Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2016, Page 18

Ægir - 01.03.2016, Page 18
18 Víða hefur verið óvenju góð veiði á yfirstandandi grásleppuvertíð, til dæmis í Skagafirði. Steindór Árnason, trillukarl á Sauðárkróki, segir að mikil veiði kunni að vega upp á móti umtalsverðri lækkun fyrir grásleppuna frá fyrra ári en hins vegar geti of mikil veiði leitt til offramboðs á mörkuðum sem aftur kunni að koma í bakið á mönnum á næsta ári. „Síðustu árin hef ég verið trillukarl að atvinnu en ég var áður til margra ára á togurum, síðast á Málmeynni í um tíu ár. Á hverju ári fékk ég frí á vorin til þess að fara á grásleppu. Það má segja að ég sé alinn upp við grásleppuveiðar. Líklega var ég fimmtán ára gamall þegar ég eignaðist fyrstu trilluna og síð- an má segja að ég hafi alltaf átt trillu. Það eru ekki margar grá- sleppuvertíðir sem ég hef misst af síðan ég var strákur og í fjöldamörg ár hefur ekki dottið út ein einasta vertíð. Verð á grásleppuhrognum var orðið prýðilega gott og þegar við bættust strandveiðarnar var hægt að hafa afkomu af trillu- útgerð,“ segir Steindór Árna- son. Óvenju mikið af loðnu í Skagafirði Sjö bátar hafa verið gerðir út á grásleppuveiðar í Skagafirði á þessari vertíð. Steindór segir að framanaf hafi veiðarnar gengið mjög vel enda tíðarfarið með eindæmum gott. Og aflinn var eftir því sérlega góður og segist Steindór ekki minnast svo mik- illar veiði mörg undanfarin ár. Erfitt sé að ráða í hvað valdi þessari góðu veiði, en almennt sé greinilegt að lífríkið sé mjög gott um þessar mundir, mikil fiskgengd og óvenju mikið um bæði sel og hnísur. „Það er erfitt að ráða í skýringu á svo mikilli veiði hérna á þessu vori en ég vil þó halda því fram að það hafi tengst óvenju mikilli loðnugengd í firðinum, það má segja að seinnipart vetrar og í vor hafi fjörðurinn verið fullur af loðnu. Og ég tel mig sjá teng- ingu þarna á milli, það er að segja að mikilli loðnu fylgi mikil grásleppa.“ Miklar sveiflur í hrognaverði Eins og fram kom í fréttum í mars varð töluvert verðfall á grásleppunni miðað við síðasta ár og verðið var þá ekkert til þess að hrópa húrra yfir. Núna eru borgaðar um 150 krónur fyrir kílóið af grásleppunni upp úr sjó en um 200 krónur í fyrra. Grásleppunni er landað beint á bíla þegar grásleppukarlarnir koma að landi og kaupendur sjá síðan um að verka hrognin. Það er af sem áður var þegar trillukarlarnir sáu sjálfir um að salta hrognin í tunnur. Nú eru líklega yfir 90% af grásleppunni sem er veidd verkuð af kaup- endum en ekki veiðimönnun- um. „Mér hefur fundist heldur vera að síga á ógæfuhliðina í markaðsmálunum. Við söltuð- um alltaf sjálfir og seldum síðan tunnurnar en þetta hefur breyst. Núna sjá kaupendur um Grásleppan í góðum gír í Skagafirði „Það er ekki hægt að byggja útgerð á leigukvóta- kerfinu. Það kemur oft fyrir að maður fær minna fyrir fiskinn en sem nemur leiguverðinu á fiskinum. Það segir sig því sjálft að slíkt kerfi gengur ekki upp.“ Æ g isv iðta lið

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.