Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Sími 487 5028 Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Einbýlishús á HelluTil sölu Til sölu er 198,5 fm einbýlishús ásamt 32 fm bílskúr við Heiðvang nr. 21, á Hellu. Húsið er byggt úr steinsteypu árið 1972. Það er múrað og málað að utanverðu og hluti þess hefur verið klæddur með timburklæðningu. Eignin telur, anddyri, gang, salerni, stofu, eldhús, þvottahús, herbergjagang, baðherbergi og fimm svefnherbergi. Undir hluta hússins er kjallari sem hefur verið innréttaður sem fjölskylduherbergi. Í húsinu eru vandaðar innréttingar úr hlyn og við það er stór verönd úr timbri með heitum potti. Húsið stendur við botnlangagötu á góðum útsýnisstað í Helluþorpi. Verð kr. 36.900.000,- Nánari upplýsingar og myndir á heimasíðu www.fannberg.is og á skrifstofu. Skipti mögulega á ódýrari eign. Nú hefur skipast svo til að kjörinn hefur ver- ið forseti sem stendur utan þjóðkirkjunnar. Það vekur athygli þrátt fyrir skýr fyrirmæli stjórnarskrár að ekki skyldi uppfylltur ótví- ræður vilji stjórn- arskrár, svo sjálfsagður og eðlilegur að ekki þótti einu sinni taka því nema í framhjáhlaupi að setja á blað, umfram það sem kemur fram í 62. gr. stjórnarskrár, að enginn skyldi velj- ast til forseta nema sá er tilheyrði þjóðkirkjunni. Í 62. gr. stjórnarskrár segir svo: Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal rík- isvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Í framkvæmd er ákvæðið túlkað svo að forsetinn er talinn verndari þjóðkirkj- unnar. Þess er að geta að allir fyrrverandi for- setar lýðveldisins hafa tilheyrt þjóðkirkjunni. Því verður hvorki vís- að til hefðar né venju að kosinn skuli forseti og hann jafnvel settur inn í embætti 1. ágúst nk. þó svo að það gangi aug- ljóslega í berhögg við þann meginvilja sem fram kemur í stjórn- arskrá lýðveldisins Ís- lands að forseti tilheyri þjóðkirkj- unni. Jafnræðisregla liðins tíma fólst í því að allir menn tilheyrðu þjóðkirkj- unni þrátt fyrir allt og allt, – og allt! Sízt hafa yfirlýsingar Guðna Jó- hannessonar Thorlacius um kristni orðið til að auka traust manna á því að hann muni í raun standa undir því að teljast verndari þjóðkirkjunnar sbr. þessi orð hér sem hann lét falla: „Við þurfum ekki að trúa á almættið til þess að átta okkur á því, hvernig jörðin varð til og líf kviknaði hér.“ Í sama viðtali virðist mega draga þá ályktun að hann sjái kristið fólk al- mennt þeim augum að vera illa upp- lýst og að vísindi skuli frekar höfð að leiðarljósi en orð þessa lýðs sem svo er illa fyrir komið að trúa á sköpun frekar en vísindi og skal því haldið ut- an slíkrar umræðu enda efla vísindin alla dáð. Ástæða er til að ætla að Hæstirétt- ur Íslands fari að 8. gr. stjórnarskrár ef til þess kemur 1. ágúst nk. eða kveði uppúr með þau atriði að öðru leyti sem ég hef hér gert að umtals- efni. Umboðslaus „forseti“ ? Eftir Guðna Björgólfsson » „…að enginn skyldi veljast til forseta nema sá er tilheyrði þjóðkirkjunni.“ Guðni Björgólfsson Höfundur er fv. skólastjóri. Þeir sem hafa ánetjast Samfylking- unni trúa því, að fyrr- verandi formenn flokksins, Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason, séu riddarar lýðræð- isins. Þetta eru öf- ugmæli, eins og hér verður sannað. Þessir formenn hafa alla tíð siglt undir fölsku flaggi og sama gildir um Samfylkinguna í heild. Dæmi um „lýðræðisást“ Sam- fylkingar er fundurinn í Efstaleiti þar sem samþykkt var að hrekja forsætisráðherra frá völdum. Ann- að dæmi er samkoma Samfylk- ingar á Austurvelli, þar sem ákveðið var að rjúfa Alþingi og boða til kosninga, heilu ári fyrr en Stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Af tómri „lýðræðisást“ krafðist Samfylking þess að kosið yrði um innlimun Íslands í Evrópusam- bandið, þótt hvorki þjóð né Al- þingi hafi áhuga á ESB-aðild. Enginn vitiborinn maður í Evrópu hefur áhuga á að lúta ólýðræð- islega og yfirþjóðlega Brussel- valdinu. Af einhverri ástæðu hefur Samfylking ekki krafist þjóð- aratkvæðis um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Skortir þó lýðræðislegt umboð til aðildar landsins að þeim samtökum. Icesave-stjórnin og „lýðræðisást“ Samfylkingar. Sumum þótti vera merki um sigurgöngu lýðræðisins, að 2009 skipaði forsetinn landinu rík- isstjórn, sem jafnan er nefnd Ice- save-stjórnin. Þessi ríkisstjórn braut allar siðareglur sem þekkst hafa. Heimssögulegar Icesave- kosningar fóru fram fyrst 6.3. 2010 og síðan 9.4. 2011. Í ræðu á Alþingi 1.3. 2010 sagði forsætis- ráðherrann Jóhanna Sigurð- ardóttir um komandi þjóð- aratkvæði: „Maður veltir fyrir sér: Er þetta ekki hálfgerður hráskinnsleikur? Er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki marklaus þegar fyrir liggur annað tilboð á borðinu sem við gætum fengið? Maður veltir líka fyrir sér, að ef svo færi að samningar tækjust í þessari viku og eru bæði stjórn og stjórn- arandstaða að vinna í því, er þá ástæða til að halda þessari þjóð- aratkvæðagreiðslu til streitu ef það liggur allt annar og betri samningur á borð- inu?“ Eru Íslendingar ekki lánsamir að eiga svona „stjórnvitringa“, sem eru fullir réttlætiskenndar og sannir lýð- ræðissinnar? Í Alþingiskosning- unum 2013 sýndi þjóðin Samfylk- ingunni „þakklæti“ sitt, en skömmu fyrir kosningarnar varð Árni Páll Árnason formaður hins mikla lýðræðisflokks. Að sjálf- sögðu er Árni Páll kyndilberi lýð- ræðisins, eins og fyrirrennari hans. Minnihlutalýðræði hugðarefni Samfylkingar Margir hafa talið að ekki fari saman orð og gerðir hjá Samfylk- ingu. Mikið sé talað um lýðræði og kosningar, en þegar flokkurinn er í aðstöðu til að virkja lýðræðið, þá skorist Samfylkingin undan merkjum. Þetta er sannleikanum samkvæmt, en spurningin er hvers vegna? Í færslu á Facebook 25.6. 2016 leiðir Árni Páll Árnason okk- ur í allan sannleikann. Hann miðl- ar grein eftir Kenneth Rogoff, um útgöngu Bretlands úr Evrópusam- bandinu, en Rogoff er auðmjúkur þjónn alþjóða fjármagnsins. Grein- ina segir Árni vera sannkallað meistarastykki og birtir eigin hug- leiðingar sem bergmál af Rogoff: „Lýðræði snýst ekki um að ná einu sinni meira en helmingi kjós- enda á óljósum forsendum. Þvert á móti er lýðræðiskerfi okkar og friður og velsæld Vesturlanda byggð á skuldbindingu um sam- eiginleg örlög og að lönd deili byrðum með þeim hætti að sum leggja stundum miklu mun meira af mörkum en önnur.“ Þarna kemur skýrt fram hverja sýn Árni hefur á lýðræði. Flestir telja að lýðræði snúist um sam- félagssáttmála, sem felur í sér að meirihluti manna fái ráðið ákvörð- unum. Þetta fyrirkomulag gerir ráð fyrir að sérhver maður hafi eitt atkvæði. Til að gagnrýna þetta fyrirkomulag, hafa Rogoff og skoðanabræður hans fundið upp hugtökin „meirihlutalýðræði“ og „minnihlutalýðræði“. Ég bið menn að halda ró sinni, þetta er hliðstætt því sem fræðimenn (ekki vísindamenn) á flestum sviðum dunda sér við. Minnihlutalýðræði er ekkert lýðræði Hugtakið „minnihlutalýðræði“ er bara svívirðileg brella en vopn- aður henni kemst Árni og Sam- fylking að þeirra niðurstöðu að þeim beri réttur til að ráða öllum ákvörðunum samfélagsins. Með þessu hugarfari er Evrópusam- bandinu einnig stjórnað og þess vegna er hið ólýðræðislega og yf- irþjóðlega Brussel-vald brjálað úr vonsku vegna brotthvarfs Bret- lands. Til frekari útskýringar á hugmyndum sínum um lýðræði, segir Árni: „Þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið nauðsynlegar stundum, en þær brjóta niður þetta net lýðræð- isins sem við höfum byggt upp í Vestur-Evrópu, þar sem fjöl- breyttir hagsmunir vegast á og fólk ræðir sig að niðurstöðu. Þær kljúfa ríki og þjóðir og brjóta nið- ur samfélagslega samheldni. Auka átök og flokka okkur í okkur og hina. Gerðu það hjá okkur í Ice- save, gerðu það í Skotlandi.“ Eftir þessa mikilvægu afhjúpun hjá Árna, er deginum ljósara að þegar Samfylking ræðir um lýð- ræði, þá er átt við „minnihluta- lýðræði“ sem er auðvitað ekkert lýðræði, heldur gamaldags höfð- ingjaræði. Aðdáun á „minnihluta- lýðræði“ fer gjarnan saman með hatri á lýðveldinu okkar og póli- tískri rétthugsun. Núna krefst pólitísk rétthugsun Samfylkingar, að upp verði tekinn Kristniréttur Árna Þorlákssonar frá 1275, sem innihélt kirkjugrið. Lýðræðið sætir árásum – frá þeim sem haldnir eru mestri „lýðræðisást“ Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Þegar Samfylking ræðir um lýðræði, þá er átt við „minni- hlutalýðræði“ sem er auðvitað ekkert lýðræði, heldur gamaldags höfð- ingjaræði. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur. Með lögum nr. 97 frá 1995 varð til ný 65. grein, sem hljóðar svo: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til trúarbragða, skoð- unar, þjóðernisupp- runa, kynþáttar, lit- arháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví- vetna.“ Þann 5. júní síðastliðinn voru liðin 21 ár frá samþykkt laganna, en ekk- ert bólar enn á framkvæmdum til að leiðrétta þann mismun, sem opinbera elítan og háskólaborgararnir höfðu komið sér upp. Stjórnarskráin hefur aldrei heim- ilað nein sérkjör til opinberra starfs- manna, en þrátt fyrir það hafa þeir fengið sérkjör, lífeyrissjóðurinn er verðtryggður og með ríkisábyrgð. En á sama tíma hafa lífeyrissjóðirnir á almenna markaðnum þurft að skerða lífeyri sjóðsfélaga sinna, sem nemur tugum prósenta. Hvernig get- ur þetta gerst þegar grunnatriði stjórnarskrárinnar er að allir þegnar þjóðfélagsins séu jafnir fyrir lögum? Já, þingmenn og ráðherrar, sem svarið hafa eið að stjórnarskránni, virðast ekkert ætla að gera, þótt stjórnarskráin sé þverbrotin. Í barnaskóla var um tíma sessu- nautur minn maður að nafni Þor- steinn Geirsson, sem síðar varð með- al annars ráðuneytisstjóri og formaður samninganefndar ríkisins við opinbera starfsmenn. En á sama tíma var ég framkvæmdastjóri Sam- bands málm- og skipasmiðja, og sat jafnframt í framkvæmdastjórn VSÍ, sem er forveri Samtaka atvinnulífs- ins. Þannig að málefni tengd kjara- samningum bar alltaf á góma í sam- tölum okkar. Í einu af þessum viðtölum okkar bað ég hann að segja mér hvað hann teldi að umfram- hlunnindin væru mikil sem felast í verðtryggingunni og ríkisábyrgðinni hjá opinberu starfsmönnunum. Þor- steinn taldi þau nema 16 til 18 pró- sentum. Já, þessi elíta opinberra starfsmanna og háskólaborgara gekk meira að segja svo langt að bjóða starfsfólki ASÍ og VSÍ aðild að lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. Já, þá varð hvellur á framkvæmdastjórn- arfundi VSÍ og töldu menn að það væri algjör lögleysa og siðleysi að skipta þjóðinni upp í tvo hópa, op- inbera aðalinn og almenna launþega. Það eru vinnubrögðin sem eru við- höfð sem ég tel virki- lega ámælisverð. Nú er mikið rætt um svokall- að SALEK-sam- komulag, en ég vek at- hygli á því, að það er hvergi minnst á það í stjórnarskránni. Og að ætla sér að láta það ráða hvernig brotin á stjórnarskrá, sem stað- ið hafa í 21 ár, eru leið- rétt er út í hött. Það mun aðeins leiða til þess að rýra kjör eldri borgara og öryrkja í stað þess að bæta. Þegar ég skrifa þetta kemur upp í hugann texti úr gömlum revíusöng, sem hljóðar svo: „Stelirðu litlu og standir þú lágt í steininn beina leið ferðu. En stelir þú miklu og standir þú hátt í stjórnarráðið ferðu.“ Stjórn- arskrá er og á að vera í eðli sínu afar íhaldsamt plagg sem ekki verður breytt nema með sérstökum stjórn- skipulegum samþykktum á Alþingi. Ég vil því enn og aftur vara við því að vera ekki að rugla með einstakar skoðanakannanir um hugmyndir að breytingum á stjórnarskránni. Það er ekkert til sem heitir nýja stjórn- arskráin. En að láta sér detta það í hug, að heiðra opinberu elítuna með því að láta þá fá að halda öllu því sem þeir höfðu tekið sér með því að van- virða grunnatriði stjórnarskrár- innar, að allir þegnar landsins séu jafnir fyrir landslögum, sem ekki hefur verið í 21 ár. Slík vinnubrögð sem hér eru viðhöfð eru hreinlega til skammar, að láta þetta enn einu sinni bitna á lítilmagnanum, það er á eldri borgurum og öryrkjum. Já, hér virð- ist eiga að hengja bakara fyrir smið. Að lokum vil ég benda á nauðsyn þess, að farið sé yfir ákvæði stjórn- arskrárinnar árlega meðan á skyldu- námi stendur, eins og gert er í Bandaríkjunum og Kanada. Ég hygg að Ísland sé eina landið í hinum vest- ræna heimi þar sem það er ekki gert. Einnig vil ég benda á að ekki væri verra að ríkið gæfi út bækling sem innhéldi bæði stjórnarskrána og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sem öll börn fengju meðan á grun- námi stendur. Virðingarleysi gagnvart ákvæðum stjórnarskrárinnar Eftir Guðjón Tómasson Guðjón Tómasson » Þingmenn og ráð- herrar virðast ekk- ert ætla að gera þótt stjórnarskráin sé þver- brotin. Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.