Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016
Tollstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna
gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá
dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga
til og með 15. júlí 2016, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2016 og
önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí
2016, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti
í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á
skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi,
gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi
af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir,
fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra,
ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis,
veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa,
auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt
álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu
endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur
skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og
ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald
er 2.000 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt,
búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega
búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin
hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. júlí 2016
Utanríkisráðuneytið upplýstiþað í gær að Ísland héldi
„áfram að laga innleiðingarhall-
ann“. Landsmönnum er vafalítið
létt, enda gátu þeir ekki á heilum
sér tekið vegna
málsins. En þó að
„innleiðingarhall-
inn“ fari minnk-
andi er björninn
ekki unninn. Ís-
land er samkvæmt skýrslu Eftirlits-
stofnunar EFTA, ESA, með innleið-
ingarhalla upp á heil 1,8%, en
stofnunin miðar við að þessi halli sé
ekki meiri en 1%.
Ekki liggur fyrir hvers vegnahann má ekki vera 1,8% en má
vera 1%, en um það þýðir auðvitað
ekki að deila og vandinn minnkar
ekki við að útskýring á þessu liggi
ekki fyrir.
Það hjálpar Íslandi þess vegnaekkert í raunum sínum að
benda á að forysturíki sambands-
ins, Frakkland og Þýskaland, séu
með 1% og 0,9% innleiðingarhalla.
Og það að Belgía, með sjálfa höf-uðborg ESB innanborðs, brjóti
hallaregluna og skarti 1,1% innleið-
ingarhalla hjálpar Íslandi ekki
heldur. Brotið batnar ekki þótt
bent sé á annað.
En þó að vandi Íslands vegnainnleiðingarhallans sé nánast
óyfirstíganlegur er samt ástæða
fyrir landsmenn til að óska þess að
ákafi innleiðingarmanna verði ekki
til þess að enn frekari innleiðingar
fari fram í þeirri blindni sem verið
hefur.
Stimpilpúðavandinn sem hrjáirAlþingi vegna innleiðingaákaf-
ans er nefnilega öllu meiri og raun-
verulegri en sá sem snýr að „inn-
leiðingarhallanum“.
Innleiðingarhallinn
og stimpilpúðinn
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 15.7., kl. 18.00
Reykjavík 15 alskýjað
Bolungarvík 14 skýjað
Akureyri 17 skýjað
Nuuk 10 léttskýjað
Þórshöfn 11 rigning
Ósló 22 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 18 léttskýjað
Helsinki 16 rigning
Lúxemborg 17 léttskýjað
Brussel 20 heiðskírt
Dublin 19 alskýjað
Glasgow 19 skúrir
London 18 rigning
París 21 heiðskírt
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 16 skýjað
Berlín 18 rigning
Vín 19 léttskýjað
Moskva 30 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 25 léttskýjað
Mallorca 24 heiðskírt
Róm 21 léttskýjað
Aþena 33 heiðskírt
Winnipeg 19 léttskýjað
Montreal 25 skýjað
New York 30 skýjað
Chicago 22 léttskýjað
Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:47 23:22
ÍSAFJÖRÐUR 3:15 24:04
SIGLUFJÖRÐUR 2:56 23:49
DJÚPIVOGUR 3:08 23:00
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð-
aði í gærmorgun að lög sem Alþingi
setti á yfirvinnubann flugumferð-
arstjóra í júní síðastliðnum stæðust
stjórnarskrá.
Íslenska ríkið og Samtök atvinnu-
lífsins voru með dómnum sýknuð af
kröfum Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra, sem höfðuðu málið
fyrr í þessum mánuði. Félagsmenn
töldu að lög á yfirvinnubann flug-
umferðarstjóra brytu gegn 74. gr.
stjórnarskrárinnar, sem tryggir öll-
um borgurum frelsi til aðildar að fé-
lagasamtökum sem stofnuð eru í
löglegum tilgangi. Töldu þeir að
frelsi flugumferðarstjóra til að
standa að gerð kjarasamninga hefði
verið varið af ákvæðinu.
Lögin talin sett af nauðsyn
Í dómnum kemur m.a. fram að
lögin hafi verið sett af nauðsyn sem
neyðarúrræði til verndar hags-
munum annarra og til að tryggja
efnahagslegan stöðugleika. Launa-
kröfur flugumferðarstjóra hefðu
verið langt umfram þær launa-
hækkanir sem samið hefði verið um
við stærstan hluta vinnumarkaðar-
ins.
Auk þess kemur fram að meðal-
hófs hafi verið gætt að því leyti að
ekki væri í lögunum kveðið á um
skyldu félagsmanna til að vinna
yfirvinnu.
Í dómnum voru nefnd dóma-
fordæmi sem sýndu að verkfalls-
réttur væri löghelgað úrræði sem
þó gæti sætt takmörkunum í lögum.
Flugumferðarstjórar undirrituðu
kjarasamning 25. júní en hann var
felldur fyrr í mánuðinum. Hefur
gerðardómur því verið kallaður
saman samkvæmt lögum Alþingis á
yfirvinnubannið.
Samkvæmt lögunum á gerðar-
dómur að ákveða kaup og kjör flug-
umferðarstjóra fyrir 18. júlí.
Lög-
bannið
staðfest
Máttu setja lög
á yfirvinnubannið