Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 ✝ Margrét Kat-rín Valdimars- dóttir fæddist á Völlum í Ytri- Njarðvík 6. júní 1926. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 10. júlí 2016. Foreldrar henn- ar voru Björn Valdimar Björns- son, útgerðar- maður í Keflavík, f. 31.12. 1893, d. 28.8. 1972, og Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 27.7. 1892, d. 14.6. 1977. Systkini Margrétar Katrínar voru Árni Snæbjörn, f. 6.12. 1923, d. 16.5. 2004, Gunnar Hörður, f. 20.1. 1925, d. 16.8. 1998, og Birna Fjóla, f. 19.3. 1932, d. 19.8. 2006. Margrét Katrín giftist 15.5. 1948 Guðjóni Steingrímssyni hæstaréttarlögmanni, f. 5.2. 1924, d. 26.6. 1988. Foreldrar hans voru Steingrímur Torfa- son kaupmaður, f. 16.10. 1882, og Ólafía Hallgrímsdóttir hús- freyja, f. 13.9. 1885. Börn Margrétar og Guðjóns börn eru Margrét Júlíana, f. 1973, Snæbjörn, f. 1977, kvæntur Katrínu Helgu Kristinsdóttur, f. 1977, Þór- hallur, f. 1978, og Heiðrún Björt, f. 1987, í sambúð með Hrafnkeli Orra Sigurðssyni, f. 1988. Fyrir átti Sigurður dótt- urina Sigríði Ingu, f. 1971, gift Jóni Áka Leifssyni, f. 1966. 4) Ólafía Sigríður ferðamálafræð- ingur, f. 6.11. 1959, gift Jóni Auðuni Jónssyni, f. 15.6. 1957. Börn þeirra eru Jón Ragnar, f. 1983, í sambúð með Kristínu Maríu Tómasdóttur, f. 1983, Guðjón Geir, f. 1991, kvæntur Elísabetu Sif Símonardóttur, f. 1991, og Þorgerður Edda, f. 1993. Barnabarnabörnin eru orðin sautján. Margrét Katrín ólst upp í Ytri-Njarðvík og Keflavík. Hún stundaði hefðbundið barna- skólanám og fór síðan í Hér- aðsskólann á Laugarvatni og í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Efir að hún gifti sig fluttist hún til Hafnarfjarðar og bjó þar allan sinn búskap. Hún sinnti húsmæðrastörfum en eftir að börnin fóru að heiman sinnti hún ýmsum tómstundum og má þar helst nefna postu- línsmálningu og vefnað. Útför Margrétar Katrínar verður gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag, 21. júlí 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. eru: 1) Stein- grímur prent- smiðjustjóri, f. 27.7. 1948, kvænt- ur Sigríði Ingu Svavarsdóttur, f. 14.11. 1952. Dætur þeirra eru Kristín Lind, f. 1975, gift Kristjáni Ragnari Þorsteinssyni, f. 1974, og Hrund, f. 1981. Fyrir átti Steingrímur soninn Guðjón, f. 1967, með Áslaugu Bjarna- dóttur, f. 1948. 2) Valdís Birna talmeinafræðingur, f. 12.6. 1950, gift Einari Kristjáni Jónssyni, f. 19.10. 1950. Börn þeirra eru Katrín Ósk, f. 1974, í sambúð með Kristjáni Erni Kristjánssyni, f. 1978, Birgir Örn, f. 1977, kvæntur Guð- björgu Öldu Þorvaldsdóttur, f. 1977, Hilmir Þór, f. 1979, Lilja Sif, f. 1986, hún er gift Stefáni Þórssyni, f. 1984, og Guðrún Alma, f. 1988, í sambúð með Elfari Friðrikssyni, f. 1986. 3) Þórdís hjúkrunarfræðingur, f. 20.10. 1951, gift Sigurði Björg- vinssyni, f. 27.11. 1950. Þeirra Á sunnudaginn, 10. júlí, kvaddi móðir mín þennan heim. Ég á mjög góðar minningar um hana og var hún mér alla tíð mjög góð móðir og vinkona. Hún var mjög góður uppalandi, ströng en hæfilega undanláts- söm, og er ég henni mjög þakk- lát fyrir það veganesti sem hún bjó mér. Hún var góð fyrirmynd og góður kennari. Ég þakka henni fyrir allar stundirnar sem hún hefur hlustað á mig og hvatt mig í námi og starfi. Ég þakka henni líka fyrir að passa börnin mín og að hún tók alltaf á móti mér með alla fjölskylduna, hvort sem ég var að koma suður eða var á milli húsa í flutningum. Alltaf var mér tekið opnum örm- um og alla tíð var hún mér svo góð. Hún hefur virkilega verið mér stoð og stytta í lífinu. Mamma talaði um að hún vildi ekki að sín væri minnst ein- göngu sem góðrar húsmóður sem var dugleg að baka. En hún var húsmóðir svo sannarlega. Hún gerðist húsmóðir þegar hún gifti sig og eignaðist börn. Hún var byrjuð í iðnskóla og byrjuð að læra hárgreiðslu en hætti því. Hún var húsmæðraskólagengin og vitnaði oft í það sem hún hafði lært þar. Hún lagði mikið upp úr því að við lærðum fallega borðsiði og værum kurteis og kæmum vel fyrir. Hún var dug- leg og kraftmikil, saumaði og prjónaði og málaði húsið, hann- aði garðinn og gróðursetti. Svo var hún líka alltaf heima. Ég minnist þess að ef það kom fyrir að hún var ekki heima þegar ég eða systkini mín komum heim, þá var hringt í allar vinkonur hennar og ættingja til að finna hana. Eftir að mamma útskrifaðist úr húsmæðraskólanum réð hún sig sem kokkur á síldarbát og var vel af henni látið. Kosturinn var ódýrari og maturinn betri en á hinum bátunum. Hún hefur snemma látið jafnréttismál sig varða því hún hvatti mig til að fara í kennaranám vegna þess að í þeirri stétt hafa bæði kynin sömu laun. Hún tók bílpróf þeg- ar það kom til tals að kaupa bíl því hún vildi keyra sjálf. Mamma fór með okkur í ótal útilegur og ferðalög og ef pabbi var upptek- inn þá lét hún það ekki stoppa sig heldur fór bara ein með okk- ur börnin á Laugarvatn þar sem við, í minningunni, dvöldum oft í tjaldi lengi í senn, ýmist í sól og blíðu eða í dembandi rigningu. Mamma var mikill fagurkeri og mikill listunnandi, bæði varð- andi tónlist og myndlist. Hún naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig og átti mjög fallegt heimili. Þegar hún bauð í mat eða kaffi, þá var alltaf dekkað borð með fallegum dúk, postulíni og kristal. Veggir stofunnar voru þaktir fallegum málverkum og svo hlustaði hún á klassíska tónlist og óperusöng. Hún dýrk- aði barnabörnin og barnabarna- börnin og var dugleg að hvetja þau til náms. Hún var óþreyt- andi að sækja ýmsa listviðburði og sýningar þar sem þau komu fram. Mamma var alla tíð mjög heilsuhraust og fór keyrandi allra sinna ferða. Þegar hún veiktist fyrir fjórum árum var hún að vinna í því að endurnýja ökuskírteinið sitt 86 ára gömul. Það voru því mikil viðbrigði að fá hana ekki lengur í heimsókn í tíma og ótíma og sakna ég þess mjög. Takk fyrir allt, elsku mamma, hvíl þú í guðs friði. Valdís B. Guðjónsdóttir. Margrét Katrín Valdimarsdóttir ✝ Bergljót fædd-ist 3. maí 1922 í húsi sem var nefnt Jerúsalem á Akureyri. Hún lést í Sunnuhlíð, Kópa- vogi, 23. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru heiðurs- hjónin Kristín Sig- urðardóttir og Jakob Karlsson, bóndi í Lundi við Eyjafjörð. Bergljót var næst- yngst af fjórum systrum og ein- um bróður. Elst var uppeldis- systirin Margrét Jónsdóttir. Systkinin hétu Guðný, þá Sig- urður, sem lést níu ára gamall, og Kristbjörg, sem lést aðeins fjögurra ára, næst var Bergljót, og svo Kristbjörg yngri, sem fæddist tveimur árum eftir að nafna hennar lést. Bergljót var foreldrum sínum stoð og stytta í veikindum þeirra, hélt þeim heimili og sá um þau síðustu ár- in. Árið 1959 breyttust hagir Bergljótar er hún giftist Kristni Jóni Jónssyni frá Siglu- firði. Hann vann á Skipaafgreiðslu Jakobs Karlssonar á Akureyri. Hún starfaði þar hjá föður sínum. Þau eignuðust tvö kjör- börn: 1) Jakob, f. 17. desember 1962. Hann er kvæntur Gail Ann Hanson, f. 1. febrúar 1942, hún á þrjú börn og sjö barnabörn. 2) Sigríður, f. 4. apríl 1966. Hún er í sambúð með Geo Sternsdorf. Sigríður á dótturina Berglindi Ein- arsdóttur. Kristinn á einn son frá fyrra hjónabandi: Carsten Jón, fædd- ur 25. nóvember 1952. Hann er kvæntur Bryndísi Bragadóttur, f. 17. maí 1960. Þau eiga dæt- urnar Elínu og Guðrúnu. Útför Bergljótar fór fram í kyrrþey þann 1. júlí 2016 að ósk hinnar látnu. Móðursystir mín, Bergljót Jak- obsdóttir frá Akureyri, hefur kvatt þennan heim á 95. aldursári. Hún er síðust af systrunum frá Lundi á Akureyri sem kveður. Undanfarin ár hefur hún dvalið á Sunnuhlíð í Kópavogi. Með Bergljótu er, í okkar huga, horfinn ekta Akureyringur í bestu merkingu þess orðs. Hún var næst- yngst fjögurra systra sem upp komust af börnum Krist- ínar Sigurðardóttur og Jakobs Karlssonar, bónda og athafna- manns á Akureyri. Þau hjón byggðu stórbýlið Lund ofan við Akureyri. Túnin í Lundi hafa nú öll verið tekin undir byggingar og götur, þar sem heitir Lundar- hverfi. Þær systur báru uppeldi sínu gott vitni, þær nutu velsældar og góðs atlætis. Yngsta systirin, Kristbjörg, bjó í Hafnarfirði, Bergljót og Guðný á Akureyri en elst var móðir mín, Margrét, sem bjó á Blönduósi og var reyndar fóstursystir þeirra. Lítill drengur á Blönduósi minnist margra ferða norður á Akureyri í heimsóknir til ættingj- anna. Í huga drengsins eru þessir dagar sem ljómandi sólskins- stundir. Varla mun nokkurt ár hafa liðið án gagnkvæmra heim- sókna á meðan allar systur lifðu. Síðan þótti það alveg sjálfsagt að við þrjú systkinin á Blönduósi dveldum nyrðra hjá þeim við skólagöngu okkar. Systir mín var hjá Bergljótu og við bræðurnir hjá Guðnýju. Þegar sonur okkar hjóna fór síðan til mennta, þá var enn sjálfsagt að hann dveldi hjá Bergljótu, ömmusystur sinni, öll menntaskólaárin. Það varð hlutskipti Bergljótar að halda heimili og annast for- eldra sína þegar þau höfðu misst heilsuna og líklega er það ástæðan fyrir því hversu seint hún stofnaði eigin fjölskyldu, en maður hennar, Kristinn J. Jónsson frá Siglufirði, kom inn í líf hennar um 1960. Börn þeirra eru tvö, búa bæði erlendis, dótturdóttirin Berglind hefur dvalið á Íslandi nú um skeið, ömmu sinni og afa til mikillar gleði. Bergljót og Kristinn störfuðu saman að rekstri skipaafgreiðslu Eimskipa á Akureyri, fyrirtæki sem hafði verið rekið innan stór- fjölskyldunnar, alveg frá stofnun Eimskipafélags Íslands. Síðan gerðist Kristinn starfsmaður hjá embætti sýslumannsins á Akur- eyri. Við starfslok fluttu þau suður í Kópavog. Bergljót var margfróð, ljóðelsk og tónviss. Hún spilaði á píanó og kenndi ungum ættingjum og vin- um píanóleik. Hún kunni ógrynni ljóða og fór stundum með ljóð og vísur fyrir okkur síðustu árin. Að leiðarlokum er mér ofarlega í huga hve samskipti okkar við Bergljótu eru ljómuð miklu sól- skini, það rennur upp fyrir mér, að símtöl okkar á milli fóru oftast fram þegar veður var gott og sól- ríkt og sömuleiðis kom ég frekar við hjá henni í Sunnuhlíð þegar sólin skein glatt. Allt þetta sólskin set ég í samband við bernskuna og samveruna með fjölskyldum systranna frá Lundi. Það var allt- af sól og gott veður á Akureyri á þeim góðu árum. Við vottum fjölskyldunni inni- lega samúð okkar og heiðrum minningu hennar með erindi úr ljóði eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. Blessuð sé minning Bergljótar Jakobsdóttur. Sigurður og Anna Rósa. Meira: mbl.i/minningar Bergljótu kynntist ég fyrst fyr- ir um það bil sjö árum síðan, þegar maðurinn minn, Jón Bjarman, varð að flytja í Sunnuhlíð vegna veikinda sinna. Þá var Bergljót þegar komin þangað. Eftir andlát Jóns í mars 2011 hafði ég einhverja sterka þörf fyr- ir að halda áfram að heimsækja deildina hans, bæði til að hitta starfsfólkið sem annaðist hann og eins til að hitta þá vistmenn, sem ég hafði kynnst. Bergljót varð ein þeirra sem ég heimsótti reglulega. Hún var einstaklega gefandi og yndisleg manneskja, vel gefin og fróð, víðsýn og skemmtileg. Meðan heilsa hennar leyfði las hún mikið af bókum með hjálp tölvskjás. Hún hafði mestan áhuga á vel skrifuðum skáldsög- um eða þjóðlegum fróðleik. Það var gaman að spjalla við hana um efni þeirra bóka sem hún var að lesa hverju sinni. Líkamlegri heilsu hennar hrak- aði smám saman en andlegu heil- brigði hélt hún til ævilokaloka. Það er þyngra en tárum taki þegar röddin er horfin svo ekki er lengur hægt að tjá hugsanir sínar og þarfir, en það varð hlutskipti Bergljótar. Ég er óendanlega þakklát fyrir vináttu hennar, sú vinátta gaf mér mikið. Ég sendi ástvinum hennar mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Jóhanna (Hanna) Pálsdóttir. Bergljót Jakobsdóttir Elskuleg móðir mín, amma okkar og langamma, RÓSA GUNNARSDÓTTIR, Furugerði 1, áður Álftamýri 32, lést 15. júlí. Útför hennar fer fram þriðjudaginn 26. júlí klukkan 13 frá Fossvogskirkju. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknarfélög njóta þess. . Gígja Árnadóttir, Gunnar Hjartarson, Rósa Hjartardóttir, Björg Hjartardóttir og langömmubörnin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KONRÁÐ PÉTUR JÓNSSON bóndi, Böðvarshólum, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju föstudaginn 22. júlí, klukkan 14. . Jónína Ragna Sigurbjartsdóttir, Jón Frímann, Þorbjörg Helga, Hákon Bjarki, Ingveldur Ása, Jón Benedikts, Daníel Óli og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐFINNA GISSURARDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum föstudaginn 15. júlí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í Reykjavík, mánudaginn 25. júlí, klukkan 15. . Jón Arnar Árnason, Halla Margrét Árnadóttir, Paolo Di Vita, Guðfinna Hlín Kristjónsdóttir, Ísold Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANNES TÓMASSON, Fífilgötu 8, Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 18. júlí. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, laugardaginn 23. júlí klukkan 11. . Guðfinna Stefánsdóttir, Margrét R. Jóhannesdóttir, Gylfi Tryggvason, Erna Jóhannesdóttir, Egill Egilsson, Tómas Jóhannesson, Fanney B. Ásbjörnsdóttir, Stefán H. Jóhannesson, Halldóra Hermannsdóttir, Ingunn Lísa Jóhannesdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson, Iðunn Dísa Jóhannesdóttir, Ágúst Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES ÞÓRÐARSON, fv. yfirlögregluþjónn, Hverfisgötu 31, Siglufirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 5. júlí. Útförin verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 23. júlí klukkan 14. . Soffía G. Jóhannesdóttir, Ólafur Kristinn Ólafs, Ólafía M. Guðmundsdóttir, Halldóra Sigurlaug Ólafs, Hobie Lars Hansen, Magnea Jónína Ólafs, Björgólfur Hideaki Takefusa, Jóhannes Már Jónsson, Halldóra Í. Sigurgeirsdóttir, Kjartan Orri Jónsson, Sigrún Ásgeirsdóttir, Margrét Finney Jónsdóttir, Eydís Ósk Jóhannesdóttir, Anna Lilja Kjartansdóttir, Jasmín Ósk Takefusa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.