Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 8
Unnur Brá
Konráðsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, stefnir
„hátt“ í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Suðurkjördæmi en vill ekki gefa upp
mögulegt sæti að svo stöddu.
„Það verður gefið út seinna. Þetta
er í skoðun og ég stefni náttúrulega
hátt, það er bara svoleiðis,“ segir
Unnur Brá. Framboðsfrestur í
Suðurkjördæmi rennur út á mið-
nætti 10. ágúst nk. en mánuði síðar,
10. september, mun prófkjörið fara
fram.
Vilhjálmur Árnason, sem skipaði
fjórða sæti listans í síðustu þing-
kosningum þegar hann fór inn á
þing í fyrsta sinn, hyggur á þriðja
sætið í komandi prófkjöri. Í samtali
við mbl.is í gær sagði hann kosn-
ingabaráttu sína vera í starthol-
unum. agf@mbl.is
Unnur Brá
stefnir hátt
í prófkjöri
Vilhjálmur í þriðja
Vilhjálmur
Árnason
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Sögðust ekki allir trúa því ívor að „orðspor“ landsins
væri komið í lægsta flokk eftir
umfjöllun um Panama-skjölin
svonefndu? Þingmenn stjórn-
arandstöðunnar voru gráti nær í
þingumræðum. „Orðsporið“ var í
rúst. Ráðherrum var svo brugðið
að þeir sögðu í viðtali að til álita
kæmi að stytta kjörtímabilið ef
vel gengi að afgreiða stjórn-
arfrumvörpin.
Stjórnarandstaðan, sem varnýbúin að fagna fréttum um
að forseti Íslands hefði neitað að
samþykkja þingrof, hefur síðan
látið eins og með einhverjum
slíkum ummælum sé búið að
ákveða að rjúfa þingið í haust. 63
þingmenn eiga að missa umboð
sitt, þótt við völd sitji ríkisstjórn
með traustan þingmeirihluta.
Reynt er að þrýsta á slíkt aftur
og aftur, þótt engin rök mæli
með þingrofi, önnur en pólitískir
hagsmunir Vinstrigrænna og Pí-
rata. Nú hafa Íslendingar farið
um heiminn í sumar, fengið
hundruð þúsunda erlendra ferða-
manna hingað og lesið erlenda
umfjöllun um Ísland síðustu mán-
uði. Hvernig er „orðsporið“?
Þegar Íslendingar fóru umFrakkland í nokkrar vikur í
júní, málaðir í framan og með
fána, var ekki mikið verið að
ræða við þá um orðsporið? Hefur
einhver fjallað um Ísland í er-
lendum fjölmiðlum undanfarna
mánuði án þess að ræða fram og
til baka um aflandsfélög?
Metfjöldi erlendra ferða-manna sem hingað hefur
komið í sumar, og líklega hefur
kynnt sér margt um land og þjóð
áður, hvað segir hann um „orð-
spor Íslands“?“
Orðsporin hræða?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 20.7., kl. 18.00
Reykjavík 16 rigning
Bolungarvík 13 skýjað
Akureyri 12 skýjað
Nuuk 11 léttskýjað
Þórshöfn 10 léttskýjað
Ósló 11 skýjað
Kaupmannahöfn 15 alskýjað
Stokkhólmur 13 rigning
Helsinki 15 heiðskírt
Lúxemborg 14 heiðskírt
Brussel 11 heiðskírt
Dublin 16 heiðskírt
Glasgow 12 rigning
London 16 heiðskírt
París 19 heiðskírt
Amsterdam 12 heiðskírt
Hamborg 12 léttskýjað
Berlín 14 skýjað
Vín 16 heiðskírt
Moskva 17 rigning
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 18 heiðskírt
Barcelona 32 rigning
Mallorca 22 heiðskírt
Róm 16 heiðskírt
Aþena 23 heiðskírt
Winnipeg 23 léttskýjað
Montreal 21 heiðskírt
New York 26 rigning
Chicago 18 rigning
Orlando 29 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
21. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:02 23:07
ÍSAFJÖRÐUR 3:36 23:43
SIGLUFJÖRÐUR 3:18 23:27
DJÚPIVOGUR 3:24 22:44
Komum lystisnekkja til landsins
hefur farið fjölgandi á undanför-
unum árum.
Nú liggur við Ægisgarð í Reykja-
vík ein stærsta snekkja sem hingað
hefur komið. Hún heitir Yersin og
er í eigu fransks milljarðamærings
sem heitir Francois Fiat.
Snekkjan kom hingað 15. júlí og
mun láta úr höfn á laugardaginn
eftir hádegi. Í áhöfn eru 23 og far-
þegar eru 5 talsins, þeirra á meðal
eigandinn. Yersin er mikið skip,
2.246 brúttótonn, eða á stærð við
stóran togara. Það var smíðað í
Frakklandi og tekið í notkun í fyrra.
Íburður um borð er mikill og þar er
m.a. að finna sérstakan kvikmynda-
sal.
Eigandinn Francois Fiat er sagð-
ur í hópi ríkustu manna Frakklands.
Tengdafaðir hans, Jean Bud, var
stofnandi og eigandi verslunarkeðju
með 500 verslanir. sisi@mbl.is
Lystisnekkjum fer ört fjölgandi
Eins stærsta snekkja sem hingað hefur komið liggur nú við Ægisgarð
Morgunblaðið/Júlíus
Yersin í höfn Lystisnekkjan liggur við Ægisgarð í Reykjavík.
Frekari upplýsingar á vefverslun okkar
www.donna.is
Hjartahnoð og hjartastuðtæki
björguðu lífi mínu
Er næsta hjartastuðtæki
langt frá þér?
Verð frá kr. 199.600