Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 191. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Dónabón á Egilsstöðum 2. Bifhjólamaðurinn sem lést 3. Einn alvarlega slasaður 4. Umferðarslys við Mjódd  Kvartett munnhörpuleikarans Þor- leifs Gauks Davíðssonar heldur tón- leika úti undir berum himni á Jómfrúartorginu við Lækjargötu í dag milli kl. 15 og 17. Með Þorleifi leika þeir Eyþór Gunnarsson á pí- anó, Colescott Rubin á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Þeir munu flytja djasslög úr ýmsum átt- um. Tónleikarnir eru þeir sjöttu í sumartónleikaröð Jómfrúarinnar þetta árið. Sem fyrr er aðgangur ókeypis. Kvartett Þorleifs Gauks á Jómfrúnni  Franska fyrir byrjendur er óform- leg yfirskrift tónleika Kára Þormar dómorganista á Alþjóðlegu orgel- sumri í Hallgrímskirkju sem fram fara í dag kl. 12 og á morgun kl 17. Á efnisskránni eru frönsk orgelverk frá 19. og 20. öldinni sem Kári segir að séu afar aðgengileg. Elst tón- skáldanna á efnisskránni er César Franck sem fæddur var 1822, en yngsta tónskáldið er hinn líbansk- franski Naji Hakim sem fæddist 1955 og tók árið 1993 við af sjálfum Messiaen sem organisti í Kirkju heil- agrar þrenningar í París. Auk þess mun Kári leika verk eftir Widor, Langlais, Alain og Boëlman. Aðgöngumiðar verða seldir klukkustund fyrir tón- leika í anddyri kirkjunnar og á midi.is. Franska fyrir byrj- endur um helgina FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 m/s um landið norðvestanvert og rigning, en mun hægari vindur og dálítil væta sunnan- og austanlands. Hiti 6 til 16 stig. Á sunnudag og mánudag Norðaustlæg átt, yfirleitt á bilinu 5-10 m/s. Vætusamt víða um land og hiti 7 til 14 stig. Á þriðjudag og miðvikudag Norðlæg átt, 3-8 og dálítil rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 9 stig fyrir norðan, en 8 til 12 stig sunnanlands. „Markmiðið var skýrt fyrir mótið, að komast í efstu deild og það er gott að geta tryggt það fyrir lokadaginn og þá er engin pressa í dag. Við setjum okkur það markmið að vinna bikarinn í annarri deildinni og enda þetta með stæl,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson sem stýrði karlalandsliðinu í golfi upp í efstu deild Evrópumótsins með sigri á Slóveníu í gær. » 1 Við ætlum okkur að vinna bikarinn Breiðablik tyllti sér í topp- sæti Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Breiða- blik sigraði Stjörnuna í upp- gjöri efstu liðanna, 1:0, á Kópavogsvelli. Rakel Hönnudóttur skoraði eina markið á lokaandartökum fyrri hálfleiks. Heil umferð fór fram í deildinni í gær- kvöldi en úrslit og marka- skorara má sjá á íþróttasíð- um. »2 Breiðablik er komið á toppinn Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Margt hefur verið um að vera í Skák- deild KR, en átta liðsmenn skák- deildarinnar öttu í gær kappi við átta liðsmenn breska félagsins The Royal Automobile Club (RAC) - Chess Circle frá London. Árlegt sumarmót var einnig haldið við Selvatn á Nesjavallaleið á fimmtudag, þar sem bresku skák- mennirnir voru einnig með. Keppni KR og RAC fór fram í breska sendiráðsbústaðnum við Laufásveg, þar sem sendiherra Bret- lands á Íslandi, Stuart Gill, ávarpaði viðstadda og lék þar að auki fyrsta leik keppninnar. Í ræðu sinni hrósaði hann íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu meðal annars fyrir árang- urinn í Frakklandi. Skákdeild RAC er yfir aldar gömul og var stofnuð árið 1911. Innan klúbbsins eru ýmsar deildir tengdar margvíslegum áhugasviðum, bæði á sviði íþrótta og fræða. Í klúbbnum eru um 17.000 félagar. Mikil vinátta með liðunum Að sögn Einars S. Einarssonar, viðburðastjóra Skákdeildar KR, hef- ur tekist mikil vinátta milli bresku og íslensku skákmannanna. „Skákdeild KR er með vinaklúbba hér og þar og hefur farið í keppnis- ferðir bæði til Danmerkur, Þýska- lands, Skotlands, Bretlands, Græn- lands og Færeyja,“ segir hann, en Bretarnir komu nýlega til sögunnar. „Við komumst í samband við Bret- ana fyrir um þremur árum og þá kom sveit frá þeim hingað í heimsókn til okkar. Við endurguldum síðan heim- sóknina, fórum þá sex utan og tefld- um í Lundúnum, í höfuðstöðvum þeirra,“ segir Einar og bætir við að Bretarnir séu miklir Íslandsvinir. Formaður breska klúbbsins hafi til að mynda verið viðstaddur leik Ís- lands og Frakklands á Evrópu- mótinu um síðustu helgi og veifaði ís- lenska fánanum af miklum krafti. Einar segir keppnina í sendiráðinu sérstaka að einu leyti, staðsetning- arinnar vegna. Bretarnir hafi nefni- lega teflt á heimavelli á útivelli, enda keppnin haldin í breska sendiráðinu. KR sigraði, fékk 21,5 vinninga á móti 10,5 vinningum. Sumarskák við Selvatn Keppnin í sendiráðsbústaðnum er ekki sú eina sem bresku skákmenn- irnir tóku þátt í hér á landi, en þeir voru einnig með í Sumarskák KR sem haldin var á fimmtudag við Sel- vatn á Nesjavallaleið. Stórmeistarinn Helgi Áss Grét- arsson vann mótið með fullu húsi, Róbert Lagerman varð í öðru sæti og ungstirnið Vignir Vatnar Stefánsson varð í þriðja sæti. Að lokinni keppninni var blásið til veislukvöldverðar undir beru lofti. Bretarnir voru á heimavelli  Skákdeild KR tefldi við breskt lið í sendiráðinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Skák Liðsmenn úr skákklúbbunum tveimur stilla sér upp í sendiráðsbústaðnum. Sá breski vinstra megin og sá ís- lenski hægra megin. Breski sendiherrann Stuart Gill og Einar S. Einarsson, viðburðastjóri KR, eru í forgrunni. Sumarskák KR við Selvatn Frá vinstri. Páll Gauti Jónsson hlaut ung- mennaverðlaunin, Róbert Lagerman lenti í öðru sæti, Helgi Áss Grétarsson sigraði, Gunnar Kr. Gunnarsson fékk öldungaverðlaunin, Vignir Vatnar Stefánsson varð í þriðja sæti og Kristján Örn Elíasson í fjórða sæti. „Það getur allt gerst í þessum undanúrslitum. Fyrir mitt leyti þá langar mig þvílíkt að fara undir 57 sekúndur, bæta mig ennþá meira og sýna úr hverju ég er gerð. Ég er búin að hlaupa vel í sumar og hausinn er á réttum stað,“ segir Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjáls- íþróttakona sem í gær tryggði sér sæti í und- anúrslitum í 400 metra grindahlaupi á Evrópumeist- aramótinu í Amsterdam. »1 Langar til að sýna úr hverju ég er gerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.