Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Geirsgata til austurs, á móts við Tollhúsið, hefur verið þrengd úr tveimur akreinum í eina. Þreng- ingin í austurátt er gerð til að auðvelda aðgengi stórra ökutækja að byggingarlóðunum í kring, að því er fram kemur í svari frá Reykjavík- urborg. Þrengingin verður þarna svo lengi sem þörf er á. Sótt er um leyfi til borgarinnar vegna þessa til eins mánaðar í senn. Ekki hefur verið mælt sérstaklega hversu mikið þrengingin dreg- ur úr afkastagetu götunnar, en umferð um göt- una, vestan Lækjargötu, er um 20 þúsund bílar á sólarhring. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Hörpulóðinni en ekki hefur reynst nauðsynlegt að þrengja að umferð þar. Til stendur að breyta legu Geirsgötu þannig að hún myndi T-gatnamót við Lækjargötu. Ekki verður þó ráðist í þá framkvæmd á þessu ári en líklega á því næsta. sisi@mbl.is Geirsgata þrengd vegna framkvæmda Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íslendingum sem eru á ferð erlendis er ráðlagt að notast ekki við þann valkost að greiða í eigin gjaldmiðli fyrir vörur, þjónustu og við úttekt í hraðbönkum. Þetta kemur fram í grein Gyðu Gunnarsdóttur á vef Landsbankans. Þessi viðskipti nefn- ast DCC en mjög hefur færst í aukana að fólki sem er á ferð erlend- is og notar greiðslukort standi til boða að greiða fyrir vörur og þjón- ustu í eigin gjaldmiðli. Þægilegt að sjá verð í krónum Á vef Landsbankans segir að mörgum korthöfum þyki þetta þægi- legt því með þessu þurfa þeir ekki reikna út hver upphæðin er í íslensk- um krónum því hún blasir við á pos- anum. Greiðsla sem samþykkt er með þessum hætti er heldur ekki háð sveiflum á gengi frá þeim tíma sem færslan er staðfest og þangað til upplýsingar um færsluna berast til kortaútgefanda, eins og venja er hérlendis. Upphæðin helst óbreytt þar sem fjárhæðinni hefur þegar verið skipt yfir í íslenskar krónur. Engar reglur gilda hins vegar um þóknunargjöld milliliða sem færslu- hirðar, t.d. rekstraraðli hraðbanka eða verslun, tekur fyrir þjónustuna. Gengið reyndist tvöfalt hærra Þannig er tekið dæmi á vef Lands- bankans af Íslendingi sem boðið var að upphæðin yrði færð í íslenskum krónum en ekki í evrum, sem hann þáði. Honum yfirsást hins vegar að gengið á evru var um tvöfalt hærra en opinber gengisskráning segir til um. Eftir að hann hafði slegið inn pinnið var of seint að hætta við. Helgi Teitur Helgason, fram- kvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Landsbankaum, segir að slík dæmi séu ekki algeng en að full ástæða sé til þess að vera meðvitaður um þetta. „Þetta fyrirkomulag hefur aukist mikið undanfarin tvö ár eða svo,“ segir Helgi Teitur. Hann segist ekki vita til þess að færsluhirðar á Íslandi á borð við Visa eða Borgun bjóði slíkt þeim sem nota hraðbanka á þeirra vegum. „Í útlöndum eru t.d. fyrirtæki sem eiga og reka hrað- banka. Þeir taka þóknanir og að auki eru svo einhverjir færsluaðilar á borð við Mastercard, Visa, American Express og fleiri sem geta líka tekið þóknanir.“ Halda skal því til haga að fólki gefst ávallt kostur á því að velja hvort það tekur út fé eða kaupir vörur í eigin gjaldmiðli eður ei. Ráðlagt að velja ekki krónur  Víða erlendis býðst að taka fé út úr hraðbönkum eða kaupa vörur fyrir krónur  Yfirsást að gengi evru var tvöfalt hærra en skráð gengi  Engar reglur um þóknun Morgunblaðið/ÞÖK Krónur Ekki er ráðlegt að velja ís- lenskan gjaldmiðil við úttekt. Að fengnu leyfi frá álfum og huldu- fólki komst jarðborun á kirkju- staðnum Ríp í Hegranesi á skrið og er nú lokið. Eins og sagði frá í Morg- unblaðinu um síðustu helgi gengu framkvæmdir mjög illa framan af svo tæki biluðu og borstangir brotn- uðu. Töldu heimamenn að þar væri um að kenna að ekki hefði verið ósk- að samþykkis huldra íbúa, sem Hegranesingar trúa mjög sterkt á. „Strákarnir voru að bora eftir köldu vatni hér við bæinn þar sem ég held að sé gamall kirkjugarður. Þegar allt hafði stöðvast lagði ég til að borað yrði á nýjum stað eins og gekk eftir. Áður en hafist var handa leituðum við samþykkis, til dæmis með því að ganga á staðinn þar sem bora skyldi og óska leyfis í hljóðri bæn. Einnig kom hingað maður sem er þekktur fyrir að sjá það og skynja sem öðrum er hulið. Hann gekk um svæðið og kom síðan til baka með þau skilaboð að öllu væri óhætt,“ segir Birgir Þórðarson, bóndi á Ríp, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Það voru starfsmenn verktaka- fyrirtæksins VCK ehf. sem önn- uðust framkvæmdir á Ríp. Þegar verkið stöðvaðist í síðustu viku héldu þeir suður til Reykjavíkur til að sækja varahluti í tæki og fleira. Komu svo aftur norður og þá var áðurnefnt samþykki úr huldu- heimum í höfn. Að því fengnu gekk allt eins og í sögu og nú vellur upp úr borholunni á Ríp á hverri klukkustund eitt tonn af köldu og góðu neysluvatni. Þetta eru staðreyndir „Já, það höfðu margir samband við mig eftir að fréttir af þessari óvæntu atburðarás hér á Ríp komu í Mogganum. Sumum finnst þetta skrýtið en í mínum huga eru þetta bara blákaldar staðreyndir. Hér í Hegranesi býr huldufólk og við verðum að taka tillit til þess,“ segir Birgir að síðustu. sbs@mbl.is Álfar samþykktu boranir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagafjörður Jarðboranir á Ríp trufluðust af óvenjulegum ástæðum.  Vatnið rennur í Ríp og huldufólkið varð sátt við verkið Um 50 björgunarsveitarmenn Slysa- varnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í þremur aðgerðum nánast á sama tíma í gær þar sem bjarga þurfti erlendum ferðamönnum og hestakonu. Björgunarsveitir frá Hellu að Vík í Mýrdal ásamt undanförum af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt fyrir kl. 14.00 vegna slyss við Sólheimajökul. Erlendur karlmaður hrapaði þar 30-40 metra og slasaðist alvarlega. Þurfti að bera hann nokk- urn spöl að lendingarstað þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún flutti hinn slasaða til Reykjavíkur. Kona missté sig á gönguleið í Reykjadal í Ölfusi og voru björgunarsveitir frá Hveragerði, Selfossi, Eyrarbakka og Þorláks- höfn kallaðar út. Bera þurfti konuna um tvo kílómetra niður dalinn til móts við sjúkrabíl. Þriðja útkallið barst björgunar- sveitinni Tindi á Ólafsfirði. Það var vegna konu sem féll aftur fyrir sig af hestbaki og slasaðist á fæti. gudni@mbl.is Annir hjá björgunar- sveitum  Þrjú útköll nánast á sama tíma í gær Morgunblaðið/Rósa Braga Björgunarsveitir Þær höfðu í nógu að snúast við að hjálpa slösuðum. Draga á úr rigningu í dag sem var á sunnan- og austanverðu landinu í nótt. Einnig á vind að hægja og er spáð skúrum á víð og dreif en þoku- lofti eða súld fyrir austan. Hiti verð- ur 10-19 stig, hlýjast vestantil. Á morgun, sunnudag, spáir Veð- urstofan suðaustan 8-13 m/s vindi við suðurströndina en annars hægri breytilegri átt. Skýjað verður með köflum og stöku skúrir. Hiti víða 12- 17 stig. Á mánudag verður hæg suð- læg eða breytileg átt. Svo á að ganga í austan 8-13 m/s með rigningu. Fremur hlýtt veður Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7070 • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Ný heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.