Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 22

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 22
22 Heildarafli íslenska fiskiskipa- flotans á fyrstu þremur mánuð- um fiskviðiársins, þ.e. frá 1. september til loka nóvember- mánaðar nam tæpum 272 þús- und tonnum upp úr sjó. Til sam- anburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 259 þúsund tonn. Þetta er því aukning í heildarafla sem nemur um 5% eða rúmum 12 þúsund tonnum. Aflaaukningin skýrist að mestu af meiri þorsk- og makrílafla samkvæmt tölum Fiskistofu. Minna af botnfiski Á fyrstu 3 mánuðum yfirstand- andi fiskveiðiárs veiddu íslensk skip um 694 tonnum meira af þorski (1,0%) en samdráttur var í ýsuafla um tólf hundruð tonn. Þá dróst ufsaaflinn saman á milli ára um 496 tonn, sem er samdráttur um 5,2%. Heildaraflinn í botnfiski er á þremur fyrstu mánuðum fisk- veiði-ársins 120.855 tonn sam- anborið við 123.193 tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er samdráttur upp á 1,9%. Meiri makríll á haustmánuðunum Á þremur fyrstu mánuðum fisk- veiðiársins nam uppsjávarafli ís- lenskra skipa 148.756 tonnum. Þetta er 14.785 tonnum meiri afli en á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Helst er það aukn- ing í afla úr norsk-íslenska síld- arstofninum og aukning á makrílafla sem skýrir þessa aukningu. Hins vegar var veru- legur samdráttur í kolmunna- afla, eða úr 19 þúsund tonnum niður í 6 þúsund tonn. Humarinn tekur dýfu Afli íslenskra skipa í skel- og krabbadýrum á þremur fyrstu mánuðum fiskveiðiársins er sambærilegur við aflann á sama tíma í fyrra. Aukningin á yfir- standandi fiskveiðiári nemur aðeins um 18 tonnum. Helsti munurinn er sá að aukning er í afla á sæbjúgum úr 410 tonn- um í 763 tonnum og afli í ígul- keri úr 125 tonnum í 163 tonn. Samdráttur varð hins vegar í rækjuafla úr 1.164 tonnum nið- ur í 805 tonn og humarafli dróst verulega saman, úr 269 tonn niður í 133 tonn (-51%). Hafa veitt 30% af þorskinum Við lok fyrsta fjórðungs fisk- veiðiársins 2016/2017 höfðu aflamarksskip nýtt um 29,9% af aflaheimildum sínum í þorski og er þá tekið tillit til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári, sérstakra úthlutana auk al- Meira fiskast af þorski og makríl F isk a flin n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.