Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 28
28 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 ✝ Kristín Þor-björg Ólafs- dóttir fæddist í Reykjavík 13. maí 1959. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Fossheimum á Selfossi 3. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Halldór Torfason, f. 28. júlí 1936 í Reykjavík, og Margrét Sæ- mundsdóttir, f. 28. janúar 1926 í Selparti, Gaulverjabæj- arhreppi, d. 20. maí 2015. Systkini Kristínar: 1) Ragnheið- ur, f. 7. apríl 1956. Maki Þór- arinn Theódór Ólafsson. 2) Ól- ína Margrét, f. 8. janúar 1961. Maki Ásgeir Þorkelsson. 3) Torfi Jóhann, f. 13. apríl 1965. Maki Ásdís Stefánsdóttir. Eig- inmaður Kristínar var Ingjald- ur Ásmundson, f. 7. maí 1944 í Ferjunesi, Villingaholtshreppi. Foreldrar Ingjalds voru Ás- göngu í Ísaksskóla, en hún gekk einnig í Álftamýrar- og Fellaskóla, hún lauk sinni grunnskólagöngu í Gagnfræða- skóla Selfoss. Kristín gekk einnig í Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Hún byrjaði snemma að vinna og vann fjöl- breytt störf í gegnum tíðina. Hún vann í Hampiðjunni, við fiskvinnslu og í sláturhúsinu á Húsavík. Hún vann sem mat- ráður á sjó, á Reykjalundi, í Villingaholtsskóla, og á Sjúkra- húsinu á Selfossi. Einnig kenndi hún matreiðslu við Vill- ingaholtsskóla. Kristín var sem barn mikið í sveit hjá ættingjum sínum í Flóanum. 19 ára gömul réði hún sig svo sem kaupakonu í Ferjunesi Flóa, þar kynnist hún eiginmanni sínum Ingjaldi, og hófu þau búskap í Ferjunesi. Hinn 7. desember 2001 gengu þau í hjónaband. Kristín tók virkan þátt í félagsstöfum í sveitinni. Hún var m.a. í kven- félaginu, kirkjukórnum og sóknarnefnd. Síðastliðin tvö ár dvaldi hún á Hjúkrunarheim- ilinu Fossheimum á Selfossi vegna veikinda. Kristín verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, 9. júlí 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. mundur Eiríksson, f. 20. maí 1908 í Efri-Gróf í Vill- ingaholtshreppi, d. 27. nóvember 2006, og Oddný Krist- jánsdóttir, f. 3. september 1911 á Minna-Mosfelli, Mosfellshreppi, d. 5. maí 2007. Börn Kristínar og Ingj- alds eru: 1) Mar- grét Ósk, f. 7. júlí 1980, maki Guðjón Birgir Þórisson, f. 18. janúar 1978. Börn þeirra eru Freyja Kristín og Hugrún Svala. 2) Ólafur, f. 1. ágúst 1981. 3) Oddný Ása, f. 14. mars 1988, sambýlismaður Jakob Nielsen Kristjánsson, f. 5. októ- ber 1986. Barn þeirra er Egill Ingi Nielsen. 4) Ásmundur, f. 24. september, 1991. Kristín Þorbjörg, eða Stína eins og hún var venjulega köll- uð, fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Kristín hóf sína skóla- Elsku mamma er fallin frá, betri mömmu er ekki hægt að hugsa sér. Mamma skildi okkur krakkana svo vel, en hún hafði einstakan skilning á börnum og unglingum, enda sjálf alltaf ung- lingur í anda. Við þessi leiðarlok koma upp endalausar skemmti- legar minningar um hana mömmu. Réttirnar á haustin voru ævintýri líkastar. En þá var keyrt á seinna hundraðinu upp Skeiða- veginn og tekið fram úr öllum og flautað á þá sem fyrir voru, þvílíkt fjör. Þegar við urðum eldri feng- um við krakkarnir að halda ógleymanleg réttarpartí heima í Nesinu, en þá var mamma yfir- leitt miðpunktur fjörsins og aðal- skemmtikrafturinn. Mamma hafði einstaklega skemmtilegan húmor og var einkar orðheppin, hún var engum lík, fór sína eigin leiðir og var ekki að spá í hvað öðrum fannst. Hún var mjög vel að sér í ætt- fræði og þekkti marga, enda var helst ekki farandi með henni inn í búð nema maður hefði góðan tíma. Á sumrin var hún mjög dug- leg að fara með okkur krakkana í sund og í aðrar skemmtiferðir, enda hafði hún mikinn skilning á flökkuþörf okkar. Mamma var ekki mikið fyrir óþarfa væl og fékk maður æði oft að heyra það að maður þyrfti nú bara að herða sig. Heimilinu okkar var ansi oft líkt við félagsmiðstöð og því jafn- vel fleygt fram að það tæki því varla að hafa útihurð, því það tæki því ekki að loka dyrunum. Alltaf var sett vel í pottana og það skipti litlu máli á hvaða tíma fólk kom, alltaf var nóg af öllu. Það var því æði oft líflegt í Nesinu enda alltaf taumlaus gleði í kringum mömmu, og ansi oft sem maður sofnaði út frá einstaka hlátrinum hennar. Veislurnar sem mamma hélt voru sko ekkert slor, en hún var ekki lengi að hrista hnallþórur fram úr erminni. Oftast var byrj- að að baka rétt eftir miðnætti nokkrum tímum fyrir veislu, en mamma sagðist ekki vilja bera fram gamlar kökur með frysti- húsbragði. Jólin voru alltaf hátíð- leg hjá mömmu, hún græjaði allt korteri fyrir jól og því gekk oft ansi mikið á, eða svona rétt að- eins. Allt var þrifið hátt og lágt og Ajax-lyktin lá í loftinu, sex sortum af smákökum vippað fram úr erminni og jólin keypt í einni ferð til Reykjavíkur rétt fyrir jól. Mamma gerði nánast allt fyrir okkur og reddaði öllu, sama hvort það var að hjálpa manni að safna fyrir utanlandsferð með salernis- pappírssölu, redda vinnu eða redda manni á Þjóðhátíð, enda mjög lausnamiðuð manneskja. Hún hvatti okkur endalaust áfram í því sem við tókum okkur fyrir hendur, hafði óbilandi trú á okkur og var alltaf til staðar. Mamma lét veikindin ekki stoppa sig og hélt sínu striki eins lengi og hún gat. Með góðri hjálp pabba náði hún að búa lengur heima í Nesinu, þrátt fyrir að hún þyrfti mikla umönnun. Mamma hafði einstakt geðslag, hún brosti í gegnum erfiðleikana og barðist hetjulega til síðasta dags. Við er- um einstaklega þakklát að hafa fengið að eiga hana sem mömmu. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir.) Takk fyrir allt, elsku mamma. Margrét, Ólafur, Oddný Ása og Ásmundur. Ég var svo heppinn að fá að kynnast Stínu í Nesi fyrir sex ár- um, þá var Stína sest í stólinn og búin að vera veik lengi, en það sem þessi kona var mikill jaskur, og hún kallaði ekki allt ömmu sína. Ég sá hjá henni að hugurinn ber mann alla leið eða það reyndi hún alla vega, það voru ófá skiptin sem hún var komin í klípu og vantaði smáaðstoð til að geta framkvæmt það sem hana lang- aði. Hvort sem það var að kveikja í vindli eða hjálpa sér upp í hjóla- stóllinn, þegar hún var búin að velta honum á hlaðinu. Þegar ég og dóttir hennar Oddný Ása, byrjuðum að stinga saman nefjum var ég tekinn í ætt- fræðikönnun á heimilinu. Þar ætl- aði Stína að komast að því af hvaða kyni ég væri. Þegar henni varð ljóst að ég var hálfur Íslend- ingur og hálfur Dani leist henni nú ekkert á þetta val dóttur sinn- ar. „Eigum við ekki bara að skjóta þennan Dana?“ var það sem kom upp úr henni. Ég held að það sé óhætt að segja að húmorinn hjá henni hafi verið í góðu lagi til síð- asta dags, allaf brosandi, og það skemmdi ekki fyrir ef það var ein Café cream í munnvikinu. Ég og Oddný Ása eignuðumst son fyrir fimm árum sem veitti henni töluverða gleði þar sem við bjuggum hjá þeim Stínu og Ingj- aldi um nokkra hríð. Það voru margir ísrúntarnir sem við fórum með Stínu, og var það í miklu uppáhaldi hjá henni. Eða bara fara á rúntinn til að komast aðeins út og viðra sig. Egill Ingi var alltaf til í að leika með ömmu, henda bolta á milli var töluvert stundað til að halda ömmu í sínu rétta formi. Sögurnar sem maður hefur heyrt af henni og mörg skemmti- leg augnablik sem maður hefur notið með henni lifa nú innra með manni, og er óhætt er að segja að Stína hafi sett nokkur strik eða bara fullt af krassi á lífsblað mitt. Blessuð sé minning þín. Jakob Nielsen Kristjánsson. Elsku systir mín er dáin eftir erfið veikindi til margra ára. Það hamlaði henni þó ekki að hafa von og væntingar um lækningu. Ég hef þekkt hana frá því hún fædd- ist í þennan heim, fallega systir mín með ljósa krullaða hárið. Það var ekki til fallegra barn. Minn- ingarnar um hana eru því marg- ar. Þær fyrstu þegar hún var skírð. Einnig þegar við fórum til ömmu í stóra þvottabalann í bað á laugardögum og vorum færðar í ullarboli og krossað á brjóst okk- ar. Svo stækkuðum við og hún varð bæði stærri og sterkari en ég þó að ég sé þremur árum eldri. Við áttum góða barnæsku. Við fórum austur fyrir fjall í sveit hjá móðursystur okkar og lærðum þar bæði margt og mikið og vor- um því meira fyrir sveit en borg og þar af leiddi að við fórum báðar að búa í okkar góðu Árnessýslu, ég á Eyrarbakka með Þórarni mínum og hún með Ingjaldi sín- um í Ferjunesi þar sem hún naut sín vel. Þau Ingjaldur byggðu sér fallegt hús í sveitinni, allt gert eft- ir efnum. Barnalán var mikið hjá þeim Stínu; Magga, Óli, Oddný og Ásmundur, allt gott fólk. Ég gæti rifjað upp margar fleiri minning- ar um Stínu. Hún var oft hjá mér á Eyrarbakka áður en hún fór að búa og vann í frystihúsinu. Fólk- inu hér í þorpinu þótti fljótt vænt um hana. Hún var hverjum og einum eftirminnileg. Allir þekktu Stínu, hún var svo opin og frjáls- leg í fasi og ætíð glöð. Við náðum að ferðast nokkuð saman bæði stutt og langt. Eft- irminnileg er ferðin sem við fór- um til Ágústu dóttur minnar í Manchester í Englandi ásamt Lóu systur okkar og Þórarni mín- um. Stína var þá orðin nokkuð veik og var nánast í hjólastól. Þar lýsti þrautseigjan í henni sér vel þegar hún þurfti að komast á bað- herbergið uppi á efri hæðinni hjá Ágústu og reif sig upp stigann á handafli. Það er mjög ósanngjarnt að sjá á eftir yngri systur sinni svo snemma, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og við fáum engu ráðið í þessum efnum. Mig langar að þakka frábæru starfsfólki Fossheima fyrir allt þess framlag til að gera Stínu lífið léttara á meðan hún dvaldi þar. Megi Guð blessa Ingjald og börnin þeirra. Ragnheiður systir. Kristín Þorbjörg Ólafsdóttir ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar og prédikar. Félagar úr kirkju- kórnum leiða söng undir stjórn Kriszt- inu Kalló Szklenár organista. Sverrir Sveinsson leikur á kornett. Kaffi og meðlæti á eftir. ÁSKIRKJA | Vegna sumarleyfa sókn- arprests og starfsfólks Áskirkju fellur helgihald niður á morgun. Næst verð- ur messað í Áskirkju sunnudaginn 31. júlí kl. 11. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Steinunn Árna- dóttir. Prestur Elínborg Sturludóttir. BÚSTAÐAKIRKJA | Sumarmessa kl. 11. Kór Bústaðakirkju leiðir söng- inn undir stjórn kantors Jónasar Þór- is. Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir messu. Prestur er Pálmi Matthíasson. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18 og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, Sveinn Valgeirsson sóknarprestur þjónar við messuna. Kári Þormar er organisti og Dómkórinn syngur. Bíla- stæði eru gegnt Þórshamri. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Ferming og skírn. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar við undirleik Magn- úsar Ragnarssonar organista. GLERÁRKIRKJA | Helgistund kl. 20. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Valmar Väljaots leiðir söng. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurð- ardóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari leiðir safnaðarsöng. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til Kristniboðsins. Messuhópur þjón- ar. Félagar úr kór Grensáskirkju syngja. Organisti er Ásta Haralds- dóttir. Prestur Ólafur Jóhannsson. Kaffi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Orgelleikur, sálma- söngur, hugvekja, bænagjörð, altaris- ganga. Organisti er Douglas Brotchie. Prestur er Þórhildur Ólafs. Kaffi eftir stundina í Ljósbroti Strandbergs, safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Orgeltónleikar þriðjudag kl. 12.15. Douglas Brotchie leikur á bæði orgel kirkjunnar. Aðgangur ókeypis. Kaffi eftir tónleikana. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Sögu- stund fyrir börnin. Alþjóðlegt orgels- umar, tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Kári Þormar leikur. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Hádegistónleikar Schola cantorum miðvikud. kl. 12. Orgeltónleikar fimm- tud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. María Ágústsdóttir héraðsprestur og Kári Allansson organisti þjóna og leiða söng. Efni sálma og prédikunar er traustið til Guðs sem gefur lífið. HJALTASTAÐARKIRKJA | Kvöld- messa kl. 20. Um tónlistina sér Sig- ríður Laufey Sigurjónsdóttir ásamt sínu söngfólki. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir og meðhjálpari er Hildigunnur Sigþórsdóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Púttmessa kl. 12.30 á púttvellinum Mánagötu. Helgistund í upphafi, púttmót og svo kaffi og verðlaunaafhending í Kirkju- lundi. Lára og Hafsteinn sjá um tón- listarflutning í Kirkjulundi, prestur er Eva Björk Valdimarsdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnar Sigurjónsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Almennur safnaðarsöngur. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Bryndís Eva Erlingsdóttir leiðir safnaðarsöng. Organisti er Ragnar Jónsson. Prestur Arndís G. Bernhardsdóttir Linn. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11, messa kl. 20, þema kvöldsins eru amerískir trúarsálmar í flutningi gospelsöngkonunnar Áslaug- ar Helgu og Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Fjallað verður um málefni hælisleitenda í ljósi nýliðinna atburða í Laugarnes- kirkju. Félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn. Prestur er Skúli S. Ólafs- son. Ef veður leyfir sitjum við úti í blíðunni. Samfélag og kaffisopi. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjónusta kl. 14. Sigrún Stein- grímsdóttir organisti stjórnar almenn- um safnaðarsöng. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar fyrir altari og predikar. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Guðbjörg Arnardóttir, organ- isti Ingi Heiðmar Jónsson, Kirkjukór Selfosskirkju leiðir safnaðarsöng. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni Eggerts- son. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Ólafur Þórisson guðfræðingur flytur hugleiðingu. Kaffiveitingar eftir at- höfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknar- prestur annast prestsþjónustuna. Hljómeyki syngur í messunni. M.a. verður flutt tónlist frá sumartón- leikum helgarinnar. STRANDARKIRKJA | „Englar og menn“ kl. 14. ÚTHLÍÐARKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 14. Minnst verður 10 ára afmælis kirkjunnar. Egill Hallgrímsson sókn- arprestur annast prestsþjónustuna. Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur einsöng. Félagar úr Úthlíðarkór syngja. Organisti er Jónas Þórir. Kirkjukaffi í Réttinni strax að messu lokinni. Erindi flytur Örn Erlendsson, trésmíðameistari Lindartungu. Jó- hann og söngsveinar taka lagið við undirleik Jónasar Þóris. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Jóhanna Magnúsdóttir annast prestsþjónustuna. Organisti er Guð- mundur Vilhjálmsson. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Djúpavogskirkja eldri. Orð dagsins: Jesús mettar 4 þús. manna. (Mark. 8)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.