Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 27
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Lágafellskirkja í Mosfellsbæ. ÁRBÆJARKIRKJA | Sameiginleg úti- guðsþjónusta Árbæjar-, Grafarvogs- og Grafarholtssafnaða kl. 11 á Nónhæð, rétt austan við sjúkrastöðina Vog. Graf- arholtssöfnuður fer fyrir guðsþjónust- unni í ár og Sr. Karl Matthíasson þjónar og prédikar. Hægt er að komast á stað- inn á einkabíl eða ganga frá sóknar- kirkjunum að Nónhæð. Lagt af stað frá Árbæjarkirkju kl. 10.30. ÁSKIRKJA | Vegna sumarleyfa sókn- arprests og starfsfólks Áskirkju fellur helgihald niður á morgun. Næst verður messað í Áskirkju sunnudaginn 31. júlí kl. 11. BÚSTAÐAKIRKJA | Sumarmessa með léttum söngvum og sálmum sunnudag kl. 11. Kantor Jónas Þórir þenur hammond-orgel og flygil og stjórnar félögum úr Kór Bústaðakirkju. Messuþjónar aðstoða og boðið er upp á molasopa eftir messu. Prestur er Pálmi Matthíasson. Dómkirkja Krists konungs, Landa- koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18 og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudags- messa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyr- ir altari. Minni á bílastæðin gegnt Þórs- hamri. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Í messunni verður ungur maður fermdur og barn borið til skírnar. Arngerður María Árnadóttir org- anisti leiðir tónlistina. GRAFARVOGSKIRKJA | Útiguðsþjón- usta kl. 11 að Nónholti, ásamt Árbæj- ar- og Grafarholtssöfnuði. Nónhæð er rétt austan við sjúkrastöðina Vog. Graf- arholtssöfnuður fer fyrir guðsþjónust- unni í ár. Sr. Karl Matthíasson prédikar og þjónar. Hægt er að komast að staðnum á einkabíl eða ganga frá sóknarkirkju. Frá Grafarvogskirkju fer sr. Sigurður Grétar Helgason í píla- grímagöngu á Nónholt og sr. Guðrún Karls Helgudóttir býður upp á 3 km. hlaup og verður lagt af stað kl. 10.30. GRENSÁSKIRKJA | Vegna sum- arleyfa er Grensáskirkja lokuð til 12. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Útimessa á Nónhæð kl. 11. Prestur er sr. Karl V. Matthíasson og Guðmundur Samúelsson spilar á hamoniku. Fyrir þau sem vilja koma akandi að Nónholti þá er best að fara niður hjá meðferð- arstöðinni Vogi og ganga stuttan spöl þaðan. Fötluðum verður veitt aðstoð við að komast á staðinn. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Orgelleikur, sálmasöngur, ritningarlestur, hugleiðing, bænagjörð og heilög kvöldmáltíð. Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Dou- glas A. Brotchie. Kaffisopi eftir stund- ina í safnaðarheimlinu. Orgeltónleikar þriðjudaga í júlí kl. 12.15. Douglas A Brothcie leikur. Aðgangur ókeypis. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messu- þjóna. Félagar úr Mótettukórnum syngja. Organisti er Björn Steinar Sól- bergsson. Sögustund fyrir börnin. Al- þjóðlegt orgelsumar, tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Katelyn Emer- son frá Bandaríkjunum leikur. Fyrir- bænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Hádeg- istónleikar Schola cantorum miðvikud. kl. 12. Orgeltónleikar fimmtudag kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa í Háteigs- kirkju kl. 11. Prestur er Eiríkur Jóhanns- son, organisti er Kári Allansson. HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 14 í umsjá Félags fyrrum þjón- andi presta. Séra Guðjón Skarphéð- insson prédikar og þjónar fyrir altari. KEFLAVÍKURKIRKJA | Lesmessa kl. 20 í Kapellu vonarinnar, Keflavík- urkirkju. Prestur er séra Eva Björk Valdi- marsdóttir. KLYPPSSTAÐARKIRKJA í Loð- mundarfirði | Sumarmessa í Klypp- staðarkirkju kl. 14. Félagar úr Kór Seyð- isfjarðarkirkju leiða almennan safnaðarsöng. Séra Jóhanna Sigmars- dóttir og séra Sigríður Rún Tryggvadótt- ir þjóna. Eftir messu er boðið upp á kaffi og meðlæti í skála ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Ath! Það þarf að áætla um 1,5 klst. akstur frá Borgarfirði eystra. Vegurinn er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðni Már Harðarson prédik- ar og þjónar fyrir altari. Organisti er Lenka Mátéová kantor kirkjunnar. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, kl. 11. Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir. Bryn- dís Eva Erlingsdóttir leiðir safn- aðarsöng. Kjartan J. Ognibene er org- anisti. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn undir stjórn Maríu Jónsdóttur. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag, ávextir og kaffisopi á Torginu eftir messu. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédik- ar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti er Tóm- as Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund kl. 11 í umsjá sóknarprests. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson, sókn- arprestur, annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. Í messunni verður flutt tónlist frá sumartónleikum helgarinnar. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholts- biskup, annast prestsþjónustuna. Org- anisti er Guðmundur Vilhjálmsson. Orð dagsins: „Hegð- ið ykkur því eins og börn ljóssins. – Því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sann- leikur.“ (Ef. 5.8b-9) Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 ✝ Helga Hans-dóttir fæddist 4. september 1925 á Látrum í Að- alvík. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eyri á Ísa- firði 3. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru María Friðriksdóttir frá Efri Miðvík, f. 1905, d. 1996, og Vernharð Jósepsson frá Atl- astöðum í Fljótavík, stjúpfaðir, f. 1906, d. 1982. Systkini Helgu sem upp komust eru Þórunn Friðrika, f. 1931, Herborg, f. 1932, Bára Freyja Ragna, f. 1934, d. 2011, Sigrún, f. 1940, og Jósef Hermann, f. 1943. Á barnsaldri létust Ragnar Bjarni, Margrét og Steinunn Selma. Helga giftist 22. október 1943 Hólmgeiri Líndal Magnús- ssyni sjómanni frá Bolung- arvík, f. 1913, d. 2001. For- eldar hans voru Magnús Magnússon, f. 1885, d. 1959, og Margrét Guðbrandsdóttir f. 1885, d. 1980. Líndal ólst upp í Bolungarvík hjá hjónunum Pétri Oddssyni útgerðarmanni og Guðnýju Bjarnadóttur. Árið 1946 misstu þau Helga og Lín- dal fullburða stúlkubarn í fæð- ingu. Kjördóttir þeirra er Guðný Ragnheiður Hólmgeirs- dóttir, f. 1957. Eig- inmaður hennar er Sigurður Mar Ósk- arsson, f. 1956. Börn þeirra eru: Elvar Már, f. 1975. Vilborg Guðrún, f. 1983, sambýlis- maður hennar er Hjalti Einarsson, þau eiga Ragnheiði Elísabetu, Hildi Katrínu og Vigdísi Margréti. Helga Lind, f. 1988. Jóhann Mar, f. 1992, unnusta hans er Klara Dís. Helga ólst upp í Fljótavík þar sem foreldrar hennar stunduðu búskap. Hún flutti að heiman 15 ára gömul til Ísa- fjarðar. Þar fór hún í vist hjá Jónasi og Hansínu á Heklunni. Þar kynntist hún Líndal sem var kostgangari á sama stað. Helga og Líndal bjuggu alla sína búskapartíð á Hlíðarveg- inum á Ísafirði. Fyrst á Hlíðar- vegi 12 og síðar á Hlíðarvegi 44. Helga var að mestu leyti heimavinnandi en starfaði um tíma við rækjuvinnslu og ræst- ingar. Hún var virk í Kvenna- félaginu Hlíf og var þar heið- ursfélagi. Helga var alla tíð mikill fagurkeri, listræn og flink í höndunum. Helga verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag, 16. júlí 2016, klukkan 10.30. Elsku Helga frænka. Nú þegar við kveðjum þig í hinsta sinn er gott að minnast þeirra góðu stunda sem við höf- um átt. Þú varst alltaf höfðingi heim að sækja og ekki brást það þegar mamma og pabbi komu vestur með allan skarann að það var farið í veislu til Helgu á Hlíðarveginum og sú hefð hélst þegar ég kom með mína fjöl- skyldu seinna. Þar var vel veitt og heimilið ykkar var alltaf eins og ævintýraland. Þú varst alveg einstaklega listræn, saumaðir tískuflíkur líkt og væru úr fín- ustu verslun. Mér fannst alltaf svo gaman að útstillingunum hjá þér í gluggunum. Þú tíndir fallega steina, skeljar og þurrk- aðir falleg blóm. Þú bjóst til hinar fallegustu fígúrur úr sælgætisbréfum og þessu öllu var stillt upp í eldhúsgluggan- um og glugganum í holinu. Ég man líka eftir fallegu flöskunum sem þú áttir og fylltir með grænu og rauðu vatni og stilltir upp á skáp í eldhúsinu. Ég fékk líka að vera hjá ykkur nokkrum sinnum á sumrin, bæði þegar ég var smástelpa og sem unglingur þegar ég fór að vinna. Við vor- um líka oft saman á sama tíma í Fljótavíkinni og þar gekk nú oft mikið á þegar allar systurnar voru komnar þar saman. Ég man líka eftir því þegar þú varst að púla í stígnum niður að læk og hreinsa lækinn við Atl- astaði. Þú gast verið óttaleg óhemja þegar þú beist eitthvað svoleiðis í þig og hugsaðir kannski ekki um hvernig skrokkurinn yrði daginn eftir. Okkur hjónum þótti vænt um það þegar þú komst í heimsókn til okkar fyrir 20 árum og við nýflutt á Krókinn. Við minn- umst oft á það hvað það var gaman við eldhúsborðið þegar Tommi sat við að hnýta flugur og þú hafðir svo mikinn áhuga á öllum fallegu perlunum og lit- fjöðrunum. Það var mikið hlegið og skemmtilegar sögur sagðar og ekki síst þegar þú náðir í viskífleyginn og þið Tommi fenguð ykkur snafs. Þú hafðir yndi af hvers konar handavinnu og ég er svo heppin að þú gafst mér alltaf eitthvert smáræði sem þú hafðir perlað, heklað eða föndrað og í raun byrjaði áhugi minn á handgerðu jóla- skrauti með litlu perlubjöllunum þínum. Mér verður því alltaf hugsað til þín með hlýju í hjarta þegar ég skreyti jólatréð mitt á Þorláksmessu og skrautið frá þér er alltaf í heiðursessi. Ég kom vestur fyrir ári og heim- sótti þig og þú ljómaðir þegar þú áttaðir þig á því hver var komin í heimsókn. Þú viður- kenndir strax að þú myndir ekkert hvað ég á mörg börn eða hvað þau hétu en þú mundir samt eftir þeim en þetta vildi bara flækjast svolítið fyrir þér. Við gerðum okkur enga rellu yf- ir því og fórum bara yfir málin og ég sagði þér hvað hver var að gera og þú varst svo stolt af þeim líkt og þau væru þín eigin barnabörn því þér fannst þú alltaf eiga svolítið í mér. Þú ljómaðir líka þegar þú sýndir mér myndir af börnunum og barnabörnunum sem þú varst svo stolt af og sagðir mér hvað þau væru dugleg. Þegar ég kvaddi þig þá var ég nokkuð viss um að þetta væri í síðasta sinn og knúsaði þig og kyssti al- veg einstaklega vel. Þú átt alveg sérstakan stað í hjarta mínu og því fær ekkert breytt. Hvíl í friði, elsku frænka. Selma Hjörvarsdóttir. Helga Hansdóttir Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is VAÐNES - sumarbústaðalóð Til sölu fallegar sumarhúsalóðir m. aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Vaxtalaus lán í allt að eitt ár. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu. Rotþrær-vatnsgeymar- lindarbrunnar. Rotþrær og siturlagnir. Heildar lausnir - réttar lausnir. Heitir Pottar. Lífrænar skolphreinsistöðvar. Borgarplast.is, Mosfellsbæ, sími 561 2211 Iðnaðarmenn Til sölu Járnbakkar Tengijárnskúffur Framleiðum fjölmargar gerðir af járnbökkum Margar skeyti- lengdir í boði Vír og lykkjur ehf Lyngás 8, 210 Grb. víroglykkjur@internet.is víroglykkjur.is S. 772 3200/692 8027 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald Leiga Norðlingaholt Íbúð til leigu í ca 3 mánuði. Leigist með öllum húsbúnaði. 105 fermetrar á stærð. Reglusemi og snyrtimennska áskilin. Áhugasamir sendi inn upplýsingar á box@mbl.is merkt „Norðlingaholt“ Húsnæði íboði Ford húsbíll Eddehus Húsbill til sölu. Árg. 1993. Ekinn um 180 þús. 5 gíra. Beinskiptur. Disel. Skráður 7 manna. Sólarsella, ísskápur, salerni og miðstöð. TILBOÐ 1.190.000 kr. Upplýsingar í síma : 897 8705 Kristjana. Húsbílar Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 FRÁBÆR KYNNINGARVERÐ Á LEGSTEINUM Auðbrekku 4, 200 Kópavogi sími: 537-1029, www.bergsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.