Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Hátíðin verður styttri og þéttari í ár og við erum í óðaönn að undir- búa opnunarhátíðina. Í Listagilinu verða skúlptúrar af skrímslum og kynjaverum sem fá að njóta sín út hátíðina, hljómsveitin Herðubreið mun spila undir berum himni, það verður opnun í Mjólkurbúðinni, svo verður nýtt Gangandi Gallerí opnað og gjörningar bæði inni og úti. Svo mun dagurinn endar á háklassa Bach-hátíð,“ segir Guðrún Þórs- dóttir, verkefnastjóri Listasumars Akureyrar, en Listasumar 2016 verður sett í dag í Listagilinu á Ak- ureyri. Ákveðið var að þétta dag- skrána og láta hana ná yfir einn og hálfan mánuð í stað þriggja til þess að skerpa fókusinn og ná fram samfelldari dagskrá eins og segir í tilkynningu. Enn sem fyrr markar Akureyrarvaka laugardaginn 27. ágúst lok Listasumars. Tuttugu og fimm listamenn „Listasumar var endurvakið í fyrra eftir nokkurra ára hlé. Lista- sumar er afsprengi Gilfélagsins og er hugsað sem ákveðin umgjörð fyrir lista- og menningarviðburði á Akureyri. Í fyrra fór svolítið púst í að endurvekja hátíðina og láta hjól- in fara að snúast og í ár náum við að setja peninga beint í verkefni, sem er frábært því listafólk þarf laun eins og tæknimennirnir. Lista- fólk sótti um styrki til að koma verkefnum sínum í gang og þar af leiðandi framleiðir Listasumar nokkur verkefni á þessu tímabili,“ segir Guðrún. „Það verður öllu tjaldað sem til er á opnunardaginn frá því klukkan tvö til fimm. Það munu tuttugu og fimm listamenn frá fimm þjóð- löndum taka þátt í opuninni og margt um að vera og ég hvet alla til að koma og njóta þess með okk- ur,“ segir hún. Áhugaverðar smiðjur „Við stöndum síðan fyrir gríðar- lega áhugaverðum smiðjum. Það skiptir máli að bera út boðskap listarinnar og sá fræjum til barnanna okkar og í raun til allra. Viktoría Blöndal og Atli Sigþórs- son, betur þekktur sem Kött Grá Pje, hefja Ritlistasmiðjuna í sal Myndlistarfélagsins í dag og er hún opin öllum aldurshópum. Síðan verður raftónlistarsmiðja á vegum ungs tónlistarmanns sem heitir Haraldur Örn Haraldsson, stutt- myndasmiðja í boði Freyju Reyn- isdóttur og svo er Jónborg Sigurð- ardóttur ásamt Brynhildi Kristins- dóttur með smiðju í endurvinnslu- listum eins og þær orða það sjálfar, þar vinnur hún list úr rusli. Undir hatti Listasumars verða einnig rokksumarbúðir,“ segir hún og bætir við að efnt verði til raf- tónleika þegar raftónlistarsmiðj- unni lýkur en þar munu norð- lenskir raftónlistarmenn koma fram. Þess skal einnig getið að þeir sem vilja leggja sitt af mörkum á Listasumri 2016 geta fengið að- stöðu í sal Myndlistarfélagsins og í Deiglunni í Listagilinu. Hugmyndir og óskir um tímasetningu skal senda á netfangið listasumar@ak- ureyri.is. Dagskráin er enn í smíð- um en hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu Listasum- ars, listasumar.is. Hátíð Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari mun leika þrjár sónötur eftir J.S. Bach ásamt hinum franska Brice Sailly sembal á opnuninni. Tjalda öllu sem til er við opnun  Listasumar sett á Akureyri í dag Dúó Viktoría Blöndal og Atli Sig- þórsson standa fyrir smiðju í ritlist. Kínversk yfirvöld hafa bannað sýningu kvikmyndar- innar Ghostbusters sem frumsýnd verður hér á landi nk. miðvikudag. Myndinni, sem er endurgerð Pauls Feig á kvikmyndinni um draugabanana frá árinu 1984, hefur verið ágætlega tekið af gagnrýnendum, þannig gaf rýnir breska dagblaðsins The Guardian myndinni fjórar stjörnur. Samkvæmt upplýsingum frá Senu hefur það áður gerst að kínversk stjórnvöld banni erlendar myndir þar sem fjallað er um drauga. „Landið er þekkt fyrir að banna sýningar á myndum sem fjalla um drauga og setti til að mynda sýningabann á myndina Pirates of The Caribbean: Dead Man’s Chest af þeirri ástæðu. Kínverskir embætt- ismenn vilja þó einnig meina að lítið hafi farið fyrir upprunalegu mynd- unum og því hafi þeir talið að myndin ætti ekki upp á borðið hjá kínversk- um áhorfendum,“ segir í tilkynningu. Draugabanar bannaðir í Kína Paul Feig Íkorninn Scrat gerir upp fyrir málleysið með hugrekki og þrautsegju. Metacritic 44/100 IMDb 6,1/10 Laugarásbíó 13.50, 15.50, 17.50 Smárabíó 13.00, 13.00, 15.30, 15.30, 17.45, 17.45 Háskólabíó 15.00, 17.30, 16.00, 18.30, 20.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 15.20, 16.10, 18.20 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.10, 17.40 Sambíóin Keflavík 15.20, 17.40 Borgarbíó Akureyri 14.00, 16.00, 17.50 Ísöld: Ævintýrið mikla 12 Draumalandið Bíó Paradís 18.00 101 Reykjavík Bíó Paradís 22.00 Bryan Cranston leikur tollvörðinn Mazur sem hafði einnig dulnefnið Bob Musella og laumaði sér í raðir eiturlyfjabaróna Kólumbíu. Seinna meir náði hann að koma sér inn í innsta hring stórglæpamannsins Pablo Escobar og aðgerðir sem snéru að peningaþvætti. Metacritic 66/100 IMDb 7,8/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.35 Háskólabíó 15.00, 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 The Infiltrator 16 Now You See Me 2 12 Metacritic 47/100 IMDb 7/10 Sambíóin Álfabakka 12.00, 14.40, 17.20, 17.40, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 20.30, 22.20, 23.10 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 The BFG 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 65/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 12.30, 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00 Sambíóin Kringlunni 13.00, 15.30, 18.00 Sambíóin Akureyri 14.00, 17.30 Sambíóin Keflavík 17.30 The Legend of Tarzan 12 Metacritic 43/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Mike and Dave need Wedding Dates 12 Foreldrar bræðranna Mike og Dave hafa fengið nóg af partístandi þeirra. Nú skulu þeir finna almennilegar dömur fyrir brúðkaup systur þeirra í Hawaii. Metacritic 50/100 IMDb 6.7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.10 Smárabíó 13.00, 15.00, 15.30, 17.15, 17.50, 19.30, 20.00, 22.00, 22.15 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Leitin að Dóru Metacritic 75/100 IMDb 9/10 Laugarásbíó 13.50, 15.50, 17.50 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40, 20.30, 22.45 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.10 Sambíóin Kringlunni 13.00, 13.00, 15.20, 15.20 Sambíóin Akureyri 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Keflavík 15.10 Independence Day: Resurgence 12 Metacritic 46/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 20.00 Smárabíó 20.00, 22.40 Háskólabíó 15.00, 18.00, 21.10 Borgarbíó Akureyri 22.00 Me Before You 12 Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.30 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00 Central Intelligence12 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Smárabíó 20.10, 22.40 Borgarbíó Akureyri 17.50 TMNT: Out of the Shadows 12 Sambíóin Álfabakka 12.30, 15.00 The Conjuring 2 16 Metacritic 8,1/10 IMDb 65/100 Sambíóin Álfabakka 22.40 Sambíóin Egilshöll 22.20 The Nice Guys 16 Metacritic 70/100 IMDb 7,9/10 Smárabíó 20.10, 22.50 Warcraft 16 Laugarásbíó 22.30 Goodnight Mommy 16 Metacritic 81/100 IMDb 6,7/10 Háskólabíó 22.10 Angry Birds Smárabíó 13.00, 15.30, 17.50 The Witch 16 Metacritic 83/100 IMDb 6,8/10 Morgunblaðið bbbbn Bíó Paradís 20.00 Arabian Nights: Vol. 2: Desolate one 16 Metacritic 80/100 IMDb7,2/10 Bíó Paradís 17.30 The assassin 12 Hin fagra og leyndardóms- fulla Yinniang starfar sem launmorðingi í Kína á tímum Tang-keisaraveldisins á ní- undu öld. Metacritic 80/100 IMDb 6,4/100 Bíó Paradís 20.00, 22.00 Hross í oss Bíó Paradís 20.00 The Treasure Costi hjálpar nágranna sín- um að leigja málmleitartæki til að leita að fjársjóði. Bíó Paradís 20.00 Love Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 18 ára. Metacritic 51/100 IMDb 6/100 Bíó Paradís 22.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.