Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Lómur með unga á tjörn við Ólafsvík í blíðviðri í vikunni. Fuglinn finnst um allt land og verpir við tjarnir, vötn, ár og læki og oft á vatnsbakka eins og frændi hans himbriminn. Lómur og himbrimi eru af brúsaætt og áþekkir, en lómurinn er þó minni. Hann er auðþekktur af uppsveigðum, grönnum gogginum. Báðir eru þessir brúsar ófærir til gangs. Rannsóknir benda til að lómur- inn haldi til yfir vetrartímann á sundinu milli Ís- lands og Grænlands, en einnig suður af Hvarfi og merktir fuglar héðan hafa fundist í Evrópu og á Bretlandseyjum. Morgunblaðið/Ómar Frændurnir lómur og himbrimi eru ófærir til gangs Með ungviðið á tjörn við Ólafsvík Að mati starfsmanna Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins (SHS) er mönnun komin niður fyrir hættumörk. Álag er orðið of mikið og líkur á að ekki verði hægt að sinna öllum útköllum eða að þeim verði sinnt með of fáum mönnum eða utan ásættanlegra tímamarka. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á deildarfundi SHS innan Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna í vikunni. Þar kemur fram að fækkað hafi verið á vöktum hjá SHS vegna sparnaðar. Auk þess hafi nýráðningum á for- varnarsviði verið frestað. „Starfsmenn SHS krefjast þess að stjórn SHS tryggi fjármagn til að fækkun á starfsmönnum geti gengið til baka strax og að unnið verði að því að efla slökkviliðið á grundvelli þeirrar þjónustu sem því ber að sinna; slökkvi- og björgunarstarfi, ásamt sjúkraflutningum og forvarnarstarfi,“ segir í ályktuninni. Fækkað á vöktum og segja mönnun slökkviliðs komna niður fyrir hættumörk Eldur Oft þarf að vinna við erfiðar aðstæður. Sameiginleg tillaga arkitektastof- unnar Batteríið-Arkitektar, lands- lagsarkitektastofunnar Landslags og verkfræðistofunnar Mannvits bar sigur úr býtum í samkeppni um rammaskipulag Lyngássvæðis í Garðabæ og svæðisins við Hafnar- fjarðarveg. Alls bárust 11 tillögur og voru fjórar þeirrar verðlaunaðar, en það var síðastliðið haust sem bæj- arstjórn Garðabæjar ákvað að efna til þessarar hugmyndasamkeppni og var framkvæmd hennar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Í umsögn dómnefndar um vinn- ingstillögu segir m.a.: „Sú heild- arsýn sem sett er fram í tillögunni svarar að mati dómnefndar best flestum af þeim áherslum sem settar eru fram í keppnislýsingu. Umferð- ar- og göngutengingar, útfærsla grænna svæða og byggð við Hafn- arfjarðarveg eru sérstaklega vel leyst í tillögunni.“ Í umsögn segir að gert sé ráð fyrir stokkalausn á svæðinu en hug- myndin gangi upp án hennar. Tillaga að nýrri aðkomu að Grundum gefi Hraunsholtslæk aukið vægi þar sem lækjarsvæðið myndi óslitin græn- an ás niður að Sjálandi með opnum tengingum við íbúðabyggð Lyng- ássvæðis. Hins vegar segir í umsögn að byggingarmassi og þéttleiki hverfisins sé heldur mikill og auka þyrfti hlutfall smærri húsagerða og fjölbreytni. Styrki tengsl við miðbæ Í öðru sæti var tillaga Arkitekta- stofunnar JTP, Viaplan og Alta ehf. Tvær arkitektastofur deildu síðan með sér 3. og 4. sæti en það voru Arkitektastofurnar Felixx og Jvant- spijker ásamt verkfræðistofunni VSÓ ráðgjöf annars vegar og Ask arkitektar hins vegar. Formaður dómnefndar var Ás- laug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, og var markmið bæjarstjórnar með samkeppninni m.a. að móta stefnu um byggð á svæðinu og vinna raun- hæfa áætlun um uppbyggingu. Lögð var áhersla á spennandi íbúð- arbyggð sem hentaði ungu fjöl- skyldufólki í hæfilegri blöndu við verslun, þjónustu og skrifstofubygg- ingar. Einnig á góð tengsl við samgöngu- æðar, útivist og þjónustu. Leitast verði við að styrkja tengsl miðbæjar við svæðið við Hafnarfjarðarveg og norðan hans. Stefnt er að því að svæðið verði skilgreint sem þróun- arsvæði til 15 ára í samræmi við ákvæði skipulagslaga. aij@mbl.is Sterk heildarsýn á Lyngássvæðinu  Niðurstöður í hugmyndasamkeppni í Garðabæ Samkeppni Hraunsholtslækur liðast um hverfið og við miðsvæði þess verður torg með tjarnarsvæði. Í kringum 420 strandveiðibátar voru á sjó daglega í vikunni, en heimilt er að róa fjóra daga í viku, frá mánudegi til fimmtudags. Afla- brögð voru góð og á fyrstu fjórum dögum strandveiða í júlí fór heildar- aflinn yfir 1.200 tonn. Að meðaltali fengust um 660 kíló í róðri. Á D-svæði strandveiða, það er frá Höfn til Borgarness, náðist viðmið- unarafli mánaðarins á þessum fjór- um dögum og verður því ekki heim- ilt að stunda strandveiðar á suður- svæði það sem eftir er mánaðarins. Venjulegast hefur viðmiðunarafli fyrst náðst á A-svæði frá Arnar- stapa í Súðavík, en þaðan sækja flestir strandveiðar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem eitthvert svæði nær kvótanum á undan bátum á A- svæði. Fæstir hafa dagar í mánuði orðið á A-svæði í ágúst 2012, en þá urðu þeir aðeins tveir. Minni möguleikar á nýliðun Í vor var leyfilegur afli í strand- veiðum aukinn í heildina, en eigi að síður skertur um 200 tonn á suður- svæði. Þessu hafa félög smábátaeig- enda á svæðinu mótmælt og í gær tók sveitarfélagið Hornafjörður undir kröfur um leiðréttingu á út- hlutun. Þar kemur fram að möguleikar til nýliðunar séu minni á svæði D en öðrum svæðum. aij@mbl.is Fá að veiða í fjóra daga á suðursvæði  Yfir 400 strand- veiðibátar á sjó Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur boðað til kjördæmisþings fimmtudaginn 14. júlí kl. 20 til að ákveða aðferð við val á framboðslista. Stjórn ráðsins hefur lagt til að valið verði á listann með lokuðu flokksvali. Fundað verður á þremur stöðum á kjördæmisþinginu, þ.e. í Mennta- skólanum í Borgarbyggð, Fræðslu- miðstöð Vestfjarða á Ísafirði og Samstöðusalnum á Blönduósi, í gegnum Skype til að gera fólki kleift að sækja þingið í nærumhverfi sínu. Ræða aðferð við val á framboðslista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.