Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Síða 23

Ægir - 01.02.2016, Síða 23
23 lokahönd á nýja laxafrystingu í blástursfrystum í Færeyjum hjá fyrirtækinu Hiddenfjörd,“ segir Guðmundur Hannesson, sölu- og markaðsstjóri Kælismiðjunn- ar Frosts. Krefst skipulags að manna mörg verk samtímis Guðmundur segir að það felist í því mikil áskorun að vera með öll þessi nýsmíðaverkefni í gangi samtímis, en áður hafi þeir verið með eitt til tvö slík í gangi í einu. Það sé meira að segja í pípunum að tvö slík verkefni bætist við. Hann segir að það sé töluverð skipulags- vinna að manna öll þessi verk- efni og það hafi gengið alveg ágætlega fram að þessu. Allur búnaður og kerfi eru hönnuð og teiknuð hjá Kæl- ismiðjunni Frost á Akureyri og í Garðabæ og að hluta til smíðað fyrir norðan, en sumt er samsett í verksmiðjum erlendis og er sent beint á verkstað. „Við sjáum svo um alla uppsetningu í skipunum og skilum kerfunum í gangi,“ segir Guðmundur. Spennandi tímar framundan Hann er mjög ánægður með verkefnastöðuna og umsvifin hjá félaginu. „Það eru bara spennandi tímar framundan en jafnframt krefjandi. Það er stöð- ugt verið að þrengja að sjávar- útveginum með vaxandi kröf- um frá markaðnum, og svo ekki sé meira sagt með undarlegum aðgerðum stjórnvalda og með afskaplega neikvæðri umfjöllun um útveginn hér á Íslandi sem er virkilega þreytandi umræða. Fólk almennt áttar sig held ég ekki almennilega á því hvaðan tekjur þjóðarbúsins komi og það þurfi að huga vel að rekstr- arumhverfi sjávarútvegsins til lengri tíma litið,“ segir Guð- mundur. Auk þessara verkefna þá hefur Frost í samstarfi við Skag- ann og Rafeyri gert samning við Eskju á Eskifirði um uppbygg- ingu á nýrri uppsjávarvinnslu sem í fyrsta áfanga mun afkasta allt að 900 tonnum á sólarhring. „Þessi verksmiðja á að vera komin í gang seinni hlutann í september á þessu ári. Verkefn- ið er risavaxið og verður unnið á afar skömmum tíma og reynir því á slagkraft þessara fyrir- tækja sem þau hafa svo sannar- lega sýnt í fyrri sambærilegum verkefnum í Færeyjum á síð- ustu árum,“ segir Guðmundur Hannesson. Kælikerfi sem Frost setti upp í uppsjávarvinnslu Vardin í Fær- eyjum. Meðal verjefna Kælismiðjunnar Frosts á komandi mánuðum er frystibúnaður í tvo nýja frystitogara DFFU í Þýskalandi en togararnir verða smíðaðir í Kleven skipasmíðastöðinni í Álasundi í Noregi.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.