Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 Landsmót skáta verður sett næst- komandi sunnudagskvöld við Úlf- ljótsvatn. Um er að ræða alþjóðlegt skátamót sem mun standa fram til 23. júlí. Þema mótsins í ár er „Leið- angurinn mikli.“ Á mótinu verður hefðbundin landsmótsdagskrá með nýjum áherslum til að tengja við þema mótsins og staðhætti við Úlf- ljótsvatn. Þegar mest verður er reiknað með að um 6-7000 manns verði á mótssvæðinu. Þátttakendur verða um 1000 og koma víða að, til dæmis frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Danmörku Fjölskyldubúðir eru rótgróinn þáttur á landsmóti og að venju eru starfræktar sérstakar tjaldbúðir þar sem fjölskyldur skátanna, vandamenn og aðrir gestir mótsins geta sett niður tjaldið sitt, tjald- vagn eða fellihýsi og tekið þátt í landsmótsævintýrinu. „Allir sem vilja geta komið og notið útivist- arinnar, samverunnar og um leið upplifað töfra skátastarfsins,“ segir í tilkynningu frá skátunum. Þúsundir á skáta- móti við Úlfljótsvatn Skátamót Allir skemmta sér saman. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Enn er myljandi góð laxveiði í ám landsins, eins og glögglega má sjá á vikulegum tölum Landssambands veiðifélaga. Í flestum aflahæstu ám landsins er veiðin miklum mun meiri en á sama tíma undanfarin ár; það er aðeins í Norðurá og Langá sem veiðitölur voru hærri eða svipaðar á þessum tíma í fyrra en þá var afar gott smálaxasumar. Eins og þekkist þá er von á góðum stórlaxagöngum í kjölfar slíkra smálaxagangna og sú hefur heldur betur verið raunin. Ekki gekk laxinn bara óvenju snemma í sumar heldur er meira af stórum löxum í öllum ám en veiði- menn hafa áður séð; fréttir af tutt- ugupundurum berast nú daglega alls staðar að. Og sami maðurinn fær jafnvel fjóra í sömu veiðiferð- inni, eins og fréttist af í Aðaldalnum í vikunni, þar sem meðalvigt sjö laxa sem Bubbi Morthens veiddi var vel rúm 19 pund – laxarnir vegnir í háfnum. Dofnar yfir töku á Vesturlandi En nú er tími smálaxagangnanna og verður spennandi að sjá hvað gerist í næsta stóra straumi eftir helgi; hvort bæti í eða hvort það sé í eðli allra laxa þetta sumarið að mæta snemma heim. Veiðimenn vona að sú sé ekki raunin, þá gæti orðið erfitt að fá tökur víða þegar kemur fram í ágúst og haustveiðin nálgast. Blaðamaður var sjálfur við veiðar í einni Dalaánni í vikunni og þar sem víðar á Vesturlandi hafði dregið nokkuð úr tökugleði laxins eftir langvarandi veðurblíðu. Mun meira mátti sjá af stórum fiski í hyljum en síðustu tvo áratugi en á milli veidd- ust ansi litlir nýrenningar, 52 til 55 cm að lengd. Aðrir bústnir og lengri, eins og veiðimenn vonast eftir. Veiðimaður sem var að koma úr Norðurá sagði svipaða sögu þaðan, mikið af stórum og fallegum tveggja ára laxi í ánni en á milli afar smáir smálaxar. „Þetta er fjör“ Sannkallað mok er í Ytri-Rangá og á vesturbakka Hólsár. Á 20 stangirnar veiddust 804 laxar í lið- inni viku, eða 5,7 laxar á stöng á dag og göngur sagðar mjög öflugar. Veiði á dagsstöng er einungis meiri í Miðfjarðará, þar sem veiðin er aftur frábær eftir metveiðisumarið í fyrra; meðalveiðin á stöng í liðinni viku var þar 6,7 laxar. Og vikan gaf 469. Heldur ævintýrið síðan í fyrra bara áfram? „Nei, ég held ekki. Það átti annars enginn von á því hér að smálax kæmi af neinu viti eftir kalda vorið í fyrra. Hann er samt mættur, hellingur af smálaxi hefur gengið,“ segir Rafn Valur Alfreðsson, leigutaki Mið- fjarðarár. „En enginn veit hvað ger- ist svo, ég óttast svolítið að fiskurinn sé allur að mæta snemma, miðað við hvað mikið gekk snemma. Mér finnst ólíklegt annað en að nokkuð gangi í næsta stóra straumi en svo er spurningin með framhaldið; 2010 og 2012 gekk enginn fiskur af neinu viti eftir verslunarmannahelgi. En nú erum við að nálgast 1.200 laxa veidda og þetta verður aldrei annað en gott veiðisumar hjá okkur.“ Rafn segir töluvert af smálaxi í veiði síðustu viku, hann giskar á hlutfallið 65 á móti 35 af tveggja ára laxi. „Auðvitað hefur verið frábær veiði hjá okkur og í raun „prime-time“ síðan við opnuðum,“ segir hann og bætir við að flestir veiðimannanna sem sæki ána séu vanir og flinkir. Og enn séu stórlaxar að ganga í bland við smærri. „Í næstsíðasta holli fékk einn 11 nýgengna laxa í beit í Kistunum, allt smálaxa 62 til 65 cm. Á næstu vakt setti veiðimað- ur í Grjóthyl í átta laxa, tveir slitu og hann missti einn en hann landaði fimm frá 85 til 93 cm! Það var allt splunkunýr fiskur. Þetta er fjör.“ „Auðvitað hefur verið frábær veiði hjá okkur“  Nær sjö laxar veiðast á stöng á dag í Miðfirði  804 laxa vika í Ytri-Rangá Lukkulegur Finnski leikarinn Jasper Pääkköne, sem er þekktur fyrir að fara með hlutverk Hálfdáns svarta í sjón- varpsþáttunum Víkingunum, er einn þeirra veiðimanna sem hafa lent í ævintýrum í Miðfjarðará í sumar. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Ytri-Rangá & Hólsá (20) Eystri-Rangá (18) Blanda (14) Miðfjarðará (10) Þverá - Kjarrá (14) Norðurá (15) Haffjarðará (6) Langá (12) Laxá í Aðaldal (18) Víðidalsá (8) Elliðaárnar (6) Vatnsdalsá (6) Hítará (6) Haukadalsá (5) Laxá í Dölum (4) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2014 Staðan 13. júlí 2016 502 202 993 649 735 1068 407 475 229 192 238 159 190 80 49 189 363 882 328 505 470 285 90 208 130 200 176 122 50 18 1720 1442 1300 1077 1003 801 565 471 378 331 300 292 239 218 233 Tveir sænskir bormenn hafa verið að störfum utan í Fjarð- arheiði und- anfarnar vikur og safnað jarð- sýnum. Tilgang- urinn er að leita að hugsanlegum stæðum fyrir gangamunna Fjarðarheiðaganga, að því er fram kemur í frétt Austurfréttar (www.austurfrett.is). Við verkefnið er beitt bortækni sem ekki er til hér á landi og því voru Svíarnir fengnir til verksins. Þeir eru að störfum Seyðisfjarð- armegin, skammt frá skíðasvæðinu, þar sem bora á 170 metra djúpa holu og á þeirri borun að ljúka nú um helgina. Fyrsta holan var boruð nokkru neðar og var hún um 350 metra djúp. Auk þess hafa þeir bor- að holu Egilsstaðamegin sem er um 300 metra djúp. Þá er fjórða og seinasta holan eftir. Þeir hófu störf í lok janúar og vonast til að ljúka störfum sínum um miðjan sept- ember. gudni@mbl.is Undirbúa gerð Fjarð- arheiðarganga Bora könnunar- holur eystra. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur? Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Lyfjaauglýsing www.apotekarinn.is - lægra verð 15% G ildir fyrir 100g o g 1 50 gafsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.