Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2016, Qupperneq 26

Ægir - 01.02.2016, Qupperneq 26
26 „Tilkoma FleXicut skurðarvélar- innar hjá okkur var einn áfangi á miklu lengri þróunarbraut sem við erum á hvað varðar tækniþróun fyrir hvítfisk- vinnslu. Á vissan hátt getum við sagt að tækniþróun fyrir fiskiðnað sé sagan endalausa því við erum stöðugt að vinna að því með fiskiðnaðinum að sjá út hvar við getum komið að málum með tæknilausnir og framþróun til virðisauka fyrir iðnaðinn. FleXicut vélin er hjartað í heildarlínu vélbúnað- ar frá Marel fyrir hvítfisk til næstu framtíðar en við erum komin á fulla ferð með þróun á fleiri tækninýjungum í vinnsl- unni,“ segir Kristján Hallvarðs- son, framkvæmdastjóri vöru- þróunar hjá Marel. Með FleXicut vatnsskurðar- vélinni sem Marel kynnti form- lega á sjávarútvegssýningunni í Brussel 2014 kom fyrirtækið fram með búnað til að skera beingarð úr fiskflökum á vél- rænan hátt, auk þess sem vélin opnaði fiskvinnslum möguleika á niðurskurði á flökunum með vatnsskurði og hnífum í bita, með eða án roðs. Þetta tækni- skref leysir mörg handtökin af hólmi í fiskvinnslunum en mikil- vægur þáttur í þróunarferli búnaðarins sneri að nýtingu við beingarðsskurðinn og afköst- um, fyrir svo utan sjálfa sjálf- virknivæðinguna. Að sönnu er það mikil bylting frá því sem áður tíðkaðist að nú fari fiskflök eftir snyrtingu í gegnum vél- búnað og komi á örfáum sek- úndum í nákvæmlega þeim bitastærðum sem óskað er eftir á sama tíma sem hámörkunar á nýtingu hráefnis er gætt. Nú eru fjórar FleXicut vélar komnar í notkun í fiskvinnslum hér á landi, þar af eru tvær þeirra hlið við hlið í nýju vinnsluhúsi Vísis hf. í Grindavík. Hjá Norway Seafoods í Dan- mörku er reynsla einnig komin á þessa tæknilausn Marel. „Við erum að upplifa miklar breytingar í fiskvinnslunni þessi misserin og árin. Umbreyting hennar er hafin og mun halda áfram. Fiskiðnaðurinn þarf sinn tíma til að átta sig á möguleik- Tvær FleXicut vélar eru í nýrri fiskvinnslu Vísis hf. í Grindavík. Flökin koma niðurhlutuð í nákvæma bita úr skurðarvélinni og halda áfram í afurðaflokkun og pökkun. F isk v in n slu tæ k n i

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.