Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hafnaði nýlega beiðni um niðurrif Thorvaldsensstrætis 6, viðbyggingar sunnan Landssíma- hússins svokallaða, en húsinu á að breyta í hótel, verslanir og veitinga- hús. Davíð Þorláksson, framkvæmda- stjóri Lindarvatns ehf., sem er eig- andi Landssímareitsins, segir fullt tilefni fyrir borgina að endurskoða þessa ákvörðun. Byggingin sé óhentug fyrir þá starfsemi sem þar eigi að koma og auk þess hafi athuganir verk- fræðinga leitt í ljós að byggingin standist ekki kröfur hvað varð- ar jarð- skjálftaálag. Þá séu gólfplötur í húsinu svo þunn- ar að þær uppfylli ekki núgildandi byggingarreglugerðir. „Við erum að skoða stöðuna og vonum að hægt verði að finna lausn á þessu máli,“ segir Davíð. Mátti rífa framhliðina Þetta mál er sérstakt að því leyti að fyrir liggur leyfi til að byggja hús framan við viðbygginguna og til hliðar við hana. Í rauninni má ekki rífa húsið sjálft heldur má rífa framhlið þess svo hægt verði að byggja við það. Viðbyggingin, sem tekin var í notkun 1967, mun því hverfa inn í nýjar viðbyggingar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir. „Við áttum okkur ekki alveg á rökunum sem liggja að baki þessari ákvörðun borgarinnar. Við sjáum ekki hvaða virði er í að vernda þetta hús,“ segir Davíð. Hann segir að viðbyggingin frá 1967 hafi þann annmarka að gólf- hæð sé ekki sú sama og í Lands- símahúsinu sjálfu. Deiliskipulagið geri ráð fyrir að gólfhæð sé sú sama í húsunum. Ekki sé hægt að uppfylla það skilyrði nema húsið hverfi. „Þegar gengið er úr Landssíma- húsinu sjálfu yfir í viðbygginguna þarf að ganga upp og niður stiga,“ segir Davíð. Þar sem gólfflöturinn sé ekki í sömu hæð verði umferð eldra fólks og fatlaðra um húsið mjög erfið. Einnig muni þetta skapa vandræði fyrir starfsmenn væntanlegs hótels, t.d. þá sem ann- ast þrif og verða að fara um hótelið með vagna og þvíumlíkt. „Á sínum tíma hefur hugsunin væntanlega verið sú að þetta væru tvö aðskilin hús þótt þau væru sam- byggð. Það hefði engum dottið í hug að byggja húsið svona ef það hefði átt að nýta þau sameiginlega,“ segir Davíð. Hann segir að forráðamönnum Lindarvatns þyki ekki sérstaklega mikil prýði af Landssímareitnum eins og hann er í dag. „Eins og teikningarnar sýna teljum við að Austurvöllur muni fá annan og miklu betri svip með nýjum bygg- ingum. Við ætlum að kveikja nýtt líf á þessum reit, ekki bara með hótelinu heldur með veitingastöð- um, verslunum, íbúðum og end- urbættum Nasa. Það er von okkar að borgarbúar geti verið stoltir af Landssímareitnum þegar fram- kvæmdunum lýkur,“ segir Davíð. Borgin endurskoði ákvörðun  Eigendur Landssímareitsins eru óánægðir með að fá ekki að rífa Thorvaldsensstræti 6  Segja að byggingin sé óhentug og standist hvorki byggingarreglugerðir né kröfur um jarðskjálftaálag Tölvuteikning/THG arkitektar Landssímareiturinn Þannig mun nýja hótelið líta út að loknum framkvæmdum, séð frá Alþingishúsinu. Þarna verða einnig veitingahús og verslanir. Morgunblaðið/Eggert Thorvaldsensstræti 6 Ekki fékkst leyfi til þess að rífa þetta hús. Davíð Þorláksson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Hrund Einarsdóttir bygg- ingaverkfræðingur gerði könnun á Thorvaldsensstræti 6. Í minnisblaði sem hún ritaði og dagsett er 20. júní sl. kemur fram að bygging og burðarvirki voru hönnuð á sínum tíma fyrir mjög sértæka iðnaðarstarfsemi á 2.-4. hæð en með móttöku- og afgreiðslurými á 1. hæð. Hæðir 2-4 séu mjög dimmar enda hannaðar sem vélasalur. „Gróflega má lýsa burðarvirki byggingarinnar sem þriggja hæða steyptum ferköntuðum tanki á súlum á 1. hæð. Gagn- vart jarðskjálfta er slík uppbygg- ing afar óheppileg, s.s. þungar efri hæðir með léttri neðstu hæð. Ég gerði grófa jarð- skjálftagreiningu á núvverandi byggingu og í ljós kom að núver- andi bygging uppfyllir ekki nú- gildandi staðla gagnvart jarð- skjálftaálagi og mun alls ekki uppfylla þá ef byggðar verða tvær viðbótarhæðir ofan á nú- verandi byggingu eins og heimilt er samkvæmt deiliskipulagi,“ segir m.a. í minnisblaði Hrundar. Hún segir að ekki verði hægt að fjarlægja veggi í kringum vélasal til að opna upp rýmið nema allar plötur verði einnig fjarlægðar. „Ef veggir í vélasal verða fjar- lægðir, auk allra platna, verður ekkert eftir af byggingunni nema örfáar súlur sem hafa engan til- gang lengur,“ segir Hrund í minnisblaðinu. Hún segir það því sína tillögu að öll steypuvirki verði fjarlægð að fullu, þannig að hægt verði að hanna nýja byggingu sam- kvæmt núgildandi stöðlum. Byggingin þolir ekki tvær við- bótarhæðir eins og heimilt er KÖNNUN BYGGINGAVERKFRÆÐINGS Fyrstu einstaklingsþrautunum á heimsleikunum í crossfit í Los Angeles lauk í gærkvöldi, en fimm fulltrúar Íslands keppa í þeim flokki. Annie Mist Þór- isdóttir er efst í kvennaflokki eftir daginn, keppt hafði verið í þremur þrautum. Ragnheiður Sara Sig- urmundsdóttir kemur þar á eftir í 5. sæti, Katrín Tanja Davíðsdóttir er í því ellefta og Þuríður Erla Helgadóttir í 22. sæti. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í 7. sæti, en hann náði sér ekki á strik í réttstöðulyftunni. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi var keppni lokið í þremur þrautum; 7 kílómetra hlaupi, réttstöðulyftu og þriðju þrautinni þar sem keppendur þurftu að gera æfingar með þungum bolta. Áfram var keppt í liðakeppni í nótt. Hilmar Þór Harðarson átti góðan dag, en hann keppir í flokki 55-59 ára. Hann er í 11. sæti eftir þraut gærdagsins sem sneri að því að hlaupa um áhorf- endastúku og gera svokallað „burpees“-kassahopp, en þar verða læri og brjóstkassi keppenda að snerta jörð, áður en þeir rísa upp og stökkva upp á kassa. Þá er Haraldur Holgeirsson, sem keppir í unglingaflokki 16- 17 ára, í 7. sæti eftir fimm greinar. Annie Mist er fyrst  Fyrstu þrautirnar á heimsleikunum í crossfit Morgunblaðið/Ómar Efst Annie Mist Þórisdóttur og öðrum Íslendingum gekk vel í gær á heimsleikunum í crossfit í Los Angeles.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.