Ægir - 01.02.2016, Page 22
22
Kælismiðjan Frost hannar og afhendir á þessu og næsta ári frysti-
og kælibúnað í tíu nýsmíðaverkefni. Um er að ræða sjö ferskfisk-
togara sem eru í smíðum fyrir þrjú íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í
Tyrklandi. Þau skip verða afhent 2016 og 2017. Auk þess eru þrír
frystitogarar sem smíðaðir verða í Noregi, tveir fyrir útgerð í Þýska-
landi og einn fyrir útgerð í Kanada. Fyrsta frystiskipið verður af-
hent í lok árs 2016 og hin tvö árið 2017. Frost hannar og afhendir
allan kæli- og frystibúnað í þessi þrjú skip fyrir 80 til 140 tonna af-
köst á sólahring. Verðmæti þessara samninga eru á bilinu 100 til
500 milljónir króna, en verkefni eru nú í pantanabók fyrirtækisins
yfir 2 milljarða inn á þetta ár.
„Við erum með samninga
upp á tíu nýsmíðaverkefni og
liggur fyrir að tvö bætist við svo
þau eru í raun 12 þar sem við
hönnum allan búnað og svo er
mikil áskorun í því að við förum
erlendis og setjum búnaðinn
upp sjálfir í skipin. Við vorum að
ganga frá samningum við
Vinnslustöðina í Vestmannaeyj-
um um verulega stækkun á
uppsjávarfrystingunni hjá þeim,
en þar verður frystigetan færð
upp í 450 tonn á sólarhring í
nýjum blástursfrystum sem á að
vera komin í gagnið í júlí.
Við erum einnig að vinna að
byggingu nýrrar frystigeymslu
hjá Loðnuvinnslunni á Fá-
skrúðsfirði og ljúkum því verki
nú í mars. Við erum ennfremur
nýbúnir að ljúka verkhluta okk-
ar í nýrri frystigeymslu Eimskips
í Hafnarfirði. Og erum að leggja
Kælismiðjan Frost
Afhenda búnað í 10
nýsmíðaverkefni og
fleiri í farvatninu
Guðmundur Hannesson, sölu- og markaðsstjóri Kælismiðjunnar Frosts.
Þ
jón
u
sta