Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 198. DAGUR ÁRSINS 2016
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Mótorhjól elti flutningabílinn
2. Þarf að tilkynna kynlíf með fyrirvara
3. „Þetta er valdarán“
4. Hentu börnunum yfir girðingar
Tónleikahátíðin Kexport verður
haldin í fimmta skipti í portinu fyrir
aftan Kex hostel í dag frá kl. 12 á há-
degi til miðnættis. Tónleikarnir eru
haldnir til heiðurs KEXP í Seattle sem
sótt hefur Ísland heim árlega frá
2009 og unnið ötult starf til kynn-
ingar íslenskrar tónlistar í Bandaríkj-
unum og víðar í heiminum. Fram
koma dj flugvél & geimskip, $ig-
mund, Hórmónar, Hildur, Auður, Mug-
ison, Alvia Islandia, Tómas Jónsson,
Tilbury, Singapore Sling, Misþyrming
og Grísalappalísa, en hver listamaður
eða hópur leikur í klukkutíma. Mynd-
bandsupptöku af tónleikunum í ár
verður streymt beint í gegnum kexp.-
org, kexland.is og musicreach.tv og
er það í annað skipti sem það verður
gert.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kexport í 5. sinn
Kvartett djasssöngkonunnar Krist-
jönu Stefánsdóttur kemur fram á sjö-
undu tónleikum sumartónleikaraðar
veitingahússins Jómfrúarinnar við
Lækjargötu í dag kl. 15. Með Krist-
jönu leika Eyþór Gunnarsson á píanó,
Þórður Högnason á kontrabassa og
Einar Scheving á trommur. Þau munu
flytja djassstandarda úr ýmsum átt-
um. Tónleikarnir, sem fram fara utan-
dyra á Jómfrúartorginu, hefjast kl. 15
og standa til kl. 17. Aðgangur er
ókeypis. Þess má geta að sami kvart-
ett kemur fram í Hofi á Akureyri á
morgun, sunnudag,
kl. 13. Þar verður
leikið á veit-
ingastaðnum
1862 Bistro, ut-
andyra ef veður
leyfir en annars
inni. Aðgangur
þar er einnig
ókeypis.
Kvartett Kristjönu
Stefáns á Jómfrúnni
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægari en í gær og skúrir á víð og dreif, en þokuloft eða súld fyrir
austan. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast vestantil.
Á sunnudag Suðaustan 8-13 m/s við suðurströndina, en annars hæg breytileg átt. Skýj-
að með köflum og stöku skúrir. Hiti víða 12 til 17 stig.
Á mánudag Hæg suðlæg eða breytileg átt og þurrt í fyrstu, en gengur síðan í austan 8-
13 m/s með rigningu sunnantil. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan og austan.
„Þátttaka krefst þess að lið þarf að
safna peningum með fjáröflun og
öðru. Leikmenn og stjórnin ákváðu í
fyrra að einbeita sér að deildinni
hérna heima og láta Evrópukeppni
bíða betri tíma ef svo má segja,“ seg-
ir Kári Garðarsson þjálfari Íslands-
meistara Gróttu í handknattleik
kvenna sem taka ekki þátt í Evr-
ópukeppni í vetur. » 2
Evrópukeppnin látin
bíða betri tíma
„Ég er í skýjunum með þessa
niðurstöðu. Danska úrvals-
deildin er spennandi og
sterk deild, Randers er flott-
ur klúbbur með Óla Kristjáns
sem þjálfara. Randers sótti
mjög hart að fá mig og liðið
sýndi mér mikinn áhuga
frá því það hafði fyrst
samband við mig,“
segir Hannes Þór Hall-
dórsson landsliðs-
markvörður. » 2-3
Í skýjunum með
þessa niðurstöðu
Hinn reyndi bandaríski kylfingur Phil
Mickelson hélt í gær forystu sinni á
Opna breska meistaramótinu í golfi
á Royal Troon í Skotlandi. Mickelson
er þó aðeins með eins höggs forskot
á Svíann Henrik Stenson þegar mót-
ið er hálfnað.
Annar Norður-
landabúi, Sören
Kjeldsen frá
Danmörku, er í
þriðja sæti,
þremur á eftir
Mickelson. Allir
eru þessir kylf-
ingar orðnir fer-
tugir en Mickel-
son er sá eini
þeirra sem sigr-
að hefur á risa-
móti. »1
Fimmtugsaldurinn eng-
in endastöð í golfinu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sundlaugin á Hofsósi, arkitekt
hennar og staðsetning, setur ný við-
mið fyrir laugar á Íslandi í framtíð-
inni. Þetta segir Þorvaldur Gröndal,
forstöðumaður
sundlauganna í
Skagafirði. Í
óformlegri sam-
antekt sem
Morgunblaðið
gerði og birtist á
dögunum kom
fram að Hofs-
óslaugin skipar
sérstakan sess í
huga landans, en
hún stendur í
brekkubrún á fjörukambi, hvaðan er
frábært útsýni út á haf og til Drang-
eyjar. Aðrar laugar sem lesendur
settu í öndvegi eru á Patreksfirði og
Krossnesi en staðsetning þessara
þriggja er svipuð; við sjó og útsýnið
er einstakt.
Stormur og Saga
„Gestum hér er alltaf að fjölga. Í
fyrra voru þeir um 30 þúsund en af
þeim voru um 80% á ferðinni í sum-
armánuðunum þremur. Ég geri ráð
fyrir að heildartalan eftir þetta ár
verði eitthvað hærri en á því síðasta,
sé tekið mið af stígandinni að und-
anförnu,“ segir Þorvaldur. „Ég tel
okkur líka nokkuð vel sett hér hvað
varðar þá aðstöðu sem fólk almennt
krefst að sundlaugar hafi.“
Hafist var handa um byggingu
sundlaugarinnar á Hofsósi haustið
2008 og lauk framkvæmdum tveim-
ur árum síðar. Mannvirki þetta er
gjöf frá athafnakonunum Steinunni
Jónsdóttur og Lilju Pálmadóttur
sem báðar eiga rætur og tengsl á
þessum slóðum. Er sundlaugin og
atbeini þeirra stallna stundum
nefndur sem gott dæmi um eftir-
breytnivert framlag einstaklinga til
fjöldans. Þess má geta að í sumar
starfar sonur Lilju Pálmdóttur og
Baltasars Kormáks við sundlaugina,
Stormur Kormákur, 12 ára starfs-
maður Vinnuskóla Skagafjarðar.
Stormur hefur mikið verið fyrir
norðan á sumrin, en foreldrar hans
eiga glæsilegt hús á Hofi við Hofsós.
Með Stormi starfar ung stúlka úr
byggðarlaginu, Saga Þórarinsdóttir.
Hluti af grunnþjónustu
„Að laugin hér á Hofósi hafi skor-
að hátt í könnun Moggans kemur
ekki á óvart,“ segir Þorvaldur Grön-
dal, sem hefur umsjón með laug-
unum á Hofsósi, Varmahlíð, Sauð-
árkróki og Sólgörðum í Fljótum. Til
stendur að hefjast handa um end-
urbætur á Króknum nú síðsumars,
hvar bæta á aðgengi og búnings-
aðstöðu, koma upp leiktækjum,
fjölga pottum og svo framvegis.
Hafa þessar framkvæmdir lengi ver-
ið í bígerð og þykja brýnar.
30 þúsund laugargestir á ári
Ný viðmið á Hofs-
ósi Sjór og útsýni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Laugarstarfsmenn Stormur Baltasarsson og Saga Þórarinsdóttir. Sundlaugin og Drangey í sjást hér baksýn.
Sauðárkrókur Sundlaugin á Króknum sem nú stendur til að endurbæta.
Þorvaldur
Gröndal