Morgunblaðið - 21.07.2016, Page 13

Morgunblaðið - 21.07.2016, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 BÆJARHÁTÍÐIR GRUNDARFJÖRÐUR Gunnar Kristjánsson gunnarkri@simnet.is Litagleðin ræður ríkjum á bæj- arhátíðinni Á góðri stundu í Grundarfirði sem haldin verður nú um helgina. Eins og hefð er fyrir verður hverfum bæjarins skipt í fernt og hefur hvert þeirra sinn lit, það er gulur, rauður, grænn og blár. Hafa sameiginlegar skreyt- ingar í hverfunum tekið mið af þessu og síðan puntar hver sinn garð og hús samkvæmt sömu reglu. Hefur í gegnum tíðina margur listamaðurinn komið úr felum hvað skreytingalist varðar. Sýna sig og sjá aðra Hátíðin að þessu sinni, sem verður dagana 23.-26. júlí, er nú haldin í 19. sinn. Forsagan er sú að árið 1997 var þess minnst með hátíðarhöldum að 100 ár voru þá liðin frá því að verslunarstaðurinn var fluttur frá Grundarkampi í Nesið og hét þessi hátíð 100 ár í Nesinu. Í framhaldi af því ákvað Félag atvinnulífsins í Grundar- firði, sem þá var starfandi, að koma á árlegum viðburði sem nefndur væri Á góðri stund í Grundarfirði. Jafnframt var ákveðið að hátíðin skyldi haldin síðustu helgi í júlí. Frá upphafi hefur verið mikill stemning meðal bæjarbúa fyrir hátíðinni sem hefur reynst vett- vangur fyrir brottflutta Grundfirð- inga og fleiri að koma í heimsókn þessa helgi til að sýna sig og sjá aðra. Fermingarárgangar og bekkjarárgangar nota oft tækifær- ið til að hittast þessa helgi og stórfjölskyldur og ættir sameinast. Skrúðgöngur mætast á krossgötum Sem fyrr segir verður Grund- arfjörður nú sem endranær fjór- skiptur, og í tilefni af því hafa ýmsir bryddað upp á sprelli ým- iskonar. Í rauða hverfinu málaði einn bílinn sinn rauðan og lét hífa upp á þakið á húsi sínu svo eitt- hvað sé nefnt. Annars hefur dag- skrá hátíðarinnar ávallt tekið mið af því að þetta sé fjölskyldu- skemmtun og reynt er að bjóða upp á eitthvað fyrir alla. Hápunkt- urinn er annars skrúðgöngurnar á laugardagskvöldinu, þegar íbúar hverfa hittast og ganga síðan sam- an undir merkjum síns hverfislitar í bæinn. Mætast allar göngurnar á krossgötum ofan við hafnarsvæðið. Síðan heldur fólk í hverjum lit fyr- ir sig niður að höfn þar sem skemmtileg hátíð er haldin. Mikil stemning hefur skapast í þessum litagöngum ár eftir ár. Um þessa helgi er andrúmsloftið líka blandað gleði og jákvæðni og hvort sem þessi hugrif virka langt út í himingeiminn eða ekki hefur það sýnt sig að veðrið hefur leikið við hátíðargesti öll árin sem hún hefur verið haldin. Dagskrá hátíðarinnar að þessu sinni má finna á vef Grundarfjarð- arbæjar www.grundarfjordur.is eða á Facebook-síðunni Á góðri stund í Grundarfirði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfnin Horft til bæjarins og hér sjást fremst stórar fiskvinnslustöðvar en í baksýn er Kirkjufellið, fjallið sem setur svo sterkan svip á bæinn. Morgunblaðið/Ómar Hughrif út í himingeiminn  Á góðri stundu í Grundarfirði  Listamenn koma úr felum  Brottfluttir mæta á svæðið  Fólkið fer í skrúð- göngu og mætist á krossgötum  Veðrið leikur jafnan við hátíðargesti  Hátíðarhald á hverju ári frá árinu 1997 Kátína Meðal Grundfirðinga er bæjarhátíðin einn af hápunktum ársins. Flestir hlakka til, því góðra vina fundur er jafnan uppskrift að góðri stundu sem mun lifa í minningum fólksins. Grundarfjörður Fjölmenni á hafnarsvæðinu þar sem svo margir atburðir á bæjarhátíðinni fara fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.