Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 Við fjölskyldan ætlum að vera í sumarbústað fyrir sunnan,“ segirTinna Hermannsdóttir, spurð hvernig hún ætli að verja af-mælisdegi sínum en hún á 30 ára afmæli í dag. „Við leigðum okkur bústað í Ölfusborgum, ég ætla að hafa það rólegt með fjölskyld- unni í dag en það er aldrei að vita hverjir kíkja í kaffi til okkar vikuna sem við verðum hérna.“ Tinna er leik- og grunnskólakennari að mennt og vinnur sem deild- arstjóri á leikskólanum Kiðagili sem er í Giljahverfi á Akureyri. Unn- usti Tinnu er Pétur Már Björgvinsson, smiður hjá Á.K. smíði, og sam- an eiga þau Karen Sólveigu sem verður þriggja ára 2. ágúst og þau eiga svo von á öðru barni í byrjun október. Tinna hefur mikinn áhuga á útivist og hverskonar hreyfingu og hefur verið dugleg í félagsmálum gegnum tíðina, var meðal annars æskulýðsfulltrúi í Akureyrarkirkju í nokkur ár. „En eftir að ég átti þá hef ég ekki mikið verið að sinna félagsmálum, en leysi stundum af í sunnudagaskólanum í Akureyrarkirkju.“ Tinna spilaði í nokkur ár með meistaraflokki BÍ/Bolungarvík í fót- bolta en lagði skóna á hilluna eftir að hún flutti norður í nám. „Ég hef lítið verið í boltanum en hef nokkrum sinnum tekið þátt í Mýrarbolt- anum og er núverandi Evrópumeistari með liðinu FC Drulluflottar,“ en Mýrarboltinn er alltaf spilaður um verslunarmannahelgina í heimabæ Tinnu, Ísafirði. „Það eru skiptar skoðanir um hvort það sé betra að vera góður í fótbolta í Mýrarboltanum, en að mínu mati finnst mér það hjálpa. Svo kemst maður mjög langt á ákveðninni og þrjóskunni.“ Fjölskyldan Tinna, Pétur Már og Karen Sólveig við fossinn Dynjanda. Hefur það huggulegt í sumarbústaðnum Tinna Hermannsdóttir er þrítug í dag J ón Þór fæddist í Reykjavík 16.7. 1966 og ólst upp í Garðabæ fram að ung- lingsárum. Þá var Jón Þór í góðu yfirlæti í sveit flest sumur á æskuárunum, á Suðureyri við Súgandafjörð, hjá móðurafa sín- um og ömmu, Jóni Valdimarssyni og Guðjónu Albertsdóttur. Jón Þór æfði hann og keppti í yngri flokkum Stjörnunnar í knatt- spyrnu, var einn af stofnendum Skákfélags Garðabæjar og keppti með félaginu um langt árabil. Jón Þór gekk í Flataskóla og Garðaskóla, stundaði nám við Menntaskólinn við Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi 1986. Hann lauk BSc-prófi í líffræði við HÍ 1991, lauk MSc-prófi í heilbrigðisfræði við HÍ og doktorsprófi þaðan í sömu grein árið 2008. Jón Þór hefur sinnt og stjórnað rannsóknum á erfðafræðiþáttum brjóstakrabbameins, ristilkrabba- meins, krabbameins í eistum og í blöðruhálskirtli. Hann sinnti rann- sóknum í meinafræði við HÍ 1991-96, var verkefnastjóri við deild læknis- fræðilegrar erfðafræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1996-98, verk- efnastjóri við meinafræðideild LSH 1999, sinnti rannsóknum með rann- sóknarhóp við National Human Ge- nome Research Institute í Bethesda í Maryland í Bandaríkjunum 1999, var verkefnastjóri við meina- fræðideild LSH 1999-2000, verk- efnastjóri við krabbameinsdeild DE- CODE í Reykjavík 2000-2008, Jón Þór Bergþórsson, forstöðum. við LSH og lektor við HÍ – 50 ára Feðgar á fótboltavelli Jón Þór og sonur hans, Úlfar Agnar Kornelíus Hölluson á Camp Nou, heimavelli Barcelona. Rannsakar krabba- mein og keppir í skák Afmælisbarnið Jón Þór í gönguferð þar sem hann nýtur náttúrunnar. Akranes Heiða Kristín Stein- arsdóttir fæddist 30. júní 2015 kl. 12.34 á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Hún vó 4.025 g og var 52 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Lena Gunnlaugs- dóttir og Steinar Helgason. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.