Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 „Glugginn til að koma þessum ákvæðum inn í stjórnarskrána er op- inn núna og opnast ekki aftur fyrr en undir lok næsta kjörtímabils,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætis- ráðherra en hann hefur lagt til að þrjár tillögur stjórnarskrárnefndar verði teknar fyrir á sumarþingi sem ráðgert er að hefjist 15. ágúst. Tillögurnar snúa að þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæða- greiðslu að kröfu hluta kjósenda. „Ég hef sagt að þar sem margir hafa lagt áherslu á að koma þessum ákvæðum inn sé sjálfsagt að skoða þann mögu- leika en ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru skiptar skoðanir um þetta,“ segir Sigurður. Hann telur líklegt að tillögurnar komi til umræðu á sumarþingi. Búist er við stuttu sumarþingi þar sem Al- þingiskosningar eru ráðgerðar í október og hefur það verið gagnrýnir að afgreiða eigi efnismiklar stjórn- arskrárbreytingar á þeim tíma. Nú eru í gildi lög þess efnis að samþykki Alþingi frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða skuli það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Frum- varpið telst samþykkt hafi það hlotið meiri hluta gildra atkvæða í þjóð- aratkvæðagreiðslunni, þó minnst at- kvæði 40 af hundraði allra kosning- arbærra manna. elvar@mbl.is Skiptar skoðanir um stjórnarskrá Alþingi Þing kemur saman í ágúst. BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ólíklegt þykir að lokið verði við gerð fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár, árið 2017, fyrir næstu alþing- iskosningar, sem fyrirhugað er að fari fram í október í haust, en grunnur frumvarpsins er tilbúinn, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er vinna við gerð frum- varpsins þó í fullum gangi og hefur verið meira og minna það sem af er sumri og öll ráðuneytin hafa tekið fullan þátt í þeirri vinnu. Fullyrt er að þótt grunnur að fjárlagafrum- varpi sé tilbúinn, sé ólíklegt að frumvarpið verði kynnt fyrir en eft- ir kosningar. Stór ágreiningsmál Ein af ástæðum þess að fjárlaga- frumvarp fyrir næsta fjárlagaár verður ekki lagt fram og kynnt fyrir næstu kosningar, er sú, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að ljóst þykir að ef gerð frumvarpsins væri lokið fyrir kosningar, þá hefðu komið upp stór ágreiningsmál á milli stjórnarflokkanna, og einnig telja menn að óljóst sé hvort nokk- ur ávinningur væri af því í aðdrag- anda kosninga að hafa í forgrunni fjárlög, sem hvort eð er verða ekki afgreidd fyrr en eftir kosningar og þá líklegast í breyttri mynd. Samstaða í fjárlaganefnd Í þessum efnum er bent á það að fjárlaganefnd Alþingis, þar sem Vigdís Hauksdóttir gegnir for- mennsku og Guðlaugur Þór Þórð- arson varaformennsku, hefur þegar afgreitt þingsályktunartillögu um langtímaáætlun í ríkisfjármálum og þar með rammann fyrir fjárlög næsta árs. Einungis er eftir að gefa út nefndarálitið með þeirri þings- ályktunartillögu. Rammi í samræmi við áætlun Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur samstarf um þessi mál í fjárlaganefnd á milli fulltrúa stjórnarflokkanna, þ.e. Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks, verið mjög gott og samstaða þeirra í mill- um um innihald þingsályktunartil- lögunnar, ekki síst á milli Vigdísar og Guðlaugs Þórs. Sú samstaða og samvinna er túlk- uð af viðmælendum Morgunblaðs- ins á þann veg, að samstaða sé með- al meirihluta á Alþingi um að rammi fjárlaga næsta árs eigi að vera í samræmi við þegar sam- þykkta langtímaáætlun í ríkisfjár- málum. Þegar hefur verið dregin upp tekju- og gjaldalína og þar með heildarafkoma ríkissjóðs fyrir næsta fjárlagaár. Hefði verið kosinn sá kostur að ljúka vinnu við gerð frumvarpsins fyrir kosningar, telja ákveðnir við- mælendur Morgunblaðsins að upp hefðu getað komið ágreiningsmál á milli stjórnarflokkanna, ábendingar um hvar ekki væri samræmi í áherslumálum flokkanna og fjár- veitinga. Ljóst væri að ef mæta hefði átt óskum allra alls staðar í stjórnar- flokkunum við fjárlagagerðina, hefði það haft í för með sér, að sá rammi sem Alþingi sé þegar búið að segja að eigi að fylgja væri sprung- inn. Grunnur fjárlaga tilbúinn  Undirbúningur fjárlaga næsta árs hefur staðið í allt sumar með þátttöku allra ráðuneyta  Frumvarpið ekki kynnt fyrr en að afloknum alþingiskosningum Morgunblaðið/Golli Alþingi Þótt vinnu við gerð fjárlagafrumvarps næsta árs sé að mestu lokið og grunnurinn tilbúinn, verður frum- varpið ekki kynnt fyrr en eftir kosningar. Miðað hefur verið við að halda gerð frumvarpsins innan áætlunar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alþingi hið forna og þar með þjóð- veldið var stofnað 17. júní árið 930, samkvæmt útreikningum Jörmund- ar Inga Reykjavíkurgoða. Þjóð- veldið var því stofnað sama dag og lýðveldið 1.014 árum síðar, árið 1944. Jörmundur greindi frá þessu þegar hann ávarpaði fjölmenna fimmtudagsgöngu á Þingvöllum í fyrrakvöld. Efni göngunnar snerist um Skarphéðin Njálsson og atburði Njálu. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, var sögumað- ur. Jörmundur Ingi og víkingar gengu í fylkingarbrjósti. Jörmundur Ingi sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði bor- ið útreikninga sína undir stjörnu- fræðing sem hefði staðfest þá. „Málið er að sumarsólstöðupunkt- urinn færist til,“ sagði Jörmundur. „Hann var 24. júní og þess vegna er Jónsmessa þann dag. Þeir hafa haldið dagsetningunni alveg eins og á jólunum þrátt fyrir allar breyt- ingar.“ Jörmundur sagði að þegar komið var fram á 10. öld hefðu sólstöður verið 17. júní og þegar kom fram á 17. öld hefðu þær verið 13. júní. Þá var tímatalinu breytt og sólstöð- urnar færðust yfir á 21. júní og hafa verið þann dag flest ár síðan. Eftir því sem Jörmundur getur best séð var fullt tungl daginn sem Alþingi hið forna var stofnað, lengstur dagur ársins og 17. júní. Þingið kom saman í 10. viku sumars, þegar níu vikur voru af sumri. „Ég held alltaf upp á stofnun Alþingis þegar níu vikur eru af sumri. Nú er það 21.-22. júní eftir að þeir breyttu tímatalinu,“ sagði Jörmundur. Hann sagði að þing hefði væntanlega verið sett þegar sólin fór að skína á Lög- berg og vestari barm Almannagjár eftir sólarupprás Þórsdaginn (fimmtudaginn) í 10. viku sumars. „Þar hefur allsherjargoði haft sitt sæti upp við vegginn. Þegar sól skín á vegginn þá setja menn þing,“ sagði Jörmundur. Ármannsfell skyggir á sólina fyrst eftir sólarupp- rás og því hefur þingið væntanlega verið sett um klukkan fjögur að morgni. Þingið sat síðan til klukkan 12.00 á hádegi þegar sólin fór af Lögbergi. „Þing var bara haldið á meðan sólin skein á Lögberg hvern dag,“ sagði Jörmundur. Þingið stóð fyrst í viku og síðan tvær vikur. „Fyrstu lögin voru í raun stjórnarskrá þessa fyrsta lýðveldis,“ sagði Jörmundur. Hann sagði að dómafordæmi hefði einnig haft laga- ígildi á þjóðveldisöld. „Það er eins og með það fræga mál ef menn eiga taminn hvítabjörn þá skyldi gjalda þriggja marka sekt. Það þýddi ekki að hér hafi annar hver maður átt taminn hvítabjörn heldur hefur ein- hver átt taminn hvítabjörn og ein- hver verið að stríða honum. Dóm- urinn gilti alveg þar til það var afnumið, en það var aldrei gert,“ sagði Jörmundur Ingi. 17. júní hátíðisdagur til forna?  Jörmundur Ingi Reykjavíkurgoði hefur reiknað út að Alþingi hið forna og þar með þjóðveldið hafi verið stofnað 17. júní 930  Töluverðar breytingar hafa orðið á tímatali síðan á 10. öld Ljósmynd/Árni Geirsson Kappar í skartklæðum Jörmundur Ingi Reykjavíkurgoði (3. f.v.) ræðir við Guðna Ágústsson (t.h.), sem var sögu- maður í gervi Skarphéðins Njálssonar og sagði frá atburðum Njálu. Að baki Jörmundar standa víkingar. „Menn hafa efast um að þjóð- veldið hafi verið lýðveldi,“ sagði Jörmundur Ingi Reykjavíkurgoði. Hann kvaðst geta sannað að svo hefði verið. „Í öllum löndum þar sem voru konungar var skipt um mælieiningu í hvert skipti sem nýr konungur kom til valda. Þá var tekin upp ný alin og nýtt fet því konungurinn var einfaldlega mældur.“ Alinin tók mark af lengd framhandleggs hans há- tignar og vildi fólk því hafa útlimalanga þjóðhöfðingja. „Ísland varð líklega fyrsta ríki í heiminum til að lögtaka mál og vog, fyrir utan forn ríki eins og Babýlon. Það er reynd- ar merkilegt að hér voru sömu einingar og í Babýlon, hvernig sem á því stóð. Útgangspunkt- urinn var þumlungur með- almanns að naglrótum. Hér var því miðað við almenning, með- almann, en ekki konung eða höfðingja. Þannig var íslenska alinin. Það voru 12 þumlungar í feti og tvö fet í alin. Hún var um 50 cm.“ Meðalmaður mælieiningin ÞJÓÐVELDIÐ – LÝÐVELDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.