Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Sólskálar -sælureitur innan seilingar VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is Björk Pétursdóttir hefur undanfarin sumur tekið á móti gestum, inn- lendum sem erlendum, í vinnustofu sína á Hraunum í Fljótum í Skaga- firði, sem er ysti bær í héraðinu að austanverðu, og kynnt þeim sögu æðarfuglsins, arðmesta fugls Íslend- inga, ásamt því að bjóða til sölu ýms- an varning unninn frá grunni úr þeirri hreinu náttúruafurð, æð- ardúninum, sem tíndur er þar í kring í lok varptímans. „Ég er fædd árið 1950 og uppalin hérna, í gamla húsinu, sem er frá 1873 og ég á í dag. Það hefur verið í fjölskyldunni í 71 ár. Síðan hleypir maður heimdraganum snemma, því að hér var enginn framhaldsskóli, þannig að ég byrja á því að fara í gagnfræðaskóla til Reykjavíkur, Hagaskóla, síðan fer ég til Siglu- fjarðar, tek landspróf þar, og svo lá leiðin í Kennaraskólann. Maðurinn minn er Gylfi Traustason, fæddur og uppalinn í Ólafsfirði, og við fluttum út á Gásir við Eyjafjörð þegar ég var nýútskrifaður kennari og þá um haustið hófum við búskap þar og bjuggum á Gásum í 31 ár. Af þeim var ég að kenna í 20 ár. Okkur hefur búnast ákaflega vel, við eigum sjö börn, 18 barnabörn og eitt barna- barnabarn þannig að fjölskyldan er stór og mikil og góð,“ segir Björk, um leið og hún færir blaðamanni ilmandi kaffi í bolla, við upphaf spjalls um lífið og tilveruna. Og besta dún í öllum heiminum. Breytti um starfsvettvang „Haustið 2004 fluttum við til Ak- ureyrar og þá ákvað ég að ég ætlaði ekkert að fara út á vinnumarkaðinn aftur nema mér leiddist. Mér hefur svo sem ekki leiðst neitt, en ákvað að fara að vinna bara að minni eigin hugarsmíð, því ég er uppalin hér við æðardún og átti nú lausan tíma, svo ég dríf í því að fara að vinna úr æð- ardúninum. Það sem var erfiðast var að finna út hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því að setja æðardún inn í trefla og sjöl og húfur og taka hann úr aftur til að þvo utan af. Þetta voru mikil heilabrot en þetta tókst mjög vel og ég er ánægð með þessa framleiðslu mína, þetta sem ég er að gera. Þetta er sjötta sum- arið mitt hérna í vinnustofunni minni á Hraunum og hingað koma geysilega margir, um 300 á mánuði, einkum Íslendingar, að 90 prósent- um, og hér er mikið líf og fjör.“ Vinnustofa Bjarkar er í rafstöðv- arhúsinu sem áður tilheyrði fiskeld- isfyrirtækinu Miklalaxi. Þau hjónin breyttu húsnæðinu og löguðu fyrir sig. Og þar eru þau með dúnhreins- unina líka. „Við erum vön að koma hingað í byrjun maí, til að annast varpið, því við þurfum að vera þar sýnileg, æð- arfuglinum líkar það vel. Við tökum síðan dúninn, fyrstu umferð, um það bil þegar fyrstu ungarnir eru að fara úr hreiðrinu, því þá er stutt í að aðrir fylgi á eftir, og við setjum hey í stað- inn. Það er dásamlegt að vera í æð- arvarpinu, ekki síst á meðan blikinn er þar enn, því bæði er hann skraut og svo eru hljóðin sem frá honum koma svo notaleg. Það er hvergi til æðarvarp að nokkru gagni í landinu nema það sé varið fyrir hrafni, máfi, mink og ref, maðurinn verður að koma að því reglulega. Ef það er op- ið fyrir vargi, þá er það búið. Þannig að við þurfum að vera til.“ Æðardúnninn hefur algjöra sérstöðu „Æðardúnninn er, að því er ég best veit, eini dúnninn í öllum heim- inum sem við getum gengið að úti í náttúrunni og safnað í þessum mæli; fuglinn skilur þetta eftir og við hreinsum hann og þvoum og vinnum úr honum. Allur hinn dúnninn, ann- ar andadúnn, álftadúnninn og gæsa- dúnninn, sem er framleitt allt mögu- legt úr, sængur, úlpur og svo framvegis, þetta er allt saman dúnn sem er handreyttur af fuglunum, annað hvort lifandi eða dauðum. Allt saman. Því ég veit ekki hvar í ver- öldinni er að finna andavarp, álfta- varp eða gæsavarp, þar sem mað- urinn fer á eftir og tekur upp dúninn. Ég hef aldrei heyrt af slíku. Þar við bætist að venjulegur andad- únn er mjög sundurlaus og í gæsa- hreiðrum eru bara fjaðrir og rusl. Það er ekkert nýtilegt. Ekki arða. Þannig að æðardúnninn hefur al- gjöra sérstöðu, bæði vegna þess að kollan skilur hann eftir handa okkur og kemur ár eftir ár á sama staðinn, þar sem henni líður vel og hún er varin, og svo vegna hinnar einstöku samloðunar og fjaðurmögnunar og léttleika dúnsins, því æðardúnninn er, ólíkt dúni annarra fugla, alsettur örfínum þráðum með fíngerðum krókum sem allir krækjast saman, sem aftur veldur samloðun hans. Einangrun hans er einfaldlega loftið sem hann heldur í sér. Þess vegna verðum við að gefa honum gott pláss til að hann fái notið sín, sé hlýr og góður, og hafa hann í náttúrulegu efni, þannig að allt sé heilt í gegn,“ segir Björk. „Ég kaupi núna mest af efninu í Vogue, það er þægilegast fyrir mig. Ég vanda mig mikið við að kaupa efnin því að ég veit að þau eru ekki alltaf það sem stendur á miðanum. Ég er að kaupa mikið bómull og vis- kós, sem eru þunn efni með 3% teygju og ég verð að passa mig á því að þetta séu virkilega náttúruleg efni, að bómullin sé bómull og vis- kósið sé unnið úr trjákvoðu, þannig að ég fæ alltaf leyfi til þess að prófa það og það geri ég með því að kveikja í smá bút og athuga hvernig það brennur. Þannig að ég er ekki að vinna með plastefni. Ég passa það mjög vel að ég sé með allra bestu efnin utan um dúninn.“ Nauðsynlegt að þvo dúninn „Það þarf alltaf að þurrka dún, þó við komum með hann heim í þurrki, vegna þess að botnarnir geta verið blautir og svo er kollan að drita í hann,“ segir Björk. „Þegar ég var krakki var hann þurrkaður í fjár- húsgörðunum og í minningum mín- um er ég að hrista dún allt sumarið. Þetta þótti alveg átakanlega leið- inleg vinna, sérstaklega fyrir börn og unglinga. Það var eiginlega ekk- ert leiðinlegra til. En síðan kom Gylfi, maðurinn minn, nýr inn og sá þetta með allt öðrum og ferskari augum. Hann byrjaði á því að fá sér grindur úr gömlum refabúum og leggja þær ofan á garðaböndin og þar með var vinnuaðstaðan orðin betri, að þurrka dúninn ofan á garðaböndunum en ekki í garðanum, og hann var líka miklu fljótari að þorna. Síðan fáum við þetta hús hér, rafstöðvarhúsið, niður við Mikla- vatn, og þar er stór vélasalur, eitt- hvað um 70 fermetrar. Við höfðum hérna rennandi heitt vatn og við út- bjuggum bara þennan sal þannig að við erum með löng borð með neti á, þar sem við leggjum dúninn, við er- um með blásara sem blása heitu lofti, þarna verður 30 gráðu hiti inni, og dúnninn er skrælþurr á sólar- hring. Þetta er bara alveg dásam- legt,“ segir Björk. Þau grófhreinsa dúninn þannig að einn þriðji af þyngd dúnsins verður eftir sem gróft rusl. Síðan er farið með dúninn á Hraun á Skaga, í stór- an og mikinn þurrkara sem annar bóndinn þar smíðaði. Eftir það fer dúnninn til Helgu Ingimarsdóttur í Höfnum á Skaga sem hreinsar hann og tínir úr honum fjaðrirnar. Síðan tekur Björk dúninn heim, handþvær hann allan og þurrkar. Gamall draumur að fullvinna dúninn En hvenær skyldi Björk hafa fengið þessa hugmynd að vinna þetta allt frá grunni, í stað þess að selja dúninn óhreinsaðan til stærri kaupenda, eins og löngum tíðkaðist hér á landi? „Ég var búin að hugsa um þetta í mörg ár, meira að segja þegar ég var unglingur hérna, þá fannst mér alltaf svo skrýtið að mest allur dúnn- inn færi í burtu, væri seldur úr landi óunninn, þessi hreina náttúruafurð, þessi fjársjóður sem æðardúnninn er. Það var til einstaka æðardúns- sæng hér og þar en ekki meira. Á þeim tíma voru húsakynni kaldari og meira um fjaðrir í dúninum svo að heilt kíló fór af dúni í eina sæng. En nú eru tímar breyttir, húsakynni önnur og betri og dúnninn betur hreinsaður og því léttari, heldur meira í sér lofti og því nóg að hafa hálft kíló í sængunum. Það er mín uppskrift, svoleiðis sæng vil ég og hef verið að selja. Svo á maður aldrei að hólfa æðardúnssæng, alltaf að hafa dúninn í einu rými til þess að hann fái nógu mikið pláss til að lyfta sér, þá verður hann hlýrri og meiri og betri. Maður bara hristir upp sína æðardúnssæng og á hana svo bara áratugum saman, ef maður fer vel með hana. Ég á eina 40 ára sæng og nota hana hérna, með 500 grömmum í. Ef fólk vill hafa hana öðruvísi, þá kaupir það bara sængina annars staðar. Fólk heldur gjarnan að sængin eigi að vera hólfuð, af því að það er ekki hægt að búa til sæng úr öðrum dúni nema hólfa hana, því sá dúnn tollir ekkert saman og verður Langar að kynna Íslendingum æ  Björk Pétursdóttir á Hraunum í Fljótum er alin upp við æðarrækt  Vinnur dúninn frá grunni  Tekur á móti um 300 gestum á mánuði  Íslendingar 90% kaupenda Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Æðarbóndi Björk Pétursdóttir á Hraunum í Fljótum með dún í fyrstu þurrkun. Hún og maður hennar, Gylfi Traustason, hafa komið sér upp góðri aðstöðu á bænum til að vinna úr dúninum. Árlega fá þau til sín fjölda fólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.