Morgunblaðið - 11.07.2016, Síða 25

Morgunblaðið - 11.07.2016, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er mikið um að vera hjá þér þessa dagana og því tekur fólk vel eftir þér. Gott hjá þeim! Ekki vera hræddur um að virka vitlaus, spurningarnar þína sýna fram á ann- að. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt gott með að vera umburðarlynd/ ur og víðsýn/n í dag, ekki síst gagnvart fólki frá framandi menningarheimi. Láttu and- stöðu samstarfsfélaga ekki verða þér fjötur um fót. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú vilt gjarnan afla meira fjár. En gættu þín, margur verður af aurum api. Reyndu ekki að kasta ryki í augu annarra, því þeir hefna sín bara þegar upp er staðið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert upptekin/n við að útbýta hrósi, aðdáun og aðstoð og hækkar þar með hinn alkunna standard. Af ýmsum ástæðum er samband þitt við aðra mun dýpra en venjulega. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Til þess að fá réttu svörin þarf að spyrja réttu spurninganna. Notaðu tækifærið til að ganga frá lausum endum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú verður þú að axla þá ábyrgð sem þú hefur í raun að þér tekið. Sem betur fer ert þú svo hlýr að þú gætir brætt hvað sem er. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stjórnsýsla er alger forsenda þess að knýja málin áfram. Svarið er innan seilingar, þú þarft bara að koma auga á það. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leggðu þig fram um að halda góðu samkomulagi við samstarfsmenn þína. Stutt ferðalag yrði þér til góðs, skelltu þér út á land eða í borgarferð til að hlaða batteríin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú horfir til vina þinna sem eru að ganga í gegnum það sama og þú. Við- brögð þín við áreiti eru lítt þroskuð og eiga ekki við þann lífsstíl sem þú hefur tamið þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert yndislega opin/n þar sem þú hefur ekki enn ákveðið hver þú átt að vera í nýrri stöðu. Spurðu sjálfa/n þig að því hvort það sem um ræðir skipti raunverulega svo miklu máli. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú nýtur mikilla vinsælda þessa dagana. Láttu ekki á neinu bera þótt ýmislegt komi þér á óvart, allt fer á besta veg í lokin. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver laðar það besta fram í þér. Reyndu að stilla þig því annars er hætt við að þú leggir steina í þína eigin götu. Kerlingin á Skólavörðuholtinu sendi karlinum á Laugaveginum línu: „Rétt er það, ég hef lítið gert af því að elta bolta, enda ósköp að sjá fullfríska menn við þá iðju um hábjargræðistímann. En: Lítt ég nenni að lufsast eftir leð- urtuðrum, spyrnt þó get í rækallsrassa rekið frá mér gamla hjassa. Þegar ég hitti karlinn á Frakkastígnum við hús Kristjáns vagnasmiðs veifaði hann bréfinu framan í mig og sagði: Það er sól og sumarblíða, – en svo er fleira: Í morgun fékk ég orð í eyra. Í sér kerling lætur heyra! Kerlingin á Skólavörðuholtinu fékk bakþanka: Sjaldan mig prýða og punta, pilsgopi, kjóll eða svunta. Menn hefi blekkt en mest er ég þekkt sem makalaus leiðindatrunta Karlinn á Laugaveginum kann- aðist við það en vildi vera sann- gjarn: Mér ber hún mjög af um gæði en mishittin erum við bæði. Eins og þungbúið loft er lund hennar oft lægð eða háþrýstisvæði. Kerlingin á Skólavörðuholtinu lét aftur í sér heyra: Lítt er borubrött, bringan rýr og flött, mjög hef elst og minni helst á malbiksgráan kött. Karlinn á Laugaveginum vissi hvað henni leið: Kerling mín hún berst og berst bölvað tak inn í hrygginn skerst; vitið truflast og viljinn merst – hún veit það gerst að þursabit er bitið verst. Karlinn hafði opnað heimasíðu á fésbók og ekki stóð á því að Helgi Zimsen léti í sér heyra: Ef að Fjas- á -bók mig ber bögum um mig fleygi. Kvæðasprok í kátur fer hjá karli á Laugavegi. Óðar mun ég yrkja þá ef að veitast föngin Boðnarmiði bergi á, brest í kvæðasöngin Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Kerlingin og karlinn kveðast á Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI HVERSU LATUR ÞÚ ERT ÞAÐ KEMUR MÉR EKKI Á ÓVART JÓN VAR EINNIG HISSA ÞEGAR HANN KOMST AÐ ÞVÍ AÐ JÖRÐIN VÆRI HNÖTTÓTT HVERNIG FÆ ÉG ÞESSA KONU TIL ÞESS AÐ LÍKA VIÐ MIG? FÁÐU HANA TIL AÐ HLÆJA!? MÆTTI ÉG BJÓÐA ÞÉR Á STEFNUMÓT? „GÆTI ÞETTA BEÐIÐ FRAM Í NÆSTU VIKU? ÉG ER BARA HÉRNA Í FRÍI ÞANGAÐ TIL.“ „HVAÐ ERTU AÐ TAKA MEÐ ÞÉR? VIÐ ERUM BARA Á LEIÐINNI Í DÝRAGARÐINN.“ ... að láta fjölskyldu hans líða eins og heima hjá sér Á dögunum var Víkverji að blaða íbókinni Hátíð í hálfa öld hvar segir frá hátíðahöldum 17. júní í Reykjavík frá lýðveldisstofnun til 1994. Reifað er hvernig hátíðahöld- um hafi verið háttað og vissulega var breytingin mikil á hálfri lýð- veldisöldinni. Í seinni tíð er dag- urinn orðinn með allt öðrum hætti og vægi hans ef til vill minna, en áð- ur. Kemur þar til að almenn viðhorf almennings hafa breyst, auk þess sem þjóðleg gildi skipta í huga þeirra sem nú stjórna í borginni kannski ekki sama máli og var fyrr á tíð. En almennt sagt þá hefur hver tími sitt svipmót og áherslur og enginn stöðvar tímans þunga nið. x x x En þó að 17. júní hafi kannski ekkisömu viðhorf og var virðast gildi og boðskapur dagsins enn í fullu gildi þótt margir ætli annað. Suma hendir – sakir misskilnings – að leggja að jöfnu harðlífiskennda þjóðernishyggju og góðan þjóðlegan metnað. Slíkt er fráleitt nálgun. Heilbrigt stolt fyrir hönd þjóðar sinnar birtist í sinni bestu mynd í ævintýrinu á dögunum þegar karla- landsliðið í knattspyrnu tók þátt í EM. Árangur Íslands var framar öllum væntingum og Víkverja fannst einstök upplifun að vera á Arnarhóli á sunnudag um þarliðna helgi meðal þeirra þúsunda sem þar stóðu og fylgdust með leik Íslend- inga og Englendinga. Þar og þá var sannarlega þjóðhátíð. x x x Fánahyllingar, fornbílasýningar,fínimannasamkomur á Aust- urvelli og fjölskyldugaman í Hljóm- skálagarðinum – eins og jafnan ger- ist 17. júní – er ágætt svo langt sem það nær. En velta má fyrir sér hvort hátíðahöld í óbreyttri mynd virki ekki lengur. Þarf þjóðhátíð hugsanlega að vera einskonar sig- urhátíð með skýrum boðskap og til- svörun í nútímann, lík því sem fót- boltinn bauð upp á. Sannarlega eru Íslendingar ekki árlega á EM, en þá má finna eitthvað annað svo þjóðin geti sameinast stöku sinnum undir einu merki og gengið til móts við þrautirnar „djörf og sterk“ eins og skáldið orti. víkverji@mbl.is Víkverji Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. (Róm. 12.15.) 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.