Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Þórður Glaður Reynir ásamt prufuútgáfunni. Fjöldi mögulegra orða er sagður hafa aukist um 80% með nýju gildunum. hann reiknaður upp á nýtt auk nýrra stafgilda. Allt of mörg „e“ í spilinu Jóhannes segir nýju gildin endurspegla fullkomlega tíðni staf- anna í íslenskri orðabók. „Þannig að þegar þú dregur af handahófi úr nýja pokanum þá er mun líklegra að þú náir að búa til orð, en fjöldi mögulegra orða jókst um 80 prósent við breyt- inguna.“ Til dæmis um breytinguna nefnir Jóhannes að „e-um“ hafi fækkað um helming, frá sex í þrjú, og í kjölfarið skiptu flestallir yfir í nýju gildin í netskraflinu. „Það eru bara einstaka eftir- legukindur sem spila með gömlu gildin,“ segir Reynir glettinn. Og nú fyrirhuga þeir fé- lagar að gefa út nýtt skrafl þar sem notast verður við nýju gildin. „Við ætlum að gefa út spil sem heitir bara Skrafl,“ segir Reynir en bendir á að það verði ekki gert í sam- starfi við Mattel, sem hefur hingað til gefið út Scrabble-spil um all- an heim. „Þeir vildu ekki starfa með okkur þó svo ég telji að þeim sé ekki beinlínis sama um okkar útgáfu. En þeir hafa bara ekkert um það segja.“ Höfundarétturinn haldi ekki Reynir segir þá félaga hvergi bangna. „Kannski verða þeir með leiðindi en það hafa dómar fallið um þetta um allan heim, þar sem Mattel hefur þurft að lúta í lægra haldi. Höfundarétturinn heldur ekki þegar einungis einhverjar flís- ar og borð eru annars vegar.“ Jóhannes segir íslenska skraflið bjóða upp á mun fleiri orð- myndanir en flest önnur. „Það vakti mikla athygli í er- lendum fjölmiðlum fyrir ekki svo löngu hversu mörg orð væru í ís- lenska skraflinu. Margir sögðu við okkur, „Bíðið við, eru tvær milljónir orða í íslensku? Hvernig má það vera?“ segir Jóhannes en bætir við að sá fjöldi skýrist af eiginleikum tungumálsins. „Við náttúrulega erum með svo mikið af beygingarmyndum og orð- myndum, þannig að við trompum Frakkana og Bretana auðveldlega,“ segir Jóhannes. „Við erum með svo mörg orð og það er alltaf hægt að hnýta ein- hverju aftan við. Þess vegna er ís- lenskt skrafl svona skemmtilegt.“ Nýja skraflið Reynir og Jóhannes eru hvergi bangnir gagnvart Mattel. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 Fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar mæla spil- arar sér mót á Café Haiti í miðbæ Reykjavíkur og skrafla þar við hver annan. Öllum sem hafa áhuga er frjálst að mæta og spreyta sig í skraflinu. Mánaðarleg skraflkvöld OPIN ÖLLUM Jóhannes Benediktsson ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. E N N E M M / S ÍA / N M 6 9 4 0 2 Enn meira rafmagn í umferð í sumar Orka náttúrunnar hefur opnað tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru orðnar 13 talsins og er meðal annars að finna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Straumurinn liggur svo sannarlega í vistvænni ferðamáta og ON er stolt af því að leggja sitt af mörkum í þessu hljóðláta samgönguátaki. ON selur hreina og endurnýjanlega íslenska orku til heimila og fyrirtækja um allt land og nú ganga sífellt fleiri rafbílar fyrir orku náttúrunnar. Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.