Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 - vinnufatnaður ogöryggisskór. Vertuvel til fara í vinnunni! 10.472kr. 13.831kr. 8.143kr. 7.661kr. 10.039kr. 11.831kr. 17.846kr. 8.143kr. 10.472kr. 21.193kr. 17.650kr. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Helga Kristbjörg, JónÞorsteinn og Jónas Ás-geir vissu hvert af öðruí gegnum harmonikuna en kynntust ekki fyrr en í náminu í Kaupmannahöfn. „Við kynntumst nánar í náminu og náðum svona líka vel saman og ákváðum að stofna saman harmonikutríó. Fyrsta giggið okkar var í neð- anjarðarlestarstöð og það gekk svo vel að við héldum áfram,“ segir Helga Kristbjörg. Þau koma frá þremur mis- munandi stöðum á landinu, Helga Kristbjörg frá Ísafirði, Jón Þor- steinn úr Skagafirði og Jónas Ás- geir úr Breiðholti. „Það gerir það bara skemmtilegra að við komum alls staðar að, við höfum öll okkar eigin sambönd og ferðumst um sveitir hvert annars,“ segir Jónas Ásgeir, eina borgarbarnið í hópn- um. Tríóið var einmitt statt á bæn- um Mýrarkoti í Skagafirði, þar sem Jón Þorsteinn ólst upp, þegar blaðamaður náði tali af hópnum. „Við erum bara hérna á bænum hjá foreldrum mínum í sveitasæl- unni. Hér er heitur pottur og gott að æfa sig,“ segir Jón Þorsteinn. Fyrstu tónleikar íTríó fóru fram í Miklabæjarkirkju í gær og á sunnudag munu þau halda tón- leika í Norðurljósasal Hörpu, en tríóið fékk styrk frá Ýli, tónlist- arsjóði Hörpu fyrir ungt fólk. Hóp- urinn hefur spilað saman frá því haustið 2015 og eru þau öll nem- endur prófessors Geirs Draugsvoll í Konunglega danska tónlistarhá- skólanum. Þau hafa komið fram bæði á klassískum tónleikum sem og við önnur tilefni. Einnig hafa þau spilað á meistaranámskeiði finnska harmonikuprófessorsins Matti Rantanen. Óteljandi möguleikar harmonikunnar Það verður að teljast sérstakt að af 14 nemum við harm- onikudeild skólans eru þrír ís- lenskir. Eitt af markmiðum tríós- ins er að opna augu fólks fyrir möguleikum harmonikunnar og út- víkka og þróa ímynd hljóðfærisins á Íslandi og vinna náið með ís- lenskum tónskáldum. Jafnframt vilja þau vera ungum tónlistarunn- endum fyrirmynd, veita þeim inn- blástur og sýna að harmonikan er góður valmöguleiki í tónlistarnámi. En af hverju varð harmonikan fyr- ir valinu? „Ég lærði í tónlistarskólanum á Ísafirði og valdi harmonikuna eftir að ég fór á hljóðfærasýningu, mér leist best á hana,“ segir Helga Kristbjörg. Hún fór síðar í Listaháskólann þar sem hún var fyrsti harmonikunemandinn. „Ég sótti um og það var fenginn kenn- ari fyrir mig. Eftir útskrift fór ég að kenna á harmoniku á höf- uðborgarsvæðinu í tvö ár. Ég Sýna ótal möguleika harmonikunnar Harmónikutríóið íTríó er skipað þremur íslenskum nemum við Konunglega danska tónlistarháskólann, þeim Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttur, Jóni Þorsteini Reyn- issyni og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni. Tríóið vill opna augu fólks fyrir möguleikum harmonikunnar. Þau héldu sína fyrstu tónleika hér á landi í gær í Skagafirði og munu endurtaka leikinn í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag. Úr öllum áttum Helga Kristbjörg, Jón Þorsteinn og Jónas Ásgeir koma hvert úr sínum landshlutanum en kynntust betur í náminu í Kaupmannahöfn. Sykurmagn.is er vefsíða á vegum Embættis landlæknis sem ætluð er til að efla færni barna og foreldra þeirra í fæðuvali. „Matvörur sem eru sérstaklega markaðssettar fyrir börn eru oft og tíðum ekki þær æskilegustu fyrir þau,“ segir á síð- unni. Foreldrar geta hjálpað börn- unum að læra að velja æskilegar vörur, t.d. sem innihalda minna af viðbættum sykri en aðrar sambæri- legar vörur. Samnorræna merkið Skráargatið hjálpar einnig til við að velja hollari matvörur. Markmið með Skráargat- inu er að hjálpa neytendum að velja hollari vöru, þ.e. með minni og holl- ari fitu, minni sykri, minna salti og meira af trefjum og heilkorni en sambærilegar vörur sem uppfylla ekki skilyrði til að bera merkið. Á sykurmagn.is eru myndir sem sýna magn viðbætts sykurs í ýms- um matvælum. Þar kemur t.d. fram að í 30 g skál af Cocoa Puffs eru 5,5 sykurmolar, en hver moli er 2 g. Í 100 g af Cocoa Puffs eru 36,9 g af viðbættum sykri. Annað dæmi: Í 30 g skál af Cheerios er rúmlega hálfur sykurmoli. Í 100 g af Cheerios er 4.5 g af viðbættum sykri. Vefsíðan www.sykurmagn.is Ljósmynd/sykurmagn.is Samanburðarmynd Mismunandi magn viðbætts sykurs í morgunkorni. Fróðleikur um hollustu matvæla Húlladúllan verður í Hljómskálagarð- inum frá klukkan 13 – 15 í dag, laug- ardag, með heila hrúgu af húlla- hringjum. Hún verður með litla krakkahringi, hringi fyrir fullorðna og nokkra risahringi fyrir sérstaklega hávaxna byrjendur. Það geta allir lært að húlla og það er ótrúlega gaman. Húllafjörið og kennslan er ókeypis en þáttakendur eru hvattir til að leggja nokkra aura í söfnunarkrukkuna. Endilega... ...húllið með Húlladúllunni Hæfileikar Að húlla er list. Torfi Tulinius, prófessor í mið- aldafræðum við Háskóla Íslands, flytur erindi kl. 16 á morgun, sunnu- dag 10. júlí, í Bryggjusal í Edinborg, menningarmiðstöð á Ísafirði. Yf- irskrift erindisins er Átök og ást- arraunir fyrir vestan á víkingaöld og fjallar það um fjörugt ástarlíf á Vestfjörðum eins og það birtist í miðaldaheimildum, bæði Íslend- ingasögum eins og Fóstbræðra sögu, Gísla sögu, Hávarðar sögu Ís- firðings og samtíðarsögum eins og Sturlungu og Hrafns sögu Svein- bjarnarsonar. Til að rata í sögu þarf ástin að leiða til átaka en þau eru af margvíslegu tagi eins og heimildir sýna. Farið verður vítt og breitt yfir sviðið og reynt að draga einhverjar ályktanir af því um menningu á Vestfjörðum á víkingaöld og miðöld- um. Torfi hefur skrifað fjölmargar greinar og bókarkafla um íslenskar miðaldabókmenntir og franskar bók- menntir og er höfundur þriggja bóka, þ.á m. bókarinnar Skáldið í skriftinni. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og kleinur, Viðburðurinn er styktur af Upp- byggingasjóði. Edinborg – menningarmiðstöð á Ísafirði Átök og ástarraunir fyrir vestan á víkingaöld og miðöldum Ástarsögur Til að rata í sögu þarf ástin að leiða til átaka en þau voru af marg- víslegu tagi eins og víða má finna stað í heimildum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.