Morgunblaðið - 21.07.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 21.07.2016, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 ✝ Guðbjörg Ól-ína Þórarins- dóttir fæddist í Reykjavík 30. nóv- ember 1929. Hún andaðist 13. júlí 2016. Foreldar henn- ar voru Þórarinn Magnússon skó- smiður, f. 1895, d. 1982, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1900, d. 1989. Systkini hennar voru; Guðmundur, f. 1924, d. 1996, Magnús, f. 1926, d. 1996, Helga Áslaug, f. 1929, og Þur- íður, f. 1932. Guðbjörg giftist þann 27. október 1956 Gunnari Helga- syni húsgagnabólstrara, f. 23. mars 1922, d. 1. september 2012. Sonur Helga Kristjáns Guðmundssonar, f. 1882, d. 1973, og Steinunnar Helgu Guðmundsdóttur, f. 1893, d. 1984. Bræður Gunnars voru Aðalsteinn, f. 1914, d. 1966, og Sæmundur Breiðfjörð, f. 1916, d. 1998. Guðbjörg og Gunnar eign- uðust einn son, Helga Kristján, f. 1960, kvæntur Lindu Ósk Sigurð- ardóttur, f. 1963. Börn þeirra eru Ingibjörg Ósk og Gunnar. Eigin- maður Ingibjargar er Þórir Heið- arsson og eiga þau Þóreyju Evu og Kristján Erni. Sambýliskona Gunnars er Fann- ey Dögg Barkardóttir og eina þau eina dóttur, Tinnu Rós. Guðbjörg ólst upp á Hað- arstíg 10 í Reykjavík og gekk í Kvennaskólann og síðan Hús- mæðraskólann á Akureyri. Hún og Gunnar kynntust á Víf- ilsstaðaspítala þar sem þau höfðu bæði greinst með berkla. Þau hófu búskap á Austurbrún 25 en fluttust síðan að Lauga- teig 8 þar sem þau áttu heima fram til 2011 þegar Guðbjörg fluttist að Lautarsmára 1, Kópavogi. Útför Guðbjargar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 21. júlí 2016, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku mamma. Nú er jarðvist þinni lokið en mikið skildir þú eftir af góðum minningum. Orðið „nei“ var eitt- hvað sem var ekki framarlega í þínum munni. Það voru ófáar ferðirnar sem þú keyrðir mig og mína vini upp að skíðaskálanum í Hveradölum og alltaf varst þú eina „mamman“ sem gat ekið okkur þegar við fórum síðan gangandi í einhvern skátaskál- ann á Hellisheiði. Þú varst líka ein af fáum „mömmum“ sem tókst að þér að vera á vakt í skátaheimilinu, að minni beiðni þó svo að ég léti líta út fyrir að þetta væri mér ekki ofarlega í huga, þá varst þú þar eina kvöld- stund í viku og taldir það ekki eftir þér. Eftir að þú og pabbi fóruð að fara til útlanda árið 1974 þá naustu þín, enda elskaðir þú sól- ina. Þegar bannað var að koma með rafmagnstæki til landsins komstu með klessugrill og fleiri rafmagnstæki, af því að við Linda vorum að byrja að búa og hugsaðir ekki um sjálfa þig eða að þú værir að smygla. Ævi þín var þó stundum þyrn- um stráð. Rétt um tvítugt fórst þú á Vífilsstaðaspítala þar sem þú, þá dauðvona, fékkst ný með- ul sem þá voru ekki fullrann- sökuð en með þeim komst þú aft- ur út í lífið og þaðan með kærasta, sem síðan var þinn lífs- förunautur alla tíð, hann pabba. Eins og þú sagðir sjálf var það eina góða minningin af Vífils- staðaspítalanum og afraksturinn var ég. Ekki var þinni þrauta- göngu þar með lokið heldur veiktist þú af krabbameini árið 1984 og síðan áttuð þið samleið þar til yfir lauk. Aldrei kvartaðir þú þó yfir því heldur tókst þess- um veikindum með æðruleysi. Það eru örugglega ekki marg- ar ömmur sem láta barnabörnin klæða sig upp í alls konar föt og leika með þeim eins og þú gerðir við þín barnabörn og langömmu- börn. Þótt þú værir komin á ní- ræðisaldur varstu dregin inn í þeirra herbergi til að leggjast á gólfið og leika, og gerðir það með bros á vör eins og annað sem þú varst beðin um. Þessar minningar og svo margar aðrar eru það sem nú ylja og varðveit- ast um ókomna tíð. Til dæmis þegar við fluttum í Grundarfjörð í nýtt bæjarfélag og þekktum engan komst þú daginn eftir með rútunni og þið Linda fóruð í að mála á meðan ég fór að vinna. Allar ógleymanlegu stundirn- ar sem við áttum saman erlendis með ykkur pabba og síðan þegar þú fórst ein með okkur síðustu árin í sólina og nú síðast í mars þegar við fórum til Tenerife og dönsuðum þar við írska þjóð- lagatónlist. Takk fyrir að vera mamma mín. Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson.) Þinn, Helgi Kristján. Nú er lífsgöngu þinni lokið elsku Didda mín, farin til nýrra heimkynna þar sem ég trúi að bíði þín birta, hlýja og friður. Ég veit ekki hvar á að byrja, minn- ingarnar sem ég á með þér eru ótalmargar, allar svo ljúfar og góðar. Frá fyrsta degi tókstu mér, stelpuskottunni, opnum örmum og aldrei nokkurn tímann vorum við ósáttar og aldrei gagnrýndir þú eða settir út á eitthvað hjá mér er varðaði uppeldið á Ingi- björgu Ósk og Gunnari eða ann- að í þeim dúr. Ég hef alltaf sagt með stolti að betri tengda- mömmu hefði ég ekki getað fengið og það sama á við um tengdapabba, þú varst mér mik- ið meira en bara tengdamamma. Þú varst ávallt til staðar fyrir hann Helga þinn, mig, börnin okkar og langömmubörnin þrjú. Þegar við Helgi fórum að búa færðir þú okkur eitt og annað í búið og þau eru ófá heimilistæk- in frá þér. Einu sinni komst þú með saumavél handa mér því eins og þú sagðir, á öllum heim- ilum verður að vera saumavél. Ég man sjaldan eftir þér í bux- um, konur áttu að vera í kjólum eða pilsum og var áhugi þinn á fallegum fötum mikill, sérstak- lega blússum, kjólum og skóm. Síðasta skóparið keyptir þú í vor á Tenerife og sagðir að konur ættu aldrei of mikið af skóm og um það vorum við að sjálfsögðu sammála. Þegar til stóð að gera eitthvað, bæði hér heima og er- lendis, varst þú alltaf til í að koma með og hafa gaman saman. Þú vildir vera með þínum nán- ustu. Þær eru ómetanlegar ferðirn- ar okkar erlendis. Ferðin sem þú bauðst allri fjölskyldunni í til Spánar þegar Þórey Eva var tveggja ára og Tinna Rós á leið- inni var þér mikils virði. Þú tal- aðir oft um að hafa ekki ferðast nóg, samt varstu dugleg að ferðast og á Spáni áttuð þið Gunnar ykkar bestu stundir, sól og hiti var þitt. Síðasta ferðalag- ið okkar erlendis var til Tenerife í mars og það var yndislegt að finna hvað þú naust þín þrátt fyrir veikindin sem farin voru að segja til sín. Kvart og kvein var ekki til í þínum orðaforða og oft barst þú harm þinn í hljóði. Vin- skapur ykkar Gunnars við mömmu og pabba var einstakur og orð fá því ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir það. Nú er mamma ein eftir og ég veit að hún á eftir að sakna þín mikið eins og við öll. Efst í huga mér er þakklæti fyrir einlæga vináttu þína og hlýju í minn garð, handverkið þitt, útsaumuðu sængurverin og prjónafatnaðinn á börnin. Prjón- ar, saumaskapur, krossgátur, spilakaplar, leikfimi, tónlist, leik- húsferðir og ballettsýningar voru áhugamál sem þú naust vel að sinna. Það er margt sem við sem yngri erum getum lært af þér, fyrirmyndar kona sem öll- um vildi vel, æðrulaus, þakklát og nægjusöm. Þegar Gunnar kvaddi fyrir fjórum árum lofaði Helgi pabba sínum að gæta þín vel og það gerði hann, missir hans er mikill. Börnin mín áttu yndislega ömmu sem nú er sárt saknað, ömmu sem hafði alltaf tíma til að gefa. Ég lofa að passa vel upp á fólkið þitt og vera dug- leg að segja langömmugullunum þínum sögur af þér. Hjartans þökk fyrir allt, elsku Didda mín. Ég mun alltaf elska þig og virða og minning þín er ljós sem lifir. Hvíl í friði. Þín, Linda Ósk. Elsku besta amma mín, núna ertu farin frá okkur og ert loks komin til Gunna afa. Ég mun aldrei gleyma öllum góðu stund- unum sem við áttum saman, það eru endalausar minningar sem ég gæti talið upp. Þegar ég var lítill og fékk að fara upp á háaloft til að gramsa í gömlu dóti sem var einhvers konar „fjársjóðs- leit“, ferðirnar í Húsdýragarð- inn, leikirnir sem ég náði að plata þig til að leika með mér, spilin sem þú kenndir mér og all- ar krossgáturnar. Já, þær eru sko margar en sú síðasta stund sem við áttum saman er ógleym- anleg; þegar ég, Fanney og Tinna Rós komum til þín þegar þú varst á Vífilsstöðum. Ég sá að þér leið ekki vel þar en það gladdi mig mjög að sjá ykkur Tinnu Rós vera að grínast og hlæja svo innilega saman. Það var svo margt sem þú kenndir mér á meðan þú varst hér með okkur og fyrir það verð ég ávallt þakklátur. Þú varst svo stór partur af lífi mínu og það er partur sem ekki er hægt að fylla upp í. Þú munt alltaf lifa áfram í huga mínum og hjarta og við sjáumst aftur þegar að því kem- ur. Takk fyrir allt, amma mín. Þinn Gunnar. Elsku amma. Ég veit ekki hvar á að byrja, þú varst og ert svo stór hluti af lífi mínu. Ætlaðir að berjast eins mikið og þú gætir í gegnum veik- indin svo við gætum haft þig lengur hjá okkur. Haðarstígs- þrjóskan stóð fyrir sínu og ég er svo þakklát fyrir hvað þú lagðir á þig fyrir okkur. Þrátt fyrir löng veikindi fórstu of snögg- lega, ég vakna alla morgna og þarf að minna mig á að þú ert farin. Kveið lengi fyrir því að geta ekki heyrt í þér og sá dagur var verri en ég hefði getað ímyndað mér. Ljósið í myrkrinu er að vel er tekið á móti þér. Gunni afi og Assa verða fegin að fá þig aftur til sín. En ég mun aldrei kveðja þig, veit að þú verður og ert alltaf hjá mér og okkur öllum. Í sorgarferli fer maður að hugsa um allar góðu stundirnar. Um okkar gæti ég skrifað heila bók. Sambandið var einstaklega náið, þú varst ein af mínum bestu vinkonum og sálufélagi. Gátum bæði grátið saman og hlegið. Voru forréttindi að eiga ömmu eins og þig. Man að í hvert skipti sem við gistum hjá ykkur afa, vaknaðir þú með mér ef ég rumskaði. Ef ég vildi vatns- glas, fórstu með mér fram, hélst í höndina á mér þegar ég var að sofna, alltaf til í að lesa sögu fyr- ir svefninn og að sjálfsögðu valdi ég alltaf lengstu söguna, þú varst æðisleg sögukona. Hver dagur með þér var eins og ævintýri. Labbitúrarnir í hverfinu, spilin sem þú kenndir mér, róta í fataskápnum þínum, slæðurnar og skartið. Að ógleymdum skónum, þú elskaðir skó og voru gullskórnir með stóru slaufunni í sérstöku uppá- haldi hjá okkur báðum. Sam- bandið milli okkar varð sterkara með hverju árinu sem leið. Er þakklát fyrir að hafa getað verið til staðar fyrir þig þegar þú þurftir á mér að halda, og öfugt. Þú varst svo ljúf og góð. Á eftir að sakna þess að fara með þér aftur á kaffihús um jólin, nagla- lakka þig, blása sápukúlur, fljúga flugdreka, óvissuferðir í Reykjavík, óperuna, leikhús. Ég gat platað þig með mér í allt, og þú alltaf tilbúin. Þú kenndir mér svo margt, meðvitað og ómeð- vitað. Virðingu fyrir því að fólk er ekki eins, taka ekki öllu sem sjálfsögðum hlut, meta sögu fjöl- skyldunnar. Um daginn sagðirðu við mig að ég væri stundum eins og Imba amma, eitt besta hrós sem ég hef fengið frá þér. Takk fyrir allt kaffið, hláturinn, slúðrið, spjallið og styrkinn. Síðasta heimsóknin til þín var dásamleg, mamma og pabbi voru hjá þér og ég mætti með krílin. Fórum saman upp á herbergi og sátum þar drykklanga stund. Þórey Eva og Kristján Ernir voru með skemmtiatriði, hún að dansa og honum tókst að stinga af á bleiunni, hlaupa um og skemmta fólki. Þegar ég kvaddi þig þenn- an dag, stakk ég höfðinu aftur inn um dyragættina til að segja; ég elskaði þig. Þetta var orðinn vani hjá okkur „ég elska þig, amma mín“ og „sömuleiðis, elsk- an mín“ en í þetta sinn var ég næstum búin að gleyma. Sem betur fer mundi ég eftir að snúa við og mun þessi kveðja alltaf sitja í mér. Þú gerðir mig að betri manneskju, betri mömmu og það er stór hluti í hjartanu á mér sem þú ein átt. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Ég elska þig, amma mín. Þín, Ingibjörg Ósk. Didda kvaddi á sólríkum degi, alveg í hennar anda en sólin og hún áttu ástríkt samband í gegn- um árin. Hún naut þess að sitja og láta sólina baka sig og var aldrei sælli en með fjölskyldunni í sólarlöndum en hennar síðasta ferð var einmitt nú í vor með Helga og Lindu. Við Didda systir, eins og ég kallaði hana, þó hún væri móð- ursystir mín, áttum alla tíð mjög gott samband. Ég leit mikið upp til hennar þegar ég var barn, fannst Didda alltaf svo mikil skvísa. Svo dekraði hún við mig, en ég naut þess hún átti enga stelpu til að dekra við, allt frá fallegum kjólum sem hún saum- aði á mig til augnhárauppbrett- ara sem hún gaf unglingnum og þótti ofboðslega fullorðins að eiga svoleiðis. Við Helgi, sonur Diddu, erum fædd með 14 daga millibili og höfum alltaf trítlað hlið við hlið og á margan hátt verið meira eins og systkini en frændsystkin. Í seinni tíð breytt- ist samband mitt við Diddu í ein- læga vináttu við töluðum saman nánast á hverjum degi og áttum margar góðar stundir með hin- um systrunum annarri og báðum hvort sem var á tyllidögum, í bíl- túrum eða bara matar- og kaffi- hitting sem við reyndum að boða til sem oftast. Ómetanlegir eru dagarnir sem Didda var hjá mér eftir síðustu aðgerðina sem hún fór í en ég var svo heppinn að vera heima og geta litið eftir henni meðan hún var að ná sér til að geta farið heim. Þá var mikið spjallað og hlegið. Fjölskylda Diddu var ekki stór en einstaklega samrýnd, Gunnar heitinn, Helgi og svo Linda tengdadóttirin sem hefur verið henni sem besta dóttir og ömmubörnin Ingibjörg Ósk og Gunnar yngri sem eiga heiður skilið fyrir hversu natin og elskuleg þau hafa alltaf verið við ömmu sína og tengdabörn Helga, Fanney og Þórir sem áttu vísan stað í hjarta Diddu og síð- an langömmugullin þrjú, Þórey Eva, Kristján Ernir og Tinna sem hafa glatt langömmu ómælt frá fæðingu. Fjölskyldan hefur verið sérlega náin og notið þess að vera saman hvort sem er á ferðalagi eða í hversdeginum – þeirra missir er mikill en auð- urinn liggur nú í ótal yndislegum minningum um samveru við gef- andi og ljúfa konu. Hún frænka mín væri ekki ánægð ef ég væri að mæra hana of mikið, stríðinu við krabbak- lóna er lokið og líknin nú hennar. Eftir standa gullkorn, myndir og minningar um líf sem ber að fagna þó að tárin hafi tekið völd að sinni. Ég kveð Diddu „syst- ur“, konuna sem kvartaði aldrei þrátt fyrir að tilefnin væru nóg, kunni að njóta augnabliksins, klæddist rauðu og gekk á háum hælum framá seinasta dag, með kærleik, virðingu og þökk fyrir góða samleið. Sigrún Björg Þorgrímsdóttir. Elsku flotta yndislega Didda mín. Bara ef ég ætti til nógu mörg orð sem lýsa því hversu frábær þú varst. Ég man nú að fyrst ætlaði ég ekki að þora í heimsókn til Diddu ömmu (hans Gunna), fátt fannst feimnu mér jafn erfitt og að kynnast öllu nýja fólkinu í tengdafjölskyldunni minni. Það þurfti nú ekki margar mínútur til að sjá og finna hversu frábær þú varst. Kjúklingarétturinn sem þú gerðir svo oft er alltof góður og heita kakóið, nei ég veit ég meina heita súkkulaðið, er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Tinna Rós er svo heppin að hafa fengið nokkur ár með langömmu Diddu, um daginn upp á Vífils- stöðum var svo gaman að fylgj- ast með ykkur, þið voruð dásam- legar saman. Ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman, og þá stendur utanlandsferðin okkar fyrir þremur árum svolítið upp úr, það var æðislegt. Ég er svo þakklát að hafa fengið að kynnast þér og eins svo þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig. Elsku fallega besta Didda mín, minning þín mun lifa í hjörtum okkar og þín verður sárt saknað, ég mun passa vel upp á Gunna okkar. Ástarkveðja, Fanney Dögg og Tinna Rós Gunnarsdóttir. Elsku Didda. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, því betri langömmu hefði ég ekki getað beðið um fyrir börnin mín. Þú elskaðir þau og lékst við þau í hvert skipti sem þið hittust. Þú tókst mér líka svo vel þegar Ingibjörg mín kynnti ykkur Gunnar heitinn fyrir mér, tókst mér eins og ég væri bara nýtt ömmubarn, og þar sem ég hafði fyrir þó nokkru misst mínar ömmur þá varðstu eins konar amma mín. Eftir þessi ár man ég bara eftir kveðjunni „bless Þórir minn“ hvort sem ég kom með fjölskyldunni eða til að kippa sjónvarpinu í lag eftir að þú hringdir og sagðir: „Þórir minn, sú gamla ýtti á aðra takka en þú sagðir.“ Ég bara brosti og svar- aði „kem og redda þessu.“ Kveð þig með söknuði fyrir mína hönd og barnanna minna. Þórir, Þórey Eva og Kristján Ernir. Mig langar til að minnast vin- konu minnar, hennar Guðbjarg- ar. Ég kynntist henni fyrir nokkrum árum þegar ég skráði mig í Rauða krossinn sem hundavinur. Guðbjörg varð fyrir valinu sem minn vinur og áttum við marga skemmtilega göngu- túrana saman ásamt hundinum mínum honum Aroni. Guðbjörg var yndisleg kona; hress, ræðin og skemmtileg. Það var margt rætt og pælt í göngutúrunum, fyrst í Túnunum í Reykjavík og síðan í Smárahverfinu í Kópa- voginum og Kópavogsdalnum. Síðasta einn og hálfan mánuð fór heilsan að láta undan og við hitt- umst því bara í spjalli inni á spít- ala og nú síðast Hrafnistu. Með- an hún var á Vífilsstöðum þá fórum við í bíltúr og út að borða saman, það var yndisleg stund sem við áttum saman þar í spjalli eins og svo oft að rifja upp gaml- ar minningar um dvöl í sveit og margt fl. Guðbjörg naut þess að skottast með mér þennan dag og ég er svo sannarlega þakklát að af honum gat orðið. Guðbjörg Ólína Þórarinsdóttir Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Hugrún Jónsdóttir Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.