Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.07.2016, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 2016 Ketill Sigurður Jóelsson, frá Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit, erþrítugur í dag. Hann býr á Akureyri, er í stjórn SUS, Sam-bands ungra sjálfstæðismanna, og er á leið í prófkjör til Al- þingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Norðurlandi eystra þar sem hann býður sig fram í 4. sæti. Ketill vinnur sem landari, þ.e. við löndun, og er hjá fyrirtækinu Valeska sem er verktaki fyrir Samherja. „Jú, jú, þetta getur verið erf- ið vinna,“ segir Ketill aðspurður. „En maður þarf aðallega að vera góður í að vaka vegna þess að þetta geta verið svo langar vinnutarnir þegar mörg skip koma að landi í einu. En ég hlusta mikið á hljóð- bækur í vinnunni svo að tíminn líður hratt. Ég reyni að skipta til helminga að hlusta á vísindaskáldsögur og svo efni til að læra af, eins og fræðslubækur. Svo er ég að læra stjórnun og markaðsfræði við Há- skólann á Akureyri. Ég er formaður Reka, nemendafélags viðskipta- fræðinema, og finnst gaman að taka þátt í félagslífinu og skipuleggja það.“ Ketill verður því að vinna í allt sumar en fær þó vikufrí í næstu viku. „Þá er leikskólinn líka lokaður og ég býst við að fara með krakk- ana í sund á hverjum degi, það er líka alltaf svo gott veður á Akur- eyri,“ segir Ketill, en hann á tvö börn og tvö stjúpbörn. – Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla að hafa það rólegt með börnunum í dag og fer í sund en held upp á stórafmælið um næstu helgi með því að leigja Pósthúsbarinn á Akureyri.“ Rekamenn Ketill, (t.h.) formaður Reka, og Almar Ögmundsson vara- formaður á árshátíð Háskólans á Akureyri í mars síðastliðnum. Í löndun með hljóð- bækur í eyrunum Ketill Sigurður Jóelsson er þrítugur í dag F jóla fæddist á Ísafirði 9.7. 1941 og ólst þar upp. Með grunnskóla- námi stundaði hún nám við Tónlistarskóla Ísa- fjarðar og síðan við söngkennara- deild Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hún fór ung til Lyon í Frakka- landi, nam þar frönsku og lauk dip- lómu í söng og tónfræði við Con- servatoire regional de musique et d’art dramatique. Hún hélt áfram söngnámi við Musikhögskolan í Gautaborg og árið 1975 lauk hún fil. kand.-prófi frá heimspekideild há- skólans í Gautaborg í tónlistarvís- indum, leiklistarfræði og uppeld- isfræði. Þar að auki tók hún þátt í rannsóknarvinnu á vegum háskól- ans í Gautaborg og lauk nokkrum viðbótareiningum. Að námi loknu sótti Fjóla ýmiss konar námskeið og ráðstefnur hér heima og erlendis. Orlofsárið 1995- 1996 vann hún við að kanna kennslu- aðferðir kennara við The Gaiety School of Acting í Dublin og tók þar einnig þátt í kennslu. Hún kenndi við Götaborgs almãnna skolastyr- else 1973-76, við Öskjuhlíðarskóla 1977-79, við Leiklistarskóla Íslands 1976-88 og við Fósturskóla Íslands 1977-98, var lektor við KHÍ 1998– 2008 og við Menntavísindasvið HÍ Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, fyrrverandi lektor við HÍ – 75 ára Ljósmynd/Helgi Bjarnason Ævintýri á gönguför Fjóla og eiginmaður hennar, Þorsteinn Eggertsson textahöfundur, með borgina í baksýn. Kann að njóta lífsins Lífsins ljóð Þorsteinn, Birta Rós Arnórsdóttir söngkona og Fj́óla við æfingu á sönglagi Þorsteins og Fjólu, tileinkað Garði í Gerðahreppi, fyrir 13 árum. Bolungarvík Hrólfur Jó- hann Ágústsson fæddist á Ísafirði 27. júní 2015 kl. 12.12. Hann vó 3.590 g og var 50 cm að lengd. For- eldrar hans eru Ágúst Svavar Hrólfsson og Hel- ena Sævarsdóttir. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS ÚTSALA! 20.490,- 14.343,- 5.990,- 4.493,- 9.990,- 6.993,- 7.490,- 5.992,- 13.900,- 10.493,- -30% -25% -30% -20%-25% 10%-50% AFSLÁTTUR OPIÐÍDAG FRÁ10-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.