Morgunblaðið - 21.07.2016, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Félag fagfólks um átraskanir, Sam-
tök um líkamsvirðingu og Von-
arstyrkur, stuðnings- og baráttu-
samtök vegna átraskana, senda frá
sér sameiginlega yfirlýsingu vegna
nýrrar meðferðar við offitu, Aspi-
reAssist, sem tekin var til umfjöll-
unar í Morgunblaðinu föstudaginn 8.
júlí sl.:
AspireAssist-búnaðurinn saman-
stendur af slöngu sem leidd er inn í
maga einstaklingsins í gegnum kvið
og dæla er fest við. Viðkomandi notar
dæluna til að fjarlægja hluta þeirrar
fæðu sem neytt var í undangenginni
máltíð. Hafa sumir gengið svo langt
að kalla búnaðinn vélknúna lotu-
græðgi þar sem búnaðurinn líki eftir
og auðveldi útskilnaðaraðferðir sem
einstaklingar með lotugræðgi (bu-
limia nervosa) beiti. Hér er ekki ver-
ið að leggja að jöfnu þennan búnað
og þann alvarlega geðsjúkdóm sem
lotugræðgi (bulimia) er, en því er
ekki að neita að það skýtur óneit-
anlega skökku við að samþykkja á
þennan hátt eitt greiningarviðmið át-
röskunar sem ásættanlega aðferð til
þyngdarstjórnunar.
Í umfjöllun Morgunblaðsins er
fjallað um þessa meðferð á gagnrýn-
islausan hátt þrátt fyrir að hún sé í
reynd mjög umdeild og hafi vakið
sterk viðbrögð átröskunarsérfræð-
inga. Meðal annars hafa virt al-
þjóðleg fagsamtök um átraskanir,
Academy for Eating Disorders, sem
hafa á að skipa öllum helstu sérfræð-
ingum heims á þessu sviði, séð sig
knúin til að senda frá sér yfirlýsingu
vegna málsins (sjá: http://
www.newswise.com/articles/the-
academy-for-eating-disorders-
expresses-concern-about-the-fda-
approval-of-a-mechanized-purging-
device).
Það hefur ekki orðið til að sefa
áhyggjur þeirra sem gagnrýna þessa
meðferð að mjög fáar og fámennar
rannsóknir liggja fyrir um ágæti og
öryggi hennar. Aðeins þrjár rann-
sóknir hafa verið birtar í ritrýndum
tímaritum til þessa, en um eina
þeirra er engar opinberar upplýs-
ingar að finna, ekki einu sinni fræði-
legan útdrátt. Hinar tvær telja sam-
anlagt einungis 36 þátttakendur,
önnur með sex mánaða eftirfylgd en
hin til tveggja ára. Í þeirri rannsókn
voru hins vegar aðeins 11 þátttak-
endur sem gengust undir meðferð-
ina, þar af sjö manns sem luku
tveggja ára eftirfylgdartíma. Það er
því ljóst að takmarkaðar ályktanir er
hægt að draga um árangur eða
áhættu meðferðarinnar til lengri
tíma af þeim rannsóknum sem fyrir
liggja og því áhyggjuefni að hún skuli
vera leyfð á þessu stigi.
Þorgerður María Halldórsdóttir,
Vonarstyrkur – átröskunarsamtök,
Regína Ólafsdóttir,
Félag fagfólks um átraskanir,
Sólrún Ósk Lárusdóttir,
Samtök um líkamsvirðingu.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Ógagnrýnin umfjöllun
Kæri innanrík-
isráðherra.
Í grein 3.1.1. í VI.
hluta reglugerðar 464/
2007 um flugvelli segir:
„Fjöldi og stefna
flugbrauta á flugvelli
ætti að vera slíkur að
notkunarstuðull flug-
vallarins sé ekki minni
en 95% fyrir flugvél-
arnar sem flugvöll-
urinn þjónar.“
Þetta þýðir að reikna þarf notk-
unarstuðul fyrir allar flugvélar sem
flugvöllur þarf að þjónusta, ekki bara
fyrir stærri áætlunarflugvélarnar
sem þola meiri hliðarvind. Sá skiln-
ingur fer ekki milli mála, því ef Flug-
félag Íslands mundi t.d. einhvern tím-
ann í framtíðinni ákveða að flytja alla
starfsemi sína á Keflavíkurflugvöll,
þá væru eingöngu eftir minni flug-
vélar á Reykjavíkurflugvelli, en engir
útreikningar fyrir hendi sem sýndu
að krafan um nothæfisstuðul upp á
95% væri uppfyllt. Í nýlegu áhættu-
mati vegna lokunar neyðarbraut-
arinnar á Reykjavíkurflugvelli var
hins vegar ekki reiknaður notk-
unarstuðull fyrir minni flugvélar.
Eina réttmæta forsenda þess að
ekki þyrfti að taka tillit til lendingar-
skilyrða minni flugvéla á Reykjavík-
urflugvelli væri ef fyrir lægi ákvörð-
un stjórnvalda um að hlutverki
Reykjavíkurflugvallar væri breytt
þannig að ekki ætti lengur að miða
við það að Reykjavíkurflugvöllur
þurfi að þjónusta minni flugvélar. Þar
sem allt sjúkraflug fer fram minni
flugvélum, þá er hér um meiriháttar
stefnubreytingu yfirvalda að ræða,
sem getur m.a. haft áhrif á hátt í 30
sjúkraflugsferðir á ári og mun nær
áreiðanlega kosta mannslíf þegar
fram í sækir. Fólk hefur því rétt á að
vita hver ber ábyrgð á þessu.
Sem yfirmaður samgöngumála átt
þú sem innanríkisráðherra að geta
svarað þessu. Var þetta ákvörðun rík-
isstjórnarinnar? Var þetta ákvörðun
þín, innanríkisráðherra? Var þetta
ákveðið af Samgöngu-
stofu sem fór yfir
áhættumatið um lokun
neyðarbrautarinnar?
Var þetta ákveðið af
ISAVIA sem stýrði
áhættumatinu … eða
var það Verkfræðistofan
Efla sem reiknaði notk-
unarstuðulinn og ákvað
að breyta hlutverki
Reykjavíkurflugvallar?
Hver ákvað að breyta
hlutverki Reykjavík-
urflugvallar?
Reikniskekkjur má leiðrétta
Ef þú, innanríkisráðherra, hefur
ekki komið að þessari ákvörðun, þá er
þetta ólögleg reikniskekkja, því
hvorki ráðgjafaverkfræðistofur né
undirstofnanir þínar mega taka sér
slíkt vald.
Mögulega væri hægt að stöðva
þetta einfaldlega með því að ítreka
það við Samgöngustofu, sem yfirfór
áhættumatið, að ISAVIA hafði enga
heimild til að breyta hlutverki
Reykjavíkurflugvallar í áhættumat-
inu. Í ljósi þessara nýju upplýsinga er
ekki útilokað að Samgöngustofa gæti
hafnað öllum frekari leyfisveitingum
vegna breytinga flugvallarins eða
dregið til baka útgefin leyfi.
Ef af einhverjum ástæðum, laga-
legum eða stjórnskipunarlegum, ekki
er hægt að beita þessari aðferð, þá
hvílir siðferðisleg skylda á Alþingi að
grípa inn í á einhvern hátt. Það er ein-
faldlega ekki boðlegt að Alþingi sitji
hjá og láti reikniskekkju ráða jafn af-
drifaríkri ákvörðun og þessari sem
getur haft áhrif á líf og heilsu fjölda
fólks.
Áríðandi spurning til
innanríkisráðherra
Eftir Jóhannes
Loftsson
Jóhannes Loftsson
»Hver breytti hlut-
verki Reykjavíkur-
flugvallar í að þjóna
ekki minni flugvélum
og sjúkraflugi?
Höfundur er verkfræðingur
og frumkvöðull.
Þegar eigandi jarð-
arinnar á Sámsstöðum
3 í Fljótshlíð, Árni Þ.
Sigurðsson, ákvað fyrir
rúmum tveimur árum
að selja jörðina kom
það á daginn, þegar
hún var hnitsett og
kortlögð af sérfræðingi,
að kirkjan hafði seilst í
landið og látið merkja
inn á kort skálínu þvert
á landið. Landamörk Sámsstaða og
kirkjujarðarinnar Breiðabólstaðar
hafa gilt allar götur frá árunum 1890
og 1891. Hafa verið gerð kort sam-
kvæmt þessum landamerkjabréfum
og enginn ágreiningur verið um þau.
Sóknarpresturinn á Breiðabólstað
kom við annan mann árið 2004 á
skrifstofu Landnota ehf. og gerðu
þeir kröfu um að sett yrði ný landa-
merkjalína sem sneiddi um eða yfir
60 hektara lands af þremur Sáms-
staðajörðum og þar af á þriðja tug
hektara af landi Árna.
Þetta kölluðu þeir
„kröfulínu Breiðaból-
staðar“.
Segjast verður eins
og er, að þarna var
langt seilst og ekki á
færi nema örfárra
manna að láta sér til
hugar koma, hvað þá
heldur að framkvæma
aðra eins firru.
Nú var að duga eða
drepast og verja sitt
land fyrir ósvífnum
fulltrúum kirkjunnar og kosta því til
sem nauðsyn bar til. Þegar eig-
endaskipti verða á jörðum þurfa
landamörk að vera skýr og samþykkt
af eigendum aðliggjandi jarða. Því
var þessi kröfulína að þvælast fyrir
og nauðsynlegt að koma henni út og
var haft samband við Biskupsstofu í
maí 2015 vegna þessa.
Biskupsstofa tók engum rökum og
hékk á sinni kröfu eins og hundur á
roði og lét sig engu skipta þótt hún
kæmi í veg fyrir söluna mánuðum
Eftir Árna M.
Emilsson »Engu er líkara en
að hið geistlega vald
hafi talið sig í fullum
rétti til þess að vaða
yfir land nágrannanna
og fría sig síðan allri
ábyrgð á tjóninu.
Árni M. Emilsson
Höfundur er fyrrverandi
bankaútibússtjóri.
Náungakærleikurinn og kirkjuyfirvöld
saman. Síðan leið heilt sumar og í
október sama ár mætti á vettvang
sjálfur vígslubiskup og með honum
mikið mannval. Riðu þeir á landa-
mörk á fjórhjólum og fór ekki
framhjá neinum að þar fóru höfð-
ingjar.
Vígslubiskup, sem er glöggur mað-
ur, lýsti því yfir í safnaðarheimilinu á
Breiðabólstað, eftir yfirreiðina, að
rétt væri fyrir sóknarprestinn að
setja kröfulínuna niður í læsta skúffu
og taka aldregi upp síðan, hvað ég
held að hann hafi gert. Með þessum
tíðindum þótti heldur en ekki stungin
tólg og var sem þungu fargi væri af
öllum létt. Þar á eftir hefði verið eðli-
legt að kirkjunnar menn bæðust af-
sökunar á framferðinu og byðust til
að borga fyrir kostnaðinn sem af
þessu hafði hlotist. Það hefði verið í
samræmi við kærleiksboðskap krist-
innar trúar, sem þeim lætur svo vel í
munni, en hér gildir það sem endra-
nær að ekki fara ætíð saman orð og
athafnir. Sámsstaðabóndi, sem er
smiður og hagur vel, hefur í gegnum
tíðina reynst kirkjunum í Fljótshlíð
einkar vel, þegar mikið liggur við.
Hann er ekki síst vel kunnur af end-
urbótum á Hlíðarendakirkju, sem
þarfnaðist orðið viðhalds, en er nú
sem ný orðin og hið mesta augna-
yndi. Þá hefur hann einnig lagt
gjörva hönd á endurbætur á prests-
bústaðnum á Breiðabólstað, sem ber
merki þess úrtökugóða handverks
sem hann skilar hverju sinni hvert
sem litið er.
Það var ekki alveg út í hött að
þessi sanngjarni maður nefndi það í
tilskrifi sínu til biskupsins nýlega að
úr því að kirkjan viðurkenndi að hún
hefði byggt kröfur sínar á sandi og
drægi þær því til baka, að hún
greiddi honum að hluta þann kostnað
sem hann varð fyrir til þess að geta
varið jörðina sína gegn áreiti kirkj-
unnar. Ekki var farið fram á neinar
skaðabætur eins og þeir myndu gert
hafa sem meiri eru efnishyggjumenn.
Eftir bænahald og Guðs blessun tók
kirkjuráð erindið fyrir 14. júní sl. og
hafnaði því, án þess að rökstyðja það
einu orði í svarbréfi. Auðvitað voru
þetta vonbrigði, en þegar grannt er
skoðað kemur í ljós að kirkjuyfirvöld
hafa verið drjúg að hagnast á fátækt-
inni og kirkjuhöfðingjar fyrri tíma
eins og biskuparnir Jón Arason á
Hólum og Brynjólfur Sveinsson í
Skálholti hlífðu ekki kotungunum,
þegar um jarðir var að tefla. Eins er
hitt notadrjúgt að neyta aflsmunar
og láta tímann vinna með sér, eða
eins og segir í Gerplu, þeirri góðu
bók, að þeir vinni jafnan orrustur
sem þolnastir eru til lamninga.
Yfirvöld eru jafnan íhaldssöm og
halda í gamlar venjur og sennilega
hefur þeim þótt nóg að gert að draga
mistökin til baka, þótt þau færu ekki
að greiða þann kostnað líka sem þau
höfðu valdið.
Engu er líkara en að hið geistlega
vald hafi talið sig í fullum rétti til
þess að vaða yfir land nágrannanna
og fría sig síðan allri ábyrgð á tjón-
inu.
Vísast er víða að finna gott fólk
sem vinnur kirkju og þjóð vel með
því að standa dyggan vörð um kristin
gildi. En þeir sem hafa kynnt sér
þetta mál eru ekki sérlega undrandi
á því, að þeim fjölgar stöðugt sem
nenna ekki eða hafa ekki geð í sér að
herbergjast með slíkum pótintátum.
Ég fæ ekki betur séð en að vegir
kirkjunnar og meistarans frá Naz-
aret liggi í ólíkar áttir og fjarlægist
með hverjum degi sem líður. En ef til
vill er þetta bara eðlilegt hjá okkur
breyskum mönnum, enda hefur allt
sinn tíma.
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
1.395
Öflugar
Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
Greinaklippur
frá 595
695
Strákústar á
tannbursta-
verði
Garðklóra/
Garðskófla
595
1.995
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
frá 1.995
Garðslöngur
í miklu úrvali
Fötur í
miklu úrvali
4.995
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar,
sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar,
stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
Úðabrúsar
í mörgum
stærðumfrá 995
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295