Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 17
að vera í hólfum. En æðardúnninn tollir allur saman og á ekki að vera í hólfum. Það er mín skoðun.“ Sem fyrr segir kemur fjöldi Ís- lendinga við á Hraunum. Björk finnst það mjög skemmtilegt. „Ég auglýsi reyndar allt á ís- lensku því ég er að gangast upp í þessu hlutverki, að sýna landanum hvað þetta er frábær efniviður. Mig langar til að kynna æðardúninn fyr- ir Íslendingum.“ Sumarvertíð og jólavertíð „Ég vinn mest hérna,“ segir Björk, „kem á vorin, er að sauma pínulítið fyrir opnun, en svo sauma ég alla daga, þannig að það eru allt- af til nýir litir og eitthvað nýtt á hverjum einasta degi. Ég er með af- skaplega marga liti í gangi, 20-30, af hverri vörutegund, þannig að ég bara framleiði þetta jafnóðum. Ég er hér frá 10 á morgnana og fram á kvöld allt sumarið og alveg fram á haust, en auglýstur opnunartími er frá 13 til 18 alla daga, frá því ég set skiltið upp, 20. júní. Svo þegar skilt- in eru farin, þá bara loka ég.“ Hún segist ekki hafa þorað að tala við ferðaskrifstofur því hún geti ekki tekið við stórum rútum. „Mér finnst 16 manns alveg nóg, gæti tekið upp í 20, en ég vil frekar geta náð utan um þetta, það er meira gaman. Því ég er ekki bara að selja heldur líka að fræða þau sem hingað koma um lifnaðarhætti æð- arfuglsins og hvernig þetta nú ger- ist allt. Útlendingarnir sem koma hingað segja að þetta sé vel falið leyndarmál,“ segir hún. Þegar Björk kemur heim til Akureyrar, í lok sept- ember, þá hvílir hún sig en byrjar svo aftur í nóvember að undirbúa jólamarkaðinn. Þá notar hún Face- book, er þar með síðuna „Hrauna Æðardúnn“, sem er fyrst og fremst póstverslun. Síðan tekur hún sér pásu til vors, þannig að þetta er því sumarvertíð hjá henni og jólavertíð. „Ég er með sængur til sölu eins og ég vil hafa þær, með 500 grömmum í, en auglýsi þær ekkert sérstaklega. Ég er líka með ungbarnasængur, með 100 grömmum í. Svo er ég með trefla sem ég get tekið dúninn úr, þeir eru líka eyrnaskjól í leiðinni, og sömuleiðis er ég með eitt sem ég kalla hálsskjól, það er styttri gerð, og þau þarf að þvo með dúninum í, það er ódýrari útfærsla. Svo er ég að framleiða sjöl og húfur, úr hvoru tveggja er hægt að taka dúninn. Ég var að gera miklu fleira hér í byrjun en endaði með þetta, ætlaði mér að nota dúninn svona fyrir heilsuna, framleiða eitthvað til að vefja utan um auma liði, skó til að hafa á fót- unum á næturnar, til þess að sofa í, hafa eitthvað hlýtt á höndunum, t.d. fyrir hjartasjúklinga; mamma notaði t.d. alltaf dúnvettlingana sína á kvöldin við sjónvarpið og sagði að sér liði þá miklu betur í hjartanu. Og svo var ég með fyrir augun og eitthvað fleira. En allt þetta sem átti að vera svona heilsutengt, það bara var ekk- ert að seljast. Svo að ég bara hætti. Nú er svo mikið að gera hjá mér í hinu að ég einbeiti mér að því ein- göngu, að hafa það til sem allir vilja kaupa, og í mörgum litum. Það er bara það. Svona er lífið.“ æðardúninn Hreiður Kollan sem átti þetta hreiður ákvað að verpa í heysátu. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Æðurin, eða æðarfuglinn eins og teg- undin er oftast nefnd, er af ættbálki gásfugla eða andfugla. Hún er yf- irleitt talin stærst allra anda, 50-71 cm að lengd, um 2.000 g að þyngd að meðaltali og með 80-108 cm væng- haf. Vísindaheiti tegundarinnar, Somateria mollissima, þýðir eig- inlega „líkaminn sem geymir hinn af- ar mjúka fiðurdún.“ Útbreiðslusvæðið er að heita má allt norðurhvel jarðar. Um fimm deili- tegundir er að ræða og greinast þær einkum eftir mismunandi formi nefs og litar við rótina, frá gulu yfir í rauðgult. Æðurin hefur verið friðuð á Íslandi frá árinu 1847. Hún er staðfugl hér við land og mjög félagslynd. Hún er mestan hluta ársins bundin við sjó, einkum meðfram ströndum, og hefur reyndar allt lífsviðurværi sitt þaðan. Að vetrarlagi geta hóparnir talið jafnvel þúsundir fugla. Snemma vors gengur hún á land í auknum mæli, í fjöruna til að byrja með eins og til að búa sig undir aukna dvöl á þurru yfir varptímann. Og þar er líka oft margt um fuglinn. Svo gerist hún djarfari og fer ofar og innar þegar líða tekur að sjálfum eggjatímanum sem er breytilegur eftir landshlutum en víðast hvar þó í hálfnuðum maí. Hreiðrið er oftast einhverskonar skál eða dæld í snögglendi, ýmist í fjöru, á bökkum og töngum voga og lóna, í eyjum og á hólmum eða jafnvel með ám alllangt inn til landsins, allt að 30 km frá sjó. Það er fóðrað með þykkum dúni sem hefur borið nafn og hróður þessarar andategundar víða. Eggin er yfirleitt 4-6 talsins en geta verið 1-8. Þau eru oftast grænleit en stundum blá. Útungunartími er 25-28 dagar og sér kollan ein um áleguna. Blikinn stendur oft nærri hreiðrinu, einkum í upphafi varpsins. Fyrr eða síð- ar, mislengi eftir varpi og einstaklingum, dregur hann sig gjarnan í hlé ásamt öðrum félögum sínum, og heldur á fellistöðvar. Nýklaktir ungarnir eru dökkgráir að lit, alþaktir dúni. Þeir eru hreið- urfælnir; leiðir móðirin þá til sjávar um leið og hinn síðasti er kominn úr eggi og allir orðnir þurrir. Yfirleitt drepst mikið af ungunum fyrstu dagana og talið að orsakarinnar sé að leita í fæðuframboðinu hverju sinni, eins og hjá öðrum andarungum. Mikil áraskipti eru að afkomunni. Þeir ungar sem lifa verða að fullu sjálfstæðir 55-60 daga gamlir og fleygir 65-75 daga. Æðurin er einn mesti nytjafugl á Íslandi. Úr hverju hreiðri fást 15-20 grömm af æðardún, þannig að um 60 hreiður þarf til að fá í 1 kíló. Einn mesti nytjafugl á Íslandi ÆÐUR FRIÐUÐ HÉR Á LANDI FRÁ 1847 Æðarhjón Beðið á meðan dúnninn er tekinn úr hreiðrinu. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson MOGGAKLÚBBURINN Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. 2 FYRIR 1 Á PERLUR ÍSLENSKRA SÖNGLAGA Í HÖRPU JÚNÍ, JÚLÍ OG ÁGÚST Draumalandið, Maístjarnan, Á Sprengisandi – söngperlur sem hver íslendingur þekkir. Í Hörpu í sumar er hægt að rifja upp kynnin við þessi lög og mörg fleiri sem fyrir löngu eru orðin hluti af íslenskri þjóðarsál. Flutningur er í höndum frábærra ungra listamanna sem margir hverjir eru vel þekktir, bæði hér heima og erlendis. Kynningar eru á ensku til að auðvelda menningarþyrstum gestum okkar að njóta tónleikanna. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Bjarni Thor Kristinsson Hvernig fæ ég afsláttinn? Til að fá afsláttinn þarf að fara inn á moggaklubburinn.is og smella á „Perlur íslenskra sönglaga“. Þá opnast síða þar sem þú klárar miðakaupin með afslætti. Allar nánari upplýsingar á www.pearls.is Bjarni Thor Kristinsson,listrænn stjórnandi FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.