Morgunblaðið - 21.07.2016, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þekkturstjórn-málajöfur
og frumlegur
kenningasmiður
fullyrti að tveir
kostir þyrftu að prýða stjórn-
málamann svo honum farn-
aðist vel. Sá fyrri væri að
geta sagt fyrir hvað gerast
myndi við tilteknar pólitískar
aðstæður. Sá síðari snerist
um að geta útskýrt með trú-
verðugum hætti hvers vegna
spárnar hefðu ekki gengið
eftir. Eftir brexit-úrslit hefur
reynt á þessa eiginleika hjá
forkólfum efnahags- og
stjórnmála austan hafs og
vestan.
Hræðsluáróður og heims-
endaspár, sem helstu virðing-
armenn stunduðu, minntu
óþægilega á tilþrif spegil-
mynda á Íslandi í slag um
Icesave, þegar ítrekað var
reynt að varpa ábyrgð einka-
aðila yfir á íslenskan almenn-
ing. Ríkisútvarpið fór ham-
förum. Fyrir milligöngu þess
og 365 miðla fengu fyrirmenn
og fræðimenn ótal tækifæri
til að gera sig að kjánum.
Hvert slíkt tækifæri var grip-
ið. Hægt væri að rifja upp
dapurlegustu dæmin, en það
er óþarft.
Í Bretlandi skipulögðu
yfirvöld vitnakóra úr hópum
fyrir- og fræðimanna úr öll-
um áttum. ESB lagði sína
pótintáta til. Forsvarsmenn
atvinnulífs og viðskiptaráða í
tugum landa lögðust á sömu
sveif. Obama forseti var feng-
inn til að hafa í hótunum við
Breta. Það hefði hann aldrei
gert óumbeðinn. Bretar,
helsta vinaþjóð Bandaríkj-
anna, með sitt sérstaka sam-
band, yrði samt sett í öftustu
röð í samskiptum yrði brexit
niðurstaðan. Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn birti skelfileg-
ar spár um hrikalegan sam-
drátt í breskum hagvexti
(9%), sem setja myndi efna-
hagsþróun á heimsvísu í upp-
nám. Englandsbanki söng
með: Samdráttur yrði, pund
hryndi, fyrirtækjaflótti
brysti á. Allt þetta og allt hitt
myndi kalla á harkalegar að-
gerðir bankans til að bjarga
því sem bjarga mætti.
Eftir óvænt úrslit þarf að
éta ofan í sig hrakspár og
hótanir með trúverðugum
hætti. Það er ljót sjón lítil.
Hangið er í því, að það hafi
víst komið niðurkippur fyrstu
daga eftir atkvæðagreiðslu.
En hann var aðeins merki um
að hinn taugaveiklaði hluti
markaðarins hefði lagt trún-
að á hluta hrakspánna. Hrak-
spáráhrifin gátu
vart verið minni
en þetta, en hrak-
spáráhrif eru í
eðli sínu skamm-
vinn.
Þegar að „markaðsöflin“
áttuðu sig á að lítið var að
marka stórkarlalegar fullyrð-
ingar fína liðsins jöfnuðu þau
sig fljótt.
Hefðu útgönguúrslitin sjálf
valdið sveiflunni þá hefði hún
bæði verið dýpri og staðið
miklu lengur – í allmörg ár,
eins og hrakspármenn höfðu
boðað, en ekki í fáeina daga.
Seðlabankastjóri Breta
læddist í fjölmiðla nokkru
síðar til að klóra í bakkann.
Hann hélt dauðahaldi í eftir-
hreytur hræðsluspáa. Horf-
urnar hefðu víst versnað, þótt
þess sæjust fá merki og því
yrði ekki komist hjá aðgerð-
um. Mánuði síðar bólar ekk-
ert á þeim og óþarft að nugga
bankanum upp úr því. Þetta
er orðið nógu vandræðalegt
fyrir álit hans. AGS klóraði
líka í bakka. Hann kynnti í
vikunni nýja spá um hagvöxt,
sem sýndi breytta mynd frá
spá um síðustu áramót. Brex-
it skemmir spána eins og
„skiptilykill sem dettur ofan í
vélarrúmið“ var sagt til að
búa til fyrirsögn handa fjöl-
miðlum í sumarharki. En
hagvaxtarmínus í Bretlandi
vegna brexit varð ekki 9%.
Aðeins 0,9%. Í þeirri sam-
dráttarspá voru allir aðrir at-
burðir frá áramótum, þar
með vaxandi áhyggjur af
efnahagsþróun í Kína og
hvert hryðjuverkið öðru
verra. Áfram var spáð meiri
vexti í Bretlandi en í stórríkj-
um ESB!
Englandsbanki lét svæðis-
bundna sérfræðinga kanna
upplýsingar um minni fjár-
festingar, uppsagnir og sam-
drátt í ráðningum í kjölfar
rangra úrslita í brexit. Þessi
„augu og eyru Englands-
banka“ svöruðu óvænt að
ekki vottaði fyrir slíku.
Breska hagstofan upplýsti að
sallarólegt væri á vinnu-
markaði og atvinnuleysi ekki
mælst minna í áratug
Nýr fjármálaráðherra,
Philip Hammond, sem
greiddi atkvæði gegn úrsögn
Breta, sagði að lykiltölur
sýndu að undirstöður bresks
efnahagslífs væru öflugar.
Hann bætti við að nú „þegar
efnahagslífið lagaði sig að
áhrifum þjóðaratkvæðisins
þá gerðist það á grundvelli
efnahagslegs styrks.“ Eitt-
hvað varð hann að segja mað-
urinn.
Þeim ferst fremur
óhönduglega
ofanísig átið}
Lýst eftir hrakspám
É
g er að fara eignast barn eftir
um það bil korter. Það er
reyndar einn mánuður í það en
miðað við allt sem ég á eftir að
gera gæti allt eins verið korter
til stefnu. Ég hef nefnilega heyrt að ég þurfi
að eyða rúmum árslaunum í rétta hitamæl-
inn fyrir baðvatnið, réttu talstöðina í vagninn
og rétta burðarpokann. Ekki viljum við að
barnið fái hryggskekkju í Baby Björn-
pokanum sem hefur verið notaður í aldarað-
ir. Einhver skrifaði nýverið lærða grein um
að Ergo Baby-burðarpokinn væri betri og í
kjölfarið yrði vanhæfa foreldrið sem vogar
sér út með fyrrnefnda draslið líklega grýtt á
götum úti. Lítum bara fram hjá þeirri stað-
reynd að nýja týpan er um það bil sjöfalt
dýrari.
Silvercross-vagnar, barnarúm úr Epal, Ralph Lauren-
samfellur og talstöð í vagninn með myndbandsupptöku.
Er ég mögulega aðeins verra foreldri ef ég nenni ekki að
fylgjast með barninu á vídjóskjánum á meðan það sefur?
Hvað ef krílið sefur bara í náttgalla úr H&M eins og ein-
hver ónytjungur?
Úrvalið af barnavörum hefur aldrei verið meira; ég skil
það bara mjög vel. Viðkvæmari og auðveldari markaðs-
hóp en nýbakaða og verðandi foreldra hlýtur að vera
erfitt að finna. Fyrirtæki leika á brothætt og horm-
ónadrifið móðureðlið líkt og vanstillta hörpustrengi og
stjórnendur sitja líklega í þessum rituðu orðum í reyk-
mettuðu bakherbergi að hlæja að vitleysunni
sem þeir komust upp með.
Rassaþurrkuhitari. Það er raunveruleg
vara sem ég íhugaði í fúlustu alvöru að kaupa
þegar ég var að fylla internet-innkaupakörf-
una á dögunum. Samkvæmt lýsingu verða
bleiuskiptin töluvert ánægjulegri fyrir barnið
þegar blautþurrkan er ylgvolg. Mjög skyn-
samleg kaup. Hver vill kalda og blauta tusku
á beran bossann? Hvers vegna svona apparat
er ekki til fyrir hinn almenna klósettnotanda
er í rauninni óskiljanlegt ef út í það er farið.
Þegar allar vörur voru komnar í körfuna
blasti á hinn bóginn kaldur og blautur raun-
veruleikinn við. Þarna voru þau komin. Árs-
launin. Hagsýna húsmóðirin sem ég þykist
stundum vera neyddist til að endurskoða
kaupæðið með skynsemina að vopni og rassa-
þurrkuhitarinn varð fyrstur til að fjúka. Á eftir fylgdu all-
ar hinar vörurnar þegar ég leyfði gagnrýniröddum að yf-
irtaka hugann.
Gjaldþroti afstýrt.
Eitthvað þarf ég víst að kaupa og þá helst áður en
barnið mætir í rassaþurrkuhitaralausan heiminn. Það
ætla ég að vísu að reyna að gera við ágæta meðvitund
þrátt fyrir ógnarkraft markaðsaflanna sem vilja mjög
mikið að ég kaupi nýja leðurklædda Silver Cross-vagninn.
Það er nógu stór áfangi að eignast barn án þess að fyrsta
kvíðakastið þurfi að fylgja. Slökum á og njótum raunveru-
legu gleðinnar! sunnasaem@mbl.is
Sunna
Sæmundsdóttir
Pistill
Hormónaneytendur og draslið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Umhverfisstofnun hefurlagt fram til kynningardrög að stjórnunar- ogverndaráætlun fyrir
Gullfoss á árunum 2016 til 2025. Með
áætluninni er leitast við að vernda
Gullfoss og nærumhverfi hans og
stuðla að því að verndargildi svæð-
isins haldist óskert.
Gullfoss og næsta nágrenni
hans voru friðlýst sem friðland árið
1979. Lífríki, jarðminjar og gróður
svæðisins njóta einnig friðunar.
Mikilvægt þykir að vernda Gullfoss
svo bæði vatnasvið hans og nær-
umhverfi haldist óskert. „Gildi frið-
landsins er fyrst og fremst fólgið í
landslagi þess, mikilfenglegum jarð-
minjum og blómskrúðugu gróð-
urfari,“ segir í drögunum.
Svæðið hefur einnig menning-
arsögulegt gildi. Deilt var um foss-
inn í tæpa öld vegna áforma um sölu
og virkjun hans. Barist var fyrir
verndun fossins áratugum saman á
síðustu öld. Barátta Sigríðar Tóm-
asdóttur frá Brattholti fyrir verndun
fossins er vel þekkt. Saga Gullfoss er
því mikilvægur hluti af sögu nátt-
úruverndar á Íslandi. Fossinn er
vitnisburður um hvers virði nátt-
úruvernd getur verið. Gullfoss þykir
vera eitt af höfuðdjásnum Íslands.
Fossinn er einn fjölsóttasti áfanga-
staður ferðamanna hér á landi og
hefur hann því umtalsvert efnahags-
legt gildi jafnt á landsvísu sem og í
heimabyggð.
Aðgerðaáætlunin
Í drögunum að stjórnunar- og
verndaráætluninni er meðal annars
lögð fram aðgerðaáætlun til fimm
ára yfir það sem þykir brýnast að
gera svo að verndargildi Gullfoss
haldist. Hún er gerð með fyrirvara
um að fjármagn fáist til fram-
kvæmda hverju sinni. Meta á árang-
ur verndarráðstafana og endurskoða
og uppfæra aðgerðaáætlunina að
fimm árum liðnum.
Taldar eru upp þær aðgerðir
sem brýnast þykir að grípa til svo
verndargildi Gullfoss haldist. Áætl-
unin nær til atriða sem sinna þarf
árlega og það sem á að gera á ár-
unum allt fram til ársins 2021.
Meðal þess sem gera þarf ár-
lega er að vakta grjóthrunshættu og
skipuleggja öryggisaðgerðir áður en
stígur sem liggur að fossbrún er
opnaður að vori.
Vakta á ágengar gróðurteg-
undir við jaðar friðlandsins en þær
eiga ekki að ná fótfestu innan þess.
Þá á að upplýsa ferðaþjónustuna um
fyrirhugaðar framkvæmdir. Yfirfara
á öryggisáætlun Umhverfisstofn-
unar fyrir svæðið á hverju ári.
Öryggismál eru mikilvægur
þáttur í framtíðarskipulagi svæð-
isins, enda er þar að finna þverhnípi,
kletta og gljúfur. Á svæðinu er bæði
hraphætta og hætta á grjóthruni.
Öryggislínur eru við alla göngustíga
til að halda fólki frá bjargbrúnum.
Þess eru fjölmörg dæmi að fólk virði
þær að vettugi.
Á þessu ári á m.a. að þarfa-
greina og kostnaðarmeta landvörslu
og aðstöðu henni tengda fyrir svæð-
ið. Gera á nýjan stiga sem tengir
neðra og efra svæði. Einnig á að
gera undirlag fyrir endurgerðan út-
sýnispall á efra svæði. Gera á úttekt
á öryggislínum og setja upp hrap-
hættuskilti þar sem fólk leitar helst
út fyrir öryggislínur. Sett verða
skilti þar sem fólki er bönnuð næt-
urgisting innan friðlandsins og því
beint á næsta tjaldsvæði. Óskað
verður eftir því að Náttúru-
fræðistofnun vinni vöktunaráætlun.
Vernda þarf Gullfoss
og nærumhverfi hans
Morgunblaðið/Eggert
Gullfoss Drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir svæðið hafa verið
lögð fram. Þar eru skráð mörg verkefni sem vinna á á næstu árum.
Gullfoss er sprungufoss í Hvítá í Bláskógabyggð í Ár-
nessýslu. Áin kemur úr Hvítárvatni við rætur Langjök-
uls. Hvítá sameinast fleiri ám þar sem hún rennur ofan
af hálendinu og niður í byggð. Hvítá er með stærstu ám
á Íslandi. Meðalrennsli hennar er 109 m3/s og getur
farið í 2.000 m3/s í flóðum.
Fossinn steypist fram af stöllum sem myndast hafa í
farvegi árinnar. Hann er í 190 metra hæð yfir sjávar-
máli og er á mörkum byggðar í uppsveitum Árnes-
sýslu.
Fossinn fellur í þremur þrepum alls 32 metra niður
í Gullfossgljúfur. Það er um 2,5 kílómetra langt og um 70 metra djúpt.
Berglög og setlög frá síðustu ísöld sjást greinilega í gljúfrunum.
Dýrmæt náttúruperla
GULLFOSS Í HVÍTÁ
Sigríður
Tómasdóttir.