Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 25
Hvítur er skiptamun yfir en peða- staða svarts er sterk og einnig kóngsstaðan. Samt eru vinnings- möguleikarnir allir hvíts megin. 29. Be4! d4 30. f4 exf4! 31. gxf4 Kc5! Kóngurinn heldur í tvísýnt ferða- lag. Dæmigert fyrir Vaganjan. 32. He2 Kb4 33. Bc2 Bc4 34. He7 Ka3 35. Hd7 Be2 36. Hb1 Ka2 37. Bxh7 Hf8 38. Kg3 He8 39. Hg1 Jóhann taldi að hann hefði leikið skákinni niður með þessum leik rétt fyrir tímamörkin. En tapleikurinn kemur síðar þó að 39. h4! eða 39. Kf2 hefði verið betra. 39. … Kb3 40. Hb1+ Kxa4 41. Bc2+ 41. h4! var best. 41. … Ka3 42. f5? Og nú var best að leika 42. Hd6 og enn á hvítur sigurmöguleika. 42. …Ka2 43. Hg1 Kb2! 44. Ba4 d3 45. Kf2 He5 Skyndilega er svartur kominn með unnið tafl. 46. Hg5 Bd2 47. Hg3 Hxf5+ 48. Kg2 Hg5 49. Hxg5 Bxg5 50. Kf2 Ka3 51. Hd4 Be7 52. Hc4 Bb4 53. Bc2 dxc2 – og Jóhann gafst upp. Rússar unnu flokk keppenda 65 ára og eldri, en í sveit þeirra voru kunnir kappar á borð við Balasjov, Vasjúkov og Svesnikov. Næsta heimsmeistaramót öldunga fer fram í strandbænum Eretríu í Grikklandi undir lok apríl á næsta ári. Þjóðverjar unnu nauman sig-ur á heimsmeistaramótiskáksveita skipaðra kepp-endum 50 ára og eldri – þeir fengu 16 stig, jafnmörg Armen- um, en aðrir þættir sem teknir eru inn þegar sveitir verða jafnar voru Þjóðverjum hagstæðari. Fyrsta borðs maður þeirra, Uwe Bönsch, náði frábærum árangri og hlaut 7½ vinning úr níu skákum. Brons- verðlaun hlutu Englendingar, en þeir höfðu innanborðs hina þekktu stórmeistara John Nunn og Jonat- han Speelman. Íslensku sveitina skipuðu Jóhann Hjartarson, sem fékk fjóra vinninga af átta mögulegum á 1. borði, grein- arhöfundur hlaut fimm vinninga af átta á 2. borði, Margeir Pétursson hlaut sex vinninga af átta og hlaut silfurverðlaun 3. borðsmanna, 4. borðsmaðurinn Jón L. Árnason hlaut fimm vinninga af átta mögu- legum og Friðrik Ólafsson hlaut þrjá vinninga af fjórum mögulegum. Fyrir fram var Íslandi raðað í efsta sæti styrkleikalistans en alls tóku 57 lið þátt í 50+ flokknum. Þess vegna er 7. sæti vonbrigði. Þó gerðist það einn góðan veðurdag í Dresden að okkur leið öllum eins og sigurvegurum og var það vegna ís- lenska knattspyrnulandsliðsins sem snerti einhvern streng út yfir alla Evrópu og víðar sem náði langt út fyrir knattspyrnuna. Skák Jóhanns við Vaganjan í viðureign Íslands og Armeníu er kannski lýsandi fyrir lánleysi liðsins en var þó einn af hápunktum móts- ins og gat Jóhann verið stoltur af taflmennsku sinni þrátt fyrir tapið: Dresden 2016 HM 50+; 6. um- ferð: Jóhann Hjartarson( Ísland) – Rafael Vaganjan (Armenía) Frönsk vörn 1. e4 Gefur kost á franskri vörn, uppá- haldsbyrjun Vaganjans. 1. … e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. Be2 Rh6 7. Bxh6! gxh6 Jóhann vissi að b2-peðið er „eitr- að“; eftir 7. … Dxb2 kemur 8. Be3! Dxa1 9. Dc2! og svarta drottningin er í vanda. 8. Dd2 Bg7 9. O-O O-O 10. Ra3 cxd4 11. cxd4 Bd7 12. Rc2 f6 13. exf6 Hxf6 14. b4 a6 15.a4 Hxf3!? Skiptamunsfórn sem sést hefur áður. Vandinn er sá að það er auð- veldara að tefla svörtu stöðuna. Og Vaganjan tefldi mjög hratt! 16. Bxf3 Rxd4 17. Rxd4 Dxd4 18. Dxd4 Bxd4 19. Ha2 Hc8 20. Hb1 Kf7 21. g3 Ke7 22. Kg2 Kd6 23. Bg4 h5!? 24. Bxh5 e5 25. b5 a5 26. Hd1 Bc3 27. Bf3 Be6 28. Hc2 b6 Þjóðverjar sigruðu á HM skáksveita 50 ára og eldri Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V. S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 GÓÐ OG VÖNDUÐ SÉRHÆÐ MEÐ BÍLSKÚR, SAMTALS 190,5 FM. SÉR ÞVOTTAHÚS Í KJALLARA. HÚSIÐ ER Í GÓÐU ÁSTANDI AÐ UTANVERÐU. FRÁBÆR STAÐSETNING. Á hæðinni er hol, forstofuherbergi / skrifstofa, stofa, borðstofa, eldhús, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi og tvennar svalir. Í kjallara er þvottahús og geymslur. Bílskúr og stæði fyrir 2 bíla. Verð 76,9 millj. Opið hús mánudaginn 11. júlí 17:30-18:00 Ólafur Guðmundsson sölustjóri s. 896 4090 Þórarinn Friðriksson lögg. fasteignasali s. 844 6353. TIL SÖLU Ásvallagata 20 Eitt eftirminnileg- asta atriði Monty Pyt- hon grínaranna hefst með því að húsráðandi kemur til dyra og mætir þar tveimur embættismönnum. Embm.: Góðan dag- inn. Getum við fengið lifrina þína? Húsr.: Hvað? Embm.: Lifrina, það er stórt líffæri í kviðarholinu þínu? Húsr.: Ég veit hvað lifrin er, en ég er eiginlega að nota hana. Embm.: En þú ert búinn að skrifa upp á viljayfirlýsingu um lifrargjöf, og við viljum fá hana núna. Húsr.: En ég þarf hana til að lifa. Embm.: Engar áhyggjur, það hefur enginn lifað af lifrargjafaað- gerð hjá okkur fram að þessu. Eftirleikurinn varð síðan blóð- ugur. Oft er því kastað fram að listin endurspegli raunveruleikann, en aldrei grunaði mann að það ætti við um þennan svarta húmor. Það á nefnilega að fara að fjar- lægja neyðarbraut Reykjavík- urflugvallar sem enn verið er að nota. Bara á fyrstu fimm mán- uðum síðasta árs þurfti sjúkra- flugið að lenda á brautinni 16 sinn- um. Brautin er einnig mikilvæg öryggi allra minni flugvéla auk björgunar- og leitarflugs, sem oft er farið við erfiðar veðuraðstæður. Flest venjulegt fólk skilur að þeg- ar öryggisþjónusta er skert þá er lífi fólks stofnað í hættu. Í áhættu- matinu sem unnið var vegna fyr- irhugaðrar lokunar brautarinnar voru þessir stærstu áhættuþættir hins vegar undanskildir, sem eru hreint óskiljanleg vinnubrögð því áhættumat án tillits til stærstu áhættuþátta er ekki pappírsins virði. Veifandi þessu ónýta plaggi og viljayfirlýsingu fyrrverandi innan- ríkisráðherra, þá hefur núverandi borgarstjórn gengið fram af mikilli óbilgirni til að knýja á um að neyð- arbrautinni verði lokað strax í haust. Puntlýðræði valdaelítu Það sem er hvað undarlegast við þessa framgöngu alla er að um 70% borg- arbúa og 80% lands- manna vilja halda Reykjavíkurflugvelli í óbreyttri mynd. Enn merkilegra er að þar sem lokunin kemur til með að skerða heilbrigðisþjónustu landsbyggðarinnar varanlega, þá má í raun segja að lokun brautarinnar stríði gegn tveimur stærstu undirskriftasöfnunum í sögu lýð- veldisins: Undirskriftasöfnuninni sem Hjartað í vatnsmýrinni stóð fyrir og nýlegri undirskriftasöfnun um eflingu heilbrigðiskerfisins. Hvað varð um lýðræðið? Hvernig stendur á því að valdhafar í borg- inni hlusta ekki á almenning í þessu mikla hagsmunamáli? At- hyglisvert er að við stjórnartaum- ana í Reykjavík eru sömu flokkar og hvað mest hafa talað fyrir að festa eigi þjóðaratkvæðisákvæði í stjórnarskrá. Þessi lýðræðisást þeirra virðist þannig eitthvað val- kvæð, og hverfur um leið og þeir halda sjálfir um stjórnartaumana. Lýðræðishjal sem er blekkingar einar. Varnarleysi var ekki besta vörnin Frededric Bastiat sagði eitt sinn að það versta sem gæti komið fyrir góðan málstað væri ekki það að fá óvægna gagnrýni, heldur að vera varinn af vanhæfni Þessi aðvörun kemur ofarlega í huga þegar Reykjavíkurflugvall- ardómsmálið er skoðað. En við málsvörn gleymdist að taka fram að áhættumatið undanskildi áhrif lokunar á sjúkraflutninga. Þar gleymdist að benda á að eitt að- alsönnunargagn ákæranda var skýrsla sem var það óskiljanleg að yfirferðaraðilinn neitaði að rýna hana. Þar gleymdist að benda á að eini nothæfistuðullinn sem rétt- urinn fjallaði um uppfyllti engan veginn kröfur íslenskra reglugerða þar sem hann var reiknaður fyrir ranga stærð flugvéla og tók hvorki tillit til skyggnis né almennra brautarskilyrða eins og ísingar. Þar gleymdist að nefna að allar veðurforsendur áhættumatsins byggðust á mildasta og stilltasta veðurtímabili frá upphafi mælinga. Eins gleymdist öll efnisleg gagn- rýni á orðalag viljayfirlýsing- arinnar sem dómsmálið fjallaði um. En nú er dómur fallinn og því of seint að deila á þennan vitleys- isdóm. Það sorglega við þetta mál er að þótt íslenska ríkið hafi verið var ákært í málinu, þá var í raun verið að rétta yfir sjúklingum sjúkraflugsins. Dómurinn gæti reynst dauðadómur því hann gæti haft áhrif á hátt í 30 sjúkraflutn- inga á ári. Það er síðan algjört met í tilætlunarsemi að ætlast eft- irleiðis til þess að sjúkra-, björg- unar- og leitarflugmenn þurfi að taka enn meiri áhættu í starfi sínu en þeir þegar gera. Hvernig á flugmaður að velja á milli þess að reyna hættulega lendingu eða snúa við með sjúkling í lífshættu? Þetta skilningsleysi valdaelítunnar á kringumstæðum venjulegs fólks er algjör siðblinda. Í stað þess að yf- irvöld séu þjónn fólksins þá er valtað yfir hagsmuni almennings með blekkingum og yfirgangi. Hvað er til ráða? Enn er von, því Alþingi getur gripið inn í með lagasetningu, sem festir völlinn í sessi eða leitar álits þjóðarinnar, t.d. samhliða næstu alþingiskosningum. Viðleitni Al- þingis fram að þessu hefur þó ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Það vill hins vegar þannig til að á næstu mánuðum þarf Alþingi að endurnýja umboð sitt. Ætlar rík- isstjórnin virkilega að láta það verða sitt síðasta verk fyrir kosn- ingar að gera ekkert meðan heil- brigðisþjónusta landsbyggðarinnar er skert á þennan hátt? Til að Reykjavíkurflugvöllur verði að kosningamáli þá þarf fólk að láta sína kjörnu fulltrúa vita að af- stöðuleysi í þessu máli er ekki lengur ásættanlegt. Aðeins þannig má koma í veg fyrir skemmd- arverkið. En við erum enn að nota neyðarbrautina Eftir Jóhannes Loftsson » Lokun neyðarbraut- arinnar stríðir gegn tveimur stærstu undir- skriftasöfnunum í sögu lýðveldisins. Jóhannes Loftsson Höfundur er verkfræðingur og frum- kvöðull. Mikill fjöldi lausna barst við sum- arsólstöðugátunni og voru flestir með rétta lausn á henni. Lausnin er: Leiðarljós á lífsins braut lýsir þegar varir minnst, ef berð í hjarta þunga þraut sem þarf að leysa í hólfi innst. Þrjú nöfn voru dregin úr inn- sendum lausnum. Kristín Jónsdóttir Eyrarholti 6 4HH 220 Hafnarfirði fær bókina Stúlkurnar eftir Emmu Cline. Hrefna Óttarsdóttir Sandfelli 566 Hofsósi fær bókina Þar sem fjórir vegir mætast eftir Tommi Kinnunen. Hörður Friðþjófsson Heiðarbrún 3 810 Hveragerði fær bókina Sögu Borgarættarinn- ar eftir Gunnar Gunnarsson. Vinningshafar geta vitjað vinn- inganna í móttöku ritstjórnar Morgunblaðsins eða hringt í 569- 1100 og fengið bækurnar sendar heim. Morgunblaðið þakkar þeim sem sendu lausnir. Lausn sumar- sólstöðugátu Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein- ingar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.