Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í þessari skemmtilegu ferð til Þýskalands, Frakklands og Sviss kynnumst við lífinu í bænum Oberkirch í Svartaskógi, skoðum aldagamla kastala, gauksklukkur og förum í siglingu á ánni Ill.Við heimsækjum háskólaborgina Heidelberg, Basel í Sviss og ökum Vínslóðina í Alsace.Auðveld og skemmtileg haustferð, þar sem gist verður á einu hóteli alla ferðina. Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson 9. - 16. október Haustlitir í Svartaskógi Haust 11 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Varla hefur verið hægt að þverfóta fyrir erlendum ferðamönnum á Ís- landi síðustu ár. Borið hefur á því í sumar að gangandi vegfarendur á Laugavegi þurfi að færa sig út á götu vegna þess að þeir rúmast ekki á gangstéttum sitt hvorum megin við götuna. Neðsti hluti Laugavegar er lok- aður fyrir bílaumferð yfir sum- armánuðina, en þegar ofar dregur má einnig sjá gangandi fólk úti á götu, þrátt fyrir að þar sé bílaumferð leyfð. Þeir verslunareigendur sem Morgunblaðið ræddi við í gær, voru á einu máli um að gestum Laugavegar hefði fjölgað frá því á síðasta ári. Mest er um erlenda ferðamenn, en verslunareigendur eru þó ósammála um hvort Íslendingum hafi fjölgað eða fækkað meðfram fjölgun ferða- manna erlendis frá. Lengri göngugata í kortunum Magnea Guðmundsdóttir, nefnd- armaður í umhverfis- og skipulags- ráði Reykjavíkurborgar, segir til skoðunar að leggja meira svæði und- ir sumarlokunina í framtíðinni til að rúma fjöldann. „Það er klárlega vilji meirihlutans. Okkur finnst sumargöturnar hafa gengið mjög vel. Við verðum að fara varlega og viljum gera þetta allt í góðri sátt við bæði íbúa og rekstr- araðila. Það er kannski helst það sem hægir á, viðræður við alla aðila,“ seg- ir hún. Magnea segir að fleiri svæði í mið- borginni komi einnig til greina til að dreifa mannfjöldanum, þó að hafi það ekki verið rætt með formlegum hætti í ráðinu. „Það er álag á miðbæinn. Fram- undan er uppbygging á Hafnartorgi, við hlið Hörpu og víðar. Þar verða göngugötur úti um allt og inni á milli,“ segir hún, megináherslan hingað til hafi þó verið á Laugaveg. Verslunin Vínberið er staðsett of- an við þar sem lokað er á sumrin við Vatnsstíg. „Túristum hefur fjölgað undanfar- andi ár. Íslendingurinn lætur nátt- úrlega ekki sjá sig því hann kemst ekki á bílnum,“ segir Guðmunda Sævarsdóttir í Vínberinu. Guðmunda segir að mannskarinn hafi fært sig af gangstéttunum og út á götuna, því valdi m.a. sumarlok- unin. „Þegar meira en helmingurinn af götunni er lokaður, þá halda þeir að það sé lokað áfram,“ segir hún. Hörður Ágústsson, fram- kvæmdastjóri verslunarinnar Macl- and, segir bæði Íslendingum og er- lendum ferðamönnum hafa fjölgað gífurlega, en Macland er staðsett innan við lokunina. Að hans sögn eru verslunareig- endur almennt ánægðir með sum- arlokunina og að fólk hafi nægt pláss. „Þegar gatan er opin fyrir umferð er varla hægt að vera á Laugaveg- inum,“ segir hann. Framkvæmdir hafa líka áhrif Hljómplötuverslunin Smekkleysa er staðsett rétt ofan göngugötunnar. „Það er tvennt sem kemur til. Annars vegar að þetta eru þröngar gangstéttar og hins vegar hafa löngum verið stillansar og annað sem standa út á gangstéttirnar vegna framkvæmda, sem kemur líka til,“ segir Ásmundur Jónsson í Smekkleysu, að hans sögn ber mikið á því, sérstaklega á góðum dögum, að fólksfjöldinn sé svo mikill að fólk þurfi að ganga á götunni. Brynjólfur H. Björnsson í Versl- uninni Brynju segir Laugaveginn innan lokunar orðinn hannaðan til að taka við erlendum ferðamönnum, þeim hafi fjölgað mjög. Íslendingar sæki sér nú síður þjónustu á Lauga- veg. Leggst hann gegn þeim áform- um borgarinnar að gera stærri hluta Laugavegar að göngugötu. „Þeir hafa verið að gæla við það. Þá er þetta endanlega dautt og ekk- ert verður eftir nema ferða- mannaverslanir. Við lifum á því að fá fólk af öllu höfuðborgarsvæðinu til okkar,“ segir hann. Stéttirnar rúma ekki umferðina  Gangandi vegfarendur rúmast vart á gangstéttum Laugavegar ofan lokaðra svæða  Rekstrarað- ilar eru misánægðir  Reykjavíkurborg áformar að gera efri hluta Laugavegar einnig að göngugötu Morgunblaðið/Ófeigur Göngugata Laugavegur, neðan Vatnsstígs, hefur verið lokaður fyrir bílaumferð síðustu ár við misjafnar undirtektir. Göngugata » Fólk virðist ekki rúmast lengur á gangstéttum við Laugaveg í Reykjavík. » Umhverfis- og skipu- lagsráð skoðar möguleika á því að lengja göngugöt- una. » Verslunareigendur eru misánægðir með þróun mála í miðborginni. » Önnur svæði eru til skoðunar til að dreifa fjöld- anum, t.a.m. Hafnartorg til móts við Arnarhól. Morgunblaðið/Ófeigur Mannmergð Á sumrin virðist þörf á meira plássi fyrir miðborgargesti. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Nei, nei, nei, það er algjör tilviljun að nærbuxnalína Ronaldos er kom- in á útsölu hjá okkur, það hefur ekkert með framkomu hans gagn- vart íslenska landsliðinu að gera,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Hagkaup. En eftir því var tekið að hin þekkta nærbuxnalína hans er kom- in á útsölu hjá Hagkaup. Þessi ein stærsta stjarna knatt- spyrnuheimsins í dag, Cristiano Ro- naldo, þótti ekki sýna höfðinglega framkomu eftir að hafa aðeins náð jafntefli gegn íslenska knatt- spyrnu-landsliðinu. Margir Íslendingar urðu sárir út- af ummælum hans eftir leikinn. Hefur salan á nærbuxum í þess- ari línu Ronaldos eitthvað minnkað eftir leikinn? „Við höfum ekki tekið eftir nein- um breytingum í sölu. Ég held að enginn sé að kippa sér upp við svona pirrings-ummæli frá stjörn- unni, held að það sé mestmegnis ímyndun. Það er eins og í hruninu þá var mikið talað um það hér á Ís- landi hvað Danir væru brjálaðir út í okkur. En við sem vorum mikið í Danmörku á þessum tíma fundum ekki fyrir því.“ Þannig að þetta hefur ekki haft nein áhrif á söluna? „Nei, þetta var í það minnsta ekki ástæðan fyrir því að við lækkuðum vörur hans í verði. Ég tók reyndar eftir því að Útilíf setti portúgölsku treyjuna hans á útsölu fljótlega eft- ir leikinn, einmitt bara treyjuna sem var með númerinu hans á bak- inu, en ég held að það hafi verið meira til gamans gert. Ronaldo er mikill bissness-maður og flestar vörur með merki hans hafa gengið vel. Maður sá það í úr- slitaleiknum þegar hann fór úr að ofan að þá passaði hann upp á það að nærbuxurnar með vörumerkinu næðu uppfyrir stuttbuxurnar þann- ig að það sæist vel í merkið. Þetta er atvinnumaður í viðskiptum,“ segir Gunnar Ingi hjá Hagkaup. Ronaldo nærbuxur á útsölu  Algjör tilviljun segir framkvæmda- stjóri Hagkaups Morgunblaðið/Þórður Hagkaup Ronaldo nærbuxurnar fást nú á 40% afslætti. AFP Leikurinn Ronaldo og Birkir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.