Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016 Á réttri leið til framtíðar xd.isS JÁ L F S TÆÐ I S F L O KKUR I N N Á réttri leið Auglýst er eftir framboðum á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar Prófkjör og röðun á lista fara fram í september, en framboðsfrestur rennur út í ágúst. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Norðvesturkjör- dæmi hafa ákveðið að efna til prófkjara við val frambjóðenda á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Sjá nánar:www.xd.is/profkjor Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur ákveðið að fram fari röðun á fram- boðslista á sérstökum fundi kjördæmisráðsins þar sem bæði aðal- og varamenn eiga sæti.www.xd.is/ rodun Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs og til röðunar. Skal framboð vera bundið við flokks- félaga, enda liggi fyrir skriflegt samþykki um að viðkomandi gefi kost á sér. Eyðublöð fyrir framboð, skipulags- og prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins, reglur um röðun á framboðslista, auk nánari upplýsinga um prófkjörin og röðunina, er hægt að nálgast á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins og á heimasíðu flokksins,www.xd.is/profkjor ogwww.xd.is/rodun. Framboðummá skila á skrifstofu flokksins eða til kjörstjórna einstakra kjördæmasamtaka. Laugardaginn 3. september fara fram prófkjör og röðun í: Norðausturkjördæmi – röðun. Framboðsfrestur: Ummiðjan ágúst (nákvæm dag- setning verður auglýst síðar áwww.xd.is/rodun) Norðvesturkjördæmi – prófkjör. Framboðsfrestur: Föstudagur 5. ágúst kl. 16:00. Reykjavík – prófkjör. Framboðsfrestur: Föstudagur 12. ágúst kl. 16:00. Laugardaginn 10. september fara fram prófkjör í: Suðurkjördæmi – prófkjör. Framboðsfrestur: Miðvikudagur 10. ágúst kl. 24:00. Suðvesturkjördæmi – prófkjör. Framboðsfrestur: Föstudagur 19. ágúst kl. 16:00. Rússneskar herþotur hafa fellt að minnsta kosti átján vígamenn Ríkis íslams í loftárásum sínum undan- farna sólarhringa. Eftirlitsaðilinn Syrian Observatory for Human Rights sagði að evrópskir vígamenn væru á meðal þeirra sem hefðu fallið, en sprengjum var varpað á skotmörk við bæinn Sukhna og í nágrenni Pal- mýru, þar sem fornar rústir frá tím- um Rómverja eru. Þá hafa Rússar einnig gert árásir í nágrenni bæjarins Arak og víðar í Homs-héraði. Sex Tupolev- sprengjuvélar flugu frá Rússlandi til þess að framkvæma árásirnar. Bæði Arak og Sukhna eru á valdi Ríkis ísl- ams, en fyrrnefndi bærinn er nálægt mikilvægum olíulindum. Rússar hófu fyrst loftárásir sínar í Sýrlandi í september síðastliðnum, en þeir eru á meðal helstu banda- manna Bashars al-Assad Sýrlands- forseta. Rússar tilkynntu fyrr í vik- unni að flugher þeirra hefði framkvæmt meira en fimmtíu loft- árásir á tveimur dögum gegn Ríki íslams. Sagði á Facebook-síðu flug- hersins að árásirnar væru hluti af herferð Rússa gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Árásirnar eru taldar vera svar Rússa við árás Ríkis íslams á Pal- mýru, sem stjórnarher Sýrlands náði að hrinda. Þá fylgja árásirnar í kjölfar þess að tveir rússneskir flug- menn létust þegar sýrlensk þyrla var skotin niður á laugardaginn. Tólf Rússar hafa nú fallið í sýrlenska borgarastríðinu. Rússar fella 18  Loftárásir við Palmýru  Evrópskir vígamenn meðal hinna látnu Guðni Einarsson Kristján H. Johannessen Tyrkneski herinn hratt af stað valda- ráni og sagðist í gærkvöldi hafa steypt af stóli Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseta. Sýndi tyrkneska sjón- varpið NTV m.a. myndir af skriðdrek- um og þungvopnuðum hermönnum fyrir utan Ataturk-flugvöll í Istanbúl, á brúm yfir Bosporus-sund og við hin- ar og þessar eftirlitsstöðvar í borginni. Þá flugu einnig nokkrar orrustuþotur og herþyrlur lágflug yfir Istanbúl. Útgöngubann um allt land Fljótlega eftir að fyrstu fregnir bár- ust af valdaráninu lýsti herinn yfir út- göngubanni í landinu öllu og sagði svo- kallað „friðarráð“ hafa tekið völdin. Á sama tíma hvatti Erdogan forseti þjóð sína til að fjölmenna á götum landsins – sér til stuðnings. Ástæða valdaránsins er að sögn hersins „til að tryggja og endurreisa stjórnskipulega reglu, lýðræði, mann- réttindi og frelsi“. Þá sagði einnig í til- kynningu frá hernum að vonast sé til að allir alþjóðasamningar og -skuld- bindingar haldi gildi sínu. „Við vonum að góð samskipti okkar haldi áfram við öll ríki heims.“ Fréttamenn AFP í Tyrklandi sögðu Istanbúl hafa breyst í draugaborg á afar skömmum tíma. En áður en valdarán hófst voru fjölmargir að njóta næturlífsins í miðborginni. „Mun verða þeim dýrkeypt“ Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði aðgerðir hersins ólöglegar með öllu. „Við eigum nú við tilraun [til valdaráns]. Við munum ekki leyfa þessa tilraun,“ sagði hann í símaviðtali við sjónvarpsstöð NTV. „Það mun verða þeim dýrkeypt sem taka þátt í þessu.“ Borgaraþjónusta utanríkisráðu- neytisins var virkjuð í gærkvöldi vegna ástandsins í Tyrklandi. „Flestar samskiptaleiðir aðrar en símalínur virðast lokaðar í Tyrklandi og tekið hefur gildi útgöngubann í helstu borg- um,“ sagði í tilkynningu frá ráðuneyt- inu. Var þeim tilmælum beint til Ís- lendinga í landinu að halda sig innandyra og fylgjast um leið náið með framvindu mála. Herinn snerist gegn Erdogan  Hermenn og skriðdrekar lokuðu samgöngumannvirkjum og alþjóðaflugvell- inum í Istanbúl í tilraun til valdaráns  Flestar samskiptaleiðir duttu einnig út AFP Útgöngubann Tyrkneskar hersveitir risu skyndilega upp í gærkvöldi í von um að koma Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta frá völdum. Tyrkneski herinn tók völdin í Tyrklandi í gær. Það var í fimmta skipti sem völdum hefur verið rænt af kjörnum stjórn- völdum síðan Tyrkland varð lýð- veldi árið 1923. Ungir herforingjar rændu völdum 27. maí 1960 sem var fyrsta valdaránið í sögu lýðveld- isins. Tyrkneski herinn tók aftur völdin 12. mars 1971 þegar for- ingi herráðsins afhenti for- sætisráðherra minnisblað með skilyrðum hersins. Tyrkneski herinn hrifsaði aftur völdin hinn 12. september 1980. Herinn af- henti minnisblað 28. febrúar 1997 sem varð til þess að for- sætisráðherra sagði af sér. Tyrkjaher tekur völdin TYRKLAND Guðni Einarsson Freyr Bjarnason „Við höfum heyrt frá bróður kon- unnar minnar sem var staddur hjá vini sínum Asíumegin í Istanbúl og komst ekki þaðan. Það voru miklar bílaraðir á götunum. Erdogan hvatti almenning til að fara út á göturnar að mótmæla og var tölu- vert af fólki komið út þar sem mágur minn var staddur,“ sagði Ármann Snævarr. Hann er kvænt- ur Zeynep Sidal Snævarr sem er frá Tyrklandi og með íslenskt rík- isfang. Þau eru búsett hér á landi. Ármann sagði að þau hefðu ekkert heyrt frá tengdaforeldrum hans. „Maður upplifir það að fólk er óttaslegið og veit ekki alveg hvað er að gerast. Það er lítið vitað fyrir víst hvað um er að vera. Herinn er búinn að taka yfir sjónvarps- stöðvar og þar eru lesnar tilkynn- ingar frá hernum.“ Óttaslegin í Istanbúl „Mér hefði aldrei dottið í hug í gær að þetta gæti gerst hérna í Tyrklandi á 21. öldinni. Þetta á að vera lýðræðisríki,“ segir Saadet Özdemir Hilmarsson. Hún hefur tyrkneskt og íslenskt ríkisfang og er í sumarfríi í Istanbúl. Sadeet var ein í borginni með syni sínum og kvaðst vera hrædd. Hún fylgd- ist vel með sjónvarpinu til að sjá hvað var að gerast. „Bróðir minn er í Ankara. Hann ætlar að reyna að koma til mín en það er ekki víst að hann geti það því allt er lokað. Ég ætla alla vega ekki að fara neitt,“ sagði Sadeet. Hún frétti að búið væri að loka tveimur brúm og óttaðist þá að Ríki íslams væri að hefja aðgerðir í landinu og fylltist skelfingu. Skömmu síðar greindi forsætisráð- herra landsins frá því að um mögu- legt valdarán hersins væri að ræða. Saadet sagðist áður hafa upp- lifað valdarán í Tyrklandi en það var árið 1980 þegar hún var lítil stúlka. Þá hefði enginn vitað hvað var að gerast en núna gæti fólk fylgst með í sjónvarpinu. Þegar hún var spurð nánar út í valdaránstilraunina núna sagði hún að óvild hersins í garð forset- ans Recep Erdogans kæmi henni ekki á óvart miðað við þróun mála síðustu misseri. Sadeet ætlaði að fara heim til Íslands í næstu viku en vonaðist til að komast fyrr heim vegna atburðanna í landinu. Fólk er óttaslegið og veit ekki hvað gerist  Ein á ferð í Tyrklandi með son sinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.