Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Bandaríkin munu senda 1.000 manna herlið til Pól- lands á næstunni til að efla varnir Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í austri, en Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta á leiðtogafundi bandalagsins sem haldinn er í Varsjá. Leiðtogar Kanada, Þýskalands og Bretlands hafa þegar tilkynnt svipaðar aðgerðir. Munu t.a.m. Bretar senda 500 manna herlið til Eistlands og 150 hermenn til Pól- lands. Michael Fallon, varnar- málaráðherra Breta, segir þetta gert til að „hughreysta“ þessi ríki. Að sama skapi segir hann þetta vera skýr skilaboð til ráðamanna í Kreml um að láta af öllum hug- myndum um frekari landvinninga. Hermenn NATO-ríkja verða einnig sendir til Litháens og Lettlands. LEIÐTOGAFUNDUR NATO eflir mjög varnir sínar í austri Minnst 15 al- mennir borgarar féllu í loftárás á bæinn Darkush, nærri landamær- um Tyrklands, í Sýrlandi. Bærinn er á valdi víga- manna al-Kaída, en auk þeirra sem létust eru minnst 40 almennir borgarar særðir eftir árásina. Fréttaveita AFP greinir frá því að sex konur og eitt barn séu á meðal þeirra sem féllu. Þeir sem stóðu fyrir loftárásinni eru að lík- indum orrustuflugsveitir sýrlenska hersins eða flugsveitir Rússlands. Fyrr í þessari viku tilkynnti Vla- dimír Pútín Rússlandsforseti að hersveitir Rússlands og Bandaríkj- anna mundu efla samhæfingu að- gerða í Sýrlandi. Eru ríkin sögð staðráðin í að brjóta vígamenn á bak aftur. SÝRLAND Sprengjur féllu á almenna borgara „Við vitum ekki allar staðreyndir málsins. En við vitum þó að búið er að fremja grimmilega, úthugsaða og fyrir- litlega árás á lögregluna,“ sagði Barack Obama Banda- ríkjaforseti á blaðamannafundi sem haldinn var vegna skotárásarinnar í Dallas, en forsetinn var þá staddur á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Póllandi. „Lögreglan í Dallas var við skyldustörf – að sinna sínu starfi og tryggja öryggi fólks við friðsamleg mót- mæli. Þessir lögreglumenn urðu að skotmörkum,“ sagði Obama og hélt áfram: „Það er engin réttlæting möguleg fyrir árásum sem þessum eða nokkurri árás gegn lögreglu. Allir þeir sem þátt tóku í þessum glórulausu drápum verða dregnir til ábyrgðar.“ Grimmileg og úthugsuð árás FYRSTU VIÐBRÖGÐ BANDARÍKJAFORSETA Barack Obama BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 ER HAFIN 20 - 50% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM 10% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM Konur fjölmenntu fyrir utan jarð- lestarstöð í Mexíkóborg til að verða sér úti um plastflautur, en um er að ræða nýtt átak stjórnvalda þar í landi sem ætlað er að koma í veg fyr- ir kynferðislegt áreiti í garð kvenna. Hafa fjölmargar konur þurft að þola margs konar áreiti frá hendi karlmanna í borginni, m.a. í yfirfull- um jarðlestarvögnum. Eiga flaut- urnar að rjúfa þá þögn sem oft ein- kennir kynferðislegt ofbeldi og vekja um leið athygli á réttindum kvenna. Fréttamaður AFP fylgdist með er opinberir starfsmenn dreifðu til kvenna um 15.000 flautum í gær. Bregðist við flautinu Angelica Hernandez, 30 ára sál- fræðingur, er ein þeirra sem mættu. Hún segist hafa þurft að þola káf frá hendi karlmanna í jarðlestarvagni. „Ég vona að lögreglumenn bregðist skjótt við þegar þeir heyra í þessum flautum í framtíðinni,“ sagði hún í samtali við AFP. AFP Vakning Starfsmenn á vegum hins opinbera dreifðu um 15.000 flautum til kvenna við jarðlestarstöð í Mexíkóborg, en um er að ræða átak gegn áreiti. Flautur gegn kyn- ferðislegu ofbeldi Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Hann sagðist vera í uppnámi vegna nýlegra skotmála sem tengjast lög- reglunni. Hinn grunaði sagðist eiga í útistöðum við hvítt fólk. Hann sagð- ist vilja drepa hvítt fólk og þá sér- staklega hvíta lögreglumenn,“ sagði David Brown, lögreglustjóri í borginni Dallas í Bandaríkjunum. Vísar hann til þess að lögreglu- menn áttu í samn- ingaviðræðum við byssumann sem var innikróaður í bílageymslu í Dallas, en hann er einn þeirra fjögurra sem tóku þátt í að skjóta á lögreglumenn í borginni. Maðurinn heitir Micah Xavier Johnson, 25 ára gamall fyrrverandi varaliðsmaður Bandaríkjahers. Er hann sagður hafa verið annar tveggja byssumanna, en lögreglan hafði í gær handtekið þrjá einstak- linga sem grunaðir eru um þátttöku í ódæðinu. Johnson lést hins vegar í aðgerðum lögreglu, að líkindum í einhvers konar sprengingu er sér- sveit lögreglu réðst til atlögu. Nöfn hinna handteknu höfðu í gær ekki verið birt. Lögreglumenn skotnir á færi Skotárásin átti sér stað á sama tíma og fjölmenn mótmælaganga gegn kynþáttahatri og lögregluof- beldi var í gangi. Nákvæm atburða- rás var í gær enn nokkuð á reiki, en fjölmiðlar vestanhafs segja að líkind- um tvær leyniskyttur hafa skotið á þá lögreglumenn sem fylgdust með göngunni. Höfðu skytturnar þá kom- ið sér fyrir í háum byggingum. Alls var skotið á 12 lögreglumenn og voru fimm þeirra látnir í gær. Tveir almennir borgarar særðust einnig. Sumir hinna særðu eru sagð- ir vera þungt haldnir. Búið var í gær að birta nöfn þriggja lögreglumanna sem létust í ódæðinu. Þeir hétu Patrick Zamar- ripa, 32 ára, Brent Thompson, 43 ára, og Michael Krol, 27 ára. Almenningur sýni samstöðu Loretta Lynch, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur hvatt landa sína til að sýna samstöðu og biðlar því til fólks að hjálpast að í sorginni. „Ég bið ykkur, ég grátbið ykkur; látið ekki þessa viku hrinda af stað nýju normi í þessu landi. Ég bið ykk- ur um að snúa ykkur hvert að öðru, ekki hvert gegn öðru. Styðjum hvert annað,“ sagði hún í ávarpi sínu. Tólf lögreglumenn í Dallas miskunnarlaust skotnir  Fimm voru úrskurðaðir látnir í gær  Tveir almennir borgarar særðust einnig AFP Micah Xavier Johnson Ódæði Tæknideild bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) tekur m.a. þátt í rannsókninni og var á vettvangi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.