Morgunblaðið - 21.07.2016, Síða 19

Morgunblaðið - 21.07.2016, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 Kynjamyndir Margt fallegt og furðulegt má lesa úr landslaginu þegar farið er yfir hálendið. Hér eru Kattarhryggir handan við Tungnaá, sem á upptök sín í Vatnajökli og er mesta þverá Þjórsár. RAX Skýrslur Heildar- samtaka vinnumark- aðarins (SALEK) fjalla um launaþróun á vinnumarkaði frá árinu 2006. Í þriðju skýrslu SALEK- hópsins (í kjölfar kjarasamninga) sem kom út nú nýverið kemur fram að laun framhaldsskólakenn- ara hafi hækkað mest allra hópa á íslenskum vinnumarkaði, en frá árinu 2006 hafa regluleg laun fram- haldsskólakennara hækkað um 85,9% á meðan laun heildarsafns allra aðila vinnumarkaðarins hafa hækkað um 78,6%. Það er rétt að framhaldsskóla- kennarar náðu nokkrum árangri í síðustu kjarasamningum í kjölfar verkfalls og mjög erfiðra skipulags- breytinga á vinnutímaramma. Mikilvægt er að hafa í huga að skýrslur SALEK-hópsins setja all- ar grunnlínur við árið 2006 burtséð frá því hvernig launaröðun mis- munandi hópa er háttað. Skoðuð er launaþróun frá því ári og launa- vísitala allra hópa sett við 100 á árinu 2006, óháð reglulegum dag- vinnulaunum. Hvernig laun ein- stakra hópa hafa þróast á 10 ára tímabili segir ekki alla sögu um hvernig launin standa í samanburði við aðra hópa í dag. Sé sanngirni gætt þarf að líta lengra aftur en til ársins 2006 til þess að setja launaþróun framhaldsskólakennara í rétt samhengi. Eðlilega bera framhaldsskóla- kennarar sig saman í launum við hópa ríkisstarfsmanna með sam- bærilega menntun og þá helst að- ildarfélög BHM. Framhaldsskóla- kennarar hafa sömu menntun og aðrir háskólamennt- aðir ríkisstarfsmenn innan BHM í hinum ýmsu greinum til við- bótar við kenn- aramenntun sína. Það er því eðlilegt að laun framhaldsskólakenn- ara séu að minnsta kosti á pari við fé- lagsmenn í BHM. Langt aftur fyrir árið 2006 hafa framhalds- skólakennarar ekki staðið félögum sínum í BHM jafn- fætis í launasetningu. Launaskrið er jafnframt ekkert innan þeirra raða, það þýðir lítið fyrir fram- haldsskólakennarann að biðja um launahækkun umfram miðlæga samninga – svo ekki sé nú talað um óunna yfirvinnu og annað sem hef- ur verið notað til að vega upp laun starfsmanna hjá hinu opinbera. Séu laun framhaldsskólakennara sett í rétt samhengi miðað við dag- inn í dag er veruleikinn sá, að í nóvember 2015 voru regluleg með- allaun fullvinnandi launamanna KÍ enn tæpum 2% lægri en hjá fé- lögum í BHM. Þetta þýðir að enn verða framhaldsskólakennarar að sækja á – því betur má ef duga skal. Ekki er allt sem sýnist Eftir Guðríði Arnardóttur Guðríður Arnardóttir » Launahækkanir framhaldsskóla- kennara á síðustu miss- erum þarf að skoða í samhengi við launasetn- ingu samanburðarhópa og lengra aftur en til ársins 2006. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Í Morgunblaðinu hafa nú nýverið birst tvær greinar um fund- arstjórn á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. sem vakið hafa at- hygli mína. Fyrri greinin eftir Runólf Viðar Guðmundsson birtist 15. júlí sl. undir fyrirsögninni: „Ég á þetta, ég má þetta“ en hin síðari eftir Arnar Sigurmunds- son, fundarstjóra aðalfundarins, birt- ist í blaðinu hinn 19. júlí undir fyr- irsögninni: „Um fundarstjórn og leikreglur“. Ástæða þess að greinarnar hafa vakið athygli mín er að ég hef um langt skeið gegnt störfum sem fund- arstjóri á aðalfundum hlutafélaga og tel því rétt að vekja athygli á þeim at- riðum sem mér finnst orka tvímælis um framkvæmd fundarins eins og honum er lýst í framangreindum greinum. Það skal tekið fram að önn- ur gögn hef ég ekki um fundinn en áðurnefndar greinar og fréttir fjöl- miðla. Það fyrsta sem vekur athygli mína í grein Arnars er að þar er hvergi nefnt að stjórnarkjörið fór fram sem margfeldiskosning sem er sérstakt lögbundið kosningakerfi sem lesa má um í 63. gr. hlutafélagalaga nr. 2/ 1995 (hl) og breytir eðli kjörsins. Af- leiðingar þess eru m.a. þær að aðrar reglur gilda um hvaða meirihluta þarf til að víkja stjórnarmönnum frá svo sem sjá má í 64. gr. hl. en þar segir m.a. að til að víkja frá fimm manna stjórn þurfi atkvæði 5/6 sem er aukinn meirihluti, en ef beitt hefði verið meirihlutakosningu þarf ein- ungis helming atkvæða. Þá segir af því í grein Arnars að komið hafi „í ljós að einn hluthafi hafi greitt atkvæði en honum láðst að stinga því í kjörkassann“. Samkvæmt þeim fundarsköpum sem ég best kann lýkur kosningu á aðalfundum hlutafélaga áður en taln- ing hefst. Berist at- kvæðaseðill eftir að talning er hafin á ekki að hafa hann með í talningu. Athyglisverð er ályktun fundarstjóra um „að heildar- atkvæðamagn í kjör- kassa stemmdi ekki við afhenta kjörseðla við upphaf fundar“. Hér hlýtur að gæta mis- skilnings. Skilji ég það rétt er fundarstjóri að segja að ef atkvæði í kjörkassa hafi verið færri en afhent atkvæði leiði það til þess að kosningin sé ekki gild. Það er skv. þeim reglum sem ég best þekki ekki svo. Hluthöfum er það í sjálfsvald sett hvort þeir vilja nýta sér atkvæðisrétt sinn eða ekki. Á þeim hvílir engin skylda til þess að nýta hann. Eina afstemmingin sem skiptir máli í þessu samhengi er að ganga úr skugga um að ekki hafi komið fleiri atkvæði upp úr kjör- kassa en afhent voru. Gerist það er augljóst að brögð hafa verið í tafli og við þær aðstæður væri kosning ógild og ástæða til að endurtaka hana. Hluthafafundir eru lýðræðislegir og fara áhrif hluthafa eftir því hvað mikið hlutafé þeir eiga í félaginu. Hlutafélagalög og samþykktir félaga kveða á um hvernig því sé háttað í ákvörðunum hluthafafunda. Þannig birtist vilji hluthafa í niðurstöðum at- kvæðagreiðslna um hvaðeina sem fyrir þá er lagt. Hlutverk fundar- stjóra er aðeins eitt – að tryggja rétt- mætan framgang þess fundar sem hann stýrir og gæta fyllsta hlutleysis í hvívetna. Þannig hefði fundarstjóra borið lögum samkvæmt að ljúka stjórnarkjöri eftir fyrri kosninguna með því að varpa hlutkesti um þá stjórnarmenn sem jafnmörg atkvæði fengu. Tekur 92. gr. hl. af allan vafa um þetta en greinin er svohljóðandi: „ 92. gr. Einfaldur meiri hluti at- kvæða ræður úrslitum á hluthafa- fundi, nema öðruvísi sé mælt í lögum eða félagssamþykktum. Nú verða at- kvæði jöfn við kosningar í félaginu, og ræður þá hlutkesti úrslitum, nema annað sé ákveðið í félags- samþykktum.“ Samþykktir Vinnslustöðvarinnar hf. geyma ekki aðra reglu, þvert á móti er ákvæðið endurtekið þar en 17. gr. samþykktanna hljóðar þann- ig: „17. gr. Í upphafi hluthafafundar skal taka saman skrá yfir hluthafa og umboðsmenn hluthafa sem fund sækja, til þess að ljóst sé á hversu mörgum atkvæðum úrslit ráðast, nema öðruvísi sé fyrir mælt í lands- lögum eða samþykktum þessum. Ef tillaga fær jöfn atkvæði með eða á móti telst hún fallin. Ef tveir menn eða fleiri fá jafn mörg atkvæði við kosningu til trúnaðarstarfa fyrir fé- lagið skal hlutkesti ráða.“ Þetta eru þær reglur sem fundar- stjóra bar að mínu viti að fara eftir við afgreiðslu stjórnarkjörsins. Hlut- hafar höfðu látið vilja sinn í ljós í kosningunni og fundarstjóri mátti ekki ákveða að endurtaka kosn- inguna. Þá er það er ekki í verkahring fundarstjóra að ákveða að boða nýj- an fund, það getur stjórn félagsins ein gert og þá eftir reglum sam- þykkta og hlutafélagalaga. Mér sýnist því að mönnum hafi verið mislagðar hendur við fram- kvæmd fundarins og ekki gætt ákvæða laga, samþykkta eða al- mennra fundarskapa. Með réttu hefði átt að ljúka kjöri stjórnarinnar með því að varpa hlutkesti um þá sem jafnmörg atkvæði fengu og að því loknu að tilkynna úrslitin. Hugleiðing um fundarstjórn Eftir Pétur Guðmundarson »Mér sýnist því að mönnum hafi verið mislagðar hendur við framkvæmd fundarins og ekki gætt ákvæða laga, samþykkta eða al- mennra fundarskapa. Pétur Guðmundarson Höfundur er sjálfstætt starfandi hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.