Morgunblaðið - 21.07.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 21.07.2016, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 ✝ Elísabet Sig-urjónsdóttir fæddist 14. ágúst 1924 á Þingeyri. Hún lést 1. júlí 2016 á hjúkrunarheim- ilinu í Bolungarvík. Elísabet ólst upp á Granda í Brekku- dal í Dýrafirði. For- eldrar hennar voru Sigurjón Sveinsson, bakari og bóndi, og Guðrún Sigríður Guðmunds- dóttir húsmóðir. Elísabet var næstyngst sex systkina sem nú eru öll látin. Þau voru Jóhanna, Haraldur, Gunnar, Gunnlaugur og Jónína. Elísabet gekk í barnaskóla á Þingeyri. Elísabet fluttist til Bolungar- víkur 1947 og giftist Bernódusi Erni Finnbogasyni, f. 21.2. 1922, d. 17.4. 1995. Foreldrar hans voru Finnbogi Kr. Bernódusson og Sesselja Sturludóttir. Elsa og Berni, eins og þau voru ávallt kölluð, hófu fyrst bú- skap að Hafnargötu 7. Árið 1952 keyptu þau jörðina Þjóð- ólfstungu og fluttu þangað 1. andi eiginkona hans er Hjördís Jónsdóttir og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. Sam- býliskona Trausta er Guðrún Steingrímsdóttir. 6) Jón Pálmi, f. 22.8. 1962, kvæntur Guðlaugu Brynhildi Árnadóttur og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. 7) Guðlaug, f. 9.7. 1964, á þrjú börn, tvær stjúpdætur og sjö barnabörn. 8) Hildur, f. 7.10. 1969, fyrrverandi eiginmaður hennar er Karvel L. Hinriksson og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Elsa vann öll hefðbundin sveitastörf jafnt utan sem innan- dyra og var hver stund notuð og dagarnir oft langir á stóru heimili. Hún var mikil handa- vinnukona og lék allt í höndum hennar, hvort heldur sem var fatasaumur, útsaumur, prjóna- skapur eða hvað annað sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar heilsa hennar fór að gefa sig flutti hún á hjúkrunarheimilið í Bolungarvík 2013. Útför Elísabetar fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 21. júlí 2016, klukkan 14. júní sama ár. Jörð- in var að mestu óræktuð og húsa- kostir lélegir en saman byggðu þau upp jörðina og stunduðu kúa- og fjárbúskap og skil- uðu af sér af- urðamiklu búi á stórri uppræktaðri jörð þegar þau hættu búskap í Tungu 1. desember 1987 og fluttu þá niður á Skólastíg 12 í Bolungarvík. Elsa og Berni eignuðust átta börn, þau eru: 1) Finnbogi, f. 7.12. 1947, kvæntur Arndísi Hjartardóttur og eiga þau sex börn og 11 barnabörn. 2) Sigríður, f. 5.9. 1951, maður hennar var Gísli Friðriksson en hann lést 1987 og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. 3) Sveinn, f. 18.6. 1953, kvæntur Sigríði Káradóttur og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. 4) Sesselja, f. 9.7. 1956, gift Kjart- ani Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. 5) Trausti, f. 26.4. 1959, fyrrver- Það líður margt í gegnum hug- ann þegar ég sest niður til að skrifa minningarorð um konu sem nú er farin á vit feðra sinna, konu sem bar mig í heiminn og hjúfraði að sér, sem heitt mig elskaði og fyrirgaf mér. Það er svo erfitt að færa allar minningar og tilfinningar um móður sína í fáein orð. Elsku mamma kvaddi þessa jarðvist að kvöldi 1. júlí síð- astliðins. Södd og sæl lífdaga enda svo fyllilega búin að skila sínu, á 92. aldursári og búin að ala af sér átta börn og vinna hörðum höndum alla sína ævi. Mér er efst í huga þakklæti og ást þegar ég hugsa um mömmu. Mamma var mikil handavinnu- kona og það var í raun alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur í þeim efnum. Og eru ófáir hlut- irnir sem hún hefur gert og gefið. Hún t.d. saumaði upphlut á dúkk- una mína og þá gerði hún mill- urnar og hólkinn á skotthúfuna úr perlum og svona mætti lengi telja. Dýrmætar gjafir sem gerð- ar eru af mikilli natni og ómet- anlegt að eiga. Mamma var ekki mikið fyrir að láta á sér bera en hún hafði gaman af að vera innan um fólk og þá sérstaklega fjölskylduna og skemmti sér oft vel við að hlusta á hina þó að hún legði ekki alltaf mikið til málanna, og hún gat hlegið svo hjartanlega að tárin runnu niður kinnarnar. Mamma kom oft til mín á Akranes og dvaldi þá jafnvel í nokkrar vikur í einu og áttum við þá góðar stundir saman og ekki síður krakkarnir mínir sem elsk- uðu að fá ömmu sína í heimsókn. Þeim, eins og hinum barnabörn- unum, fannst líka gott að koma á Skólastíginn og fá þá nýbakaðar skonsur eða pönnukökur hjá ömmu. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og börn- unum mínum. Ég veit að nú ertu búin að hitta pabba sem án efa hefur verið orðinn óþolinmóður að bíða eftir þér og hefur tekið þér opnum örmum. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Þín Hildur. Elsku hjartans mamma mín, nú hefur leiðir okkar skilið að sinni og þú komin til pabba. Allt sem ég er er ykkur að þakka, ekki hefði ég getað kosið mér betri foreldra né betri ömmu og afa fyrir börnin mín. Við gátum ávallt treyst á það að þú stæðir við hlið okkar í gegnum súrt og sætt. Er við mæðgur fluttum suður fyrir þremur árum vildum við taka þig með, en þú kaust að koma ekki. Sagðist vera best geymd fyrir vestan því þú vildir ekki vera byrði fyrir okkur. Margar góðar stundir áttum við saman, móðir kær. Kvæðið hér að neðan, „Kveðja til mömmu“, lýsir eiginleikum þínum best. Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði - kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (A.Þ.) Hvíl þú í friði, elsku mamma, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Guðlaug Bern. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til hennar ömmu Elsu. Ég var nánast daglegur gestur hjá henni þegar ég var táningur. Það var svo gott að koma til hennar í hádeginu og fá swiss-miss og brauð með malakoffi og enn betra að koma til hennar eftir skóla í handavinnu. Það var oft mikill gestagangur hjá ömmu og varla leið sá dagur sem hún fékk ekki heimsókn frá börnum sínum eða barnabörnum. Mér eru aðfangadagskvöld á Skólastíg 12 hjá ömmu mjög minnisstæð. Upp úr klukkan tíu á aðfangadagskvöld, þegar búið var að borða, opna pakkana og jólakortin, fóru mamma og pabbi með okkur krakkana í jólaboð til ömmu og afa. Þetta var svo skemmtilegt því þarna hitti mað- ur frænkur sínar og frændur og átti með þeim góðar stundir. Það var að sjálfsögðu boðið upp á ýmsar kræsingar; heitt súkku- laði, tertur og smákökur. Ekki má gleyma skonsunum sem amma bakaði svo oft; aldrei hef ég borðað jafn góðar skonsur og hjá henni ömmu. Þetta var lengi vel fastur liður í jólahaldinu. Það voru alltaf einstaklega hlýjar móttökur hjá henni ömmu. Hún tók á móti manni með bros á vör, faðmaði og kyssti. Þegar veðrið var gott sat amma oft úti á stétt hjá blómunum sínum og naut veðurblíðunnar. Hún var mikil hannyrðakona og var alltaf að vinna að einhverj- um verkefnum, jafnt stórum sem smáum. Þegar lengra leið á milli heimsókna fór amma oft með mann inn í herbergi á handverks- sýninguna sem var opin allt árið og sýndi nýjustu munina í safn- inu. Það er óhætt að segja að amma hafi verið afkastamikil og hugmyndarík í handavinnunni. Það var líka voða notalegt og skemmtilegt að fá ömmu til að kenna sér hitt og þetta í handa- vinnunni; til dæmis að prjóna, perla og sauma út í plast. Þetta voru afar góðar stundir. Á kveðjustundum var amma vön að stinga upp í mann súkku- laðimola eða öðrum sætindum. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma. Ég vil þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Ég mun oft hugsa til þín og rifja upp góðar minningar um þig. Elín Sif Kjartansdóttir. Nú hefur elsku amma mín far- ið frá okkur og hennar verður sárt saknað. Amma var einstök manneskja sem var ljúf og góð við alla. Við amma áttum margar góðar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. Hún var alltaf boðin og búin til að gera allt fyrir mann. Það var svo gott að koma vestur til Bol- ungarvíkur og heimsækja ömmu, fá knús og nýbakaðar skonsur. Á Skólastígnum var til glas með hundamyndum og ef við Mel- korka vorum báðar hjá ömmu þá var hart „slegist“ um að ná glas- inu en amma bara hló að okkur. Það var líka svo notalegt þegar amma kom í heimsókn til okkar á Akranes og var þá kannski í nokkrar vikur, og þá var nú gott að koma heim úr skólanum og amma tók á móti mér með nýbak- aðar skonsur. Og að sjálfsögðu báðum við ömmu líka að baka pönnukökur og var það auðsótt mál. Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég er þakklát fyrir að hafa getað komið til þín og fengið að sjá þig og skríða aðeins upp í til þín og kvatt þig áður en þú lagðir af stað í ferðina löngu. Það var svo nota- legt. Ég veit að núna ertu hjá afa Berna og öllum hinum sem farnir eru frá okkur og nú getur þú bak- að pönnukökur fyrir þau. Ég geymi vettlingana og tepp- ið ásamt öllu öðru sem þú gafst mér eins og gimsteina. Takk fyrir allt, elsku amma. Þín Júlíana. Elsku yndislegasta og dýr- mætasta amma mín. Þú hefur nú kvatt þessa veröld og ert nú orðin að fallegum engli á himnum. Eft- ir 21 árs fjarveru frá afa þá hafið þið loks tekist í hendur á ný. Amma, við eigum margar dásamlegar minningar sem ég mun aldrei sleppa taki af. Það var alltaf hægt að koma í kaffi til þín, fá ískalt kakó og kex. Þú stjan- aðir svoleiðis við mann. Þú ásamt mömmu kenndir mér er við vorum þrjár saman hvernig ég ætti að sauma keppina fyrir sláturgerð og loka fyrir þá. Þú hélst í brennandi heitt hárið á mér þegar ég var að slétta það, bara til þess að ég vissi hvort ég væri búin að slétta það eða ei. Aldrei hefur mér þótt gaman að prjónaskap, en hjá þér gat ég setið og horft á þig prjóna og prjóna. Það var eitthvað svo ró- andi við það, einnig var allt sem þú bjóst til töfrum líkast. Leon- ardo da Vinci hafði ekki roð við þér. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eyða með þér síðustu dögunum þínum á meðal vor. Hvernig þú brostir og hlóst þeg- ar þú sást mig og mömmu klukk- an átta að morgni til eftir að hafa keyrt vestur alla nóttina. Það er ólýsanleg tilfinning, hvernig það kætti í mér hjartað. Það var svo gott að geta fengið að gista með þér í herberginu þínu á elliheimilinu. Amma, það var sko sannarlega stjanað við okkur út í eitt. Betra en hótel held ég barasta. Er við Júlíana skriðum upp í rúm til þín til að kúra, langaði mig aldrei að fara úr rúminu aft- ur. Mig langaði ekki að sleppa takinu á þér og ég veit, amma, að þar sem þú ert ábyggilega ein sú þrjóskasta kona (ásamt nokkrum öðrum sem við þekkjum), þá hélst þú eins lengi og þú gast í þetta líf til að heyra í okkur mömmu, Rebekku, Hildi, Bern- ódusi og Júlíönu spjalla og hlæja í síðasta sinn. Ég bað þig um að gefa mér merki er þú værir komin yfir á hinn staðinn. Þú svo sannarlega gerðir það, því er þinn tími var kominn og sál þín farin úr líkama þínum var klukkan 21:13. Næsta dag, tek ég úrið mitt upp úr tösk- unni og þar höfðu vísarnir stöðv- ast klukkan 21:13. Amma, takk fyrir allt. Þú varst og verður ávallt mín besta amma. Þín Melkorka Brá. Sjáumst ef Guð lofar. Á þess- um orðum enduðu allar heim- sóknir til þín. Þangað til fyrir stuttu fannst mér þetta hlægileg kveðja því í mínum huga varstu eilíf. Fyrsta minningin sem ég á um ykkur afa er þegar Trausti skutlaði mér á snjósleða í pössun til ykkar fram í Tungu. Það var Þorrablót og allt á kafi í snjó og ég man hvað ég var hissa þegar þið afi tókuð á móti mér í forstof- unni. Sennilega gekk ég ekki um forstofuna fyrr eða síðar. Ég á margar góðar minningar frá Tungu, minningar um að rölta ein fram eftir eftir að hafa nöldrað það út að fá að gista, sitja og hlusta á útvarpsleikritið á fimmtudagskvöldum og borða niðurskorinn ís á meðan, borða nestið í kaffihúsinu í fjósinu, þú að gefa hröfnunum o.fl. o.fl. Minningar sem hægt er að ylja sér við. Ég man að mér þótti voðalega skrítið þegar þið fluttuð úr Tungu en það vandist fljótt og urðu heimsóknirnar ansi tíðar á Skólastíginn. Oft kom ég í frímín- útum, í hádeginu og eftir skóla. Við sátum og prjónuðum og spjölluðum um heima og geima. Þú sagðir mér ófáar sögur úr Dýrafirðinum og fyrstu árunum ykkar afa hér í Bolungarvík og Tungu. Þetta voru yndislegar stundir sem drógust oft á lang- inn, sérstaklega eftir að afi dó. Eftir að ég flutti var það alltaf mitt fyrsta verk þegar ég kom að heimsækja þig og ég reyndi alltaf að fara til þín eins oft og ég gat og áttum við þá góðar stundir sam- an. Það var skrítið að koma núna til Bolungarvíkur og fara ekki beina leið til þín og enn skrítnara að fara í göngutúra um bæinn án þess að enda þá hjá þér. Ég er þakklát fyrir hvað við áttum góða stund saman um jólin þar sem þú varst sannfærð um að þetta yrði okkar síðasta samvera. Ég vildi ekki trúa því og trúi því ekki enn því ég held að Guð lofi fleiri heimsóknum – á nýjum stað, seinna. Takk, elsku amma mín, fyrir allar góðu stundirnar okkar sam- an, afi hefur örugglega tekið vel á móti þér með góðum veitingum. Erla Rán. Elísabet Sigurjónsdóttir ✝ Haukur Otte-sen Jósafatsson fæddist í Reykjavík 24. október árið 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 16. júní 2016. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Jónsdóttir hús- freyja, f. 18. nóv- ember 1880, d. 1936, og Jósafat Sigurðsson múrarameistari, f. 6. maí 1876, d. 31.12. 1967. Haukur var yngstur tíu barna þeirra. Tvö þeirra dóu korna- börn, frumburðurinn Óskar Jónas 1905, og Þórunn eldri, sem var þriðja í röðinni tveim- ur árum síðar. Fimmta barnið, Þórunn yngri, dó tíu ára gömul árið 1922. Hin systkini Hauks sem upp komust voru Stefanía, Ragnhildur, Sigríður Svava, Sesselja, Dóra og Pétur, og lifir Dóra systkini sín öll. Haukur ólst upp á Grund- arstíg 2 í Reykjavík. Á æskuár- um sínum var hann nokkur sumur í sveit í Straumfirði á Mýrum. kona er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og eiga þau tvö börn. c) Margrét Erla, f. 1987, sambýlismaður hennar er Gunnar Egill Daníelsson. 3) Haukur Ottesen, f. 29. maí 1953, kvæntur Guðlaugu Þor- geirsdóttur, og eiga þau tvær dætur: a) Ester Ottesen, f. 1976, gift Birgi Ólafssyni og eiga þau tvö börn, b) Hildur Ottesen, f. 1979 og á hún tvö börn. Í fyrstu áttu Haukur og Val- gerður heima á Grundarstíg 2 ásamt föður og systrum Hauks, en fluttust brátt að Hagamel 16 þar sem þau bjuggu allt til árs- ins 1975. Þá byggðu þau hjónin parhús í félagi við Jón, bróður Valgerðar, að Laugarásvegi 30. Áttu þau Haukur og Valgerður heima þar æ síðan. Fljótlega eftir að þau Valgerður tóku saman hóf Haukur störf við húsbyggingar á Keflavíkur- flugvelli en vegna bakmeiðsla sem hann hlaut á sínum fyrri vinnustað reyndist bygginga- vinnan honum erfið til lengdar. Hann fór þá að aka leigubíl suður í Keflavík og varð aksturinn ævistarf hans. Var Haukur meðal stofnenda Bæjarleiða og ók leigubíl sam- fleytt í 40 ár uns hann lét af störfum sjötugur að aldri árið 1992. Útför Hauks hefur farið fram í kyrrþey. Þann 9. febrúar 1946 kvæntist Haukur Valgerði Júlíusdóttur, f. 13. ágúst 1925, d. 2. september 2009. Foreldrar hennar voru Magnea Vil- borg Guðjónsdóttir og Júlíus Jónsson. Börn Hauks og Valgerðar eru: 1) Örn Ottesen, f. 16. júní 1946, kvæntur Þórunni Oddsdóttur. Þau eiga fjögur börn: a) Arnar Haukur Ottesen, f. 1965, kvæntur Ragnheiði Friðriksdóttur, og eiga þau tvö börn. b) Þóroddur Ottesen, f. 1970, kvæntur Helenu Erlings- dóttur og eiga þau þrjú börn. c) Íris Ottesen, f. 1974, gift Daniel Castellon, og eiga þau einn son. d) Valgerður Ottesen, f. 1979, sambýlismaður er Ole Skau Hansen, og eiga þau eina dótt- ur. 2) Magnea Erla Ottesen, f. 5. ágúst 1949, gift Guðna Kjart- anssyni. Þau eiga þrjú börn: a) Harpa, f. 1975, gift Birgi Briem og eiga þau fjórar dætur. b) Haukur Ingi, f. 1978, sambýlis- Kær vinur minn og svili, Haukur Ottesen, er fallinn frá, 93 ára að aldri. Okkar samleið er orðin hátt í 60 ár frá því ég kom inn í fjöl- skyldu Sólheimatungusystkin- anna sem kærasta Svavars Júl- íussonar mágs hans. Haukur og Vallý. Þau eru órjúfanlega nefnd saman, svo samrýmd sem þau voru. Heim- ili þeirra stóð öllum opið. Þar var stöðugur straumur vina, kunningja og ættingja. Alltaf veitt af myndarskap og hlýju. Þegar Vallý átti orðið erfitt með gang, þá bað hún stöðugt: „Haukur minn, sæktu kaffið“ „Haukur minn, gerðu þetta eða hitt“. Og Haukur, léttur í spori, gerði allt sem hún bað um. Gerði smágrín að þessu og bætti svo við sjálfur af þeim ljúfa veitanda sem hann var. Á miðjum aldri réðust þau í það að byggja glæsilegt parhús með Jóni og Guðnýju, bróður Vallýjar. Var það erfðafestul- and Sólheimatungu í Laug- arásnum, þar sem foreldrar Vallýjar, Júlíus og Magnea höfðu byggt sér hús árum áður. Þetta var mikið átak. Unnu þau við það öllum stundum. Haukur var mjög laginn smiður, nýtinn og útsjónarsamur. Og þetta vannst eftir efnum og ástæðum. Allt gert sem fallegast. Gríð- armikill arinn á miðju gólfi klæddur með steinhellum vest- an af fjörðum og svo mætti telja áfram. Haukur var mikill fjölskyldu- maður fyrst og fremst. Stund- aði skíði með börnum sínum, fór með þeim á völlinn og hvatti sína menn. Og alla tíð fylgdist hann með fólki. Fram á síðustu ár spurði hann mig allt- af frétta af systkinum mínum og hvernig gengi. Fyrir sjö árum síðan hrundi tilveran hjá honum. Þá dóu þau með tveggja mánaða millibili systkinin Vallý og Svavar. Þá var ekki eins gaman að lifa. En á Mörk var vel hugsað um hann. Hann Haukur var vinur allra og allir voru vinir hans. Ég syrgi hann og sakna hans, en þakka fyrir samfylgdina gegnum árin. Helga Þórðardóttir. Haukur Ottesen Jósafatsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.