Morgunblaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2016
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Hinsti vilji
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu-
lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til
samtals um það sem er þér mikilvægast við
lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum
mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla
upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Útfararstofa kirkjugarðanna
Útfarar og lögfræðiþjónusta
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓHANNES ÞÓRÐARSON,
fv. yfirlögregluþjónn,
Hverfisgötu 31, Siglufirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
5. júlí. Útförin verður gerð frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 23. júlí klukkan 14.
.
Soffía G. Jóhannesdóttir, Ólafur Kristinn Ólafs,
Ólafía M. Guðmundsdóttir,
Halldóra Sigurlaug Ólafs, Hobie Lars Hansen,
Magnea Jónína Ólafs, Björgólfur Hideaki Takefusa,
Jóhannes Már Jónsson, Halldóra Í. Sigurgeirsdóttir,
Kjartan Orri Jónsson, Sigrún Ásgeirsdóttir,
Margrét Finney Jónsdóttir,
Eydís Ósk Jóhannesdóttir, Anna Lilja Kjartansdóttir,
Jasmín Ósk Takefusa.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GRÓU SVANHEIÐAR ÁRNADÓTTUR,
sem lést 19. júní. Sérstakar þakkir til
starfsfólks á Báruhrauni, Hrafnistu í
Hafnarfirði, fyrir hlýhug og góða umönnun.
.
Ingibjörg Pálsdóttir, Kjartan Kjartansson,
Árni Pálsson, Þuríður Ingvarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær kona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLÖF GEIRSDÓTTIR,
Skúlagötu 14, Borgarnesi,
lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi laugardaginn
9. júlí. Útför hennar fer fram frá
Borgarneskirkju laugardaginn 16. júlí klukkan 14.
.
Þorvaldur Jósefsson,
Guðlaug Örlaugsdóttir,
Jósef Valgarð Þorvaldsson, Gunnþórunn Ingólfsdóttir,
Þórdís M. Þorvaldsdóttir, Blængur Alfreðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur fósturfaðir okkar, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
ÞÓRIR ATLI GUÐMUNDSSON,
Akri, Eyrarbakka,
sem lést 9. júlí, verður jarðsunginn frá
Eyrarbakkakirkju miðvikudaginn 20. júlí
klukkan 14.
.
Aðalsteinn Brynjólfsson, Ágústa Sigurðardóttir,
Anna Día Brynjólfsdóttir, Gísli Sæmundsson,
Agnar Bent Brynjólfsson, Kolbrún Markúsdóttir,
Sigríður Guðmundsd. McLean,
afabörn og langafabörn.
Elskulegur bróðir okkar,
GUÐMUNDUR BJARNASON
bóndi, Brennistöðum,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju
miðvikudaginn 20. júlí klukkan 14. Þeim
sem vilja minnast hins látna er bent á
Minningarsjóð Brákarhlíðar – sjá á www.brakarhlid.is.
.
Sveinn Bjarnason,
Helga Sólveig Bjarnadóttir,
Eysteinn Bjarnason.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT KATRÍN
VALDIMARSDÓTTIR,
áður til heimilis að Ölduslóð 44,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. júlí.
Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 21. júlí klukkan 13.
.
Steingrímur Guðjónsson, Sigríður Inga Svavarsdóttir,
Valdís B. Guðjónsdóttir, Einar Kristján Jónsson,
Þórdís Guðjónsdóttir, Sigurður Björgvinsson,
Ólafía S. Guðjónsdóttir, Jón Auðunn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐNI GUNNAR JÓNSSON
húsasmíðameistari,
Hlégerði 10, Kópavogi,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn
12. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 22. júlí
kl. 13.
.
Ingibjörg María Gunnarsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur
og frændi,
HELGI ELÍASSON,
Miðvangi 98, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans 13. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Erla B. Bessadóttir,
Bessi H. Þorsteinsson, Agnes Jóhannsdóttir,
Sigurrós Elíasdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR,
Miklubraut 64, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 13. júlí.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Sigríður Káradóttir, Guðjón Guðmundsson,
Tryggvi Kárason, Guðrún R. Rafnsdóttir,
Trausti Kárason, Selma Rut Magnúsdóttir,
Albert Sigtryggsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Ólöf fæddist íReykjavík, 4.
desember 1935.
Hún lést úr
krabbameini eftir
skamma sjúkra-
húslegu á Sjúkra-
húsinu á Akranesi,
9. júlí 2016.
Móðir Ólafar
var Svanhvít Jó-
hannesdóttir, kjör-
foreldrar Geir
Guðmundsson og Þórdís Ólafs-
dóttir, þau hjón ólu einnig upp
Ólaf Þór Kristjánsson.
Eftirlifandi sambýlismaður
Ólafar er Þorvaldur Jósefsson.
Saman áttu Ólöf og Þorvaldur
tvö börn. Jósef Valgarð, f.
10.8. 1956, sambýliskona hans
er Gunnþórun Ingólfsdóttir og
börn þeirra þrjú eru Ólöf Sæ-
unn, Ingi Valur, unnusta hans
er Lilja Dögg Vignisdóttir og
dóttir þeirra er Védís Ólöf og
Dagrún Drótt. Þórdís Margrét,
Kristjönu Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, synir þeirra eru
Sölvi Steinn og Elvar Magni,
börn Ingvars úr fyrri sam-
böndum eru Tryggvi Geir og
Júlía. Berglind Ósk, sambýlis-
maður Svavar Halldór Jó-
hannsson, börn þeirra eru
Alexandra Sif, Axel Smári og
Lilja Karen. Ásgeir Jensson, f.
8.1. 1955, hann lést á Nýja-
Sjálandi 16.5. 2016, eftirlifandi
eiginkona hans er Dahlia
Maria Tickelpenny, þau voru
barnlaus.
Ólöf ólst upp hjá kjörfor-
eldrum sínum á Lundum í
Stafholtstungum og stundaði
nám við Héraðsskólann í Reyk-
holti og Húsmæðraskólann á
Ísafirði. Ólöf og Þorvaldur
hófu sambúð 1956. Lengst af
bjuggu þau í sveitum Borg-
arfjarðar og stunduðu land-
búnað, lengstum í Sveinatungu
í Norðurárdal, allt þar til árið
1985, er þau létu þau af bú-
skap og fluttu í Borgarnes.
Útför Ólafar fer fram frá
Borgarneskirkju, í dag, 16. júlí
2016, kl. 14.
f. 5.7. 1962, gift
Blængi Alfreðs-
syni. Börn þeirra
tvö eru Harpa
Dröfn, gift Aðal-
steini Mar Gunn-
arssyni og Þor-
valdur Bjarki,
sambýliskona hans
er Katrín Inga
Gísladóttir Bass,
börn Katrínar eru
Ísak Hrafn, Adrían
Kári og Móheiður Líf. Synir
Blængs úr fyrra hjónabandi
eru Pálmi, maki Helena Björk
Guðmundsdóttir og þau eiga
Elvar Daða og Guðmund Elís
og Elís Bergmann, maki Telma
Dögg Ægisdóttir og sonur
þeirra er Aron Freyr. Börn
Ólafar úr fyrri samböndum
eru Guðlaug Örlaugsdóttir, f.
30.4. 1952, hún á þrjú börn,
Geir, börn hans eru Guðjón
Geir, Rakel Ýr og Steingrímur
Geir. Ingvar Þór, giftur Nönu
Hún Lóló tengdamóðir mín er
látin. Hún var einstök kona, list-
ræn, félagslynd, hjálpsöm og
glaðlynd og lét sér annt um alla
sem hún umgekkst, ekki síst þá
sem minna máttu sín og hún
hafði einstakt lag á að láta fólki
líða vel í kringum sig. Ég kynnt-
ist Lóló fyrst þegar ég kom með
syni hennar heim í Sveinatungu
og áreiðanlega kveið ég nokkuð
fyrir að koma þannig inn á
ókunnugt heimili, en hlýjar mót-
tökur fékk ég og leið fljótlega
eins og heima hjá mér. Undraði
mig stundum atorkusemi og
dugnaður Lólóar, en mannmargt
var í Sveinatungu, auk fjölskyld-
unnar voru sumarbörn, og
ósjaldan vegfarendur sem ráku
inn nefið, kostgangarar frá
Vegagerðinni o.fl., við stóra eld-
húsborðið var flesta daga þétt-
setið og það var hlaðið veitingum
frá morgni til kvölds. Alltaf var
pláss fyrir fleiri við borð þeirra
hjóna, enda gestrisin með ein-
dæmum.
Þrátt fyrir að nóg væri að
gera við heimilisstörfin og vinnu-
dagurinn langur, gaf Lóló sér
tíma til að taka þátt í félagsstörf-
um, söng í kirkjukór og starfaði
með kvenfélagi sveitarinnar.
Lóló var handlagin og listræn,
þá hæfileika ræktaði hún enn
frekar eftir að þau Valdi fluttu í
Borgarnes, málaði myndir,
brenndi glermuni, málaði á
steina og heklaði og prjónaði fal-
lega hluti, svo fátt eitt sé nefnt.
Upp úr afmælis- og jólapökkum
frá henni komu ósjaldan fallegir
handunnir gripir, sem minna
okkur nú á hve hæfileikarík hún
var á svo fjölbreyttan hátt. Lóló
var mikil fjölskyldukona, fylgdist
vel með nýjum afkomendum og
gjafalisti hennar lengdist hratt,
því hún mundi flesta afmælis-og
merkisdaga og hugsaði sífellt um
að gleðja aðra. Litla ömmustelp-
an mín er of lítil til að sakna Lóló
langömmu, en önnur barnabörn
og barnabarnabörn sakna nú
sárt sinnar góðu og hlýju ömmu.
Þau Lóló og Valdi áttu góða
hesta og lögðu metnað sinn í að
rækta sitt hrossakyn, sem þau
kenndu við Sveinatungu, sem
best. Mín tilfinning var að Lóló
hefði yndi af hestum, þótt heim-
ilisaðstæður gæfu henni ekki
mikinn tíma til að sinna því hug-
arefni. Ég sá hana þó nokkrum
sinnum á hestbaki, hún bar sig
tígulega og hesturinn fór vel hjá
henni, þannig vil ég minnast
hennar. Takk fyrir allt, kæra
Lóló.
Gunnþórunn
Ingólfsdóttir.
Ólöf Geirsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar