Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 ✝ SigurðurReimarsson fæddist í Vest- mannaeyjum 2. júní 1928. Hann lést á Dvalarheim- ili aldraðra Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum 27. júní 2016. Foreldrar hans voru Reimar Hjartarson, f. 10.1. 1891 frá Álftahóli í Austur- Landeyjum, pípugerðarmaður í Vestmannaeyjum, d. 7.6. 1955, og Anna Magnea Einarsdóttir, f. 5.2. 1887 í Miðholti í Reykja- vík, húsmóðir í Vest- mannaeyjum, d. 8.2. 1964. Systkini og hálfsystkini Sig- urðar voru Guðmundur Krist- insson, f. 15.10. 1905, d. 19.2. 1973; Ragnar Einar Einarsson, f. 11.11. 1907, d. 6.9. 1987, maki Gunnhildur Pálsdóttir, f. 22.6. 1910, d. 13.5. 1994; Ólafía Þ. Reimarsdóttir, f. 18.1. 1910, d. 2.1. 1997; Þórunn G. Reim- og Bergur, f. 19.9. 1961, maki Sigrún Ólafsdóttir, þau eiga þrjú börn. Sigurður, eða Siggi Reim, eins og hann var oftast kall- aður var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann bjó þar allt sitt líf fyrir utan þann tíma sem hann bjó í Reykjavík hjá Rósu systur sinni og hennar fjölskyldu á meðan Eyjagosið stóð yfir. Siggi vann hjá föður sínum sem rak rörsteypugerð, einnig í Lifrarsamlaginu en lengst af sem verkamaður hjá Vestmannaeyjabæ við sorp- hirðu og götusópun. Siggi var brennukóngur á Þjóðhátíð og stóð þá vakt í um hálfa öld eða fram til 1996. Siggi var mikill fótboltaáhugamaður og var dyggur stuðningsmaður Týs og síðar ÍBV þegar Týr og Þór sameinuðust. Þeir sem eitthvað þekkja til Eyja vita margir hverjir hver Siggi Reim var enda hvers manns hugljúfi og mikill spjallari. Með Sigga er horfinn einn af þeim ein- staklingum sem hafa sett svip sinn á Eyjarnar í gegnum tíð- ina. Útför Sigurðar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 9. júlí 2016, og hefst at- höfnin klukkan 14. arsdóttir, f. 24.7. 1912, d. 2.1. 1977, maki Martin Olsen dánardagur óþekktur; Hjörtrós Reimarsdóttir, f. 1916, d. fyrir 1920; Lúðvík Reim- arsson, dó barn- ungur fyrir 1920; Guðmundur Lúð- vík Rósinkrans Reimarsson, f. 31.8. 1920, d. 22.1. 2003, maki Kristín Sveinsdóttir, f. 10.1. 1911, d 28.8. 2008, börn þeirra eru Sigurður Ingi, f. 10.3. 1944, hann á tvö börn, Anna Ingibjörg, f. 5.7. 1953, maki Þorvaldur Pálmi Guðmunds- son, þau eiga þrjú börn; Hjört- rós Alda Reimarsdóttir (Rósa), f. 8.9. 1929, d. 25.12. 1996, maki Bergur Sigurpálsson, f. 1.7. 1922, d. 19.2. 2011, synir þeirra eru Bjarni Reynir, f. 28.6. 1956, Sigurpáll, f. 19.2. 1958, maki Hjördís Harð- ardóttir, þau eiga þrjú börn, Í dag kveð ég móðurbróður minn, Sigurð Reimarsson, eða Sigga Reim eins og hann var oftast kallaður. Ég er mjög þakklátur fyrir að ég náði að vera hjá honum síðasta sólarhringinn því hann hafði verið stór hluti af öllum mínum uppvaxtarárum enda dvaldi hann á meðan mamma lifði ætíð hjá okkur þegar hann kom til Reykjavíkur. Siggi vann hjá Vestmanna- eyjabæ sem götusópari áður en hann fór á eftirlaun. Það starf hentaði honum vel því hann var mikil spjallari og átti auðvelt með að mynda tengsl við fólk. Það breyttist ekki eftir að hann fór á eftirlaun því á meðan hann hafði heilsu til var hann dugleg- ur að rölta um bæinn. Viðmæl- endur Sigga hafa eflaust ekki haft á móti spjallinu því hann var ljúfmenni sem vildi öllum vel en gat samt verið fastur fyr- ir og hafði ákveðnar skoðanir. Eitt af hans persónueinkenn- um var að hann var ótrúlega minnugur á símanúmer og af- mælisdaga hjá Vestmannaey- ingum. Eftir að gosinu lauk kom aldrei annað til greina hjá hon- um en að fara til baka í það um- hverfi sem hann naut sín best í, þar sem hann var hluti af bæj- arlífinu. Það sem mér þótti svo vænt um þennan síðasta sólarhring í lífi Sigga var að finna þá um- hyggju sem hann fékk frá starfsfólki Hraunbúða. Á þess- um stutta tíma fékk ég að heyra sögur af Sigga og áttaði ég mig á því að margir af þeim starfs- mönnum sem unnu á Hraun- búðum höfðu þekkt hann alveg frá því að þeir voru á leikskóla. Siggi náði vel til barna og gaf sér alltaf tíma á rölti sínu um bæinn að staldra við við leik- skólana og spjalla við börnin. Þetta skýrir kannski það að nánast allir Vestmanneyingar, ungir sem aldnir, þekktu hann. Gaman þótti mér þegar vist- maður sagði mér að þegar hún var að ala upp börnin sín að þá hefðu þau sagst ætla að verða öskukarlar eins og Siggi. Eins og áður sagði dvaldi Siggi á mínu æskuheimili þegar hann kom upp á land í sum- arfríum og lengi vel um jól og páska. Það var mjög sterkt sam- band á milli móður minnar og Sigga, enda var bara ár á milli þeirra í aldri. Mamma passaði upp á að hann væri vel klæddur og var dugleg að kaupa á hann föt á meðan hann stoppað Reykjavík því hann átti að vera vel til fara. Hún var vel inni í hans mál- um og annt um að honum liði vel. Ég man að þau skipti þegar hann kom ekki til okkar um jól var pakki sendur til hans vel hlaðinn kökum og öðru góðgæti sem honum þótti svo gott, enda var hann mikill sælkeri. Við fráfall mömmu 1996 var missir Sigga mikill. Hún var bú- in að glíma við veikindi um tíma og gat ekki sinnt sínu hlutverki gagnvart honum eins og hún vildi. Það var henni því mikill léttir þegar hann var kominn í íbúð fyrir aldraða og daglega í mat á Hraunbúðum. Einnig vissi hún vel að Anna Björg, bróðurdóttir hennar, sinnti honum vel og var honum stoð og stytta. Í seinni ár þegar ég hitti Sigga þá áttaði hann sig ekki alltaf á hver ég væri en um leið og ég sagðist vera sonur Rósu þá færðist bros yfir andlitið, enda vissi ég að hún var honum alla tíð ofarlega í minni. Minning um góðan frænda mun lifa. Þinn frændi Bergur. Fallinn er nú frá Sigurður Reimarsson, sem var ávallt kall- aður Siggi Reim og var þekktur sem brennukóngur á þjóðhátíð- um í Vestmannaeyjum til fjölda ára. Minningar mínar um Sigga Reim eru tengdar fótboltanum, en hann var vítamínsprauta í keppni ungra stráka um og eftir 1955, þegar stofnuð voru hverf- afótboltalið, þar sem Siggi gaf verðlaunabikara, sem til að byrja með voru litlir eggjabik- arar, en stækkuðu síðar í veg- legri bikara. Á þessum árum var mikið af óbyggðum svæðum í hverfunum og voru á mörgum þeirra reist mörk og búnir til sparkvellir. Fyrir nokkrum árum lá Siggi á Landspítalanum og heimsótti ég hann þá og rifjuðum við upp þessi peyjalið. Hann ljómaði allur og sagði að hann hefði bara haft gaman af þessu. Oft var hann dómari í leikj- um, þá var dómaranum ekki mótmælt. Eitt árið var Smyrill, sem var hverfisfélag Heiðarveg- ar og nágrennis, meistari, og var lokahóf haldið á Heiðarvegi 45 hjá Hrefnu og Einari Sig- urjónssyni, mikil veisla, þar sem mæður okkar sáu um meðlætið, og var Sigga Reim að sjálfsögðu boðið og hafði gaman af. Siggi var til fjölda ára starfs- maður Vestmannaeyjabæjar og vann m.a. við götusópun. Þá var hann mjög sýnilegur og sam- ræðufús við vegfarendur. Hann setti sinn svip á samfélagið. Sigurður Ingi Ingólfsson. Hvað segir vinurinn? hljóm- aði hvar sem Siggi Reim kom. Ljúfmannlega fasið og röddin sérstaka hljómaði hvar sem hann fór. Hann var nett smá- mæltur og teygði á orðunum og hann var svo góður karl í huga okkar allra og vinur barnanna í Eyjum. Hátt og snjall sagði hann: „Hvað segir – og svo dró hann seiminn – viiiinurinn?“ Þessi fallega kveðja, kæruleysislegt fasið og brosmild andlitið lyfti Sigga Reim í hæðir og hann mætti barnslegri gleði lítils peyja í Grænuhlíðinni sem hafði mikið dálæti á öskukörlum. Siggi ljómaði af gleði þegar við peyjarnir þyrptumst að þeg- ar öskukarlarnir drógu ösku- tunnurnar að öskubílnum. Öskukarlarnir keyrðu tunnurn- ar á hjólagrindum og við peyj- arnir fengum að halda í og keyra tómar tunnur til baka. Við fylgdum þeim eftir og við hvert hús bættust fleiri í hópinn og um allt hverfið mátti heyra óminn frá Sigga Reim: „Hvað segir viiiinurinn?“ Í sumarblíð- unni var Siggi klæddur slopp, strigaskó og með sixpensara á höfðinu og pípusterturinn á sín- um stað. Hann hljóp við fót, hallaði undir flatt og dró öskutunnurn- ar á rétta staði, var vandvirkur, góðmennskan uppmáluð og hvers manns hugljúfi. Siggi Reim hafði ekki sömu spil á hendinni og flestir sam- ferðamenn hans en sinnti skyld- um sínum við samfélagið alla tíð og vann lengst af hjá bænum sem öskukarl og hreinsitæknir. Frægastur var hann fyrir að vera brennukóngur á Þjóðhá- tíðinni áratugum saman. Heið- ursstaða sem hefur verið í höndum manna sem eiga sér- stakan sess og stað í huga Eyjamanna. Hirðusemi er við- brugðið hjá þeim sem safna í brennu fyrir Þjóðhátíð og þar fór fremstur í flokki brennu- kóngurinn. Í skjóli nætur var farið í veiðarfærakrær og skúra og allt „hreinsað“ eins og sagt var á máli brennukóngsins. Allt brennanlegt, tunnur, trékassar, olía og annar elds- matur tekinn traustataki og fal- inn fyrir eigendum á leyndum stöðum. Brennukóngurinn hafði með brennupeyjunum hreinsað úr kró útgerðarmanns sem næsta dag fór á fund Sigga Reim og spurðist fyrir um drasl- ið. Siggi Reim eins og engill vissi ekki meir. Útgerðarmaðurinn sagði að það væri í lagi að tapa 250 lítrum af olíu og tunnunni en fágætur koparkrani væri honum mikið tjón. „Koparkrani – sagði Siggi Reim – ég kem honum til þín, væni.“ Svona var Siggi Reim, vildi ekki ljúga en sagði ekki satt. Í brennusöfnun gilda aðrar reglur í daglega lífinu og Sigga Reim hafði friðhelgi vegna stöðu sinnar sem brennukóngur og manneskja sem fegraði mannlíf- ið með gleðinni sem geislaði af honum. Mannlífið í Eyjum var ríkara af að eiga Sigga Reim, það birt- ist í fegurðinni og litrófi mann- lífsins þar sem Siggi var falleg- asta blómið í garðinum. Með því að horfa á það besta í hverjum manni, gefa hæfileikum þeirra tækifæri til að njóta sín og láta þá finna að þeir skipti máli eig- um við öll betra líf. Ég er þakklátur Sigga Reim fyrir það sem hann gerði sam- félaginu í Eyjum og það er eins og við hvert og eitt höfum misst nákominn ættingja. Ég votta fjölskyldu Sigga Reim og Eyja- mönnum öllum samúð. Ásmundur Friðriksson. Elsku Siggi minn og okkar. Það er mjög sárt að þú kvaddir þetta líf okkar allra. Það var árið 1995 sem þú baðst mig að taka við af þér, sagðist ekki geta verið lengur í þessu starfi, og vera brennu- kóngur á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Þú varst í þessu starfi í 51 ár. Þú varst 14 eða 15 ára gamall þegar þú hljópst með blysið fyrst, og svo komu aðrir tímar, vagn og fleira. Ég man eftir þegar ég var lítill strákur þá sagði mamma mér að Siggi tæki allar snuddurnar og að ég hefði gefið Sigga mínar. Mundi árið 1994, man ég eftir því að brennan var á laugar- dagskvöldi en ekki á föstudags- kvöldi vegna veðurs daginn áð- ur. Allt í einu þá hrundi brennan niður í austurátt og mannfjöld- inn þurfti að fara frá. Strax eftir Þjóðhátíð lentir þú ásamt systur þinni og mági þínum í bílslysi rétt við Þykkvabæjar- afleggjarann. Þú, systir þín og mágur þinn slösuðust mikið og þér hafði verið haldið sofandi í meira en mánuð þegar þú komst til meðvitundar. Siggi minn, þú varst góður kall við alla. Elsku Siggi, takk fyrir allt og alla og takk fyrir að leyfa mér að taka við brennu- kóngsembættinu af þér, vinur okkar. Ég læt hér fljóta með Glóðir, þjóðhátíðarlag 1935: Um Dalinn læðast hægt dimmir skuggar nætur og dapurt niðar í sæ við klettarætur. Ég sit og stari í bálsins gullnu glóðir og gleymdar minningar vakna mér í sál. Hér undi ég forðum í glaum með glöðum drengjum, þá glumdi loftið með hljóm frá villtum strengjum. Nú sveipa klettana húmsins skuggar hljóðir og hryggur ég stari einn í kulnað bál. Þegar Dalinn sveipa húmtjöld hljóð, horfi ég í bálsins fölvu glóð, stari og raula gamalt lítið ljóð, ljóð, sem gleymt er flestum hjá. Við hvern orð og óm er minning fest, atvik, sem mig glöddu dýpst og best. Allt það, sem ég ann og sakna mest ómar þessir skína frá. (Loftur Guðmundsson.) Elsku Siggi minn, takk fyrir allt og góða ferð hinumegin og sofðu rótt, elsku karlinn okkar. Finnbogi, brennukóngur á Þjóðhátíð, Elínborg, brennudrottning, Vestmannaeyjum. Sigurður Reimarsson✝ Edda Hjalte-sted fæddist í Reykjavík 3. jan- úar 1934. Hún and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Skjólgarði á Höfn 2. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Einar Pét- ursson Hjaltested, söngvari, f. 28. maí 1893, d. 29. júní 1961, og Sigríður Sigurð- ardóttir, hjúkrunarkona, f. á Hellissandi 4. mars 1908, d. 20. mars 1950. Systkini Eddu eru: Ragnhildur (Lilla Moss), f. 1936, d. 2005, Lárus, f. 1937, Einar, f. 1938, Halldór, f. 1940, Ólafur, f. 1941, Sigursteinn, f. 1942, d. 2014, Jóhannes, f. 1944, og Anna, f. 1948. Hálf- systkini samfeðra eru: Georg Pétur, f. 1915, d. 1972 og Svala (Dollý Bredt), f. 1931. Edda var elst níu systkina. Þegar móðir hennar lést í mars 1950 leystist heimilið upp. Börnin fóru ýmist til ættingja eða vandalausra. Edda var þá 16 ára. Um haustið fór hún í húsmæðraskólann á Lauga- landi, Eftir námið vann hún nokkur sumur á barnaheimilinu á Silungapolli og einn vetur á heimavistinni í Laugarnesskóla. Edda giftist Ein- ari Vilhelm Jens- syni, rennismið, 2. júlí 1955. Hann lést 20. október 1994. Börn þeirra eru: 1) Sigurður, f. 1955, maki Anna Guð- laug Albertsdóttir, 2) Björg, f. 1956, maki Hörður Geirsson, 3) Anna, f. 1958, maki Máni Fjalarsson, 4) Jens, f. 1959, 5) Erla, f. 1960, maki Rúnar Árna- son, 6) Arnfríður, f. 1961, 7) Sigríður, f. 1966, maki Tran T Hung, 8) Margrét, f. 1968, maki Kristján Haraldsson. Barna- börn Eddu eru nú 24 og barna- barnabörnin 24. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Edda og Einar í húsi tengda- foreldra Eddu, Jens Runólfs- sonar og Bjargar Einarsdóttur, að Köldukinn 7 í Hafnarfirði. Árið 1961 fluttu þau til Hafnar í Hornafirði þar sem þau bjuggu síðan, utan tvö ár á Bú- landi í Austur-Landeyjum, 1974-1976. Eftir að börnin kom- ust á legg vann Edda ýmis störf utan heimilis, lengst af á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði. Edda verður jarðsungin frá Hafnarkirkju í dag, 9. júlí 2016, klukkan 12.30. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Góðmennska, trygglyndi og hógværð er okkur efst í huga þeg- ar við minnumst móður okkar. Aldrei lagði hún misjafnt til nokk- urs manns, tók öllum vel og af kurteisi. Trúlega hefur móður- missir í æsku kennt henni þakk- læti; að ekkert er sjálfgefið í þess- um heimi. Hún var 16 ára, elst í níu systkina hópi, þegar móðir hennar lést úr krabbameini. Faðir hennar hafði beðið lægri hlut fyrir Bakkusi og var ekki sú stoð og stytta sem systkinin þörfnuðust. Heimilið leystist upp og systkina- hópurinn tvístraðist. Börnin voru ýmist send til ættingja eða vanda- lausra; í Reykjavík, austur fyrir fjall eða norður í land. Flest fengu gott heimili en enginn fyllti þó skarð þeirrar kærleiksríku og glaðværu móður sem bar þau í heiminn og leiddi fyrstu sporin. Samband flestra systkinanna var lítið næstu árin, en önnur nutu ná- lægðar hvert af öðru. Hlutskipti mömmu var kaldr- analegt. 16 ára stóð hún uppi ein- sömul og heimilislaus. Hún hafði ekki annan samastað en þann sem tilfallandi vinna eða nám bauð upp á. En Drottinn sér um sína. Þegar fjölskyldan bjó sameinuð á Lind- argötunni bjó þar einnig Sólborg, móðursystir hennar. Hrönn dóttir Sólborgar og mamma urðu bestu vinkonur og þarna voru klettarnir sem hún gat hallað sér að. Þar var glaðværðin og mamma valdi hana. Hún talaði aldrei um raunir sínar við nokkurn mann, ekki einu sinnu við Hrönn. Hún bar harm sinn í hljóði. Mamma og Hrönn skemmtu sér konunglega saman sem börn og unglingar og sóttu kvikmyndahúsin af miklum áhuga. En þær uppgötvuðu einnig æðri tilgang lífsins og sóttu af eig- in hvötum samkomur í Fíladelfíu og í Hjálpræðishernum. Síðustu árin sem fjölskylda mömmu var sameinuð átti hún heimili í einu af braggahverfum Reykjavíkur. Þrátt fyrir sára fátækt var heim- ilið ævinlega fallegt og snyrtilegt. Það var stíll yfir Siggu ömmu. Eft- ir verslunarferð í bæinn kveikti hún í smávindli í bláu stofunni. Hún var alltaf glöð og kát og það var gott veganesti fyrir börnin sem hún kvaddi fyrr en hún vildi. Mamma sagði stundum í gríni að hún ætti tvö börn og sex slys. Mikið erum við þakklát að vera átta systkinin en ekki tvö. Mamma og pabbi voru langt komin með að byggja fyrsta húsið sitt í Hafnar- firði þegar þau fluttu til Hafnar í Hornafirði. Þar byggðu þau tvö einbýlishús, annað á Höfn og hitt í Nesjahverfinu. Hvar sem við bjuggum var heimilið alltaf fullt af fólki, bæði börnum og fullorðnum. Það var leikið, sagðar sögur, sung- ið og spilað. Í þessum skarkala gekk mamma um hljóðlega, skipti aldrei skapi og allir fengu sinn skammt af góðvild og hlýju. Bestu stundir hennar eftir að pabbi dó var þegar við systkinin komum saman og sungum. Þá laumaðist hún til að taka upp á segulbandið. Sennilega hafa fallið tár á kodd- ann þegar við vorum farin, en það vitum við ekki fyrir víst. Það var ekki hennar stíll að varpa sorgum sínum á aðra. Við kveðjum þig, mamma, með þökk og virðingu, þú stóðst þig eins og hetja. Fyrir hönd barnanna þinna átta, Jens Einarsson. Edda Hjaltested Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.