Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 43
2008-2009. Fjóla kenndi leikræna tjáningu og tónlist á vegum KHÍ, Dagvistun barna hjá Námsflokkum Reykjavík- ur, Námsflokkum Kópavogs og á vegum sveitarfélaga. Auk þess hefur hún stundað fiskvinnslustörf, ráðs- konustörf í sveit, afgreiðslustörf, sölumennsku og verið söngkona. Fjóla tók virkan þátt í skáta- starfsemi og félagsstörfum góð- templarareglunnar á unglingsárun- um. Hún samdi og útsetti tónlist m.a. fyrir Nemendaleikhús við Leik- listarskóla Íslands og vann að endurskoðun á námsefni í tónlist fyrir Sveriges radio. Fjóla söng og lék í nokkur ár með hljómsveitinni Spartakisterna í Sví- þjóð og var hópleiðtogi í menningar- og friðarsamtökum SGI á Íslandi. Eftir að hún komst á lífeyrisaldur hefur hún unnið að friðar- og menn- ingarmálum, samið tónlist og sungið m.a. með Frumkvöðlum rokksins. Helstu áhugamál Fjólu eru fjöl- skyldan, menntun- og menningar- mál, friðar- og mannúðarmál, listir og umhverfismál, heimspólitík og ferðalög. Og mottóið hennar: „Njóta lífsins og hafa alltaf eitthvað til að hlakka til.“ Fjölskylda Fjóla giftist 17.6. 1963, Hrafni E. Jónssyni, framhaldsskólakennara sem nú er látinn. Börn þeirra eru Hrönn Hrafns- dóttir, f. 17.11. 1967, umhverfis- og auðlindafræðingur, búsett í Reykja- vík en hennar maður er Hjalti Sig- urðarson, tölvutæknir og eru dætur þeirra Hera, f. 1996, og Hekla, f. 1999; Ólafur Hrafnsson, f. 14.10. 1969, tölvunarfræðingur, búsettur í Danmörku en kona hans er Guðrún Björk Guðmundsdóttir þroskaþjálfi og eru börn þeirra Laufey Karitas, f. 1999, Arnar Elí, f. 2001, og Logi Hrafn , f. 2009. Dóttir Fjólu og Björns Karlssonar, f. 23.1. 1950, er Anna Hera Björnsdóttir, f. 11.1. 1980, stærðfræðingur og danskenn- ari, búsett í Reykjavík en sambýlis- maður hennar er Pavel Bartoszek stærðfræðingur, og eru synir þeirra Ágúst Bartoszek, f. 2008, og Ólafur Jan Bartoszek f. 2012. Fjóla giftist Þorsteini Eggerts- syni 20.10. 2010, eftir 20 ára sam- búð. Dætur Þorsteins eru Val- gerður, f. 29.8. 1977, verslunarmaður, búsett í Reykjavík, en sonur hennar er Emil Örvarsson, f. 2008; Soffía, f. 4.8. 1980, blaða- fulltrúi í Salisbury á Englandi en börn hennar eru Ísabella María Káradóttir, f. 2004, Emilía Sara Káradóttir, f. 2005, og Leo Borealis Pough, f. 2015 Systkini Fjólu: Andvana stúlka, f. 8.10. 1919; Bjarney Ingibjörg Ólafs- dóttir, f. 20.10. 1923, d. 23.1. 2003, húsfreyja á Ísafirði; Guðbjörg Ólafs- dóttir, f. 18.8. 1927, d. 4.9 2011, hús- freyja og rithöfundur í Reykjavík; Dagrún Ólafsdóttir, f. 6.11. 1929, fyrrv. meðferðarfulltrúi í Reykjavík; Guðrún Elísa Ólafsdóttir, f. 3.2. 1932, d. 23.5. 2010, formaður Félags eldri borgara í Reykjanesbæ; Arn- dís S. Ólafsdóttir, f. 7.6. 1933, fyrrv. starfsmaður við röntgentækni á Ísa- firði; Anna Ólafía Ólafsdóttir, f. 20.5. 1935, d. 11.1. 1956; Jakob, f. 19.2. 1937, d. 31.3 2014, rafmagnstækni- fræðingur á Ísafirði. Fóstursystir og systurdóttir Fjólu er Steinunn Kjartansdóttir, f. 9.1. 1950, fyrrv. félagsliði í Reykjavík. Foreldrar Fjólu voru Ólafur Jak- obsson, f. 27.10. 1892, d. 5.1. 1963, skósmíðameistari á Ísafirði, og k.h., Anna Filippía Bjarnadóttir, f. 9.7. 1899, d. 15.4. 1992, húsfreyja á Ísa- firði. Úr frændgarði Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir Gróa Jónsdóttir húsfr. á Laugum Sigurður Þorleifsson b. á Laugum í Súgandafirði Guðbjörg Sigurðardóttir húsfr. á Ísafirði Bjarni Jónatansson smiður á Flateyri Anna Filippía Bjarnadóttir húsfr. og verkak. á Ísafirði Anna Filippa Jónsdóttir húsfr. í Lómakoti Jónathan Þorleifsson b. í Lómakoti á Snæf. Jón Jónatansson alþm. Valdimar Sigurðsson vinnum. Einar Kárason rithöfundur Margrét Hjaltadóttir húsfr. á Bæjum Ólafur Ólafsson b. á Bæjum í Snæfjalla hr., fór til Vesturheims Ingibjörg Ólafsdóttir húsfr. á Ísafirði og í Stykkishólmi Jakob Jakobsson skósmiður í Stykkis­ hólmi og á Ísafirði Ólafur Jakobsson skósm.meistari á Ísafirði Kristín Jónsdóttir húsfr. á Breiðabólsstað í Vatnsdal Jakob Björnsson söðlasm, víða, síðast á Litlu­Hvalsá í Bæjarhr. Jósep Jakobsson b. á Ísafirði Bragi S. Jósepsson prófessor emeritus við KHÍ Hulda Jósepsdóttir textílhönnuður Sigriður Valdimarsdóttir húsfr. á Ísafirði Anna Camilla Einarsdóttir deildarritari í Rvík Einar S. Einarsson fyrrv, forstj. VISA og fyrrv. for­ seti Skáksambands Íslands Gunnar Salvarsson skólastj. Sigurður Þór Salvarsson dagskrárgerðarm. Anna Salvarsdóttir kvensjúkdómalæknir Salvar Einarsson sjóm. í Rvík Bragi Einarsson forstj. Eden í Hveragerði ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Laugardagur 85 ára Eggert Guðmundsson Gunnlaugur Briem Vilhjálmsson Santa Catalano 80 ára Felix Jóhannesson Hrefna Jakobsdóttir Inga Ólafsdóttir Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir Kristján Grant 75 ára Ásgeir Leifsson Elínborg Kristinsdóttir Gunnar Jónas Jónsson Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir Sigrún Eyjólfsdóttir Sigvaldi Ragnarsson Valgerður Sigurbergsdóttir 70 ára Auður Jónsdóttir Edda Guðmundsdóttir Guðmundur Kristján Guðmundsson Halldór Melsteð Haraldur Ingvarsson Hreinn Hjartarson Jóhanna V. Haraldsdóttir Ragna Karlsdóttir 60 ára Ásta Salbjörg Alfreðsdóttir Eggert Eggertsson Guðrún Jóhanna Kjartansdóttir Hjördís Birgisdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir María Bragadóttir María Ingunn Tryggvadóttir Sesselja Bernódusdóttir Sigríður Erla Jónsdóttir Tadeusz Zenon Kopczewski Valgerður Margrét Briem 50 ára Hreinn Sigurðsson Kristín Björk Þorleifsdóttir Marteinn Már Guðgeirsson Orri Haraldsson Ragna Heiðbjört Þórisdóttir Serge Comte Skúli Skúlason Þórir Hans Svavarsson 40 ára Anna Sif Ingimarsdóttir Annel Jón Zalewski Arndís Hreiðarsdóttir Berglind Indriðadóttir Einar Andrésson Garry Steven Taylor Hulda Pétursdóttir Ingvar H.S. Hreinsson Kjartan Bjarni Björgvinsson Páll Jóhannesson Tómas Waagfjörð Þórunn Ýr Elíasdóttir 30 ára Anna M. Valdimarsdóttir Arna Sigurjónsdóttir Bjarni Lars Arason Elisa Kathrin Gelfert Iwona Lisowska Jakob Johann Stakowski Ketill Sigurður Jóelsson Kjartan Henry Finnbogason Lilja Dögg Guðmundsdóttir Sigfríð Sjöfn Magnúsdóttir Sigurður S. Magnússon Sunnudagur 90 ára Ingibjörg Magnúsdóttir Jón Guðjónsson Rebekka Aðalsteinsdóttir 85 ára Anna Elín Haukdal Leifur Ársælsson Ragnheiður Kristjánsdóttir Ogata Sigríður Hauksdóttir Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir 80 ára Baldur H. Oddsson Guðný Jóhanna Eyjólfsdóttir Gústaf Lilliendahl Heimir Hannesson Sveinn Ásgeir Sigurðsson 75 ára Alda Einarsdóttir Ármann Jóhannsson Elínbjörg Þorbjarnardóttir Freyja Jóhannesdóttir Gísli Sævar Hermannsson Indriði Aðalsteinsson Jón Otti Ólafsson Sigursveinn Ástþór Sigurðsson 70 ára Ágúst Ágústsson Einar G. Þórhallsson Guðrún Kolbeins Jónsdóttir Guðrún Lára Ágústsdóttir Ólafína Sigrún Ólafsdóttir Ólafur Ingimundarson Rúnar H. Hauksson Smári Ólason 60 ára Anna Jóhannesdóttir Ágúst Gunnarsson Bergþóra Margrét Jóhannsdóttir Gísli Jón Magnússon Guðbjartur P. Guðbjartsson Guðný Jóhanna Karlsdóttir Guðrún Pétursdóttir Gunnar Gunnarsson Ian Stuart Jenkins Jan Mazurkiewicz Jón Garðar Snæland Jón Hjörtur Jónsson Marek Piotr Pijanowski Þorgils Torfi Jónsson 50 ára Bjarni Bogason Guðrún A. Guðjónsdóttir Hanna Þ. Bjarnadóttir Hildigunnur J. Sigurðardóttir Ingólfur Árnason Jón Berg Reynisson Sigurður Nordal Sveinn Valgeirsson Vigdís Lovísa Rafnsdóttir 40 ára Alejandro Antonio Gomez Anna Fríða Magnúsdóttir Carla Alexandra C. Silva Haraldur Bjarmi Pálsson Helle Laks Jakob Falkenberg Katarzyna Baryla Kestutis Strolys Steinar Örn Sigurðsson Svala Helgadóttir Viðar Þorgeirsson Vignir Elísson Xavier Rodriguez Gallego 30 ára Agnar Már Júlíusson Birna Sif Kristínardóttir Filip Gotowt Guðrún Hafberg Hafsteinn Himinljómi Sverrisson Hildur Björg Gunnarsdóttir Malgorzata Tywoniuk Sigurpáll Árnason Stefanía Lára Bjarnadóttir Steinunn Þ. Bjarnadóttir Tryggvi Sigurðsson Þorvaldur Halldórsson Þórður V. Guðmundsson Til hamingju með daginn Björg Sigríður Anna Þórðardóttir hef- ur varið doktorsritgerð sína í iðjuþjálf- un við Heilbrigðisdeild Háskólans í Lundi. Ritgerðin ber heitið Home, health and participation - For comm- unity living people with disability. Leiðbeinendur voru dr. Agneta Malm- gren Fänge og dr. Lisa Ekstam, við Há- skólann i Lundi og dr. Carlos Chiatti, við Italian National Research Center on Aging. Ritgerð Bjargar fjallar um rannsókn á þörfum og reynslu þess sívaxandi hóps eldri borgara og fólks með fötlun sem kýs að búa á eigin heimili sem lengst. Þátttaka þessara hópa í dag- legri iðju er í brennidepli hjá WHO, Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem liður í heilsu og velferð þeirra. Í fyrsta hluta verkefnisins var unnið með rýnihópa fólks með Parkinson- sjúkdóm, og var það beðið að meta færniskerðingu sína vegna sjúkdóms- ins sem milda, meðal eða mikla. Alls voru myndaðir níu hópar með samtals 29 einstaklingum; nánar tiltekið þrír hópar fyrir hverja færniskerðingu. Fram kom að sjúkdómurinn hafði mis- mikil áhrif á líf einstaklinganna, eftir því hvort þeir mátu færniskerð- inguna sem milda, meðal eða mikla. Þrjú meginþemu voru notuð til að lýsa frásögnum rýnihópanna: Sýni- leiki sjúkdómsins, ófyrirsjáanleg ein- kenni og skipulagning daglegrar iðju. Seinni hluti verkefnisins beindist að einstaklingum sem sækja um breyt- ingar á húsnæði sökum fötlunar. Skoðuð voru tengsl persónulegra og umhverfislegra athafna og þátta við hversu oft einstaklingurinn tók þátt í daglegri iðju og hversu ánægður hann var með þátttöku sína. Spurt var um þátttöku innan heimilis og utan, með öðrum eða án. Í ljós kom að sjálfstæði í daglegum athöfnum hafði sterkustu tengslin við þátttöku utan heimilis á eigin vegum, bæði hvað varðar fjölda skipta og ánægju, og að yngri full- orðnir með fötlun tóku sjaldan þátt í daglegri iðju innan og utan heimilis og mátu heilsu sína verst af öllum hópunum. Björg Þórðardóttir Björg Þórðardóttir er fædd 1972 í Reykjavík. Hún lauk prófi í iðjuþjálfun i Næst- ved, Danmörku 1997 og starfaði lengst af á Reykjalundi. Vorið 2009 lauk hún BSc-prófi í iðjuþjálfun frá Háskólanum í Lundi, meistaragráðu í heilbrigðisvís- indum við sama skóla haustið 2011 og hóf þá samtímis doktorsnám. Björg er nú verkefnastjóri hjá Lundarháskóla. Eiginmaður Bjargar er Hjalti Nielsen, land- fræðingur og eiga þau tvo syni, Axel Emil fæddur 2002 og Benedikt Flóka fædd- ur 2004. Foreldrar Bjargar eru Björg Kofoed-Hansen og Þórður Jónsson. Doktor bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á svínið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.