Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Síða 15

Ægir - 01.02.2016, Síða 15
15 veiðum til markaðar. Við viljum snúa þessu við og tala um að vinna frá markaði til veiða því það er markaðurinn sem stýrir því sem við gerum. Ef markaðurinn þarf að fá mikið magn af ferskum þorski á þriðjudegi þá bregðumst við strax við með stýringu á veiðunum. Á þennan hátt snýst okkar starf í vinnslunni um að vinna mjög náið með annars vegar markaðnum og hins vegar út- gerð skipanna. Því er enginn vafi að einn af helstu styrkleikum Samherja sem sjávarút- vegfyrirtækis er að hafa stjórn á öllum þess- um þáttum, reka öflugt markaðsstarf við hlið útgerðar og vinnslu og vera með gott fólk úti á mörkuðunum. Markaðstenging sjávarútvegfyrirtækjanna er komin til að vera og mun aðeins halda áfram að aukast á komandi árum,“ segir Gestur. Afhendingaröryggið mikilvægt Afhendingaröryggi segir Gestur vera einn allra mikilsverðasta þátt nútíma fiskvinnslu, það að viðskipavinum sé tryggð sú vara sem þeir þurfa og á þeim tíma sem þeir þurfa. Geti stórmarkaðir erlendis ekki treyst því að fiskurinn frá Íslandi skili sér á réttum tíma verði hann undir í samkeppninni. „Þessi þjónusta sem ég nefndi áðan og samspil stöðugra gæða og afhendingar- öryggis eru lykilþættirnir í okkar daglega starfi. Okkar vara á sitt hillurými í stórmörk- uðunum og ef hún ekki skilar sér þá kemur eitthvað annað í staðinn, hvort heldur það er kjúklingur eða annar fiskur. Við vinnum í miklu samkeppnisumhverfi og keppum til dæmis við Norðmenn, bæði framleiðslu þeirra á hvítum fiski og laxi. Það vill stund- um gleymast hversu gríðarlega öflug vara laxinn er út um allan heim. Hann hefur hækkað í verði undanfarin ár og það kann líka að skapa okkur Íslendingum tækifæri að bjóða þorskinn sem ódýrari vöru en há- gæða matfisk við hliðina á laxinum. Íslensk- ar fiskafurðir eru þannig í stöðugri sam- keppni og okkar starf snýst um að standa alltaf sem best að vígi í henni,“ segir Gestur Geirsson. Pökkunarlínur fyrir ferskar afurðir. Hér er verið að pakka þorskhnökkum og vart hægt að segja að mannshöndin komi mikið við sögu. Sjálfvirknin er í fyrirrúmi. Frosnir bitar á leið úr lausfrystingu áfram til pökkunar. Þrír hleðsluróbótar eru á gólfinu í pökkunarstöðinni og sjá um að stafla bæði frosnum og ferskum afurðum á vörubretti.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.