H&M hyggst meðal annars opna verslun við Hafnartorg sem gæti litið svona út, séð frá Stjórnarráðinu.  H&M opnar tvær verslanir hérlendis  Í miðborg Reykjavíkur og Smáralind  Forsvarsmenn Kringlunnar einnig í viðræðum við fyrirtækið um verslunarrými ● Capacent spáir því að vísitala neyslu- verðs lækki um 0,1% í júlí, sem hefur í för með sér að 12 mánaða verðbólga minnkar úr 1,6% í 1,4%. Gangi spá Capacent eftir myndi mælast 0,3% verðhjöðnun í júlí þegar litið væri fram hjá húnæðislið vísitölunnar. Spá minni verðbólgu 9. júlí 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.72 123.3 123.01 Sterlingspund 159.2 159.98 159.59 Kanadadalur 94.32 94.88 94.6 Dönsk króna 18.251 18.357 18.304 Norsk króna 14.519 14.605 14.562 Sænsk króna 14.353 14.437 14.395 Svissn. franki 125.46 126.16 125.81 Japanskt jen 1.2226 1.2298 1.2262 SDR 170.84 171.86 171.35 Evra 135.82 136.58 136.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.5611 Hrávöruverð Gull 1356.1 ($/únsa) Ál 1637.0 ($/tonn) LME Hráolía 49.12 ($/fatið) Brent Stefnir hefur lok- ið fjármögnun á 12,8 milljarða framtakssjóði. Hluthafar eru líf- eyrissjóðir, tryggingafélög og aðrir fagfjár- festar, samtals um 40 talsins. Sjóðurinn fær nafnið SÍA III og er stofnaður í framhaldi af SÍA II sem hefur á síðastliðnum árum fjár- fest í Skeljungi, Festi, Verne Global og Kynnisferðum. SÍA III mun fjár- festa í hlutafé óskráðra fyrirtækja með það að markmiði að taka þátt í uppbyggingu, vexti og virðisaukn- ingu þeirra. Stefnir er dótturfélag Arion banka og stærsta sjóðastýr- ingarfyrirtæki landsins. Stefnir með nýjan sjóð Flóki Halldórsson  Hefur lokið 12,8 milljarða fjármögnun ● Framtakssjóður Íslands, Horn II og sjóður í eigu stofnanda samheitalyfja- fyrirtækisins Invent Farma á Spáni hafa, ásamt öðrum hluthöfum, náð sam- komulagi um sölu á fyrirtækinu. Kaup- endur eru sjóðir sem leiddir eru af al- þjóðlega framtaks- sjóðafyrirtækinu Apax Partners. Verð- ið í viðskiptunum er ekki gefið upp. Framtakssjóðurinn, sem er að mestu í eigu lífeyrissjóða og Lands- bankans, á 38% hlut í félaginu. Horn II á um 17%, en það er framtaks- sjóður í stýringu hjá Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans. Ásamt sjóðunum tveimur er Silfurberg stærsti hluthafinn en það er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofn- anda Invent Farma. Í tilkynningu um söluna segir að fjárfestingin hafi skil- að Framtakssjóðnum og Horni af- bragðs arðsemi. Framtakssjóðurinn og Horn selja Invent Farma Friðrik Steinn Kristjánsson STUTT fasteignir og lóðir færðar á 21,8 milljarða í lok síðasta árs, en árið 2014 nam sá liður 10,2 milljörðum. Við matið kom í ljós að munur var á bókfærðu virði eignanna og mats- virði þeirra. Kemur fram í skýr- ingum við ársreikninginn að mun- urinn sé verulegur og varanlegur og fasteignirnar því færðar samkvæmt matinu. Nema áhrif þessa tæpum 5 milljörðum króna. Skuldir félagsins námu 16,7 millj- örðum í árslok, en voru 10,5 millj- arðar í árslok 2014. Eigið fé sam- stæðu Íslandshótela var 10 milljarðar í árslok 2015 og jókst um 8,1 milljarð á árinu. Eiginfjárhlutfall var 37% í árslok. Leggur stjórn til að greiddur verði 100 milljóna króna arður í ár til hluthafa vegna síðasta rektrarárs. Íslandshótel reka 16 hótel um landið undir merkjum Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centr- um, Best Western Hótel Reykjavík, Hótel Reykjadalur og Fosshótel. Tæplega 70% hlutafjár í félaginu er í eigu Ólafs D. Torfasonar og tengdra aðila. jonth@mbl.is Hagnaður Íslandshótela á síðasta ári nam 613 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2015. Hagnaður ársins 2014 var 551 milljón. Nokkur aukn- ing varð í umsvifum Íslandshótela á síðasta ári. Tekjur námu samtals 6,9 milljörðum króna saman borið við 5,2 milljarða árið á undan. Alls voru rekstrargjöld 4,8 milljarðar á síðasta ári en 3,6 milljarðar árið á undan. Endurmat var gert á fasteignum félagsins á síðasta ári. Þannig eru Vaxand umsvif Íslandshótela í fyrra  Endurmat eigna stóreykur eigið fé Morgunblaðið / Baldur Arnarson Fosshótel Nýtt hótel Íslandshótela.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.