Ægir - 01.02.2016, Qupperneq 33
33
skipta máli í daglegri keyrslu í
flökun. Hver og einn notandi á
vélinni hefur sitt lykilorð á hana
og vélin stillir sig á mismunandi
hátt eftir því hver notandinn er.
Þetta er atriði sem við vitum af
reynslu okkar síðustu ár að
skiptir umtalsverðu máli vegna
þess að það getur verið veru-
legur munur á því hvernig fólk
setur fiskinn í flökunarvélina.
Og það hefur áhrif á flökunina.
Þetta er bara eitt dæmi um
hvaða möguleika tölvustýringin
gefur okkur og við erum að
nýta okkur í forrituninni,“ segir
Bjarmi.
Stýring og hjálpartæki í senn
Einn þáttur gæðakerfisins í vél-
inni eru innbyggðar leiðbein-
ingar í tölvubúnaðinum til að
bregðast við flakagöllum ef
upp koma. Stjórnandi vélarinn-
ar getur þannig kallað upp val-
myndir af helstu flakagöllum
og fær síðan á stjórnskjánum
leiðbeiningar um lagfæringar-
leiðir. Tölvubúnaðurinn er um
leið stjórntæki á viðhald vélar-
innar, minnir notandann á ein-
staka viðhaldsþætti og heldur
utan um skráningu um viðhald.
„Á þennan hátt stuðlum við
að því að öllu fyrirbyggjandi
viðhaldi sé vel sinnt til að koma
í veg fyrir óvæntar frátafir. Þeg-
ar um er t.d. að ræða vélar í
vinnsluskipum úti á sjó er þetta
atriði ekki hvað síst mikilvægt,“
segir Bjarmi.
Tölvubúnaðurinn í vélinni
ræður við geymslu á umtals-
verðu gagnamagni, t.d. um nýt-
ingu, en býður jafnframt upp á
þann möguleika að vélin sé
nettengd. „Við það opnast okk-
ur fjölmargir áhugaverðir
möguleikar. Í fyrsta lagi geta
t.d. vinnslustjórar fylgst algjör-
lega með öllum upplýsingum
frá vélinni í stjórnherbergi fisk-
vinnsluhúsa og sama má t.d.
segja um skipstjóra vinnslu-
skipa úti á sjó. Síðast en ekki síst
gefur þetta okkur sem þjón-
ustuaðilum og framleiðendum
færi á að nettengjast vélinni ef
eitthvað kemur uppá sem hægt
er að bæta úr með auðveldum
hætt, leiðbeina stjórnanda vél-
arinnar eða uppfæra hugbún-
að,“ segir Bjarmi en einnig er
komið sérstakt öryggiskerfi í
vélina sem stöðvar hana sam-
stundis ef starfsmaður sem ekki
er skráður með aðgang að
henni fer að vélinni meðan hún
er í keyrslu. Þá má einnig nefna
að stjórnborð vélarinnar býður
upp á nokkur 10 mismunandi
tungumál, sem hvort heldur
getur skipt máli fyrir vinnslur
hér á landi eða erlendan mark-
að.
Eins og áður segir verður
tölvustýring vélanna kynnt á
sjávarútvegssýningunni í Brus-
sel í næsta mánuði en vél með
þessu kerfi verður í nýju frysti-
skipi Ramma hf. sem er nú í
smíðum í Tyrklandi.
Hausari Vélfags er einnig tölvustýrður og hefur framleiðsluheitið M525.
Roðdráttarvélin M825.