Morgunblaðið - 21.07.2016, Page 14

Morgunblaðið - 21.07.2016, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 BÆJARHÁTÍÐIR GRUNDARFJÖRÐUR Gunnar Kristjánsson gunnarkris@simnet.is Það eru ekki mörg ár síðan fyrsta myndin af Kirkjufellinu birtist í er- lendu ljósmyndatímariti, sem síðan fór sem eldur í sinu um netheima. Allt í einu var Grundarfjörður kom- inn á kortið og þá sérstaklega vegna myndarinnar þar sem Kirkjufells- fossinn var í forgrunni og fellið fal- lega, sem er táknmynd Grund- arfjarðar, í bakgrunni. Þetta leiddi til þess að æ fleiri lögðu leið sína að fossinum. Fyrir um tveimur árum var orðið ljóst að gera þyrfti brag- arbót á aðkomu allri og þá ekki síst út frá verndunarsjónarmiði. Grundarfjarðarbær fékk úthlutað styrk úr Framkvæmdasjóði ferða- manna og var farið í uppbyggingu við fossinn. Ráðist var í gerð bíla- stæðis neðan við Kirkjufellsfossinn, girt var með þjóðveginum og lagðir göngustígar upp að fossinum. Stöð- ugur straumur fólks hvaðanæva úr heiminum og svo Íslendingar innan um og saman leggja leið sína upp að fossinum og eru með myndavélar af ýmsum stærðum og gerðum. Frá fjalli til fjöru Þriðjudagurinn 19. júlí var bara venjulegur dagur, óvenju mildur, en veðrið virðist ekki skipta þá máli sem vilja komast að fossinum og það er sama á hvaða tíma dagsins er keyrt fram hjá, bílastæðið löngu sprungið og bílum er raðað á bakk- ann við sjóinn hægra megin þjóð- vegar. Fólkið sem þarna fer um virð- ist njóta þessa staðar og tekur sjálfsmyndir frá ýmsum sjón- arhornum eða biður næsta mann að taka mynd af hópnum. Svona er þetta hvern einasta dag sumar, vet- ur vor og haust, og ferðamanna- straumurinn við Kirkjufellsfossinn er eins og áin sem hér fellur frá fjalli til fjöru; alveg endalaus. Endalaus straumur við Kirkjufellsfoss  Ljósmynd gerði fossinn frægan  Aðstaðan er bætt  Sjálfsmyndir teknar frá ýmsum sjónarhornum  Grundarfjarðarbær lagði í framkvæmdir til að fyrirbyggja skemmdir af völdum umhverfisálags Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Náttúra Fossinn fagri sem er skammt utan við Grundarfjörð lætur ekki mikið yfir sér í þessu stórbrotna umhverfi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Spilverk Hljóðfæraleikarar í stórbrotnu umhverfinu við Grundarfjörð. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Umferð Aðstaðan hefur verið bætt og bílastæðum fjölgað, því þarna koma margir bæði á einkabílum og rútum. Tvö stór skemmtiferðaskip, Costa Romantica og Pacific Princess, koma til Grundarfjarðar á morgun og með þeim um 2.800 farþegar. Þetta er einn af stærstu skemmti- skipadögunum í Grundarfirði á þessu ári þegar þangað koma alls 28 skip. „Þetta er sami fjöldi og í fyrra, en yfir lengra tímabil er aukningin mikil. Árið 2014 voru skipin fimmtán en hin fyrstu komu hingað í kringum aldamótin,“ segir Hafsteinn Garð- arson hafnarstjóri. „Við settum kraft í markaðs- starfið og fórum að kynna Grund- arfjörð fyrir útgerðum skemmti- ferðaskipa. Sú vinna hefur svo sannarlega skilað sér,“ segir Haf- steinn. Skipakomurnar segir hann vera orðnar póst í rekstri hafn- arinnar sem sannarlega muni um – rétt eins og fyrir ferðaþjónustuna á Snæfellsnesi. Ætla megi að velflestir farþeganna til dæmis í skipunum sem koma á morgun fari í land og spóki sig á götunum í Grundarfirði. Einnig fari margir með rútum til dæmis inn í Stykkishólm eða á ut- anvert Nesið og umhverfis kynngi- magnaðan Snæfellsjökul. Á rúnti um Norður-Atlantshafið Skipin sem koma til Grund- arfjarðar taka gjarnan um 200-300 farþega, þó sum séu stærri. Oft eru þessi skip á skipulögðum rúnti um Norður-Atlantshafið, þar sem Ís- land, Grænland og Jan Mayen eru viðkomustaðir. „Oft er áætlunin sú að skipin fara umhverfis Ísland - rétt- eða rangsælis og koma þá til Ísafjarðar, Grundarfjarðar og Reykjavíkur,“ segir Hafsteinn og bætir við að siglingar séu valkostur sem njóti vaxandi vinsælda ferða- manna. Þegar séu bókaðar 25 skipa- komur til Grundarfjarðar á næsta ári og ein árið 2026 er komin á blað. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Siguður Bogi Glæsiskip Skemmtiskipið Albatros kom til Grundarfjarðar í maí. Farþegar fór í land með litlum bátum. Þúsundir farþega væntanlegar  Tvö stór skemmtiferðaskip til Grundarfjarðar á morgun  28 skip eru væntanleg á þessu ári  Fólkið spókar sig á götunum Morgunblaðið/Gunnar Kristjáns Hafnarstjóri Það munar um komu skipanna, segir Hafsteinn. Grundarfjörður er öðru fremur út- gerðarstaður. Þar eru starfrækt þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki sem skapa mörgum atvinnu og af- urðir frá þeim eru seldar víða. Í því sambandi má nefna fiska.is, fyr- irtæki hins velþekkta Grundfirð- ings Árna Elvars Eyjólfssonar. Hann hefur í áraraðir hefur selt fisk og ýmislegt annað matarkyns í Kolaportinu í Reykjavík og nú við Brekkuhús í Grafarvogi og Nýbýla- veg í Kópavogi. Í dag búa um 850 manns í Grundarfirði, en byggðarlaginu hefur um margt vaxið ásmegin á undanförnum árum. Það nýtur þess meðal annars að vera miðsvæðis á Snæfellsnesi og þess vegna var t.d. Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar valinn staður. Þá hefur ferðaþjón- usta á svæðinu verið í sókn, enda margt að sjá og skoða á þessum slóðum. Sett sinn svip Ýmsir sem sett hafa svip sinn á ís- lenskt samfélag á síðustu ár eru úr Grundarfirði. Þar má nefna Þór- hildi Ólafsdóttur, útvarpskonu á RÚV, Hlyn Bæringsson körfubolta- mann, Lilju Mósesdóttur, hagfræð- ing og fyrrverandi alþingismann, og Dögg systur hennar sem er kvik- myndagerðarmaður. Þá var Karl V. Matthíasson, sóknarprestur í Graf- arholti í Reykjavík, lengi prestur Grundfirðinga. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kolaportið Fisksalinn Árni Elvar Eyjólfsson er Grundfirðingur. Fiskur og nokkrir frægir Margt á rætur að rekja í Grundarfjörðinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.