Fréttablaðið - 30.01.2017, Page 52

Fréttablaðið - 30.01.2017, Page 52
V ið í AIESEC þróum leiðtogahæfni ungs fólks með því að gefa því tækifæri til að fara til útlanda í starfsnám eða sinna sjálfboðaliðastörfum,“ segir Vigdís Ólafsdóttir, sem fór sjálf á sínum tíma út til Srí Lanka á vegum AIESEC. „Já, ég hélt út til Srí Lanka í sumar ásamt vinkonu minni. Tilgangur ferðarinnar var að fræða ungmenni í Srí Lanka um mannréttindi. Við bjuggum í úthverfi Colombo ásamt öðrum sjálfboðaliðum frá AIESEC. Það kom á óvart hvað maður gat vanist aðstæðunum fljótt, enda var ekki annað í boði. Á kvöldin gátu lestirnar orðið ansi troðnar, fólk hékk bókstaflega utan á þeim, en ef við ætluðum að komast heim var ekki annað í stöðunni en að troðast í lestina,“ útskýrir Vigdís sem á ótal merkilegar sögur frá tíma sínum í Srí Lanka. „Já, það var til dæmis gömul kona sem sat fyrir utan kofann sinn í hverfinu okkar alla daga og við vinkonurnar höfðum rætt það okkar á milli að það væri eins og hún væri að bíða eftir dauðanum. Eitt kvöldið var hún ekki lengur á sínum stað. Þegar betur var að gáð lá hún á borðinu inni hjá sér, böðuð hvítu ljósi. Allt í kringum hana voru hvítir plaststólar og hvítir fánar. Það sást vel inn til hennar og við vorum í sjokki. Fólk í Srí Lanka hugsar öðruvísi um dauðann og gamalt fólk en Vesturlandabúar. Þegar ég sagði fólki frá því að níræð amma mín byggi ein og að flest gamalt fólk byggi á elliheimili skildi það ekki hvernig við gætum verið svona vond við fólkið sem ól o k ku r u p p, “ rifjar Vigdís upp. „ Þ a ð v a r gaman að geta skoðað menn- ingu mína út frá menningu þeirra. Þau hafa líka allt aðra sýn á hefðir sem tengj- ast menningu, enda búa margir hópar sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð þar í landi. Á meðan ég sagði að það væru mannréttindi að velja sér maka bentu sumir á að það væru mann- réttindi að fylgja sinni menningu svo það var oft snúið að fræða fólk um mannréttindi þegar skilgrein- ingin var ekki sú sama.“ Meðal þess sem Vigdís og aðrir meðlimir AIESEC gerðu í Srí Lanka var að halda fyrirlestra um kyn- bundið ofbeldi. „Eitt sinn þegar við vorum með fræðslu var einn félaga minna með miklar áhyggjur af því að kennarinn myndi hringja í lögregluna því við værum komin yfir strikið með því að minnast á meyjarhaftið. Ég efast ekki um að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því hversu langt við erum komin í jafnréttismálum. Það að fara til Srí Lanka var ótrúlegt tækifæri til að eiga opinskáar samræður við heimamenn og deila þeim fram- förum sem hafa átt sér stað hér á Íslandi með fólkinu, sem og að víkka sjóndeildarhringinn.“ Vigdís segir þessa lífsreynslu hafa þroskað hana og hún mælir hiklaust með að áhugasöm ung- menni kynni sér samtökin. „Þetta er ódýr og spennandi leið fyrir fólk til að fá starfsreynslu og efla leið- togahæfni sína. Einnig er þetta kjör- ið tækifæri til að kynnast menningu annarra landa og um leið láta gott af sér leiða.“ Vigdís bendir á að allir þeir sem hafa áhuga á að fara út á vegum félagsins geti nálgast upplýsingar um það starfsnám og sjálfboða- liðastörf sem samtökin bjóða upp á á vefnum opportunities.aiesec.org. gudnyhronn@365.is Aðlagaðist aðstæðunum í Sri Lanka fljótt Vigdís Ólafsdóttir fór til Srí Lanka á vegum AIESEC-samtakanna. FréttAbLAðIð/Anton brInk Þeir Róbert Aron Magnús-son og Benedikt Freyr Jóns-son, eða Robbi Kronik og Benni B-Ruff eins og mæður þeirra þekkja þá, í útvarpsþættinum Kronik, réðust í það verkefni að velja það sem stóð upp úr á árinu 2016 í heimi hiphop-tónlistar og var af því tilefni sérstakur árslistaþáttur hjá þeim félögum á laugardaginn síð- asta. Þeir stóðu þó ekki einir í þessu verkefni heldur fengu þeir með sér nokkra álitsgjafa sem sendu inn sínar tilnefningar. Flokkarnir sem valið var í að þessu sinni voru 20 bestu lög ársins, fimm bestu plöturnar og tíu bestu íslensku rapp lögin. „Já, við sátum alveg rennsveittir við þetta nánast fram á nótt á föstu- daginn. Þetta var gríðarlega erfitt val og allir með sínar meiningar. En þetta hafðist á endanum,“ segir Benni um hvernig gekk að vinna listann. Útvarpsþátturinn Kronik er á dagskrá á X-inu alla laugardaga frá klukkan 17 til 19. Þátturinn hóf upphaflega göngu sína árið 1993 en lagðist síðan í dvala fyrir einum tíu árum, en sneri svo að lokum aftur á X-ið í nóvember í fyrra. Árslisti útvarpsþáttarins Kronik 2016 Í útvarpsþættinum Kronik er fjallað um allt það sem ber hæst í heimi hiphop- tónlistar bæði hér heima og erlendis. Þeir Róbert Aron og Benedikt Freyr, stjórnendur þáttarins, hafa nú sent frá sér lista yfir allt það besta frá síðasta ári. Þeir róbert Aron Magnússon og benedikt Freyr Jónsson hafa lifað og hrærst í rappheiminum í fjölda- mörg ár. FréttAbLAðIð/ErnIr Það er upplifun að ferðast með lest í Srí Lanka að sögn Vigdísar. Álitsgjafar kronik björn Valur Pálsson – plötusnúður og pródúsent, Egill Ásgeirsson – plötusnúður, karítas Óðinsdóttir – plötusnúður, ragnar tómas Hallgrímsson – blaðamaður, Stefán Þór Hjartarson - blaðamaður ÞettA vAR gRíðARLegA eRFitt vAL og ALLiR með SínAR meiningAR. 1. Aron Can - Enginn Mórall 2. Gkr - tala um 3. Gísli Pálmi - róró 4. Emmsjé Gauti - Silfurskotta 5. Herra Hnetusmjör - Stjórinn 6. Emmsjé Gauti - reykjavík 7. Sturla Atlas - Mean 2 u 8. Aron Can - Grunaður 9. tiny - thought u knew 10. Gkr - Meira 11. Alvia Islandia - ralph Lauren 12. Cheddy Carter - Yao Ming 13. kilo - Magnifico 14. Marteinn - bing 15. Alexander Jarl & Aron Can - no Deal 16. Aron Can - rúllupp 17. Geimfarar - Hvítur Galdur 18. blaz roca - Fýrupp 19. Shades of reykjavík - Sólmyrkvi 20. Peter overdrive - beats með dýfu 1. Young thug & travis Scott feat Quavo - Pick up the phone 2. Schoolboy Q - that Part 3. Migos - bad n boujee 4. kanye West - Father Stretch my hands pt 1 5. big Sean - bounce back 6. rae Sremmurd - black beatles 7. ty Dolla Sign - Where 8. Skepta - Man 9. 21 Savage - no Heart 10. rihanna - nothing is Promised 11. Desiigner - Panda 12. Fat Joe ft French Montana - All the way up 13. travis Scott - Goosebumps 14. Giggs - Lock doh 15. MadeintYo - Uber everywhere 16. Future & Lil Uzi Vert - too much sauce 17. Ab Soul - Drugs 18. Young M.A - oUUUUU 19. Desiigner - timmy turner 20. Chance the rapper ft 2 Chainz & Lil Wayne - Problems 21. tory Lanez - LUV 22. P Money - Panasonic 23. Stormzy- Scary 24. Chip & kranium -Style Dat 25. A tribe Called Quest - We the people... Skepta - Konnichiwa kanye West - The Life of pablo A$AS Mob - Cosytapez A tribe Called Quest - We Got It from Here... Thank You 4 Your Service travis Scott - Birds in the trap sing McKnight Anderson Paak - Malibu Gucci Mane - Everybody looking 21 Savage - Savage Mode Chance the rapper - The Colouring Book Schoolboy Q - Blank Face topp 10 pLötuR topp 25 Lög topp 20 íSLenSKt 3 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r24 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð Lífið 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 1 8 -1 4 C 4 1 C 1 8 -1 3 8 8 1 C 1 8 -1 2 4 C 1 C 1 8 -1 1 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.