Ægir

Volume

Ægir - 01.12.2016, Page 22

Ægir - 01.12.2016, Page 22
22 Heildarafli íslenska fiskiskipa- flotans á fyrstu þremur mánuð- um fiskviðiársins, þ.e. frá 1. september til loka nóvember- mánaðar nam tæpum 272 þús- und tonnum upp úr sjó. Til sam- anburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 259 þúsund tonn. Þetta er því aukning í heildarafla sem nemur um 5% eða rúmum 12 þúsund tonnum. Aflaaukningin skýrist að mestu af meiri þorsk- og makrílafla samkvæmt tölum Fiskistofu. Minna af botnfiski Á fyrstu 3 mánuðum yfirstand- andi fiskveiðiárs veiddu íslensk skip um 694 tonnum meira af þorski (1,0%) en samdráttur var í ýsuafla um tólf hundruð tonn. Þá dróst ufsaaflinn saman á milli ára um 496 tonn, sem er samdráttur um 5,2%. Heildaraflinn í botnfiski er á þremur fyrstu mánuðum fisk- veiði-ársins 120.855 tonn sam- anborið við 123.193 tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er samdráttur upp á 1,9%. Meiri makríll á haustmánuðunum Á þremur fyrstu mánuðum fisk- veiðiársins nam uppsjávarafli ís- lenskra skipa 148.756 tonnum. Þetta er 14.785 tonnum meiri afli en á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Helst er það aukn- ing í afla úr norsk-íslenska síld- arstofninum og aukning á makrílafla sem skýrir þessa aukningu. Hins vegar var veru- legur samdráttur í kolmunna- afla, eða úr 19 þúsund tonnum niður í 6 þúsund tonn. Humarinn tekur dýfu Afli íslenskra skipa í skel- og krabbadýrum á þremur fyrstu mánuðum fiskveiðiársins er sambærilegur við aflann á sama tíma í fyrra. Aukningin á yfir- standandi fiskveiðiári nemur aðeins um 18 tonnum. Helsti munurinn er sá að aukning er í afla á sæbjúgum úr 410 tonn- um í 763 tonnum og afli í ígul- keri úr 125 tonnum í 163 tonn. Samdráttur varð hins vegar í rækjuafla úr 1.164 tonnum nið- ur í 805 tonn og humarafli dróst verulega saman, úr 269 tonn niður í 133 tonn (-51%). Hafa veitt 30% af þorskinum Við lok fyrsta fjórðungs fisk- veiðiársins 2016/2017 höfðu aflamarksskip nýtt um 29,9% af aflaheimildum sínum í þorski og er þá tekið tillit til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári, sérstakra úthlutana auk al- Meira fiskast af þorski og makríl F isk a flin n

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.