Morgunblaðið - 21.07.2016, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 1. J Ú L Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 169. tölublað 104. árgangur
90% STUNDA
REGLULEGA
HEILSURÆKT HUGHRIF ÚT Í HIMINGEIMINN
LÝSIR SKÖPUN
HEIMSINS
Í TÓNUM
HÁTÍÐ Í GRUNDARFIRÐI 13 REYKHOLTSHÁTÍÐ 38VIÐSKIPTAMOGGINN
Litríkt Kakósmjör í ýmsum litum setur
skemmtilegan blæ á SÖLVA-súkkulaðið.
Fimm nýstúdentar úr Verzlunar-
skólanum standa á bak við fyrir-
tækið SÖLVA Chocolates sem selur
handgert hágæðasúkkulaði úr
kakóbaunum frá Tansaníu. Fyrir-
tækið varð til í valáfanga í frum-
kvöðlafræði í Verzló. SÖLVA
Chocolates var valið fyrirtæki árs-
ins 2016 í samkeppni ungra frum-
kvöðla, Junior Achievement, á Ís-
landi. Á mánudag munu þau halda
til Sviss þar sem þau taka þátt í
Evrópukeppni ungra frumkvöðla
ásamt 40 öðrum fyrirtækjum. Í
keppninni munu þau kynna súkku-
laðið og hugmyndafræðina á bak
við fyrirtækið.
Hópurinn leggur áherslu á gott
siðferði í viðskiptum sínum og lang-
ar að gera heiminn örlítið betri með
súkkulaðigerðinni. »12
Ungir frumkvöðlar
ætla að sigra Evr-
ópu með súkkulaði
Inntökupróf
» Alls eru 48 útskrifaðir úr
læknadeild Háskóla Íslands.
» Íslenskir læknar hafa einnig
verið að mennta sig erlendis.
» Verði fjölgað í 60 eru 12-15
ár þangað til nemendur ljúka
námi.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Hafinn er undirbúningur að fjölgun
nemenda á fyrsta ári í læknisfræði
við Háskóla Íslands úr 48 í 60. Unnið
hefur verið að skipulagsbreytingum
á náminu. Einnig er verið að skoða
verklega þáttinn, sem fer að mestu
fram á Landspítalanum, og hvar ný-
ir nemendur komast fyrir verði
ákveðið að fjölga. „Þótt við fjölgum
þá er þetta fólk ekki að skila sér
heim sem sérfræðingar fyrr en eftir
12 - 15 ár þannig að þetta leysir ekki
bráðavandann okkar,“ segir Reynir
Arngrímsson, formaður læknaráðs
Landspítalans.
Á síðasta starfsári voru ráðnir 23
nýir sérfræðingar í fastar stöður á
spítalann en á móti hættu nokkrir,
sumir vegna aldurs en aðrir fengu
betra tilboð erlendis frá. „Við þurf-
um að spyrja okkur alvarlegra
spurninga eins og hvers vegna er
fólk ekki að koma heim eftir að
launakjör voru bætt? Eru það
vinnuaðstæður? Er það skipulag
starfseminnar? Er það stjórnun á
heilbrigðiskerfinu? Áætlanir nú
gera ráð fyrir nánast óbreyttu hús-
næði næstu 7-8 árin. Það er graf-
alvarlegt mál að geta ekki boðið upp
á betri aðstæður fyrir skjólstæðinga
spítalans. Ég skynja vilja hjá stjórn-
málamönnum til að bæta hér úr og
e.t.v. rætist úr á næsta áratug.“
Fjölga úr 48 í 60 í læknadeild
Undirbúa fjölgun nemenda í læknisfræði við HÍ Leysir ekki bráðavandann
Á síðasta starfsári voru alls ráðnir 23 nýir sérfræðingar á Landspítalann
MSkortur á sérfræðilæknum »4
Tölvuteikning/THG arkitektar
Landssímareitur Svona mun nýja
hótelið líta út, séð frá Herkastala.
Forsvarsmenn Landssímareitsins
eru óánægðir með þá ákvörðun
Reykjavíkurborgar að synja ósk
þeirra um að fá að rífa Thorvaldsens-
stræti 6, sem er nýbygging við
Landssímahúsið, reist árið 1997.
Davíð Þorláksson, framkvæmda-
stjóri Lindarvatns ehf., sem er eig-
andi Landssímareitsins, segir fullt
tilefni fyrir borgina að endurskoða
þessa ákvörðun. Byggingin sé óhent-
ug fyrir þá starfsemi sem þar eigi að
koma og auk þess hafi athuganir
verkfræðinga leitt í ljós að byggingin
standist ekki kröfur hvað varðar
jarðskjálftaálag. Þá séu gólfplötur í
húsinu svo þunnar að þær uppfylli
ekki núgildandi byggingarreglu-
gerðir. „Við erum að skoða stöðuna
og vonum að hægt verði að finna
lausn á þessu máli,“ segir Davíð.
Í deiliskipulagi er heimild til að
breyta innra skipulagi og útliti húss-
ins til þess að fá betri nýtingu í það.
Samkvæmt því er eigandanum heim-
ilt að rífa framhlið hússins en ekki
húsið sjálft, enda liggur fyrir heimild
til að byggja framan við húsið, nær
Kirkjustræti. Í húsunum verður m.a.
starfrækt glæsihótel. »6
Segja byggingu óhentuga
Borgin endurskoði synjun á niðurrifi Thorvaldsensstrætis 6
Knattspyrnumótið Síminn ReyCup hófst með
glæsilegri setningarathöfn í gærkvöldi. Þessar
stúlkur úr Val voru fullar eftirvæntingar og
fylktu liði í skrúðgöngu athafnarinnar. Stelpur
og strákar á aldrinum þrettán til sextán ára
keppa á mótinu og í ár taka fimm erlend lið þátt í
mótinu. Alls eru liðin um 90 og telja keppend-
urnir um 1.300. Mótinu lýkur á sunnudag með
úrslitaleikjum á Laugardalsvelli.
Blásið til knattspyrnuveislu í Laugardal
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Setningarathöfn ReyCup var haldin í blíðskaparveðri í gærkvöldi
Forseti Tyrk-
lands, Recep
Tayyip Erdogan,
lýsti í gærkvöldi
yfir neyðar-
ástandi í landinu
í þrjá mánuði og
sagði það nauð-
synlegt til að
gera yfirvöldum
kleift að „fjar-
lægja strax alla
þá“ sem tóku þátt í valdaránstil-
rauninni misheppnuðu í vikunni
sem leið. Yfir 50.000 Tyrkir hafa
annaðhvort verið handteknir eða
leystir frá störfum. »2 og 16
Erdogan lýsir yfir
neyðarástandi
Recep Tayyip
Erdogan
„Fólk getur verið
með fullt af góð-
um hugmyndum
en lykillinn er
reksturinn. Í veit-
ingabransanum
snýst þetta mjög
mikið um stöðug-
leika,“ segir Birg-
ir Þór Bieltvedt
sem á undan-
förnum árum hef-
ur látið mjög að sér kveða í veitinga-
rekstri hér á landi og erlendis.
Eftir að hafa meðal annars átt
þátt í því að endurskipuleggja rekst-
ur Magasin du Nord í Kaupmanna-
höfn og sett af stað Domino’s Pizza í
Þýskalandi, sneri Birgir heim
nokkru eftir efnahagshrun og keypti
ásamt fjárfestum rekstur Domino’s
á Íslandi.
Í ViðskiptaMogganum í dag rekur
Birgir uppbyggingu fyrirtækja í
kringum rekstur vinsælla veit-
ingastaða sem telja meðal annars
Joe & the Juice, Gló, Snaps, Brauð
& Co, Jómfrúna og nú síðast Café
Paris og væntanlegan Hard Rock
Café-veitingastað í Lækjargötu.
Fullt af hugmyndum en
lykillinn er reksturinn
Birgir Þór
Bieltvedt