Morgunblaðið - 11.07.2016, Síða 11

Morgunblaðið - 11.07.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Nokkur móttökueldhús sem þjón- usta íbúðir eldri borgara í Reykjavík eru lokuð í einn mánuð yfir sum- artímann. Íbúum gefst kostur á að fara í önnur eldhús í borginni eða að fá sendar máltíðir sem þeir hita upp eftir að fá þær í hendur. Að sögn Þórunnar Sveinbjörns- dóttur, formanns Félags eldri borg- ara, eru sumir í þeirri stöðu að sjá sér ekki fært að hita matinn upp og mikla fyrir sér það ferli að panta mat á hverjum degi. „Fyrir vikið er al- gengt að fólk veikist á þessum tíma. Bæði versnar sykursýki og aðrir sjúkdómar. Þetta vandamál hefur farið vaxandi síðustu ár og veikasta fólkið þarf meiri stuðning, “ segir Þórunn. Hún segir það vissulega bót í máli að fólk geti fengið matinn sendan þegar eldhúsin eru lokuð. „En fólk þarf að hita þetta í örbylgjuofni eða potti og þegar þú ert orðin/n las- burða þá er það líka hindrun,“ segir Þórunn. Maturinn sem sendur er til fólks er snöggkældur og settur í bakka. Eins er plastað yfir hann með filmu. „Þó að það sé öryggi sem fylgir því að fá svona mat, þá reynist þeim sem eru lélegir til heilsunnar erfitt að opna þetta og hita þetta rétt,“ segir Þórunn. Alla jafna getur fólk fengið mat í móttökueldhúsum í þeim bygg- ingum sem það býr en eldhúsin í minnstu byggðarkjörnunum eru lok- uð samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Geta fengið hjálp við upphitun Í móttökueldhúsi kostar stök mál- tíð 740 kr., en ef fólk er með mat- armiða þá kostar hún 680 kr. Þegar um heimsendan mat er að ræða þá kostar máltíðin 680 kr. og heimsend- ingar kostnaður er 200 kr. „Fólk sem er um og yfir 85 ára aldri er ekki vant því að umgangast svona mat, nema kannski þeir sem hafa keypt sér 1944. Þetta er að sjálf- sögðu einstaklingsbundið. Sér- staklega getur þetta reynst þeim erfitt sem eru með lítinn stuðning eða eru langt frá sínum ættingjum. En þetta er erfitt fyrir marga og það er mikilvægt að það komi einhver til þess að hjálpa þeim að hita matinn. Það á að vera hægt en stundum veit fólk einfaldlega ekki af því,“ segir Þórunn. Hún bætir því við að fjölgun hefur verið í þessum aldurshópi og fyrirséð að aukningin muni halda áfram á komandi árum. „Það kallar á aukna hjálp,“ segir Þórunn. Morgunblaðið/Ómar Eldri borgarar Sumir eldri borgarar lenda í vanda þegar móttökueldhús eru lokuð að sögn Þórunnar Sveinbjörnsdóttur, formanns Félags eldri borgara. Eldri borgarar veikjast þegar eldhús eru lokuð  Sumarlokanir eldhúsa fyrir þjónustuíbúðir valda vanda Vertu upplýstur! blattafram.is VIÐ HÖFUM TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ATBURÐ SEM FELUR Í SÉR OFBELDI. NOTUM VIÐ TÆKIFÆRIN? LISTHÚSINU Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, lokað laugardaga Sumarútsala 25% - 40% afsláttur Friðrik Kristjánsson, fyrrv. framkvæmda- stjóri, lést eftir skamm- vinn veikindi á hjúkr- unarheimilinu Skjóli mánudaginn 4. júlí, 85 ára að aldri. Friðrik fæddist 18. nóvember 1930 á Ak- ureyri og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Kristján Kristjánsson, forstjóri Bifreiðastöðv- ar Akureyrar (BSA) og Ford-umboðsins Kr. Kristjánsson, og Mál- fríður Friðriksdóttir húsfreyja. Systkini hans eru Krist- ján (látinn) og Kolbrún. Friðrik lauk viðskiptanámi við Samvinnuskólann í Reykjavík árið 1950 og sótti framhaldsnám við Pit- mans College í London og síðar í Michigan í Bandaríkjunum. Hann tók við umsjón Ford-umboðsins Kr. Kristjánsson að námi loknu og vann að uppbyggingu Hót- els Esju við Suður- landsbraut ásamt föð- ur sínum. Hann varð síðan framkvæmda- stjóri beggja fyrir- tækja. Friðrik gegndi margvíslegum trún- aðar- og félagsstörf- um. Hann sat m.a. í stjórn Olís, var í stjórn Knattspyrnufélagsins Þróttar í Reykjavík og sá um byggingu fyrsta félagsheimilis Þróttar við Holtaveg, ásamt æskuvini sínum Magnúsi Óskarssyni hrl. Auk þess sinnti hann trún- aðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Friðrik var einn stofnenda Lionsklúbbsins Njarðar og var fé- lagi til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona Friðriks er Bergljót Ingólfsdóttir og eignuðust þau fimm börn. Andlát Friðrik Kristjánsson, fyrrv. framkvæmdastjóri —með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.