Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 Undir Eyjafjöllum Þar sem ekki er hægt að nota tæki við grassláttinn er gott að geta beitt hestum auk þess sem þeir kunna því vel að velja tugguna sjálfir á afmörkuðu svæði. RAX Loksins hafa hesta- menn eignast leikvang íslenska hestsins heima á Hólum í Hjaltadal. Má segja að þá séu fjór- ir slíkir staðir í landinu, að auki á Hellu á Rang- árvöllum og í Víðidaln- um í Reykjavík og svo Spretti í Kópavogi. Ég vil óska Lands- sambandi hestamanna- félaga, Félagi hrossa- bænda, Félagi tamningamanna og Hólaskóla og ekki síst Skagfirðingum til hamingju með glæsilega uppbygg- ingu á Hólum en alveg sérstaklega hvernig til tókst með landsmóts- svæðið og Landsmótið. Það var al- mannarómur að vallarsvæðið og um- gjörðin og aðstaða öll til mótahalds væri einstök og gæti verið ný víta- mínsprauta inn í starf Háskólans á Hólum í hestakennslunni, væri því fylgt eftir. Að staðsetja kennsluna í hestafræðum á Hólum fyrir ald- arfjórðungi var mikið gæfuspor og því var fylgt eftir með uppbyggingu á nemendagörðum, reiðhöllum og hest- húsinu Brúnastöðum. Námið var einnig síðar sett á háskólastig með eftirfarandi leiðarvísi: „ Markmið hestafræðideildar er að veita fag- menntun á sviði hrossaræktar, tamn- inga, reiðmennsku og reiðkennslu og vinna að þróun og nýsköpun með rannsóknarstarfsemi. Með þessum hætti verði stuðlað að aukinni arð- semi í atvinnugreininni, útbreiðslu hestamennskunnar og velferð hest- anna. Deildin er opinber miðstöð menntunar og rannsókna á sviði hrossaræktar, tamninga, reið- mennsku og reiðkennslu á Íslandi.“ Og þar með í Íslandshestaheiminum en okkur ber að leiða þróunina, Ís- land er upprunalandið, hesturinn er okkar auðlind. Á hverju ári frá því námið var sett til Hólaskóla hafa útskrifast hesta- fræðingar, við sjáum fagmennskuna blómstra í hestamennskunni, börn og unglingar hafa betri tök á reið- mennskunni en áður tíðkaðist. Kennslunni hefur fleygt fram í gegn- um Hólaskóla, tamningamennina og reiðhallirnar um allt land hafa breytt miklu í kennslu og æskulýðsstarfi hestamannafélaganna. Hrossabú- garðar að erlendri fyrirmynd eru starfandi í öllum sveitum þar sem góðir hrossabændur og hestamenn stunda öfluga atvinnugrein sem veitir vinnu og skapar gjaldeyri. Hvað nú með Há- skólann á Hólum Nú er tækifæri að efla Háskólann á Hól- um enn frekar, skólinn ætti að standa fyrir námi í hestafræðum og reiðmennsku árið um kring meðal Íslands- hestamanna allsstaðar að úr heiminum til að nýta nýju uppbygg- inguna og reiðvellina. Þegar vetrarnáminu lýkur tækju við sterk sumarnámskeið sem stæðu undir sér með skólagjöldum en þau myndu styrkja starf skólans og efla hesta- mennskuna og útbreiða fagnaðar- erindið um hinn einstaka fjöl- skylduhest. En aðstöðuna á Hólum þarf að nýta meira og betur en með Landsmóti á átta til tíu ára fresti. Hestamenn um norðan- og vest- anvert landið gætu sameinast um staðinn og aðstöðuna og haldið þar öll sín stærri mót. Hestamenn úr röðum tamningamanna höfðu orð á því að hægt væri að halda Landsmót æsk- unnar í hestaíþróttum á Hólum, t.d. á tveggja ára fresti. Jafnframt gæti verið skynsamlegt að gefa börnum og unglingum FEIF-þjóðanna tækifæri til að keppa hér og eiga þá hesta á bú- görðum á Íslandi eða fá lánaða hesta. Með þessu móti, með sumarskóla og Landsmóti æskunnar, næðu hesta- menn um heim allan nýjum takti við hjartslátt Hólaskóla og enn fleiri út- lendingar myndu koma hingað og nema fræðin hér. Ísland er uppruna- land þessa frábæra hests og við verð- um að leggja metnað í þá miklu arf- leifð og auðæfi sem í honum eru fólgin. Við þurfum ennfremur að efla rannsóknir um hestinn og koma upp MS-námi á Hólum í reiðmennsku og reiðkennslu. Nú er tímabært að fé- lagsheild hestamanna, Hólamenn og Skagfirðingar hefji undirbúning að nýrri stefnumörkun um Hólastað og Háskólann með stjórnmálamönnum og ráðuneytum sem hesturinn og Há- skólinn heyra undir. Eftir Guðna Ágústsson » Ísland er uppruna- land þessa frábæra hests og við verðum að leggja metnað í þá miklu arfleifð og auðæfi sem í honum eru fólgin. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Hestamenn – hefjið nú Hólastað til sóknar Nei – þið bændur eig- ið ekki skilið neina samninga! Þannig gætu hljóm- að, samandregin, skila- boð frá þeim sem talað hafa á undanförnum vikum gegn búvöru- samningum. Umræðan um land- búnað er í raun and- styggileg. Skoðið orð- valið: „Aðför að almenningi, óþarfa lýður, aumingjar sem ekki geta lifað nema á skattpen- ingum okkar“. Hún ber merki þess að margir telja sig hafa efni á að gagn- rýna, staðhæfa og dæma án þess að hafa þekkingu á málinu. Slík umræða verður aldrei góð. Frasar og dylgjur eru orð sem helst lýsa meginefni þess sem komið hefur fram. Slitið úr öllu samhengi við staðreyndir og velt upp úr hálfsann- leik. Þannig afurð er aldrei nærandi fóður í efnislega umræðu. Samt er það svo að búvörusamn- ingar snúast ekki um kjarabætur eða hækkun launa. Veruleikinn er að þó búið sé að semja við allflesta hópa launþega á Íslandi standa bændur eftir án launahækkana. Enda snúast búvörusamningar ekki um laun bænda – heldur starfsskilyrði þeirra, til að búskapur geti þróast, þroskast og skapað aðstæður til að framleiða heilnæmar vörur, á sanngjörnu verði og byggð í landinu. Landbúnaðarkerfið Nánast allar þjóðir sem skipulag hafa á „innra starfi“ sínu hafa land- búnaðarkerfi. Ríkjabandalög hafa landbúnaðarkerfi. Búvörusamningar og íslensk búvörulög er slíkt fyr- irkomulag. Íslensk búvörulög eru fá- breytt við hlið löggjafar annarra ríkja og ríkjabandalaga. Hin fræga tilskipun ESB um land- búnað sem lengi bar númerið 1234, er dæmi um slíkt. Innan Bandaríkjanna eru mismunandi áherslur, en að grunni til þær sömu og annarstaðar. Leitast er við tryggja bændum af- komu, stýra mörkuðum og birgða- haldi. Frelsið Um hvaða frelsi erum við að tala? Frelsi til að pressa endalaust niður hlut frumframleiðandans í vöruverði? Frelsi til athafna? Frelsi til að selja innflutta vöru sem seljandi kærir sig oftar en ekki um að merkja til að neytandi sjái ekki uppruna? Er ekki oftar en ekki sagt: „Já en neytendur kaupa auðvitað íslenskt enda treysta allir gæðum og vilja ís- lenskum landbúnaði vel.“ Einmitt. Það er þessvegna sem útlendu grænmeti er hellt í kassa frá íslenskum framleiðendum. Það er þessvegna sem „danskir kjúklingar“ fást ekki al- mennilega merktir því uppruni þeirra er oftast í allt öðru landi. Jafnvel utan ESB. Hvaða frelsi er að keppa við slík vinnubrögð? ESB greip í liðnum mánuði til þess ráðs að kaupa 360 þúsund tonn af mjólkurdufti og taka það af markaði. Á grundvelli mark- aðstilskipunar. Til hvers? Jú, til að hækka verð á mjólk. Það duft verður nú flutt á aðra markaði, jafnvel með viðbótarstuðningi í formi styrkja til viðbótar öðrum styrkjum sem þegar hafa verið greiddir með framleiðsl- unni. Það er ma. þetta duft sem tollar eiga að vernda innlenda framleið- endur fyrir. Það er þessvegna sem nú er reynt að endurreisa starfsskilyrði sem ákveðin voru á Íslandi við gild- istöku GATT samninga. Allt frá árinu 1995 hafa þeir staðið óbreyttir. Hver væri afkoma launamanna ef taxtar væru óbreyttir frá þeim tíma? Er það frelsið sem margir nefna að erlend undirboð og verðbólga eyðileggi starfsskilyrði sem þó var ákveðið að skyldu vera hér á landi? Í samhengi við þetta nefni ég að í nýlegri frétt var talsmaður samtaka ferðaþjónustunnar að vekja athygli á erlendum rútufyrirtækjum á Íslandi sem ekki greiddu bílstjórum eftir ís- lenskum kjarasamningum og hvernig það færi með samkeppnisstöðu inn- lendra fyrirtækja. Réttmæt ábending og tímabær. En má ekki frelsið gilda um rútubílstjóra? MS Árið 2014 var heiftarleg umræða um Mjólkursamsöluna og úrskurð Samkeppniseftirlitsins. Hinsvegar fékk ekki mikla athygli að þeirri sekt og úrskurði var hnekkt. Eftir sat fyr- irtæki með tapað orðspor. Aftur er fárviðri í umræðu. Hvað sem líður efnisatriðum málsins, þá ætti að vera meginregla að bíða endanlegrar nið- urstöðu áður en fyrirtækið, eigendur og stjórnendur eru gerðir holdgerv- ingar glæpa gegn almenningi. Ef MS tapar málinu alveg ljóst hvað bíður stjórnenda félagsins hjá eigendum þess og hver er skaði eigenda. En hver ber ábyrgð ef málið verður að meira eða minna leyti ólíkt í end- anlegri niðurstöðu? Á stjórnandi Samkeppniseftirlitsins að segja af sér? Varla. Ég held að rétt sé að bíða niðurstöðu áður en lengra er haldið í nornabrennum. Verða búvörusamningar felldir á alþingi? Búvörusamningar verða afgreiddir á alþingi siðla sumars. Verða þeir samþykktir óbreyttir? Alþingi breytir ekki samningum, enda gerir landbún- aðarráðherra samningana við bænd- ur, en ekki alþingi, en hinsvegar hefur afgreiðsla þingsins stefnumarkandi áhrif á framkvæmd þeirra. Atvinnu- veganefnd er að vinna að áliti sínu og hefur þegar óskað eftir ma. við land- búnaðarráðherra að skoða betur og skerpa ákveðin atriði. Það er þá síðan hans að ákveða hvernig er unnið úr þeim gagnvart viðsemjendum. Í nefndinni hefur verið rætt að gera breytingar sem geta leitt til meiri samstöðu um þetta mikilvæga mál. Það er ekki tímabært að ræða það frekar. En bændur og allflestir aðrir sjá að ekki gengur að halda á málum eins og nú er gert. Á þessari stundu er ekki tímabært að ræða það efnislega, en ekkert bendir til annars en vel megi sætta sjónarmið og ná slíkri samstöðu. Það er oftar en ekki góð samstaða og samtal innan at- vinnuveganefndar. Hvikum ekki Við megum aldrei missa sjónar á því markmiði okkar og verja þá dýr- mætu og einstöku auðlegð sem felst í íslenskum landbúnaði. Hreinleika, heilnæmi og því mikilvæga frelsismáli fyrir hverja að þjóð að framleiða sinn mat. Við hvikum ekki frá því að vilja halda áfram að njóta okkar búvöru sem hefur einstaka stöðu í sam- anburði við mörg lönd í notkun á sýklalyfjum og eiturefnum við fram- leiðslu hennar. Við ætlum að vinna gegn sóun á mat, vinna með umhverf- inu með bættum búskaparháttum. Sanngjörnu verði matvöru og að bændur verði efnalega sterkir til framfara og eflingar byggða. Það eru kjarabætur allra. Eftir Harald Benediktsson »Enda snúast búvöru- samningar ekki um laun bænda – heldur starfsskilyrði þeirra, til að búskapur geti þróast, þroskast og skapað að- stæður til að framleiða heilnæmar vörur á sanngjörnu verði og eflt byggð á landinu.Haraldur Benediktsson Höfundur er alþingismaður. Nei, þið bændur eigið ekki skilið neina samninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.