Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Já, þessar snjóflóðavarnir verða að veruleika, það er búið að gefa út framkvæmdaleyfi og ég bendi á að þetta mál er búið að fara í gegnum þrjár bæjarstjórnir og þetta er niðurstaðan,“ segir Daníel Jakobs- son, fyrrverandi bæjarstjóri og nú- verandi bæjarráðsmaður í Ísafjarð- arbæ. Framundan eru miklar fram- kvæmdir í fjallinu Kubbi þarsem á að koma upp öflugum snjóflóðavörn- um sem margir hafa verið á móti vegna þess að ásýnd fjallsins mun breytast verulega. „Svo er það í lögum að það eigi að koma íbúðarhúsnæði á Íslandi á A- svæði eða kaupa það upp,“ segir Daníel. „Miðað við gögnin sem við höfum haft fyrir framan okkur þá hefði þurft að kaupa upp tvær blokk- ir og fimm hús. Uppkaup eru mjög harkaleg aðgerð. Fjallið verður vissulega ekki jafn fallegt á eftir en ég sá engan annan kost, þess vegna studdi ég þetta. Ég bý undir snjó- flóðavarnargarði og það er ofboðs- legt öryggi og góð tilfinning að búa undir svona garði. Til langs tíma litið er þetta afskaplega gott. Þótt snjó- flóðin hafi ekki verið að falla mikið fram að þessu þá er hættan til staðar til langs tíma litið.“ Dýr framkvæmd Þegar rætt er við Hafstein Stein- arsson, verkefnastjóra hjá Fram- kvæmdasýslu ríkisins, segir hann að þessi hluti framkvæmdarinnar muni kosta 800 milljónir. Rosalega er það há upphæð, ég hélt að það kostaði minna að koma upp svona varnargörðum, er þetta ekki bara moldarveggur? „Nei, það eru varnargarðar, þeir eru þegar komnir upp á svæðinu. Framkvæmdin núna felst í uppsetn- ingu upptakastoðvirkja.“ Hvað eru upptakastoðvirki? „Þá er farið að mögulegum upp- tökum snjóflóða og komið fyrir varn- argrindum sem hafa það hlutverk að koma í veg fyrir að snjóflóð fari af stað. Það er borað fyrir bergfestum og svo eru þær steyptar inn. Ofaná bergfesturnar koma síðan 3-4 metra háar snjóflóðagrindur. Það er mikill þyrlukostnaður við að koma stálinu upp í fjallið. Þetta eru samskonar stálgrindur og voru settar upp á Neskaupstað. Einnig sambærilegt verkefninu á Siglufirði.“ Hverjir greiða kostnaðinn? „Ríkið greiðir 90% af þessu en sveitarfélagið 10%.“ Nú er þetta nýtilkomið þessi áhersla á snjóflóðavarnir, varð vakn- ing í þessum málum eftir harmleik- inn í Súðavík og á Flateyri? „Já, það má segja að það hafi orðið vakning í þessum málum eftir þá harmleiki.“ Ósáttir íbúar Ísafjarðar „Þetta er breiður hópur íbúa sem eru á móti þessum framkvæmdum,“ segir Gauti Geirsson, íbúi á Ísafirði. „Það var margt fólk sem kom með ýmiskonar ábendingar í umsagnar- ferlinu og á íbúakynningum. Þegar fólk sér að það er ekki verið að taka neitt tillit til þess sem við kvörtuðum yfir, þá fer fólk að taka sig saman. Þetta var hannað árið 2005, þannig að þetta er búið að vera langt ferli. Við höfum verið með und- irskriftalista og allskonar aðgerðir en það er ekkert hlustað á okkur. Maður skilur ekki hvers vegna þeir eru að halda íbúafundi ef þeir hlusta síðan ekki neitt á það sem íbúarnir eru að segja. En það er mikilvægt að taka það fram að allir vilja að fyllstu örygg- iskröfum sé mætt. En það eru ýmsar aðrar útfærslur mögulegar sem ekki hafa fengið um- ræðu. Við vorum að berjast fyrir því að núverandi garður yrði lengdur. Samkvæmt fræðunum hefðu að- eins fjögur hús verið eftir á B-svæði eftir þá lengingu. Samkvæmt lögum á að útrýma húsum á C-svæðum og það er verið að því en í lögunum stendur að þar sem landfræðilegar ástæður leyfa ekki að reisa virki til að koma húsum á A-svæði, þá mega þau vera á B- svæði. Það eru hús á B-svæðum út um allt land.“ Er fjallið Kubbur ykkur kært? „Þetta er kennileitið á Ísafirði. Og þetta eru algjörlega óafturkræfar aðgerðir sem þeir eru að fara í. Þetta mun breyta ásýnd fjallsins verulega um aldur og ævi. Þetta verður aldrei tekið aftur. Það er fullt af fólki sem er núna að koma fram og er óánægt út af þess- um framkvæmdum, en of seint. Það átti að stoppa þetta á ákvörðunar- stigi.“ Kennileitið mun taka breytingum  Fjallið Kubbur hefur alla tíð verið kennileiti Ísafjarðarkaupstaðar en nú eru að hefjast framkvæmdir við snjóflóðavarnir í fjallinu, sem munu breyta ásýndinni  Ekki eru allir ánægðir með breytingarnar Ljósmynd/Gauti Geirsson Átök Kubbur er eitt fallegasta fjallið við Ísafjarðardjúp en af öryggisástæðum mun ásýnd þess nú breytast. Tveir spennandi kostir CLA og CLA Shooting Break Mercedes-Benz CLA er góður kostur fyrir fólk á ferð og flugi. Einstaklega öflugur, sportlegur og skemmtilegur í akstri en jafnframt eyðslugrannur og umhverfismildur. Hann fæst í ótal útfærslum, t.d. framhjóladrifinn eða með 4MATIC fjórhjóladrifinu, einnig með aukabúnaði við hæfi hvers og eins. Fyrir þá sem þurfa meira rými er Shooting Brake hlaðbaksútfærslan kjörin. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook CLA 180 með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.500.000 kr. Eyðir frá 4,0 l/100 km í blönduðum akstri CLA 180 Shooting Brake með 7 þrepa sjálfskiptingu Verð frá 5.600.000 kr. Eyðir frá 4,2 l/100 km í blönduðum akstri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.